Snjór í Eyjum, snjóflóð, óveður og viðvaranir.
5.3.2008 | 06:28
Þetta hefur bókstaflega dunið á okkur, í blöðum
og fréttum yfirhöfuð.
Verst hefur þetta verið fyrir vestan, suðvestan og á suðurlandi.
Og það með svo miklum látum og stanslaust, að maður spyr sig
hvað er að gerast.
það sem hefur vakið mig til umhugsunar er þessi bleyka birta,
sem hefur komið fram, ef fólk hefur séð til himins.
þegar ég var að alast upp, sögðu menn, að þetta væri gosbirta
Nú væru hræringar eða jafnvel gos í vændum.
Við öllu er að búast á landi voru.
það er nú annað sem mér finnst óhugnanlegt, þú ferð í tölvuna
á morgnana, það sem blasir við þér á forsíðu er, stríð,
menn með hríðskotatól, blóðugt slasað fólk eða dáið.
Hvaða fólk er þetta jú, þeir sem minna mega sín.
Af hverju skildi maður aldrei sjá innrás á ríkar þjóðir?
líklegast vegna þess að þær kaupa sér frið.
Annaðhvort með Olíu eða peningum.
Ekki nenni ég svona yfirleitt að fara út í málefnalegar
útskýringar á hugleiðingum mínum, það tekur því ekki.
Eitt veit ég að mannslíf eru ekki virt, frekar en
skíturinn undir fótum sumra manna.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skildi hún hafa þetta?.
5.3.2008 | 06:00
Hillary Clinton er mín kona, ekki bara að því að hún er kona,
heldur vegna þess, að hún mundi stjórna af visku og ráðsemi.
Ekkert hef ég á móti Barack Obama, þekki ekkert til hans.
Óneitanlega væri það flott ef kona yrði forseti Bandaríkjanna
og vona ég að svo verði, en auðvitað kemur mér það harla
lítið við, og þó.
![]() |
Clinton sigraði í Ohio |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir svefninn.
4.3.2008 | 20:51
FRAMHALD: Sögur af Vilhjálmi bónda á Stóra Hólmi í leiru.
Vihjálmur var illa við, að synir hans eyddu spariskildingum
sínum í óþarfa.
Einu sinni fóru þeir með föður sínum til Keflavíkur.
Þeir höfðu keypt sér þar rúsínur og voru að pukrast með
að éta þær á leiðinni heim.
,, Hvað eruð þið að éta, strákar?" spyr faðir þeirra.
,, Rúsínur", segja þeir.
,, finnst ykkur það ekki vera dýrt skepnufóður?"
Segir þá Vilhjálmur.
SR. Jón Skagan hætti prestskap og tók upp annað starf.
Þá var kveðið:
Skaust úr leik við skaparann,
skitnar ræður hætti að krota,
þegar í fjandanum fleygði hann
Flíkinni, sem hann hætti að nota.
VONGLÖÐ.
Gleðisjóinn geyst ég fer,
þó gutli sorg und kili.
Vonina læt ég ljúga að mér
og lifi á henni í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þetta eru sko flottar konur.
4.3.2008 | 11:35
Kvennaferð og kvennaskipulag,
Ef þær geta það ekki þá engin, að skipta sér niður í hópa
var rétt ákvörðun, minna umfang að sjá um ef eitthvað kemur upp á,
og ferðin gengur betur.
Það góða við ferðirnar í dag er nútímatæknin.
hér áður fyrr voru bara gömlu, en góðu talstöðvarnar.
Skildu eiginmönnunum ekki hafa verið órótt,
mörgum hefur örugglega langað að fara á móti þeim.
Flott hjá ykkur stelpur.
![]() |
Voru 16 klukkutíma til byggða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hlýtur að koma að því.
4.3.2008 | 07:10
50 % líkur tjáir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur okkur,
Náttúruhamfarir eins og gos, hugnast manni aldrei.
Þar sem ég bý, hefur landslagið víða skapast af gosi,
ægifagurt er að aka um og skoða, t.d. Hljóðakletta, Ásbyrgi,
upp með Jökulsánni að Mývatni, Dimmuborgir og þar um kring,
enda í Aðaldalshrauninu, bara svo eitthvað sé talið upp.
Allt þetta svæði, skópu eldgos fyrir X mörgum árum síðan,
og hvílir dulúð yfir landshlutanum.
Stórmögnuð og virðingafull eru eldgos svo framarlega sem þau
valda ekki mannsskaða.
Góðar stundir.
![]() |
Helmingslíkur á eldgosi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
3.3.2008 | 20:19
Vilhjálmur hét maður, sem bjó á Stóra-Hólmi í Leiru
á síðari hluta 19. aldar.
hann var greindur maður og fyndinn í tilsvörum.
Sigríður hét kona hans.
þau áttu sonu tvo, er hétu Björn og Bjarni.
Sjófang geymdi Vilhjálmur niðri við sjó, og voru strákarnir
stundum sendir þangað að sækja í matinn.
Vilhjálmi þótti þeir ærið seinir í förum.
Eitt sinn spyr hann konu sína, hvort hún sjái nokkuð til þeirra,
er þeir voru í slíkri för.
Konan segist halda, að þeir séu neðst í túninu.
,, Jæja", segir þá Vilhjálmur,
,, en sérðu hvort það er lífsmark með þeim?"
Háðsamir bræður.
Bræður háðir vamma vana
varpa hagsæld innra manns.
Smíða háð um smælingjana
smiðjubelgir andskotans.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Stórfurðulegt. og óskiljanlegt.
3.3.2008 | 16:53
Óskiljanlegt er að fyrir nokkru var loðnuveiði bönnuð,
engin loðna fannst.
leit haldið áfram, Bingó loksins fannst hún og í það
miklu magni að lagt er til að auka aflamark um
50 þúsund tonn.
Landkrabbi hugleiðir nú hvort þorskurinn þurfi ekki að fá smá loðnu,
eða er þetta spurning um hver borðar meira af loðnu,
loðnuskipin eða hvalirnir, eða hvað, veit þetta einhver?
kannski finnst Þorskur í torfum eins og loðnan, hver veit.
Ein sem er alveg út að aka í þessum málum.
![]() |
Leggja til aukningu loðnukvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Réttlæti fyrir fólkið í landinu.
3.3.2008 | 13:19
Þegar ég var að alast upp voru engir lífeyrissjóðir til,
fólk safnaði sér inn á banka bók, allir vildu eiga varasjóð.
Ekki voru nú allir sem gátu það vegna þess að sumir
höfðu vart til hnífs eða skeiðar, ekki voru allir sem höfðu
atvinnu, og afar erfitt var hjá mörgu fólki.
þegar ég fór út á vinnumarkaðinn, var heldur engin
lífeyrissjóður, held að þeir hafi verið stofnaðir eitthvað
í kringum 1970.
En verst er það fólk statt sem aldrei borgaði í neinn sjóð
og þær konur sem alltaf voru "bara" heima eins og sagt var.
þær áttu nú ekki skilið að fá neina umbun fyrir að hafa alið
upp börnin sín, bakað, eldað, saumað, prjónað, þrifir skít,
þvegið þvottana við ýmsar aðstæður, útbúið haustmatinn,
og haldið öllu gangandi með miklum rausnarskap,
bæði við mikil og lítil efni.
þessi aldurshópur ásamt ungu fólki sem hefur lent út af vinnumarkaði
einhverja hluta vegna, er illa statt fjárhagslega.
Og er það til skammar fyrir þetta þjóðfélag.
hvað er alltaf verið að reikna út laun sem fólk þarf að hafa til að hafa
lágmarks lífsviðurværi, en það stenst aldrei. Ég er t.d. 80.000 krónum
undir þeirri upphæð.
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingarstofnunnar vakti athygli
á þessari brotalöm í lífeyriskerfi Landsmanna, og þetta mikið rétt hjá henni,
en hvað er oft búið að ympra á þessu?
Nú skora ég á nýja ráðamenn, að leysa þessi mál og það strax.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bílastæði taka Lóðarými
3.3.2008 | 08:13
Má til með að ympra á einu sem bagar mig,
ævilega er verið að tala um vöntun á lóðum,
Þá dettur mér í hug öll augnmengunin sem
maður þarf að þola í stórum bílastæðum, væri
ekki möguleiki að loka þau inni í bílahúsum eða í
bílakjöllurum að mestu leiti.
Alltaf þurfa einhver bílastæði að vera og er það í lagi,
en þar sem bílafloti landsmanna er orðin nokkuð stór,
og ekki fer hann minnkandi, þá væri kannski ágætt
að fara að huga að þessu málum í skipulaginu.
Klappið nú saman höndum, kæru ráðamenn,
þið munduð fá meira rými til að byggja steinklumpana
sem þið eruð svo hrifnir af.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppbygging á Háskólalóð.
3.3.2008 | 07:56
honum fylgir sé á sama stað og myndi eina heild sem
Háskólaborg.
Heppilegast er fyrir þá sem stunda nám við skólann
að það séu bústaðir á staðnum, það sparar fólki
bensín/olíu á bílana sína, minkar mengun og skapar
skemmtilegra líf í kringum allt sem skóla og
félagslífi fylgir.
Einhver hlýtur að muna eftir því er Háskólinn var byggður
í allri sinni fegurð, og Gamli garður.
Þjóðminjasafnið þarna á horninu, þvílíkar byggingar.
Skemmtilegasta minningin í dag er sú að engin var
að hugsa um hvar ætti að hafa bílastæði, þess þurfti
ekki, því fáir nemendur áttu bíla á þeim tíma.
Góðar stundir.
![]() |
Fagna hugmyndum um Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
2.3.2008 | 21:47
MÁLTÆKIÐ ,, hverjum er það að þakka, að Gunna flaut?",
kannast víst flestir við, en tildrögin af því þekkja færri,
og voru þau eins og hér segir: Skip var á ferð úr
Vestmannaeyjum upp á Landeyjasand,
en þar var mjög erfið lending, eins og kunnugt er .
með skipinu voru vinnuhjú frá bæ einum í Landeyjum,
og hét vinnukonan Guðrún.
Skipinu barst á í lendingunni, og hrökk Guðrún fyrir borð,
en hún var ólétt og sökk ekki,
og tókst snarráðum manni að innbyrða hana.
Þegar í land kom, var manninum að verðleikum
hælt fyrir snarræði sitt. þá gellur vinnumaðurinn við
og segir heldur drýgindalega: ,, Já en hverjum var
það að þakka, að Gunna flaut?"
Skemmtiferð.
Yfir grund og grösug sund
á góðri stund með svipu í mund
læt ég skunda hófa hund
hýr í lund á meyjarfund.
Eyjólfur Jónsson frá Síðumúla.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Dagur að kveldi kominn.
2.3.2008 | 21:30
Ljósið mitt fór heim um hádegisbilið,
hún labbaði heim sem er nú bara í þarnæsta raðhús,
alla heimkeyrsluna var hún að snúa sér við og kalla,
amma sjáumst á morgun, elska þig amma mín og svo
vinkaði hún og sendi mér endalausa fingurkossa.
Fór ég nú og lagði mig, eftir smáveru í tölvunni.
Stóru snúllurnar mínar voru ennþá sofandi og Neró
hjá þeim. Vaknaði er Dóra kom heim um kl.4.
hún svaf hjá Milla systir í nótt, fengum okkur að drekka,
spjölluðum, systur vöknuðu fóru í bað og svoleiðis,
böðuðu líka hundinn og gerðu hann fínan
Elduðum saman pasta/m skinku og ostasósu+ hvítlauksbrauð.
Afi ók þeim inn í Lauga eftir matinn.
Ég heyrði aðeins í Írisi minni, síðan í tölvuna.
Þessi helgi er búin að vara frábær.
Takk fyrir mig elskurnar mínar og guð veri með ykkur öllum.
Mamma, tengdó og amma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleði á sunnudagsmorgni.
2.3.2008 | 14:03
Laumaði mér frammúr, ætlaði ljósinu að sofa lengur,
fékk mér síðan morgunmat og blaðagreina-lestur,
elska þessa rólegu morgna mína.
Var að hugsa ætti ég að drífa míg í sturtu, en nei
aðeins að kíkja í tölvuna, fékk moggann á skjáinn
að vanda, les hann ætíð fyrst, síðan á 640.is það er
Húsvísk síða, afar góð, nú að sjálfsögðu leit ég við á B.B.
Það er blað sem er gefið út á Ísafirði með öllu því helsta
sem gerist á Vestfjörðum.
Heyrði engilinn koma fram fara í sturtu og gera síg fínan fyrir
mig , "Auðvitað" fram í eldhús, tekur út úr vélinni, fær sér
morgunkorn á disk, borðar og les blöðin.
Ég dett inn í minn heim, blogga smá, svara kommentum,
les og kommenta.
Dett inn í hinn heiminn við að ég heyri í litlum fótlum tipla
á parketinu, fyrst fer hún fram í eldhús, knúsar afa sinn,
kemur hlaupandi til mín upp í fangið mitt og segir amma mín,
Já Aþena mín ertu búin að sofa vel? já amma mín,
eftir smá knúsý knús segir hún: ,, Amma ég er svöng."
Nú henni var gefin morgunmatur,
ætíð er spjallað á meðan hún borðar,
hún fer að tala um að sig langi í hund, svona hundalífs-hund
já en hver á að passa hann á meðan allir eru í vinnu og skóla,
eftir smá, segir hún: ,, Náttúrlega passa ég hann þegar við
komum heim," en þangað til þú kemur heim" en amma hann verður
auðvitað í skóla eins og ég, það heitir hundaskóli.
Nú segi ég bara, því annað er ekki hægt,
maður andmælir ekki svona visku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Stjörnuspáin mín í dag.
2.3.2008 | 10:46
STJÖRNUSPÁIN mín í dag.
Lexíur geta verið neikvæðar og jákvæðar, það er
ekki alltaf gaman að upplifa þær, en eftir á þakkar
maður fyrir þroskann sem þær færðu manni.
Þessi spá er bara orð að sönnu fyrir allt fólk, við þroskumst
að sjálfsögðu ekki nema að upplifa jákvæðar og neikvæðar
lexíur, en við lærum heldur ekkert af þeim ef við erum ekki
með vitund fyrir því hvað þær þýða, og vitundina fáum við
ekki nema vera opin fyrir því að þetta er hjálp tilhanda okkur.
Ekki alltaf að segja; "þetta á ekki við mig."
Ef eitthvað kemur upp sem heggur í okkur, eigum við að skoða það.
Kveðjur til allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fótboltamót! Hvað ef eigi hefði verið sjófært?
2.3.2008 | 07:50
Fótboltamót já það hefði verið bagalegt, hefðu
þeir ekki náð því blessaðir, gott að það var sjóveður.
Nei annars engin hugsar svoleiðis.
Ég man ekki eftir því að snjóflóð hafi lokað flugvallaveginum
í Skutulsfirði, allavega ekki síðustu 10 ár, en að sjálfsögðu
getur mig misminnt eins og öllum.
Er ég fluttist til Ísafjarðar 1997, fékk ég að kynnast vestfirsku
veðri, en einhvernvegin var ég alltaf að bíða eftir þessu
ofsa veðri sem allir töluðu um, en ég varð þess ekki afnjótandi,
enda ekkert að njóta því þau eru átakanlega vond.
Fyrst í vetur, er ég er flutt þaðan þá sér maður í fréttum
og heyrir um þessi veður.
Aldrei allan tímann sem ég bjó á þessum yndisfagra stað,
upplifði ég þvílíka röð af snjóflóðum og óveðrum sem í
vetur hafa dunið yfir Vestfirðinga.
Guð gefi að þessu fari að linna.
Góðar stundir.
![]() |
Snjóflóð lokar flugvallarvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
1.3.2008 | 21:37
Tveir bændur voru á heimleið úr lestarferð.
þeir voru hreifir af víni, og segir þá annar:
,, Við eigum eigum nú kerlingarnar yfir okkur, þegar
við komum heim, Steini minn." ,, Og hálfbölvaðar báðar tvær,"
svaraði hinn.
Piltur einn úr Reykjavík fór í dvöl vestur á Snæfellsnes.
Að dvölinni endaðri fór hann til Reykjavíkur aftur og sagði,
hvernig hefði verið á Snæfellsnesi.
,, Fyrst drapst belja," sagði hann, ,, og þá var lifað á
tómu beljuketi. Svo drapst hestur, og þá var lifað á
tómu hrossaketi, og svo drapst kerling,
en þá fór ég."
Hellirigning.
Regnið þungt til folda fellur
fyrir utan gluggann minn.
það er eins og miljón mellur
mígi í sama hlandkoppinn.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Undur og stórmerki! Nýar myndir.
1.3.2008 | 17:14
Bara að láta ykkur vita, það eru komnar nýjar myndir
í nýjar myndir hjá mér, hefur tekið svolítið langan tíma
en nú fer þetta allt að koma.
Snúllurnar mínar eru hér frá Laugum með græjurnar,
en á eftir að fá myndir af öllum, svo að ég geti sýnt ykkur
allt undaneldið, það er nú ekki dónalegt
Aþena er líka búin að vera hér í dag,
Ingimar og Viktoría eru veik og Milla á námskeiði í innanhús
Arkitektúr, Dór er líka á námskeiði inn á Laugum síðan að
hugsa um matinn, kemur í kvöld.
Snúllurnar bökuðu muffins fyrir mig, sú litla hjálpaði til,
ljósið mitt kann þetta allt betur en við,
þær eru nú ekki líkar ömmu sinni fyrir ekki neitt
Núna er ég að elda kjúkling fyrir þeirra smekk, með
smjörsteiktum kartöflum og rjómasveppasósu, salat.
þær vildu líka fá barbecue vængi í gærkveldi,
þetta er kjúklinga-sjúk fjölskylda.
Góðar kveðjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki fæðast menn afbrotamenn.
1.3.2008 | 11:12
16 ára unglingur sem er búin að framkvæma allt
þetta sem hann fær dóm fyrir.
Svo er hann á Skólavörustígnum, það getur ekki verið
uppbyggjandi fyrir hann,.
Ekki talin nauðsyn á sérstöku unglingaheimili,
en samt ekki gott að vista þá með öðrum föngum.
Er ekki alveg að skilja þennan hugsanahátt.
Ég spyr ætíð, hvar og hvenær byrjaði barnið að breytast,
hvað varð til þess að barnungur piltur gerist afbrotamaður?
Það þarf að komast að því, opna þessar veiku sálir,
og Það sárvantar heimili til að vista börn sem lenda í
samskonar málum, og fyrir þau sem eru að fá sinn fyrsta dóm,
og að þau fái þá aðhlynningu sem þörf er á fyrir hvern og einn.
Mín skoðun. Góðar stundir.
![]() |
Sextán ára í Hegningarhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ha,ha,ha, Hlýtur að vera hart fyrir?
1.3.2008 | 10:50
neitaði sök, en DNA próf sannaði málið.
Kærði dömuhjólið?
Hvað skyldi hann fá langan dóm?
![]() |
Hafði mök við dömureiðhjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Lofthræðsla.
1.3.2008 | 08:03
enga hugmynd um af hverju maður hefur.
Einu sinni fyrir afar mörgum árum fór ég upp á þak,
húsið var ein hæð, var ekki lengi að koma mér upp,
en það tók rúma tvo tíma að koma mér niður,
ég þorði ekki fram af brúninni.
Sælla minninga er ég fór til Færeyja, og eins og allir vita sem
hafa sótt þá frændur okkar heim er það alveg stórkostlegt,
þeir kunna sko að taka á móti fólki.
Við vorum þarna að keppa í Bridge á Suðurey minnir mig.
Nú þeir vildu endilega fara með okkur í skoðunarferð
og allt vel með það.
En það fóru nú að renna tvær grímur á mína er lagt var af stað,
fyrir það fyrsta ók maðurinn að mínu mati eins og bavíani,
vegirnir afar mjóir og svo voru bara útskot ef þú mættir bíl.
Stundum þurfti að bakka í útskot, ekki fyrir mig.
allsstaðar sá maður bara ofan í sjó.
Við vorum að fara til Súmba sem er syðsti oddi Færeyja
að mig minnir,
er við komum þangað loksins eftir nokkur stopp
var ég svo stjörf af hræðslu að ég gat ekki staðið upp.
Því ef ég leit út um gluggann þá sá é bara ofan í hyldýpi sjávar.
Bílstjórinn var alveg miður sín, ég átti að láta hann vita,
ekki til þess að hann æki hægar,
nei þá hefði hann gefið mér snafs og bjór, skondið,
það var meðalið við lofthræðslu, ekki að mínu mati,
en þáði nú samt veigarnar, það er bjórinn.
Til gamans sagt, aðallega fyrir mig.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)