Kann fólk að svara fyrir sig?

Merkilegt þetta með að kunna eða kunna ekki að svara fyrir sig, undanfarið hef ég talað við tvær konur sem báðar hafa sagt að þær kunni eða geti ekki svarað fyrir sig. Skil þetta afar vel, hef lent í þessu, það er að segja ef viðmælandinn er dónalegur, talar niðrandi, hlær að manni, eða gerir lítið úr manni á einhvern hátt, þá fer það eftir því hvernig maður er stemmdur hvort eða hvernig maður svarar.
Ætíð er best að vera diplómatísku, en má jaðra við ósvífin, það hrífur best.

Stundum svarar maður hikstandi eða að maður kemur ekki réttu orðunum að fer að tala um allt annað, en við á,  og endirinn verður sá að manni finnst allt hafa farið úr böndunum og fær samviskubit.
Samviskubit er svona tilfinning sem allir ættu að rífa í burtu og henda eins langt og hægt er og henda henni endalaust þar til hugurinn róast.
Engin ætti að þurfa að burðast með það.

Allt er þetta okkur sjálfum að kenna, við leifum þessu að gerast, stundum að því að við eigi vitum betur, en stundum kunnum við alveg, bara gleymum, en gleymum aldrei því að engin hefur leifi til að niðra annan því við erum öll jöfn.

Kærleik til ykkar allra
.


Frábært framtak

Það er með ólíkindum hvað hægt er að safna þegar á reynir, þessir skólapakkar eiga eftir að hjálpa mörgum sem virkilega þurfa á þessu að halda.
Þau sem stóðu fyrir þessu eiga heiður skilið.

Þörfin er mikil í landinu og vona ég að þeir sem ekki þurfa, sjái sóma sinn í því að nálgast ekki svona gjöf.

Hitt er svo annað mál að mér finnist að grunnskóla-aldurinn ætti ekkert að þurfa að borga til þess sem snertir skólann, ríkið ætti að borga það semsagt við í okkar sköttum, en að sjálfsögðu bara mín skoðun.

Njótið dagsins


mbl.is Úthluta 500 skólapökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá fróðleikur.

Svoleiðis er mál með vexti að við eigum Hund sem heitir Neró, Neró er ofnæmishundur og er hann svo viðkvæmur að hann má eingöngu fá sérstakt fóður, það er innflutt rándýrt, en honum verður gott af því. Við hittum um daginn vinkonu okkar sem sagði okkur frá nýjum kattarmat sem væri framleiddur í Súðavík og héti Murr, væri hann upplagður fyrir hunda einnig.
Við keyptum til að prófa og viti menn Neró var alveg vitlaus í þennan mat og ætlaði aldrei að sleppa skálinni sem hann fékk hann í. Þetta er blautmatur, vagum-pakkaður og alveg tilvalinn einnig er maður fer í ferðalag.

Honum varð ekkert illt af Murr svo hann fær hann áfram.

Viti menn fór að lesa uppáhaldsblaðið mitt um helgina og rakst þá á grein um framleiðsluna í Súðavík, þeir eru einnig að koma með hundamat sem kallast Urr, ef þetta er ekki tær snilld þá veit ég ekki hvað
ætla bara að vona að Íslendingar taki við sér og kaupi þennan mat, hann er ekki síðri en innfluttur sem þú veist ekkert hvað er í, en þarna veistu að þú ert með gott hráefni.

Framkvæmdastjóri Murrs er Þorleifur Ágústsson og er hann menntaður dýralífeðlisfræðingur, faðir hans Ágúst var Héraðsdýralæknir á Akureyri og systir hans Elva er Dýralæknir á Akureyri og hefur alfarið séð um litla Neró minn, hún bjargaði lífi hans á sínum tíma.
Ísland er ekki stórt.

Til hamingju með þessa framleiðslu og gangi þeim sem á hana allt í haginn, verslum Íslenskt.

Segi ekki alveg skilið við bændablaðið.

Vona að ég fái ekki skömm í hattinn þó ég birti þetta.

Ung stúlka úr Reykjavík fékk að fara vestur að Seltjörn til
ömmu og afa, var þar við sauðburðinn, er hún fór heim skildi
hún eftir ljóð, sem afinn og amman töldu að ætti erindi í blaðið.

Blómin blómstra,
fuglar syngja.
Fjöllin blá,
brimin smá.
Lækur rennur,
ég er bara lítil stelpa með spennur.

Það er vor,
svo fallegt vor.
Lömbin komin
og sauðburðurinn búin.
Ég er bara stelpa,
svo rosalega lúin.

Margrét Snorradóttir og Laufeyjar, 9 ára.

Er eitthvað til fallegra?

Góða nótt kæru vinir
Milla
Heart

 


Afleyðingar, eða hvað?

Hvað er í gangi eru svona hugsanir sem leiða til gabbs af þessu tagi, afleyðingar af of miklu sjónvarpsglápi, tölvuleikjaæði, eftirlitsleysi, ástleysi eða er þetta afleyðing uppeldis í frjálsu falli.
Hef nefnilega heyrt mæður segja að þær séu ekki hlynntar aðhaldsuppeldi.

Ég bara spyr vegna áhuga míns á því af hverju og hvers vegna. Talað er um að maður hafi hringt, maður telst sá vera sem 18 ára er orðin, sem ég tel vera barn, og auðvitað er engin fæddur með svo slæm gen að gera svona lagað, nema eitthvað mikið sé að.

Vonandi hættir þessi vitleysa því lögreglan okkar hefur um annað að hugsa en svona leikaraskap.

Góðar stundir.


mbl.is Sprengjuhótun í Grafarvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum frábær.

Sko við gamla settið, erum frábær, fórum í stuð í morgun, þegar ég var komin niður á lygna vatnið, búin að sjæna mig þá fórum við að taka í gegn húsið gerðum ekkert spes í því fyrir helgi því það var svo mikið um að vera hjá okkur, miklu skemmtilegra en að laga til.
Nú þar sem við sumstaðar gengum í einhverju ógeðfeldu klístri á gólfunum þá var allt skúrað, en fyrst var þurrkar af og þvegið, baðið, eldhús og vaskahús tekið í nefið þegar við vorum búin að þessu þá fengum við okkur afgang af kjúkling síðan í gær.

Ekki mátti missa af fótboltanum, þær voru frábærar stelpurnar okkar. Ákváðum að fá okkur bara súpu í kvöldmatinn, en rétt er við ætluðum að fara að borða hringdi Milla og var litla ljósið mitt orðin veik, með bullandi hita og það var Viktoría Ósk stóra systir sem uppgötvaði það, þær eru góðar þessar systur.
Nú við borðuðum, náttúrlega í flýti svo við gætum farið og knúsað elskuna, hún tók utan um hálsinn á ömmu sinni og kúrði í hálsakoti, svo heit er hún að við spurðum hvort það mætti spæla egg á enninu henni stökk ekki bros og þá er hún mikið veik.

3628877833_f1a36fdf6fathena.jpg

Þetta er litla ljósið hennar ömmu sinnar, mamma hennar er búin
að fá tvenn verðlaun fyrir þessa mynd.

3857448280_4e60e0617eviktoria.jpg

Þessi mynd er alveg ný af Viktoríu Ósk, ömmu finnst hún
yndislega falleg.

Vonandi hressist litla ljósið sem fyrst, mamma hennar ætlar að
vera heima hjá henni á morgun, svo getur hún verið hjá ömmu
þegar hún fer að hressast.

Góða nótt kæru vinir
Milla
Heart


Hafið þið upplifað?

Já svona ólgu innra með ykkur, svona eins og gljúfur í Gullfoss, sem ólgar, frussast, klífur upp loftið og  síðan tekur það ólguna langan tíma að koma sér niður á lygnu í ánni.

100_8702.jpg

Eins og þessi ólga.

Ég vaknaði svona í morgun, fannst ég vera að missa af einhverju, ekki búin að gera allt sem ég ætlaði í sumar, en samt búin að gera alveg helling, ferðast út og suður, samt ekki allt sem ég ætlaði og bara allt í einu eru skólarnir byrjaðir, haustkuldi komin í loftið ég sem hélt að við fengjum nú gott haust svona sem uppbót á ekkert sumar.

Þó allir séu nú fegnir að allt komist í fastar skorður og auðvitað er það það, þá er mér eigi að finnast það, sjaldnar heyrir maður litlar lappir koma hlaupandi, hringir bjalla, ég er kominn og Aþena mín kemur inn, hún er yngst hér norðan heiða svo hún er ljósið okkar allra, það er eins með Sölva Stein sem bráðum verður 2 ára, mikið er talað um hann því Aþena dýrkar þennan frænda sinn og skoðum við oft myndir af honum og rifjum upp stundir sem við höfum átt með honum, nú er ég ekki að undanskilja þessi eldri, þau eru öll yndisleg og gefa sér tíma með mér í hvert skipti sem þau geta.

Það er bara eigingjarna amma sem vill hafa allt í kringum sig,
Finnst ykkur það eitthvað sérkennilegt?

Nú er vatnið komið niður á lygnu í ánni, svo ég get farið að hugsa um annað, eins og að fara í sjæningu, ditta að einhverju sem mér dettur í hug að gera, nú verður maður að finna upp eitthvað að föndra með, það eru að koma jól og þá á maður að eiga góðar stundir saman í undirbúningi og föndri.

Njótið sunnudagsins kæru vinir
Milla.
Heart


Ruglað smá að kvöldi dags

Gísli er að aka þeim englunum mínum fram í Lauga, skólasetning á morgun svaka fjör allir krakkarnir að koma bæði nýir og gamlir, og eins og við munum kannski sjálf þá var ætíð svo spennandi að hittast aftur að hausti.

Þórarinn bloggvinur minn talar um sunnudagana í gamla daga og talar um bíóin, hann man eftir að hafa séð sömu myndirnar oft, því man ég einnig eftir, en hæðst í minningunni hjá mér voru ökuferðirnar niður á höfn.
Þannig var að á meðan mamma var að stússast í eldhúsinu, var farið í bíltúr með föðurafa minn niður á höfn og aðeins kíkt á mannlífið, heilsað upp á kunningja, þá þekktu allir alla.
síðan var komið heim og borðaður hádegismatur á slaginu 12, móðurafi minn og bróðir mömmu bjuggu hjá okkur, amma var dáin, og það sem ég man var að afar erfitt var að vekja Ingvar frænda í matinn svo unga fólkið var ekkert öðruvísi þá en nú, ef hann ekki kom í matinn fengum við að skipta með okkur eftirréttinum hans, þannig að við vorum bara fegin ef hann kom ekki.

Hér er búið að vera fjör eins og ævilega þegar við komum saman, en í kvöld höfðum við kjúklingabringur fylltar með hvítlauksosti, grjón, steikta kartöflubáta, sveppasósu og í eftir mat var ís og bláber með rjóma.

100_8976.jpg

Aþena Marey að kúra hjá Dóru frænku.

100_8979.jpg

Þetta er sko herbergið með stóru H. Hér erum við, spjöllum, lesum,
segjum brandar eða bara þegjum og slöppum af.

Góða nótt kæru vinir
Milla
Heart

 


Icesave flýtir ekki fyrir neinu

Við verðum bara að spýta í lófana og raða niður okkar lífi sjálf, enda er það skemmtilegast. Nú er að hefjast kornskurðar-tími hjá bændum sem það rækta, yndislegt, hafið þið prófað að baka brauð úr okkar korni, eða eldað og bakað úr bygginu sem ræktað er hér? Það hef ég, og ekkert jafnast á við bygg í staðin fyrir hrísgrjón, eða út í súpuna svo ég tali nú ekki um grautinn, gott er að eiga soðið bygg í ísskápnum þá getur maður gripið í það eftir þörfum, gat nú verið að ég væri byrjuð að tala um mat, en ég skora á ykkur að fara inn á síðuna hjá Móðir jörð, síðan er yndisleg.

Svo er það veðrið, þó mér finnist nú allt í lagi með veður svona yfirleitt, bara ef ég þarf ekki út, þá pælir maður nú aðeins.

Set hér inn smá klausu úr fréttinni langvinn veðurtrú.

Höfuðdagur er orð vikunnar hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, en dagurinn er einmitt í dag, 29. ágúst. Sú þjóðtrú hefur lengi ríkt að veður breytist um höfuðdag og haldist þannig í þrjár vikur. Samkvæmt gildandi tímatali er höfuðdagurinn 29. ágúst, en eftir tímatalsbreytinguna árið 1700 færðist höfuðdagurinn til 9. september og trúðu margir á að veðrið breyttist þann dag. Þegar það gekk ekki eftir var jafnvel miðað við Egidíusmessu 1. september.

Ég ætla að ákveða minn höfuðdag eftir því hvernig mér líkar veðrið, en vonandi verður hann 1/9
þá kemur góður haustkafli hjá okkur og þá er ég að sjálfsögðu að tala um hér norðan heiða.

Englarnir mínir þrír sofa náttúrlega ennþá inn í gestaherbergi, en trúlega fer nú Dóra mín að vakna.
Við ætlum á eftir í búð til að kaupa eitthvað gott í matinn í kvöld, svo fara þær heim því það er skólasetning á morgun, við höfum gert okkur það að reglu að fara við alla viðburði sem á Laugum hafa verið, og trúlega höldum við því til loka, en þær eru að klára næsta vor, englarnir mínir.
Það er varla að maður trúi því að þær séu orðnar 18 ára, mér finnst það hafa verið í gær sem þær fæddust, afi sagði í gær, hvenær áttu að vekja þær? ha sagði ég þær eru nú víst fullorðnar og ráða sér sjálfar, þær þurftu nefnilega fram í Lauga að vinna aðeins. Sko afi dedúar við þessar elskur sínar allar, mig líka, þvær af þeim lagar til eftir þær þá meina ég þær allar fjórar, Aþena Marey mín segir ef hún er beðin um að laga til, já en afi gerir það, "alltaf".

Jæja best að hætta þessu bulli og fara í sjæningu, eða svona er ég er búin hér í tölvunni.

Njótið dagsins ljúflingar, sama hvað þið eruð að gera.
Milla
Heart

Umfjöllun lýkur.

Satt er það að umfjöllun á þingi lýkur í bili, nú tekur við ferli hjá Bretum og hollendingum það gæti nú tekið sinn tíma og á meðan þurfum við að hlusta á fréttaflutning af gangi mála, er það ekki það sem við viljum svo hægt sé að fárast yfir því sem við fáum ekkert með að gera, aldrei erum við spurð.
Það er náttúrlega fyrir það að við erum svo vitlaus að við getum ekki lagt saman 2+2 og fengið út 4.

það sem við getum gert sem hefur enga þýðingu er að kasta málningu, vera með mótmæli sem eru komin út í hróa og blogga um það, ekki veit ég hvernig fer er Icesave málið er úr sögunni, það verður algjör gúrkutíð hjá bloggurum, nei annars við finnum okkur eitthvað til að fárast út í.

Eitt veit ég, að eftir smá tíma er allt er komið í horfur þá gleymist bara sá baggi sem búið er að setja á börnin okkar og barnabörnin, en vonandi (glætan) verður hægt að endurheimta þessa peninga,
Þannig að þau þurfi ekki að borga.

Góðar stundir

 


mbl.is 10 vikna umfjöllun að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svona komið fyrir okkur,

Ég meina sko erum við orðin svona taugaveikluð að við gefum okkur ekki tíma til að huga að hvað lykt sé í gangi, eða þekkir ekki fólk orðið hangikjötslykt?

Gæti svo sem vel trúað því að unga fólkið okkar þekki ekki lyktina þó það hafi borðað hangikjöt, nú er hægt að fá það soðið út í búð, svo ekki er von á góðu.

Annars vona ég að allt sé í góð, allavega er allt flott hjá mér.

 


mbl.is Útkall vegna hangikjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru sérsamningarnir

Það getur nú ekki verið að maðurinn sætti sig við þessa lækkun, hlýtur að fá eitthvað af þessum launum í aukaþóknun einhversstaðar.
Hann er búin að  hafa 5 millur á mánuði, fer niður í eina og hálfa, ég Millan hef ekki mikið meira sko á ári, svo þið sjáið að útilokað er að maðurinn lifi af þessu per mán, bara vegna þess að hann er búin að venjast meiri og hærri lifi standart.

Sko ég hef ásamt þeim manni sem ég hef afnot af, 110.00 á mánuði til að lifa af, þá meina ég lyf, reka bílinn, kaupa í matinn og eins og þið vitið þá getur maður ekki leift sér neitt annað.

Manni verður nú bara bumbult af að lesa svona lagað, en við erum orðin svo vön því í þessu landi að við erum hætt að þurfa lyf við uppköstum.

Góðar stundir.


mbl.is Laun framkvæmdastjóra Stoða lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gef nú bara ekkert fyrir svona prump

Sama hvað þeir segja um að þetta sé minnsta verðbólga síðan í mars á síðasta ári, það hefur aldrei verið dýrara að kaupa inn til heimilisins. Maður fer út í búð, ætlar að kaupa smáhæti og bíngó 5000 karlinn fokinn og maður horfir bara á það litla sem í pokanum er.

Svo kemur sykurskatturinn á núna 1 september svo eins gott að byrgja sig upp af sykri, því maður verður að klára að sulta, búin með rabbann, en á eftir smá berjahlaup, Chillihlaup og Chutney
Það er ódýrara að  sulta sjálfur heldur en að kaupa út í búð og svo er hún líka miklu betri.

Þegar maður fer út í búð verður maður ætíð undrandi á að sjá hvað allt hefur hækkað, verst þykir mér þetta vera fyrir barnafjölskyldur sem eru kannski með 3 börn, og geta ekki einu sinni keypt mjólk eins og þarf.
Þetta er bara óviðunandi ástand og það verður að fara að framkvæma það sem þarf til að bjarga okkur öllum.

Kærleik til ykkar allra.


mbl.is Verðbólgan nú 10,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga dagsins.

Já það er svo sem margt að gerast, englarnir mínir eru hjá okkur og svo koma ljósin mín líka svo það er yndislegt líf í kotinu.
Við förum í búðirnar saman, verslum í matinn, förum í fatabúðir, eldum og spjöllum, ekkert er yndislegra en að hafa fjölskylduna hjá sér og hér gera bara allir það sem þeir vilja.

Munið þið þegar við vorum yngri og fórum í fjölskylduboð, gudemala hvað það var leiðinlegt uppstrílaður með slaufu í hárinu og mátti ekki hreyfa sig svo maður druslaðist ekki út.

Á sumrin var aftur á móti gaman þá var verið í sumarbústaðnum og við vorum bara nokkuð frjáls, skoppuðum um allt, busluðum í vatninu, týndum ber er þau voru komin.

Rétt hjá okkur var bústaður sem vinafólk okkar áttu, þar uxu villt jarðaber, í brekkunni á móti suðri.
nokkuð vorum við iðin við að stela þessum berjum, bara eins og aðrir krakkar stálu rabbbara, haustið sem við vorum duglegust við að nappa okkur berjum buðu þau okkur í kaffiboð og jarðaber og rjómi var á borðum, þau sögðu að verst væri að uppskeran hefði eitthvað brugðist.
Við skömmuðumst okkar afar.

Nú svona er að vera ungur, glaður og hafa engar áhyggjur af neinu.

Góðan nótt ljúflingarnir mínir

MillaHeart


Ég vil líka alltaf frekar stráka til að afgreiða mig

Í alvöru þeir eru nú flottir þessar elskur, einu sinni var ég í bílaumboði að skoða bíla, en skal segja ykkur hefði ég ekki fengið góða þjónustu hefði ég farið annað, daginn eftir keypti ég bílinn fór svo að ná í hann 2 dögum seinna og auðvitað er auðvelt að hilla þessa stráka, ég var nú að kaupa nýjan bíl.

Þeir sögðu mér löngu seinna er ég kom við að ég væri skemmtilegasta konan sem kæmi í umboðið því ég kynni að daðra án þess að það merkti nokkuð.

Eins er með stelpurnar í fótboltanum, þær vilja daðra svolítið þó á miklum hraða sé, sko karladómara hjá stelpunum okkar og kvennadómara hjá strákunum okkar.

 Ætla að biðja fólk að vera ekki teprur í dag.


mbl.is EM: Ég vil dómara með typpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sett í flokk með

Blátt fyrir of feita. //

Þetta eru sko flott sæti og ég mundi velja mér eitt svona.

Blá sæti fyrir feita

Sérstökum sætum hefur verið komið fyrir í neðanjarðarkerfi Sao Paulo í Brasilíu sem eiga að þola allt að 250 kg þunga farþega. Sætin eru tvöfalt stærri en venjuleg sæti og eru merkt með sérstökum skiltum sem á stendur: „Offitusjúklingar hafa forgang."

Ég telst til offitusjúklinga og mundi sko hiklaust velja mér svona sæti, þó að ég kæmist alveg ofan í hin sætin, þá er maður komin með nálardofa niður í fætur eftir smá tíma þau eru svo asnalega hönnuð, hef svo sem ekki prófað akkúrat þessi, en er að meina svona yfirhöfuð í biðsölum og hafið þið prófað þessi sem maður situr alveg niður í gólfi í, ekki það nei! skuluð ekki gera það því maður þarf hjálp við að komast upp.

Sætunum var komið fyrir til að mæta vaxandi fjölda offitusjúklinga í landinu en jafnframt liður í því að hvetja fólkið til að nota almenningssamgöngur. En talsmenn samgöngufyrirtækja segja sætin ekki mikið notuð þar sem offitusjúklingar skammist sín of mikið.

Hvað er nú svo sem að skammast sín fyrir, þetta er nú það sem maður hefur etið á sig og það með bestu list.

„Kannski vilja þau ekki vera álitin of feit eða þau vilja ekki vera sett í flokk með ellilífeyrisþegum og fötluðum," segir einn talsmaðurinn

Ja hérna, ég er sko öryrki alveg að verða gamlingi og á tæru að ég er offitusjúklingur, hvað þarf maður annars að vera þungur til að tilheyra þeim hóp?

Hlakka bara til að verða gömul því þá slepp ég við að borga svo margt, eða svo er mér tjáð.

Njótið dagsins og munið brosið.


mbl.is Blá sæti fyrir feita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnan bjargar öllu.

Það er málið, við verðum að hafa atvinnu til að geta lifað og séð fyrir okkur og okkar fjölskyldu., ef við höfum hana ekki fer allt niður á við og endar með ósköpum eins og er að gera hjá svo mörgum í dag.

Ég óska okkur hér norðan heiða til hamingju með þessa fyrstu grænu stóriðju, ég segi fyrstu því ég vona svo sannarlega að þær verði fleiri.

Það vantar nauðsynlega stóriðju á norð austurland og göng í gegnum Vaðlaheiði, þetta vita allir sem búa á þessu svæði, ef það koma göng þá getur þetta orðið eitt atvinnusvæði, annars er svo oft búið að tala um það, að allir ættu að muna.

Eyþór ég óska þér einnig til hamingju,vona svo sannarlega að þú haldir áfram og gleymir ekki okkur hér á Húsavíkinni.

Góðar stundir.


mbl.is Fyrsta græna stóriðjan á Íslandi í gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunarsveitamenn fyrir 45 árum.

Ég var nú ekki há í loftinu er ég fylgdist grant með og hafði áhyggjur af, er Geysir flugvél Loftleiða kom ekki inn til lendingar á réttum tíma, en sem betur fer voru allir heilir á húfi, en ekki ætlaði ég að segja frá þessu.
Þegar ég var ung og nýbyrjuð að búa, í litlu sjávarplássi, sem að sjálfsögðu hafði sitt lifibrauð að sjósókn. Einn daginn brast hann á með aftaka veðri og voru miklar áhyggjur hafðar af tveim trillum, sem komu ekki inn á tilsettum tíma, en þá kom önnur þeirra.
Allt var sett á fullt að leita, allir menn sem mögulega gátu gengið fóru á fjörur, vonandi að mennirnir hefðu náð landi.
Klæðnaður þessara manna var ekki upp á marga fiskana hjá sumum, ekki voru til svona flottir hlífðargallar eins og eru til í dag, en engin lét það á sig fá, þegar minn maður kom heim gat hann ekki opnað hurðina, heldur bara sparkaði í hana fötin hans voru frosin á honum.
Svona var nú þetta þá og allir tóku þátt í bæði gleði og sorg í þessu litla sjávarþorpi, sem og öðrum úr um allt land.

Ég fluttist síðan til Sandgerðis og tók strax þátt og mörg urðu slysin bæði á sjó og á landi, sonur minn byrjaði mjög ungur að vilja vera með í sveitinni og endaði með að verða í áhöfn á Hannesi hafstein er hann kom til Sandgerðis, ég hafði oft miklar áhyggjur af honum og öllum þeim sem komu að málum.
Öll vinna var unnin í sjálfboða-vinnu og er enn.

Mér datt þetta svona í hug í sambandi við umræðuna við blogginu mínu, Einum of, sem er á undan þessari.

Hugsið þið ykkur þróunina sem orðið hefur á öllum búnaði og hvað er hægt að gera í dag með allan þann búnað sem til er, það er langur vegur frá því er langa og langalangafar mínir voru að bjarga mönnum úr sjávarháska upp Látrabjargið með sama og ekkert til þess nema viljann.

Ekkert hefur breyst í þeim efnum, allir vinna saman ef eitthvað kemur fyrir, allir láta sig varða,
svoleiðis verður það vonandi um ókomna tíð.

Góða nótt kæru vinir
Milla
Heart


Einum of.

Þarna dó maður og allir vita að það er vont að missa sína.
Neitað um þyrlu vegna sparnaðar er ófyrirgefanlegt, hugsið
ykkur höfnunina sem fólkið verður fyrir bæði fjölskylda hins
látna og björgunarsveitarmenn, sem eru að leggja sig í hættu
vegna þessa hörmulega atburðar.

Var ódýrara að leiga þyrlu frá Norðurflugi, jú líklegast.

Sendi fjölskyldu hins látna samúðarkveðjur.


mbl.is Neituðu að senda Gæsluþyrluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga dagsins.

Sko um 11 leitið í morgun settum við 3 stór brauð í ofinn, fengum okkur kaffi og brauð þá varð ég svo voða syfjuð að ég spurði Gísla hvort hann sæi ekki bara um brauðin, ó jú það var ekkert mál, skreið upp í gestarúm með Neró mér við hlið og steinsofnaði, svaf til 14.30 þá voru brauðin auðvitað komin undir blautan klút fram í búri.
Gísli tjáði mér að hann væri að fara til berja, ekki var það nú verra að fá krækjuber í frystinn.

Rétt á eftir hringdi Milla, þá voru þær byrjaðar í kleinum Óda og hún svo ég átti að koma með dallana mína og hjálpa til, meiri hjálpin í mér, jæja allavega hafði ég góða list á kleinunum er þær komu úr steikingu, fórum heim um átta leitið þá var Alli þessi elska hér heima að laga tölvuna fyrir okkur og nú er hún sko eins hrein og fín eins og best verður á kosið og mun uppfæra sig átómatískt hér eftir.

Við erum fyrir stuttu búin að fá okkur heitt brauð og þá kom Ingimar inn og bað um berjatínu, þau ætluðu aðeins til berja, aðallega ætlaði Milla að taka myndir, en svona var dagurinn í dag, það er eiginlega skemmtilegast er hlutirnir gerast svona 1 2 og 3 bingó.

Góða nóttina sofið rótt og dreymi ykkur vel.

Er ekki að skilja þessa vitleysu.

Ég meina ekki vitleysuna sem er að gerast í kringum okkur, hún er nú náttúrulega eins og ljóska af verstu gerð, hún er ekki öll eins, en afar lík, allar hafa þær stolið, tilfært, halað til sín og selt, skilja svo bara ekkert í því að þær þurfi að biðja þjóðina afsökunar, enda allt í lagi því við mundum spotta svoleiðis beiðnir, sem eru algjörlega holar að innan.

Æ,æ, ég ætlaði víst að segja að ég skildi ekkert í þessari tölvu minni.
Ef þetta kemst til ykkar þá mun verða gert við tölvuna um helgina,
mun láta heyra í mér þá, annars bara góð.
Við gamla settið erum búin að fá okkur morgungrautinn og svona
ýmislegt góðgæti með honum, það er nú einu sinni laugardagur.
Farin í sjæningu ljúflingarnir mínir, njótið dagsins og munið brosið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband