Hvað eigum við í dag?
21.9.2009 | 20:05
Hún Klara er 100 ára í dag og hún skuldaði aldrei neitt og var hamingjusöm í sínu lífi, konur þessa tíma skulduðu ekkert, þær sem voru efnaðar þurftu ekki lán og þær sem voru fátækar fengu enga fyrirgreiðslu.
Þessar konur áttu það sameiginlegt að vera skörungar og stjórna vel og vandlega því sem þær áttu, ekki var farið illa með mat eða föt, engu hent og allt nýtt.
Við gætum lært af þeim það er svo satt, en því miður eru þær flestar horfnar frá okkur.
Við skulum muna að við eigum þó alltaf ástina og gleðina sem kemur frá hjartanu.
Hér kemur ástarljóð frá Japan.
Rósirnar las ég
og færði þær heim í hús.
Þær vekja þanka
um skarlatsrauðan litinn
á skikkju elskhuga míns.
Haustregn og snjórinn
valda mér vökunóttum,
frostrósir jafnan
veikbyggðar líkt og ást þín,
hverfa við sólarupprás.
Gróin er gata
sú er þú forðum fórst um
til unaðsfunda.
Kónguló spinnur þar vef
líkan glitrandi tárum.
Izumi Shikibu orti
Pétur Hafstein Lárusson þýddi.
![]() |
Ég átti hamingjusamt líf og skuldaði aldrei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hjartanlega til hamingju Jóhanna Helga
21.9.2009 | 07:42


Nýtt nýra - nýtt líf
Það sem var erfiðast við aðgerðina var að þurfa að drekka þrjá lítra af vondu dönsku vatni á dag. Núna svelgi ég í mig vatn því hér er það svo gott," segir Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir glöð í bragði en hún kom heim frá Kaupmannahöfn á laugardag eftir vel heppnaða nýrnaígræðslu.
Trúi því nú vel að þér hafi fundist vatnið vont, heillin á
Íslandi er það best.
Velkomin heim og þér á eftir að farnast vel með þetta
hlýja bros, auðvitað er best að vera í sveitinni og hún
mun umvefja þig.
Gangi þér allt í haginn.
![]() |
Nýtt nýra – nýtt líf! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Moldvarpið er okkur tamt
20.9.2009 | 08:55
Ekki hef ég mikið úttalað mig um hrun, kreppu eða fjármálavandann yfirhöfuð, Fyrst var maður svolítið hlessa og vissi eiginlega ekki hvað hafði gerst eða mundi gerast. Eitthvað var maður að reyna að fjasast út í hitt og þetta, en fljótlega bara gafst ég upp.
Endalaust komu/koma fræðingar, bæði heimamenn og erlendir, sem sögðu að þetta væri svona og svona, engin sagði það sama, en allir vildi það besta fyrir land vort, en voru í raun að skarta sinni málhæfni okkur til handa, við áttum nefnilega að trúa þeim. Heimskulegt af þeim, sérstaklega er þeir komu fram sem höfðu verið með í að búa til hræringinn, sem engin skilur því hann er svartur, en okkar er ljós.
Að sjálfsögðu hafa verið umræður á mínu heimili eins og annarra, þá er verið að úttala sig um það sem þessi og hinn sagði, ég spyr alltaf: ,,Höfum við vit á því hvað er rétt og rangt?" Nei það höfum við ekki því ef þeir vita það ekki þá ekki við.
Sagt er að ríkisstjórnin sé að gera góða hluti, það taki bara tíma mér finnst það vera búið að taka of langan tíma að sinna því sem mér þykir liggja mest á (sko nú tel ég mig vita best) og það eru atvinnumálin og leiðrétting til handa heimilunum í landinu, er einhver heil brú í þessu ferli, nei og allir vita það en gera ekkert í því. Allir vita hvaða áhrif það hefur á keðjuna ef nokkra hlekki vantar, jú hún hrinur.
Eitt er sem, alltaf verðu til í krísum hjá fólki, það er sjálfsvorkunnar-ástandið og ekki er ég að gera lítið úr því ástandi, það er versti sjúkdómur sem fólk fær, fyrirgefið, en þetta er sannleikur.
Flest okkar (ekki öll) ráðum vel við og getum hrist okkur út úr þessu, en ef fólki finnst þægilegt að láta vorkenna sér þá verða þau að vera þar, engin getur hjálpað þeim nema þeir sjálfir.
Fjöldi fólks er í svokallaðri millistétt, það er fólk sem á ekki mikið af peningum en hefur alltaf borist mikið á og skuldar mikla peninga, en er í mikilli afneitun er í því að ganga í augun á og sýnast fyrir öllum sem þau umgangast. Væri ekki nær fyrir þetta elsku fólk að opna augun, koma inn í raunveruleikann og borga frekar skuldir, en að eyða peningum og það jafnvel með frekari skuldsetningu.
Svo eru náttúrlega þeir "ríkustu" ???????????????????????????
Ég er ekki að dæma, ég ber virðingu fyrir öllum, fólk ræður að sjálfsögðu
hversu hamingjusamt það er, en þeir sem ekki taka á sínum málum,
viðurkenna og framkvæma verða aldrei hamingjusamir, mín skoðun.
Það sem ég er að reyna að segja er, við þurfum að vinna þetta sjálf,
fyrir okkur finna gleðina í okkur sjálfum og því sem við eigum, því
ekkert er í lagi ef við missum hana.
Hvað er það mikilvægasta í lífinu?
Það er gleðin sem kemur frá hjartanu, án hennar erum við snauð,
svo endilega finnið hana. Það er ekki erfitt.
Kærleik til allra sem lesa þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kjólar frá, Hjá Báru.
19.9.2009 | 20:47
Var að tala um Báru bleiku á síðunni hjá henni Jenný frænku minni, það var nú vegna þess að hún talaði um, óvart, London Dömudeild sem fáir kannast nú við í dag, nema við þessar ungu.
Kem hér með nokkra kjóla sem keyptir voru einmitt hjá Báru, samt ekki bleikir.
Jæja ekki nógu góð þessi, en þarna er Sigga í hvítum kjól frá Báru
ég í grænum með kápu yfir, Gilsi bróðir með okkur, erum að borða
eitthvað gúmmiladi, heima hjá mömmu og pabba,
á leið á stórdansleik.
Mamma mín eins og drottning að vanda.
Ég kem gangandi, Inga mágkona mín við hliðina á Gilsa bróðir, en
hún er kona Ingós bróðirs.
Gilsi bróðir og Dúlla konan hans, allt eru þetta kjólar frá Báru bleiku.
Þessar myndir eru teknar í kringum, ég held ´78
Jæja mamma hætt að vera í fínu kjólunum, en er þarna með okkur
börnin sín, er hún varð 75 ára.
Þorgils, Jón, ég fyrir aftan mömmu í hjólastólnum, Guðni og Ingólfur
,
Svo kemur ein sem ég fann í fórum myndanna hennar mömmu
sem ég er að fara í gegnum, hún er af afasystrum mínum, þeim
Unni, Ingu og Jóa manni Ingu.
Þetta myndablogg kom nú bara til út af bleiku skónum hjá henni
Jenný Önnu, en Unnur og Inga eru einnig afasystur hennar.
Jenný mín þú lætur pabba þinn vita af þessum, það koma svo
fleiri síðar, en þetta er bara ansi mikil vinna ef myndirnar eiga að
koma vel út.
Það þarf aðlaga þær til og Milla mín ætlar að hjálpa mér við það í vetur
og mun ég setja þær inn á sérstaka síðu sem ætluð verður öllum
ættingjum og vinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Klippið bara á S og N Þing
19.9.2009 | 12:05
Það þurfa engin göng að koma í gegnum Vaðlaheiði, sleppið því bara, til hvers, engin er atvinnan, engin fiskur í sjónum og bændur eru að fara á hausinn.
Ferðamönnum finnst bara spennandi að fara Víkurskarðið hvort sem þeir eru á hjólum, gangandi eða akandi það verða hvort eð er fáir aðrir en þeir sem fara um þessa vegi þegar búið er að klippa á
landshlutann, það er á meðan einhver nennir að sinna því starfi sem heitir ferðamannaiðnaður.
Væri kannski möguleiki að selja inn á yfirgefna bæi eða vill einhver friða svæðið til útivistar fyrir veiðimenn af ýmsu tagi, hér er margt að hafa.
Klárið bara allt fyrir sunnan á meðan fer allt til fjandans hér norðan heiða, nema við tökum okkur til og stofnum eigið ríki.
Góðar stundir.
![]() |
Samkomulag um Vaðlaheiðargöng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Af hverju?
18.9.2009 | 21:10
Já af hverju skrökvar maður. Ég var 7 ára, send út í mjólkurbúð til að kaupa brauð, búðin var á horninu rétt hjá heima, en síðan var önnur lengra í burtu ég fór í hana þar var nefnilega til súkkulaðiegg sem var fyllt með kremi, æðislega gott, ég keypti brauðið og eggið borðaði það af innlifun á heimleiðinni.
Mamma spurði er ég kom heim af hverju ég hefði verið svona lengi, nú ég sagði að brauðið hefði ekki verið til í mjólkurbúðinni, svo ég hefði farið í hina búðina, ég þorði ekki að segja henni hvað ég hafði gert.
Gæti það hafa verið fyrir tuðið yfir því hvað maður borðaði; ,, stundum, seint á kvöldin hittumst við ég og frændi minn sem bjó á heimilinu, vorum þá bæði að stelast í búrið til að næla okkur í kökur til að maula á, við læddumst, því ef mamma vaknaði við okkur fékk maður ræðuna", man samt ekki eftir að hún segði við mig að ég yrði feitabolla ef ég æti svona. það gerðist miklu seinna er ég var tágrönn, þá átti ég að vera grennri og flottari, hlægilegt ég var flott stelpa, svo talar maður ekki svona við börnin sín.
Á sunnudögum kom frændi oft ekki í hádegismat, þá var ég mjög glöð, ég fékk nefnilega alltaf eftirréttinn hans, það er að segja ef ég borðaði allan matinn minn.
Gáfulegt uppeldi, tuða og tuða, en svo mátti ég fá eftirréttinn hans ef ég borðaði matinn minn.
Held bara að ég hafi verið ofæta frá unga aldri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að gera sér grein fyrir.
17.9.2009 | 20:35
Sporðdreki: Fegurð orðanna heillar þig. Gættu þín að vera
heiðarleg(ur) við sjálfa(n) þig í dag því annars verður þú fyrir
vonbrigðum.
Ég reyni alltaf að vera heiðarleg gagnvart sjálfri mér, en er búin
að komast að því að oft veit ég ekki hvort ég er heiðarleg eða
meðvirk, en það mun lærast.
Þó erfitt sé, þá veit ég að maður verður að læra að sleppa og
huga að sér sjálfum, og gera mér grein fyrir að ég lifi ekki
lífinu fyrir aðra.
Ég og allir aðrir þurfa að leifa öðrum að lifa og njóta sín og hafa
gaman með, ekki setja út á.
Tjái ég mig um eitthvað sem hvílir á mér, þá ætlast ég jafnvel ekki
til að fá ummæli eða ráð um hvað ég eigi að gera, en ef það er
gefið, sem er í lagi, þá þarf ég ekki endilega að fara eftir því,
málið er dautt.
Allir vita sem þekkja mig að fögur finnast mér orðin, og reyndar
einnig náttúran, hafið og bara allt sem fagurt er að mínu mati.
En fegurð er svo afstæð.
Marmaramynd
(Michelandgelo Buonarotti )
1476--1564
Góður svefn, mín gæfa að vera steinn
í grimmum heimi og ekkert vita meira
af því sem ég vil hvorki sjá né heyra.
Hvíslaðu lágt, svo ekki vakni neinn!
Helgi Hálfdánarson þýddi
kærleik til þeirra sem lesa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afhýdd og kramin
16.9.2009 | 09:35
Já segi það og meina, kannski ekki eins og k.mús, en næstum. þegar maður flettir ofan af sjálfum sér, uppgötvar við lestur góðra pósta, að feluleikurinn hefur verið algjör, í tuga ára hefur meðvirknin eyðilagt svo mikið, en maður vissi bara ekki betur.
Fullkomið heldur maður að allt sé, nú stóð maður sig ekki vel, í vinnu, heima, gagnvart vinum og fjölskyldu jú jú mikil ósköp, en var ég hamingjusöm í raun?
Auðvitað var og er ég hamingjusöm með það sem ég hef og á.
Ég þakka Guði fyrir það á hverju kvöldi, þakka ég einnig fyrir
þá sem komu mér á þá braut að fletta ofan af sjálfum mér
og byrja batann, ég á langt í land, en eftir tuga ára reynslu
vona ég að batinn komi fljótt, kannski er ég meðvirk núna,
en þá verð ég bara að reka mig á.
Það vita allir fíklar að það er alveg sama hvað þeir reyna að
afsaka sýnar gjörðir í gegnum árin, þá er það ekki hægt.
Merkilegt eins og með mig, sem er búin að þola ýmislegt í
gegnum árin, engin hefur beðið mig fyrirgefningar á því, en
ég er búin að fyrirgefa sjálfri mér fyrir það sem ég lét ganga
yfir mig, en þá hef ég ekki höndlað MATARFÍKNINA.
Þegar ég var ung var ég eins og spýta 1973 var ég 123 kíló.
1975 datt ég niður í 65 kíló og var nærri dauð, fór í
garnastyttingu, tengd aftur 1982 og hélt mér bara fínni í mörg
ár, en fór samt í 83 ca.
Skellurinn kom 2004, fékk hjartaáfall, átti svo bágt, mátti sko
alveg borða, en það kostaði að ég er komin í 120 kg í dag
og svo held ég að ég geti bara sagt, en þetta var svo erfitt.
Já þetta var erfitt og matarfíkn er sjúkdómur sem ég verð að
höndla og það strax annars get ég valið gröfina, en ég held
að ég velji að læra á sjálfan mig, og það geri ég með hjálp
góðra vina og staðfestu sjálfra mín, engin gerir það fyrir mig.
Ég skrifa þetta til að losa um hnútinn sem var og er, kemur
aftur og aftur þar til ég er búin af afhýða og opna sjálfan mig
og viðurkenna að ég sé ofæta.
Ég heiti Guðrún Emilía Guðnadóttir og er OFÆTA.
Kærleik til þeirra sem lesa
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Frá húshaldi Millu
15.9.2009 | 14:36
Vaknaði klukkan 5 í morgun, mér fannst lífið bara nokkuð æsandi, en á endanum fór ég á fætur 6.15 og í þjálfun 8. Gísli minn þessi elska sótti mig 8.30 við heim að fá okkur kaffisopa, ég ætlaði að leggja mig, og gerði það er ég fékk frið til þess (Við drukkum kaffið 9.30) jæja ég sofnaði örþreytt og alsæl svaf ég til 12.30. Skellti mér í sturtu, hrein föt, fékk mér sítrónu vatn búin að sitja hér við tölvuna síðan.
Komst að því að fara í þjálfun og leika sér sama daginn er ekki gott
fyrir liðina, man það bara næst, nefnilega er í þjálfun tvisvar í viku,
sleppi bara leiknum næst.
Aðeins að útskýra:
Þar sem ég er ekki gift, er eigi hægt að tilkynna skilnað.
Þar sem ég er ekki í sambúð. er eigi hægt að tilkynna sambúðarslit.
Hef bara afnot af manni og hann af mér þá þarf ekkert um það að
segja, þó spark í rassinn gefum, en ég held að við séum ekkert á
leiðinni að gera það, maður veit samt aldrei hvað gerist þó frægðin
sé ekki fyrir hendi. Uss mikið fjandi er ég farin að rugla, enda fer að
hallast að aldrinum.
Fer að fá mér hressingu, í kvöld ætla ég að borða afganga síðan í
gær, maður hendir ekki matnum munið það alveg sama hversu
lítið það er.
Gísli minn er að sortera myndir og þyrfti ég að klára að gera það
við mínar svo að það sé hægt að byrja á þeirri vinnu.
Held að það gerist ekkert markvert hér í dag svo ég læt þessari
fréttatilkynningu lokið, lofa að láta ykkur vita ef undur og stórmerki
gerast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það eru hjón í næsta húsi að skilja
15.9.2009 | 08:52
![]() |
Forstöðuhjón Krossins að skilja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kvöldsaga.
14.9.2009 | 21:32
Eigi í frásögu færandi, en við fórum fram í Lauga í gær, borðuðum hjá englunum mínum þar, og var það yndislegt að vanda. Á leiðinni ókum við fram á fjárrekstur og stoppuðum að sjálfsögðu.
Tók þessar myndir.
Svona sjón einkennir haustið einnig gæsirnar í breiðum á túnunum
og eins gott að aka varlega því þær vappa yfir vegina og svo samlitar
eru þær malbikinu að eigi maður sér þær fyrr en bara allt í einu.
Tignalegir fuglar og afar bragðgóðir.
Á nöfum.
Koma úr vestri vindar,
vetur nálgast fljótt.
Í fjarska fjallatindar,
fegurð missa skjótt.
Á himnum skýjaskarir
skuggum varpa á jörð.
Stendur einn og starir
á stóra gæsahjörð.
Út á sjónum siglir
sævi barið fley.
Títt sig aldan ygglir
út við Drangaey.
Fugl í fjörusandi
flögrar til og frá
Í austri létt með landi
læðist þoka grá.
Kristján Runólfsson
Brúarlandi.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Á þetta við um öll lán?
14.9.2009 | 08:27
Skal segja ykkur að vantraust mitt á öllu og öllum í dag er þvílíkt að ég bara spyr, að sjálfsögðu eins og asni: ,,Á þetta við öll lán sem fólk hefur tekið, ekki bara bílalán og húsnæðismálalán?"
Ekkert er einkennilegt við vantraustið, hrunið varð fyrir tæpu ári, vextir voru farnir að hækka þá, en maður tók því bara með jafnaðargeði, en allar hækkanir síðan eru bara ekki að ganga upp hjá hvorki mér eða öðrum,enda óheyrilegar,og svo merkilegt sem það er þá er komið fram við mann eins og það sé okkur að kenna að allt hefur hækkað.
En ég veit að engin getur svarað því hvernig þetta verður, því mér segir svo hugur, að það verði sama sem ekkert sem gert, við verðum bara að láta allt danka og reyna að skrimta. Kannski við gætum farið í hádegisverð í þinghúsið, mér skilst að það sé ekki af verri endanum fæðið þar.
Ekki veit ég hvaða hópur hefur það verst, en öllum líður okkur illa.
![]() |
Róttækari aðgerðir til handa heimilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvenær og hvers vegna?
12.9.2009 | 20:38
Já hvenær er maður veikur og hvers vegna, ég held að maður sé veikur er maður getur ekki reist höfuð frá kodda eða upp og niður út um allt, en kannski er það misskilningur í mér, milliveikur getur maður orðið, held að það sé svoleiðis veiki sem ég er með þurfti að fá hjartameðulin mín 6 í morgun og Gísli varð að ná í þau sofnaði aftur, vaknaði, sofnaði og vaknaði klukkan 17.00 og varð þá að taka kvöldskammtinn, ekki gott.
Borðuðum heitt brauð í ofni og ég dólaði mér í sófanum yfir fréttunum. Viktoría mín kom og skreið í fangið á ömmu, ég sagði henni að ég væri bara eitthvað slöpp, hún sagði að vinkona sín hefði verið svona í vikunni, síðan kom, amma, ég held að þú sért bara veik af þreytu, humm, eftir hvað?, bara allt sem þú ert búin að vera að gera undanfarið.
Þegar hún fór þessi yndislegi Ljósálfur minn fór ég að hugsa, ekki hafði ég gert svo mikið fram yfir þetta venjulega nema að óskapast yfir þessum bankamálum.
Verð að viðurkenna að þau eru búin að taka á og það ekkert smá þó ég viti alveg að maður á ekki að láta þetta hafa svona áhrif á sig þá bara getur maður ekki ráðið við allt, stundum verða málin manni ofviða.
Hvers vegna verður maður veikur, jú af áhyggjum verður maður veikur, en heldur alltaf að það komi ekki fyrir mann sjálfan.
Nú ætla ég að hvíla mig andlega vel í nótt því á morgun fer ég fram í Lauga, við erum öll boðin í mat til englana minna þar, og vitið það spáir 20 stiga hita svo allt liðið fer örugglega í sund að Laugum, þar er æðisleg sundlaug.
Gleði og kærleik í helgarrestina ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hver á að ráða því?
12.9.2009 | 13:39
Það hefur hvarflað að mér afar oft undanfarin ár, hver í raun ráði yfir þessu eða hinu. Þessi frétt með að forstjóri gæslunnar væri eigi glaður með að fljúga með Kastljós fólk vegna ummæla þeirra um ráðningu eins manns.
Þetta hljómar afar einkennilega, er ekki Kastljós fólk að sinna sínu starfi, koma fréttum út til okkar, við gerum svo með það eins og við viljum.
Gæslan er einnig að sinna sínu og það á ekki að felast hroki í þeim gjörðum, sem þetta að mínu mati gerir.
Ríkið á bæði RUV og Gæsluna, svo það er í raun ríkið sem ræður, þó undirmenn fái vist vald og að sjálfsögðu ráða flugkapteinar yfir sínu flugi, en í þessu tilfelli, hættið nú alveg.
En það sem hefur leitt huga minn að þessum málum er einmitt hrokinn, drottnunin, eineltið, ofbeldið og öll sú mannvonska sem hefur líðst í gegnum aldirnar, og sama er hvar þú berð niður, á vinnustað, í barnaskólum, dagheimilum, vistunarstofunum og heimilum.
Er ekki bara kominn tími til að senda allt fullorðið fólk í skóla til að læra að, ala upp börn, koma fram af kurteisi við alla sama í hvaða stöðu þeir eru.
Við erum jú öll jöfn.
Tek fram að þetta er mín skoðun, ég ber mikla virðingu fyrir Gæslunni okkar og mér finnst Kastljós bara flott.
![]() |
Flýgur ekki glaður með Kastljósfólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þeir þurfa ekki að harma neitt.
11.9.2009 | 10:20
Það er mikill sannleikur í því sem bóndinn á Hálsi segir, ég rökstyð það með eigin reynslu, og er löngu hætt að kaupa til dæmis Hakk og nautakjöt út úr búð.
Hakkið verður ekki að neinu á pönnunni og nautakjötið er undantekningalaust ólseigt, svo ég tali ekki um bragðið, sem er ekki eðlilegt.
Ég kaupi mitt kjöt af Kjötvinnslu hér á staðnum og er allt sem þeir eru með frá bónda í heimabyggð, nema svínakjötið sem er úr Eyjafirði, næsti bær við.
Borðaði til dæmis nautagullach í gærkveldi, það rann eins og rjómi í munni mínum og bragðið var villibragð fersktog unaðslegt.
Þeir eru einnig með Pólskar pulsur og eru þær afar góðar.
Þetta er mín skoðun og veit ég um nokkuð marga sem eru þessu sammála.
![]() |
Harma ummæli um kjöt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Minningaskjóðan.
9.9.2009 | 21:10
Er svona skjóða sem maður hendir ofan í, minningum um sorg leiðindi, gleði, kærleika og hvað eina sem upp á kemur í lífinu, kemur fyrir að skjóðan fyllist, það flæðir út úr eins og fossinn Hverfandi í fullum skrúða, ekki hættir að fossa, fyrr en yfirfallið lækkar, stundum tekur það tíma.
Eins og þið vinir mínir vitið þá hefur reiðin verið hér í heimsókn og ekki ætlar henni að linna, það gengur ýmislegt á í þessum bankamálum og ekki stenst það sem sagt er, í gær fékk ég svona bréf.
Svo sætt, er ég augum það leit í fljótheitum, hugsaði ég
bleik slaufa, örugglega verið að safna fyrir krabbameinsveik
börn, en er ég las setninguna, Ekki gleyma reikningunum!
þá fóru nú að renna á mína tvær grímur, því ég skulda ekki neitt.
opnaði herlegheitin þá kom þetta, ætlaði að setja inn mynd af rukkuninni
en það kemur ekki, en þetta var orkureikningur.
Innheimtuviðvörun. Frá intrum
gjalddagi 16.08 2009 kr 10597 eindagi 01.09 2009 bréfið dagsett
07.09 2009 .
Ég í heimabankann til að sjá stöðuna á greiddum reikningum þá hafði
þessi reik. verið gr. 08.09 vegna þess að við vorum að skipta um greiðslu
aðferð og það gleymdist að fylgjast með fyrstu færslum, af
þjónustufulltrúanum. Ég hringdi að sjálfsögðu í orkuveituna, vita brjáluð,
þið vitið og skildi nú ekkert í útliti umslagsins,
tjáði mig um það að þetta væri ekki smekkleg
umslög því innan tíðar mundu allir vita, og segja okay þessi er bara alltaf
að fá bréf frá Intrum, það eru nefnilega margir sem fá svona í dag og tala
nú ekki um ef farið er að senda innheimtuviðvörun eftir 7 daga.
Ég held að maður fari bara að skipta um banka eða borga bara allt sjálfur
í heimabankanum, allavega nenni ég ekki svona þjónustuleysi lengur.
Hvar er öll hjálpin sem átti að veita fólkinu í landinu
Annars var þetta um minningarskjóðuna og að sjálfsögðu á allt sem gerist
lengri sögu, svo nú þarf ég að leifa Hverfanda að streyma niður, og vona ég
að það taki ekki langan tíma.
Kærleik til ykkar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eru þær aftan úr fornöld,
8.9.2009 | 17:31


mbl.is/Golli
Gæti alveg hugsað mér þetta gummilade með herlegheitunumBók Bandaríkjamannanna Cindy Meston og David Buss um ástæður þess að konur sækjast eftir kynlífi hefur vakið mikla athygli. Í bókinni er því haldið fram að ólíkt körlum þurfi konur að hafa sérstakar ástæður til að langa til að stunda kynlíf. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Ég veit bara um eina ástæðu fyrir því að stunda kynlíf og það er löngun, sem kemur bara eða að maðurinn kemur manni til.
Höfundar bókarinnar segja allt að 200 ástæður geta legið að baki því að konur vilji stunda kynlíf og að fæstar þeirra tengist ást eða líkamlegri löngun. Ástæðurnar séu mun frekar þær að konur vilji í raun tryggja sér eitthvað eða ná einhverju fram með kynlífi.
Höfundarnir, sem bæði eru fræðimenn við háskólann í Austin í Texas, byggja bók sína á viðtölum sem þau tóku við rúmlega 1.000 konur.Á meðal þess sem konurnar nefna helst sem ástæður þess að þær stundi kynlíf er að þær vilji koma í veg fyrir að eiginmenn þeirra leiti annað eftir kynlífi, að það geri þær sjálfsöruggari og eiginmenn þeirra samvinnuþýðari, m.a. við heimilisverkin.
Þá nefnir hópur þeirra kynlíf sem vörn gegn mígreni.84% kvennanna segja einnig algengt að þær stundi kynlíf til að létta lund maka síns og halda þannig heimilisfriðinn.
Ef maðurinn leitar út á við, þá kemur konan ekki í veg fyrir það með auknu kynlífi við makann
það er ekki það sem maðurinn leitar eftir heldur tilbreytingin sem aðrar konur veita þeim.
og ef þeir eru eitthvað vaskari við heimilisstörfin, þá er það vegna þess að þeir vilja halda friðinn við þær, þá er auðveldar að sleppa aðeins út.
Ef maður þarf að létta lund makans og halda heimilisfriðinn með kynlíf, tel ég nú bara betra að vera ein.
Auðvelt er að fá sér karl þegar manni langar til og svo þarf ekki karl til, við getum bara gert þetta sjálfar. Svona rannsóknir eru ekki raunveruleikinn, nema kannski að afar litlu leiti.
Góðar stundir.
![]() |
Kynlíf fyrir heimilisfriðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Skýstrokkur eða geimverur að koma til jarðar.
7.9.2009 | 19:25
skýjunum, minnir þetta ekki á landið okkar?


Skýstrokkurinn séður frá Kambabrún. mbl.is/Jóhann K. Jóhannsson
Skýstrokkur sást yfir Ölfusárósunum nú síðdegis. Að sögn sjónarvotts, sem fylgdist með þessu veðurfyrirbæri ofan úr Kömbum, virtist skýstrokkurinn vera nokkuð stór og ná um tíma niður að Ölfusá nálægt Ósabrú. Hann leystist síðan upp og hvarf.
Það var magnað að fylgjast með þessu," sagði Jóhann K. Jóhannsson, sem sá skýstrokkinn ofan af Kambabrún. Hann sagði að strókurinn hefði virst mjög djúpur um tíma.
Gæti alveg eins verið að geimverur væru að stíga til jarðar,
kæmi mér eigi á óvart, en aldrei fáum við um það vitneskju
þær koma bara, gera það sem þarf og ég held svei mér þá
að þær séu að hjálpa okkur á einhvern hátt.
Það er mikið að gerast í kringum okkur núna bæði gott og slæmt
hið slæma er af mannavöldum og það góða kemur frá einhverjum
verum sem ekki eiga heima í okkar vídd, gætu alveg eins verið
geimverur.
Jæja kæru vinir verið viss, við munum sofa vel í nótt.
![]() |
Skýstrokkur í Ölfusi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hef verið svo reið.
6.9.2009 | 08:50
Merkileg þessi mansskepna, eins og ég, hef ekki á heilli mér tekið í marga daga vegna reiði, já reiði út í svo margt. Samt veit ég að reiðin er eitt af egóinu, og ekki má láta það ná yfirhöndinni, en þetta gerist, en sem betur fer ætíð sjaldnar og sjaldnar.
Ég veit að þeir sem valda manni reiðinni (sem ekki á að taka inn á sig) fá það í bakið og gjörningurinn fer með þeim, en ekki mér.
Ég er alltaf að reyna að gera mitt besta, ekki þarf ég að hafa mikið fyrir því að elska fólkið mitt sú tilfinning er þarna og hverfur aldrei.
Marga ómetanlega vini hef ég eignast í bloggheimum í viðbót við þá vini sem fyrir voru.
Ég stend í skilum með allt mitt og er yfirleitt ekkert að hugsa um þá sem eru fyrir utan minn ramma nema þörf sé á og fólk þurfi aðstoð á einhvern hátt, eða eitthvað.
Ekki geng ég um ljúgandi, kann ekki á svoleiðis vansa sem ævilega koma fólki í vandræði, kann eigi svo gjörla að skynja mörk dónaskapar eður ei, (að sögn sumra) en geri eins og ég best kann, ef það ekki dugar, nú þá verði sem verða vil.
Ef þörf er á þá nota ég diplómatísku leiðina, en segi gjarnan að hún megi jaðra við ósvífni
Fólk sem ég þekki ekkert, en þarf einhverra hluta að hafa samband við sýni í kurteisi og virðingu, ætlast jafnframt til að það geri slíkt hið sama, næstum án undantekninga tekst það því sem betur fer eru flestir mannlegir, en til er það fólk sem eltir vitleysuna í öðrum, telur að það fái upphefð með því að gera það sem það gerir.
Þess vegna segi ég til fjandans með þá yfirmenn og drottnara sem stjórna fólkinu sínu til að koma fram af óheiðarleika.
Reiði mín skapast af því að ég var að standa í bankamálum fyrir Gísla minn og þetta átti allt að vera svo gott og so videre, en stenst svo ekki og engin lausn í raun fyrir hann.
Það er að sjálfsögðu hart, sérstaklega þar sem hann er að borga skuldir annarra.
Ríkið og bankarnir sem eru í eigu ríkisins eru bara ekki að gera neitt fyrir fólkið í landinu, það er staðreynd. Undanskil Sparisjóðinn minn enda á ekki Ríkið hann.
Annars er ég bara góð, átti yndislegan dag í gær, fórum til Akureyrar, hittum fullt af góðum vinum og áttum skemmtilega stund á Glerártorgi.
Kærleik í sunnudaginn ykkar.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Veit fólk hvað það vill?
3.9.2009 | 20:16
Sumir vita, en aðrir ekki, hef kannski talað um þetta áður, en vitið, að er eitthvað droppar upp, sem ekki lætur hugartetrið í friði hvort sem það er vegna mín sjálfrar eða annarra, þá bara verð ég að skýra hugann með því að skrifa það niður.
Það er akkúrat málið, ef þú veist ekki hvað þú vilt þá endilega átt þú að skrifa niður, og til að byrja með allt sem þú vilt ekki alveg sama hvað það er, það geta verið hlutir, fólk, málefni, umræður og hvað eina.
Bara að byrja og sjá hvað kemur út úr því.
Eitt sem maður verður að gera, er að sleppa því eða þeim sem maður vill ekki hafa yfirhöfuð í sínu lífi, kannski vil maður hafa, en þörf á breytingum og þá gerir maður það, með hugsun um það sem maður vill eða ekki vill.
Sumir eru fastir í munstri og vita hreinlega ekki hvað í raun er að, aðrir eru meðvitaðir um það, en eru fastir í munstrinu.
Í Guðs bænum þá eiðið ekki lífinu ykkar í slíkt rugl þið eruð ekki að gera neinum greiða með því, bara ykkur illt svo um munar.
Ég veit allt um þetta hef verið þar, en er búin að brjótast út og verð sterkari og sterkari með hverjum deginum, en nota bene, verið alltaf á varðbergi, maður er fljótur að falla í sama horfið aftur.
Ég er til dæmis með bók í körfu í eldhúsglugganum, ásamt mörgu öðru sem snertir mig persónulega,
í þessa bók skrifa ég allt bæði jákvætt, neikvætt, það sem ég vil og ekki vil, síðan endurskoða ég það sem ég skrifa, strika út, breyti og bæti við. Alveg bráðnauðsynlegt.
Kærleik í lífið ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)