Fyrir svefninn. Hjálparbeiðni.

Hjálparbeiðni

21.4.2009 | 20:32

Stuðningur við Eydísi Ósk Rafpóstur
mánudagur, 20 apríl 2009

Eydís Ósk Indriðadóttir veiktist alvarlega af heilahimnubólgu um páskana.  Hún hefur legið á sjúkrahúsi í Reykjavík síðan þá.  Hún sýnir merki um bata en er enn mjög veik.  Óvíst er hvenær hún verður aftur fær um að sinna námi, störfum og litlu dóttur sinni.

Eydís er einstæð móðir og hefur stundað nám á Hvanneyri sl. 2 ár.  Reikningarnir hætta ekki að berast þrátt fyrir að fólk geti ekki stundað nám eða vinnu um tíma og þess vegna væri það mikill stuðningur við þær mæðgur ef þeir sem eru aflögu færir geta styrkt þær með fjárframlagi, sama hver upphæðin er.

Reikningur Eydísar er nr. 1105-05-401159 kt. 071182-4289

Látið þetta berast kannski er einhver þarna úti sem getur hjálpað
og biðjum fyrir henni og hennar fólki.
Ljós yfir þessa ungu konu.

Tók þetta af síðunni hennar Röggu.

Kæru vinir ég set þessa beiðni inn aftur í kvöld bara til að
minna ykkur á að hugsa til þeirra sem hafa það ver en við,
svo miklu miklu ver.
Verum meðvituð og hjálpum eins og við getum, það kostar
allavega ekki mikið að kveikja á kerti og biðja.

Góðan nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


Fyrir svefninn. Ráðherra fyrir misskilning.

Allt frá því að Hannes Hafstein tók við ráðherratign, fyrstur
Íslendinga, í febrúar 1904 og þar til Einar Arnórsson baðst
lausnar frá ráðherraembættinu í janúar 1917 var aðeins ein
ráðherra yfir Íslandi hverju sinni; Hannes fyrstur, þá Björn jónsson,
Kristján Jónsson, HANNES aftur, Sigurður Eggerz og seinast Einar.

Það verður að sama skapi athyglisverðara að seinasti ráðherrann
í þessari ,,einmenningsröð", Einar Arnórsson úr Grímsnesi, settist
í ráðherrastól fyrir hreynan misskilning.
Aðdragandinn var sá að Sigurður Eggerz hafði sagt af sér á vordögum
1915 og stóð í miklu stappi með Íslendingum og Dönum, sem var
reyndar ekki ný bóla, og vildi konungur ekki fallast á þær breytingar
er Íslendingar vildu gera á stjórnarskránni.
Greip konungur þá meðal annars á það ráð að boða á sinn fund þá
Einar Arnórsson prófessor, Guðmund Hannesson prófessor og
Svein Björnsson lögmann.
Þegar þremenningarnir komu heim aftur frá kóngsins Kaupinhafn,
eftir viðræður við konung, höfðu þeir í farteskinu tillögu að lausn
þrætunnar. Voru þær ræddar fram og til baka á ótal fundum,
sumum mjög leynilegum.

Meðan á þessum fundarhöldum stóð voru þremenningarnir í
skeytasambandi við  einkaritara konungs og skrifuðu þá jafnan
eftirnöfn sín í stafrósröð. Vegna stríðsins voru símskeytin á ensku
sem hjálpaði ekki upp á sakirnar. Svo kom að þremenningarnir sendu
skeyti þar sem þeir buðust til að koma með tillögu um ráðherraefni
ef konungur hefði engan ákveðinn í huga.
Kviknaði þá misskilningurinn því að í niðurlagi skeytisins var svo
komist að orði ,,... if considered necessaey we will propose
Arnorsson Bjornsson Hannesson."

Þetta skildu þeir í konungsgarði svo að tveir hinna síðarnefndu
væru að stinga upp á  ,,Arnorsson" sem ráðherra.
Var því Einar Arnórsson skipaður ráðherra Íslands og gegndi
því embætti frá 4. maí 1915 til 4. janúar 1917.

smá glens hér úr bókinni Heimskupör og trúgirni.

         ,, Í dag er 1. maí um allt land."

Þórður Þórðarson, framfærslu og bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn
í hafnarfirði, í ræðu á hátíðisdegi verkalýðsins.

,, Að lokum verður farið í stórgripasláturhúsið og þar verður
                             Forsetinn kvaddur."

Úr hátíðartexta vegna heimsóknar Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta Íslands í Suðurlandskjördæmi fyrir nokkrum árum.


Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Lesið þetta, bara gaman.

Það vöknuðu hjá mér vangaveltur er ég í mínum morgunmat
fletti blaði og sá þessa líka auglýsinguna, blasti ekki við mér
þessi fallegi maður, Bjarni Benediktsson að auglýsa það að
trúverðugasta leiðin til upptöku evru væri í samstarfi við ASG.
Ég fékk svona aulahroll, erum við ekki að selja okkur, erum
kannski löngu búin að því.

Ég fór að glugga í bækur og fann eina góða um Ólaf Thors.

Í henni les ég um kosningarnar 1921 og í þeim hlaut
Heimastjórnarflokkur Ólafs Thors 1463 atkv. Jón Þorláksson
kjörinn.
Alþýðuflokkurinn 1795 atkv. Jón Baldvinsson kjörinn.
C listi sjálfstæði og  Heimastjórnarmanna 1404 atkv.
Magnús Jónsson kjörinn.
Kjósendafélagið 965 og engan mann kjörinn.

Í þessum kosningum var aðallega lögð áhersla á, að hálfu
Heimastjórnarflokksins að gera fátæklingunum kleift að kaupa
kol, sykur og hveiti, síðan um fossvirkjanir þær skyldu vera eftir
þörfum landsmanna og þess iðnaðar og atvinnu sem í landinu var.



Síðan voru það stuðningsmenn Kjósendafélagsins sem stuðluðu
að stofnun sjálfstæðisflokksins hins síðari, má nefna, Bjarna frá Vogi
Sigurð Eggertz, Björn Ólafsson auk Benedikts Sveinssonar.

Stefna sjálfstæðisflokksins sem stofnaður var 1929 er þessi.

Stefna flokksins nefnist Sjálfstæðisstefnan en hún er tvíþætt: Annars vegar „að vinna að varðveislu hins íslenska lýðveldis, sjálfstæðis og fullveldis og hagnýtingu gæða landsins í þágu íslenskra þegna" og hins vegar „að efla í landinu þjóðlega, víðsýna og frjálslynda framfarastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis, atvinnufrelsis og séreignar, með hagsmuni allra stétta fyrir augum.



Ég spyr sjálfan mig að því hvort svo illa sé búið að fara með
fjármál þessa yndislega lands sem við eigum að við neyðumst
til að selja það, eða erum kannski nú þegar búin að því?
Er nú bara að létta af mér morgunhugleiðingum, ekki að ég sé
með miklar áhyggjur eða sé að ásaka einhvern sem á eftir að
dæma.
Við þekkjum öll máltæki: ,, Saklaus þar til sekt er sönnuð"


HEFUR EITTHVAÐ BREYST JA BARA SÍÐAN 1921?


 




Fyrir svefninn

Orðsnilld er ævilega skemmtileg hvort sem hún er mælt
af snilli eða vandræðaskap.
Hér koma nokkur öfugsnúin.

,, Veiga mín! hvað er að sjá þig, berlæruð upp á axlir?"

   Benedikt Helgi Magnússon, frá Kolbeinslæk í Súðavík,
   við Rannveigu Jónsdóttur ljósmóður í þorpinu, en hún
   var þá að sjóða slátur og því léttklædd, er hann bankaði
   upp á.

,,Það er hver höndin uppi á móti annarri við að hjálpa hinni."
 
  Þórarinn Kristjánsson, sem bjó á Hólum í Geiradal, þegar
  hann lýsti eitt sinn samstöðu og hjálpsemi sveitunga sinna.

,,Það var svo mikill bylur að það sást ekki á milli augna og ég
  varð að með opinn hausinn út um gluggann."

  Guðbjartur Jónsson á Flateyri, stofnandi og um skeið
  eigandi hins vinsæla veitingahúss, Vagninn.

,, Mig hlustar í boruna." sagði karlinn. ,,Ég heyri bráðum mannslát.
                                Kannski það verði látið mitt."

Annars er ég bara góð fór í þjálfun um hádegisbil kom heim og við
snörluðum, síðan aðeins í tölvuna, ég hélt mér ekki vakandi fór
inn í gestarúm og svaf til klukkan fjögur með Neró mér við hlið.
Síðan fengum við okkur gamla settið súpu og brauð í kvöldmat.

Gísli minn er að hlusta á vitleysingana í sjónvarpinu, hann ætlar
sko að kjós, en ekki ég.

Góða nótt kæru vinir og látið ljósið skína.
HeartSleepingHeart


Að standa ekki við það sem sagt er.

Búið að gera samning um, en svo, já hvað gerist?

Barn gerir eitthvað sem það ekki má eða gerir ekki það sem
það á að gera, þá verður rekistefna um það, barninu jafnvel
refsað, barninu er alveg sama svo lengi sem það hefur frið
fyrir rekistefnunni, en að lokum kemur að því að barnið
þarf að vinna í því sem það var búið að semja um að gera.

Einnig þarf barnið að taka ákvörðun um hvað það vill gera
í frístundarmálum, oftast er engin að pína það til að taka
þátt í þessu eða hinu.
Það vill sjálft og ef það tekur ákvörðun þá verður að standa
við hana.

Það er þetta að standa við það sem maður segir sem er
stundum erfitt.
Oft á tíðum gera foreldrarnir það ekki, láta undan sjálfum
sér og börnunum þegar það hentar og hvernig eiga þá
blessuð börnin að taka mark á og alast upp út í þjóðfélagið
með þá staðfestu sem til þarf?


Það er einnig mjög mikilvægt að passa sig er börnin hlusta
á okkur tala saman, við verðum að venja okkur á að tala af
virðingu við hvort annað.

Sambúð fólks yfirhöfuð er samningur sem þarf að standa
við eða rifta á heiðarlegan máta.
Ég hef oft á tíðum orðið vör við er margir koma saman, þá er
eins og persónur noti tækifærið og segi eitthvað sem það vildi
koma á framfæri, en hefur jafnvel ekki þorað að koma fram með.
einnig að hreyta eða að upphefja sig á kostnað hins, einhvers í
vinnunni eða bara hverju sem er.
Þetta er að standa ekki við það sem samið var um.
Einnig að kunna ekki að standa í lappirnar og segja sína meiningu
beint við persónuna.
Þeir sem ekki kunna það eru lúserar, því fyrr sem þeir fatta það
því betra.

Hef komist að því reyndar fyrir löngu síðan að EGÓIÐ=stjórnsemin
er bæði neikvætt og jákvætt, eftir því hvernig persónan er sem
á bakvið stendur er.
allir vita hvað ég á við með því.

Ég hef upplifað þetta allt
.

Eigið góðan dag í dagHeart


Fyrir svefninn.

Dagur að kveldi kominn, búinn að vera flottur dagur.
það byrjaði reyndar í nótt að Gísli fór og sótti þær mæðgur
voru þær í partý hjá Aðalheiði og Gísla að Einarsstöðum í
Reykjahverfi.
Klukkan var þá 2 og það kostaði að ég sofnaði ekki aftur
fyrr en undir morgunn og svaf svo til 10.

Ingimar og Aþena Marey komu um hádegisbilið og að
sjálfsögðu fékk hún aðeins að gera vart við sig inn í
herbergi hjá þeim, sem endaði með að þær komu fram.

Við fengum okkur saman hádegissnarl, en Ingimar var svo
að fara suður, þeir eru með bátinn í Sandgerði.

Ég var með pottrétt og núðlur í kvöldmat og borðuðum við
öll saman áður en Gísli ók þeim fram í Lauga.


Á meðan ég var að blogga kom í heimsókn hún Hólmdís
bloggvina mín, Húsvíkingur, en býr í Reykjavík það var afar
skemmtilegt að hitta hana þó ekki væri tíminn mikill sem við
höfðum til að kynnast, en afar hlý og skemmtileg er hún.

     Kvöldkyrrð á Reykjaströnd að sumarlagi

Allt er hljótt um haf og sund
hulið óttu skýlu.
Tárast nótt en grátin grund
gengur rótt til hvílu.
Meðan sólin svölu hjá
sævarbóli tefur,
litla fjólan lokar brá
leggst í skjól og sefur.


Dýrólína Jónsdóttir frá Fagranesi
(1878-1939)

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Fyrir svefninn

Í dag kom í heimsókn blogg og facebokk vinkona góð,
Brynja Haraldsdóttir, Strandakona, en búandi á Akranesi.
Þau hjón komu hingað norður en höfðu ekki komið til Húsavíkur
í 20 ár gistu reyndar hjá frænda Brynju, Gísla og Aðalheiði konu
hans inni í Reykjahverfi.
Það var æðislegt að hitta hana og dóttir hennar var með henni
13 ára.
Spjallað var um margt og mikið, pólitík, ættfræði, vegamálin fyrir
vestan og margt annað, allavega var mjög gaman hjá okkur.
Nú þær fóru síðan heim til að undirbúa kvöldmatinn, en það átti að
vera holugrillað lambalæri, Dóra var að vinna í allan dag svo þeim
var boðið til þeirra í kvöld. gaman að svona uppákomum.
Hér koma myndir af okkur stöllum.

 

100_8199.jpg

Aðalheiður, Milla og Brynja. Flottar konur?Heart

100_8196.jpg

Þessi er nú frekar ljós, en við erum líka svo mikil ljós.Tounge

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Ungfrú Norðurland er yndisleg stúlka.

Frábært alveg ég er svo glöð fyrir hennar hönd.
Til hamingju elsku flotta stelpa, þú ert vel af þessum titli
æðisleg eins og þú ert.

mynd/Einar Guðmann

// Veröld/Fólk | mbl.is | 18.4.2009 | 09:02

Kristín Lea valin ungfrú Norðurland

Kristín Lea Sigríðardóttir var í gærkvöldi valin ungfrú Norðurland í Sjallanum. Kristín Lea var einnig valin netstúlka Sjallans. Á myndinni sést hún krýnd í lok keppninnar

Ég leifi mér að stela þessari viðbót frá 640.is

Auk þess að vera valin Ungfrú Norðurland vann Kristín einnig titlana netstúlka Sjallans og Rik stúlkan.

Í öðru sæti í keppninni um Ungfrú Norðurland varð Stefanía Ingadóttir og Katrín Emma hafnaði í þriðja sæti. Þær keppa í Ungfrú Ísland ásamt Heiðdísi Rósu og Kristrúnu Ösp sem lentu í fjórða og fimmta sæti

Gangi þeim öllum vel.

 


mbl.is Kristín Lea valin ungfrú Norðurland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir búið, ja há.

Eins gott svona í bili annars hefði ég þurft að leita inn við
sundin blá. hér er búið að klingja á manni þingfréttir og
bara allar þær fréttir sem hægt er að ná í liggur við allan
sólarhringinn.
Mér hugnast þær ekki því 99,9% af þeim eru ósannar.

Viðurkenni að mörg lög hafa verið samþykkt og það góð,
en mörg eru þess eðlis að maður spyr sig, er hægt að
framkvæma þetta allt, hvar eru peningarnir sem á að
nota í öll þessi loforð?

Vilja menn ekki segja okkur hve vandinn er stór, eða
hreinlega vita þeir það ekki þessir háu menn og konur
á alþingi.

Jæja það verður smá friður fyrir þingfréttum, en ekki langur
og ég kvíði því, þjóðarinnar vegna er þeir sem verða kosnir
á þing, fara að segja okkur ja því miður reyndist þetta og hitt
vera öðruvísi en við fengum upplýsingar um.

Við munum heyra setningar eins og, það var alltaf vitað,
Staðreyndin er sú, Það var komið aftan að okkur og svo
kemur eitthvað bull á eftir.

Jæja er hætt þessu ætla að vera í góðu skapi í dag.
Þið sömuleiðis.
Kveðja
Milla
Heart


mbl.is Takk fyrir, búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

 Dagurinn byrjaði nú eins og vanalega með morgunmat, sjæningu, tölvuslangri og svona hinum ýmsu málum.
Gísli minn dreif sig út til að setja sumardekkin undir bílinn, ganga frá hinum þrífa kompuna og svo fór hann með ryksuguna yfir allt húsið, en hann var að nota hana í kompunni því róbótinn kemst illa að þar.
Ingimar kom í hádegissnarl og það var spjallað smá um pólitík sem er eins og allir vita fjandans tík nú um stundir.

Fórum svo niður í kynlega kvisti, ekki hef ég komið þar síðan fyrir jól og hún var hálf sex er við fórum heim, það var svo margt að spjalla og bara alltaf gaman að koma þangað.

Enduðum svo í pizzuveislu hjá Millu og Ingimar það er oftast á föstudögum sem það er.
fengum ís í vél á eftir.

Draumsýn

Mig dreimir um rósrauðar varir
og roðagyllt hárið á þér.
Um hvíta og angandi arma
sem eingöngu tilheyra mér.

Oft sit ég á síðkvöldum löngum
og saknandi minnist þín,
er frá mér í fjarlægð nú dvelur
og finn að þú hugsar til mín.

Líf mitt því áttu um eilífð
og allan minn kærleik og traust,
því þú ert sú einasta eina
sem ást mína flekklausa hlaust.

Góða nótt kæru vinir. Heart Sleeping Heart

Reiði og hefnd, ekki gott fyrir neinn

Forseti Bandaríkjanna segir er hann birtir minnisblöð CIA, um
yfirheyrslur og pyntingar yfir föngum í tíð fyrirrennara síns.

Nú er tími til að velta þessum málum  fyrir sér, ekki tími til að leita hefnda,," sagði forsetinn. ,,Við höfum farið í gegnum dimman og sársaukafullan kafla í sögu okkar. En á tímum þegar tekist er á við mjög erfið verkefni og misklíð ríkir munum við ekki hagnast neitt á því að verja orku og tíma í að leita að sökudólgum í fortíðin

Það stendur ritað einhversstaðar að þeir sem leita hefnda
finni fyrir samviskubiti yfir einhverju sem það hefur gert,
sem sagt = stjórnsemi.

Reiði = EGÓ = stjórnsemi sem þýðir að fólk vill ráða hvernig
allt er.

Þetta er margþætt og endalaust hægt að velta upp málum um
stjórnsemina, en hver og einn verður að vera einlægur og
spyrja sjálfan sig hvort hann sé að gera rétt.

Þetta á afar vel við  hjá þjóðum heims í dag, en okkur kemur
náttúrlega ekkert við nema okkar kæra Ísland, eða hvað?

Að mínu mati ættum við að láta okkur allt varða, gera það
sem þarf, en ekki í heiftar, hefndar, haturs eða reiðihug,
persónulega veit ekki sá sem þú ert að  atast út í neitt um
það svo engum líður illa nema þér.

Ég lenti sjálf í því fyrir 4 árum síðan að reiðast afar út í eina
persónu, réttilega það er viðurkennt, en haldið þið að persónan
hafi vitað eða viti af þessu, nei ekki aldeilis, hvernig átti persónan
að vita það?
Með góðri hjálp og skynsamlegri hugsun komst ég yfir þessa reiði.
Í raun kom mér gjörningur persónunnar ekki við þó um slæma lygi
væri að ræða.
Frá minni hendi var þetta EGÓ = STJÓRNSEMI.
Því það var ekki mitt að snúa þessu við.

Í dag, getur maður látið vini droppa, leitt í hliðarrennu
þá sem maður vill ekki hafa afskipti af, en hefur jafnvel treyst,
algjörlega hunsað þá sem ekki hugsa nema eina leið sjá aldrei
að þeir hafi gert neitt rangt.

Þið skuluð ekki halda að þetta sé eigi sárt, en það venst, því þú
breytir ekki neinu þarna um þó um ættingja sé að ræða.

Eins og ég hef oft sagt þá eltir maður ekki ólar við vitleysuna
hver sem hún er, sumir segja: ,,Hvernig getur þú verið svona róleg?"
Jú ég hef 66 ára reynslu og þroska, en á samt langt í land eins og
allir að verða fullkomin.

Hvernig væri að taka höndum saman hætta að leita hefnda, leysa málin
eins og best verður á kosið.

Ég veit að þetta er ekki bara svart og hvítt.
Eigið góðan dag í dag.
Heart


Þetta er flott, fyrir svefninn

 Hún er svo falleg hún Líf.

// Innlent | mbl.is | 16.4.2009 | 16:52

Mun tryggja að Líf fái líf

„Ég legg það á mig sem þarf til þess að tryggja að það finnist sú lausn í málinu að Líf fái líf," segir Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra.

Hún var á ferð á Austurlandi í dag og heimsótti hreindýrskálfinn Líf sem ábúendur að Sléttu utan við Reyðarfjörð hafa haldið frá því í fyrravor.

„Hún er mjög mannelsk, rétt eins og gæludýr. Fjárhundurinn var þarna við hlið hennar og ég mátt klappa þeim báðum," segir Kolbrún.

Umhverfisstofnun hafði bent ábúendum á ákvæði laga um villt dýr og hvatt þá til að sækja um leyfi til að halda hreindýrskálfinn. Að öðrum kosti gæti þurft að aflífa dýrið.

Kolbrún Halldórsdóttir segir að ekki muni koma til þess.

Það er æðislegt ef að kolbrún Halldórsdóttir getur gengið frá þessu
máli fyrir kosningar, því eigi gerir hún það eftir þær.
En að sjálfsögðu þarf að kippa þessu máli í lag.

„Ég er sannfærð um að Líf mun eiga langt og farsælt líf fyrir höndum. Það er verið að skoða þetta í ráðuneytinu og það verður auðvitað fundin lausn á þessu máli. Það á ekki að fara að slátra henni Líf, svo mikið er víst."

Samkvæmt lögum má ekki hafa villt dýr í haldi en Líf er ekki í haldi. Hún er á bænum Sléttu þar sem hún er alin upp.

„Þetta er fólk sem bjargaði lífi hennar og hún fer ekki lengra en svo að hún sjái til bæjarins. Ef að Líf velur að vera þarna þá er ekkert í lögum sem skilgreinir hvar villt dýr skuli halda sig. Þetta mál horfir þannig við að það þarf bara að ákveða hvernig þessu verður fyrirkomið. Nú verður þetta mál bara lagað og leiðrétt," segir Kolbrún Halldórsdóttir.

Flott að fá þessa umræðu svona skýra þannig að fólk skilji að
Líf er ekki í þéttbýli og ekki í haldi algjörlega frjáls, þannig að
ef hún vill fara í hjörð þá gerir hún það, það mun koma í ljós
er hún fer á kynþroskaaldurinn, eða er það ekki annars?

Gangi ykkur allt í haginn kæru ábúendur á Sléttu.


                 ***********************
                              Vor

Náttúran af værum blundi vakin,
vetrartíð í sumar hefur breytt.
Nú er allur harmur burtu hrakinn,
hjarta manns að nýju gleði veitt.
Fyrir eyrum ótal raddir hljóma,
unaðsríkan heyrum fuglasöng.
Loftið fyllist angan blíðra blóma,
buna lækir fram um undirgöng.

Vorsins koma veitir hverju hjarta
vonarljós er styrkir sálu manns.
Yfir meinin leggur blæju bjarta,
bindur liðnum vetri minniskrans.
Blessuð sólin visnar vermir rætur,
vekur enn að nýju blómakrans.
Það sem vorið endurlifna lætur
lýsa hlýtur mætti skaparans.


Hjörleifur Jónsson, Gilsbakka
(1890-1985)

Góða nótt kæru vinir.
HeartSleepingHeart


mbl.is Mun tryggja að Líf fái líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjandans rugl er þetta..

Dagbjörtu Briem Gísladóttur, bónda á Sléttu utan við Reyðarfjörð, finnst sem Umhverfisstofnun hafi sýnt henni lítilsvirðingu með því að hóta að aflífa hreindýrskálfinn Líf. Dagbjört hefur fóstrað Líf frá því í fyrravor þegar hann fannst yfirgefinn af móður sinni við vegarkant


Hafa þessir menn ekkert annað að gera en að hrella fólk með
svona vitleysu, fólkið vara bara að bjarga dýrinu, sem reyndar
heitir Líf.

Þau eiga sem sagt að fá leifi fyrir Líf, en eru til nokkur eyðublöð
fyrir þess konar  umsóknir og mundu þau þá þurfa að borga leigu?
nei bara spyr.

Vonandi láta menn svona rugl deyja út og að Þau hjón á
Sléttu fái að vera í friði með sína fallegu Líf
.

 

 


mbl.is Hóta að aflífa hreindýrskálf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Vinkonur mínar komu að vanda eins og alla miðvikudaga
Það var mikið rætt, og að þessu sinni varð til umræðu
snjóflóðin í Súðavík og Flateyri sem voru afar sorglegir atburðir
og snertu alla landsmenn, afar, einnig voru rædd gömlu gildin
sem er svo nauðsynlegt að taka sig til og kenna yngra fólkinu.

Margir kunna þau sem betur fer og það er gaman að ræða við
fólkið okkar um þau.
Smá var komið inn á pólitíkina og ég stend föst á því að kjósa ekki
þó allir í kringum mig telji mig eitthvað skrítna að ætla ekki að
nýta minn kosningarétt, en hvað er réttur, réttlæti, heiðarleiki,
sannleikur.
Hef eigi svo mjög orðið vör við þessi gildi undanfarin ár, svo ég
bara sleppi því að kjósa.

Smá úr bókinni Heimskupör og trúgirni Jón Hjaltason.

         ,,Sá vægir sem veit ekki meira."
                   Guðbjartur Jónsson.

        ,,Nú er ég steinhættur að sjóða í köldu."

Haukur pressari Guðmundsson á Vífilsstöðum þegar haft
var á orði,  að hann syði ekki bollapörin nógu vel.

Þegar neyðin er stærst, þá verður hún ekki mikið stærri."
                  Guðbjartur Jónsson.

      ,, Það hljóta að vera þjófar hér í húsinu."

Magnús Pétursson, forstöðumaður vinnuhælisins á Litla-Hrauni,
þegar einn fanganna kvartaði undan því við hann að sér hefði
horfið dýrmætur hlutur.

Góða nótt kæru vinir HeartSleepingHeart


Ja hérna! voru þetta glæpamenn?

Það mætti halda að þarna hefði verið um stórglæpamenn
að ræða, þeir gasaðir og hnepptir í varðhald, glæpamenn
eiga að sjálfsögðu að vera þar, en ég meina það sko.

Það eru sem sagt ekki nein höft á gjaldeyrir fyrir piparúða?

Hverjir eiga þessi hús og eru þau búin að vera lengi mannlaus?
Er kannski verið að geyma þau þar til þau verða alveg ónýt
svo hægt sé að rífa þau og segja þetta var ónýtt drasl,
sem sagt þeir sem hafa efni á að geyma þolinmóða peninga
í þessum húsum ættu að gera eitthvað af viti við húsin.

Heldur fólk virkilega að það sé gaman að vera húsnæðislaus,
matarlaus og alslaus?

Gerið eitthvað til úrbóta fyrir þetta fólk.


mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í sátt og samlyndi

Vatnsstígur 4 var einu sinni glæsilegt hús og mætti gera það
upp og fylla það lífi eins og áður var.
Ég er nú að heyra um það hér að það hugnist eigendum að
gera moll á þessum stað, eiga þá bílastæðin að vera neðanjarðar?

Hver á eiginlega þetta hús og gerir hann sér ekki grein fyrir því að
það mun eigi gera sig að reisa moll á þessum stað ef að fólk vill
eða þarf að fara í moll þá getur það bara farið í smáralindina eða
Kringluna og eru þau ekki fleiri?


Það á ekki að byggja stórhýsi inni á þessu svæði sem á að vera
algjörlega í gamla stílnum.
Ég vona að það sé verið að taka þetta heildrænt í skipulagi þó svo
að allt komi ekki strax.
Við vitum alveg þó fáir vilji viðurkenna það að Fjalarkötturinn átti
aldrei að fara og svo margt og margt sem betur hefði mátt gera
bara ef menn hefðu ekki verið fastir í græðgi, já ég segi græðgi
því það er hún sem stjórnað hefur öllum þeim gjörðum sem
illa hafa farið í fólk.
Tökum elsta dæmið sem ég man eftir og hrekk enn þá í kút er
ég augum lít: "Morgunblaðshöllin"
þARF ÉG AÐ SEGJA MEIRA?


Ég er svo meðfylgjandi því sem er verið að gera og er bara stolt
af þessu unga fólki okkar sem þarna stendur keikt og ætlar sér
að gera sitt besta til að öllum geti liðið betur.
Og krakkar verið ekki að hylja andlit ykkar því þið eruð bara flott.

MOLL hef ekki heyrt vitlausara, það er kreppa og botninum hefur
ekki verið náð, stoppum aðeins við og metum gildin upp á nýtt
Hvað viljum við með okkar líf og hvernig getum við farið inn á þá
stefnu sem breytir okkar lífi og hugsun til hins betra.

Þið sem búið í glerhúsunum með snobbið í forgrunni eða hræðslu-
brosið og vitið í raun ekki hvernig þið eigið að vera,
hunskist bara út og opnið augun og gerið eitthvað af viti.

Þegar ég var að alast upp var Reykjavík yndisleg borg, þar voru
saman allskonar fólk, í dag sem betur fer, er einnig allskonar fólk.
Það eru þeir sem telja sig heila á öllum sviðum, drykkjumenn,
dópistar, fólk sem á ekki neitt nema sjálft sig, geðveikir, fatlaðir,
þroskaheftir og lengi mætti telja.

EN ÞETTA ER ALLT OKKAR FÓLK SAMT SEM ÁÐUR.
HÆTTUM ÖLLUM FORDÓMUM OG KOMUM FRAM
AF EINLÆGNI EKKI YFIRBORÐMENNSKU


Eigið góðan dag í dag kæru landsmenn
og endilega látið ykkur varða um málin
.Heart

 


mbl.is Götuvirki hústökufólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Mér finnst þetta ekki mjög sanngjarnt eftir að hafa haft
stanslaust fjör í hálfan mánuð þá er bara grafarþögn í
húsinu og algjört tómahljóð því það fylgir þessum mæðgum
ekkert smá af dóti, er þær fóru heim í dag var bíllinn troðin
upp í topp, enda búið að versla eitthvað smá

Jæja afi ók þeim heim um hálf tvö og Ingimar og Aþena Marey
komu í kaffisopa, ég hef náttúrlega þær svo ég þarf ekki að kvarta.
Takk elskurnar mínar fyrir að vera svona yndisleg.

Á morgun koma miðvikudags vinkonur mínar og hlakka ég til þess.
Ég þarf einnig að fara að versla í brauðbakstur og svona ýmislegt í
sambandi við hollan mat eins og grænmeti í súpu og eitthvað í
morgunmat, maður þarf alltaf að vera að breyta til svo maður fái
ekki leið, finn út úr því á morgunn.


                         Skuldaskil.

Víst er ljúft að lifa, leika á þíða strengi,
þó eru manna meinin, mörg sem blæða lengi.
Það er gott að geta göfgað andans vilja,
leitast við að læra lífsins rök að skilja.
Enginn getur unað ævidaga glaður
ef hann ekki reynist einhvern tíma maður.
Ef hann ekki vinnur eitthvert verk sem stendur,
þó hann eignist aldrei auðn og stórar lendur.

Oft er gagn að eiga auðn og stórar lendur
en þó meir að eygja andans furðustrendur.
Eitt er auðna mesta, aldrei því að gleyma,
að standa hreinn í stafni, stríði tveggja heima.


Ei er segin saga sem þó miklu varðar,
hverjir sterkir standa, starfsmenn fósturjarðar,
hvaða hraustu hetjur heilsa björtum degi
þegar þyngstu björgum þoka skal úr vegi

Sorti sést í lofti, svipir margir þungir,
þið í þessum báti, þið eruð flestir ungir,
minnist þess að margur mjög því getur valdið
hvernig síðla að kveldi kallað verður gjaldið.


Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart

 


Og þeir hafa ekki einu sinni samviskubir.

Það skiptir í raun ekki neinu máli, að mínu mati hver gerði
hvað í þessu allir vissu þeir um þessa styrki, ekki ætla þeir
okkur svo vitgrönn að þeir geti talið okkur trú um hvað sem er.

Er þetta ekki flokkur sem talar saman og síðan eru menn skipaðir
í að gera mörg leiðinda störf innan flokksins, þetta vita allir.
Eða fara skipanir ja eða beiðnir fram undir borði?

Margir hafa þeir verið ungu mennirnir sem flokkurinn hefur bundið
vonir við, en einhvernvegin hafa þeir kannski verið of margir,
fyrir öðrum, ógnað þeim sem hafa viljað vera bestir.
Og þá er að hreinsa til og pota út, segi nú bara svona.

Konurnar ætla ég ekki að tala um, þær virðast svona yfirleitt ekki
vera hafðar með þó betur færi ef svo væri.



Til hvers  þurftu þeir svona mikla styrki jú til að hafa efni á að sýna
snobbið, snobbið er dýrt.

Þeir ættu að skammast sín koma fram og viðurkenna allir sem einn
mistök sín, mistök sem framin eru þegar fjöldi fólks á ekki fyrir mat
og annar fjöldi þarf að lifa á 130.000 og það með börn, og lengi gæti ég
upptalið.

Þeir hafa ekkert gert í áratugi annað en að hugsa um flottræfilsháttinn
hjá sjálfum sér.

Það er á tæru kæri flokkur þið fáið frí í langan tíma.


mbl.is Var í beinu sambandi við bankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til umhugsunar, lesið kæru bloggarar.

Það er löngu liðin tíð að föstudagurinn langi sé leiðinlegur dagur
því í dag er bara allt gert sem maður vill.

Á allan handa máta leyfir fólk sér, já gera og segja allt sem það
vill þó það viti ekkert um málin.

Mér skilst og hef lesið um að á tímum sveitasímans hafi ýmislegt
verið sagt og gert sem ljótt var, fólk hló að óförum annarra og gerði
í því að koma náunganum í klandur.

Síðan hætti sveitasíminn smásaman og fólk fékk bara fráhvarfseinkenni
á háu stigi, bæir einangruðust, fólk skildi í stórum stíl og heilu sveitirnar
lögðust í eiði, nú fólk hafði ekkert við að vera.

Það sem tók við voru eldhúsin og morgun kaffikonurnar, þar urðu til
gróðastíur fyrir kjafta og lygasögur sem engin eða allavega lítill fótur
var fyrir og takið eftir börnin að leik á gólfinu hlustandi á.

Þetta fyrirkomulag varði í tuga ára og ekki þroskaðist maðurinn
neitt á þessum tíma.

Allt í einu kom sprengjan: "Tölvan", það tók reyndar nokkur ár þar til bloggið
kom til síðan Facebokk og margt annað sem fólk gat farið inn á til að spjalla.

Ég fékk ekki mína tölvu fyrr en rétt fyrir jólin 2006 og var ég lengi að átta mig
á nytsemi hennar og að setja inn mail og ditten og datten.

Jæja síðan fór mín að blogga og það er ekki aldeilis auðvelt að gera það, en
þetta kom smásaman, maður fékk auðvitað á sig sóða komment sem annað
hvort enduðu í góðu eða maður þurfti að loka úti viðkomandi, sem betur fer
eru þeir ekki margir sem ég hef bannað.

Ég vill meina að margir eins og kom fyrir mig í byrjun, misskilja bloggið og
hvað er siðlegt eða leyfilegt yfirhöfuð.

Við höfum ekki leifi til að koma fram með vitund okkar um sárindi annars fólks
Við eigum okkar síður, en okkur ber að sína kurteisi.
Við ráðum hverjir eru vinir okkar og engum kemur það við hverja við höfum.
Við megum ekki rakka niður skrif annarra um viðkvæm mál.
Við höfum ekki leyfi til að nota orðaleppa á fólk.
Við höfum ekki leifi til að nafngreina fólk í neikvæðum skilningi.
Við megum ekki misskilja meðvitað eða ómeðvitað það sem fólk segir á
sínu bloggi og útmála það svo út um allt.

Það hefur ýmislegt gengið á hér lengi ekki er ég inni í þeim málum að öllu leiti
vegna þess að ég vill fá frið fyrir svona löguðu og les ekki þau blogg sem um
ræðir frekar en svo afar mörg önnur.

Tel ég vera um einn lítin bolta sem fór af stað í mistúlkun eða hvað sem það er,
síðan stækkaði og stækkaði boltinn, orðalepparnir urðu ósvífnir mjög.
Allir þeir sem hafa komið nálægt boltanum vilja losna og hvað er það sem
heldur í fólk að koma fram og segja sína meiningu í þessu máli, þá meina
ég hvað það hefur trú á í raun.

Ég vill byðja alla þá sem hlut eiga að máli að hætta, stoppa við, leita inn á við
og byðja guð að hjálpa sér að finna svarið við sinni trú á jafnvel því sem er ekki til
því einhver annar hefur sagt það og það sem aðrir segja er ekki alltaf satt.

Maður á bara að treysta á sitt eigið hjarta, spyrja spurninga og finna svarið
í sjálfum sér með hjálp bænarinnar.

Ég er hér ekki að ásaka neinn og vill heldur ekki fá neikvæð komment heldur
bara vitræn og þannig að við getum talað saman um mátið.

Við höfum bara hvort annað á þessu litla landi, erum við bættari með því að
vera að etjast út í náungann sem við þekkjum ekki neitt.

Kærleikskveðjur frá mér sem er ástfangin af lífinu.
Milla
Heart


Fyrir svefninn.

Frábær dagur að kveldi kominn. Dóra mín var nú óð í
tiltektinni þvoði hér gluggarimla og puntudrasl, þurrkaði af
öllu, var reyndar búin að því en það kemur víst alltaf rík aftur
eins og þið vitið, nú við fengum okkur hádegissnarl, síðan var
farið í búð til að versla smá í bakstur, en það gleymdist að kaupa
sykur svo elsku Gísli var sendur til þess að redda því.

 

Þá tók hún sig til og fór að baka þessi elska, Pipp-köku í eftirrétt
á morgun, sem betur fer á ég aðra sem á einnig að vera á
morgun því ekki borða ég neitt sem piparminta er í.
Síðan var bakað muffins sett á það glassúr bleikt og brúnt, skreytt
með puntusykri.Whistling

Klukkan fimm fórum við Dóra niður á kosningaskrifstofu hjá VG, þar
var verið að opna formlega í dag.

Hittum Steingrím vin okkar, ævilega gaman að hitta hann þó ekki
gæfist færi á að tala mikið saman.

Fórum síðan þaðan í kvöldmat til Millu og Ingimars, þau voru með
kjúklinga-súpu sem var bara æðislega góð, og Ítalskt brauð með.

Milla klippti mömmu sína svo hún yrði nú ekki lengur til skammar
í fjölskyldunniTounge

Og núna fer ég brátt að sofa, því mikið skelfing er ég þreytt á
öllu því sem er að gerast, hvað það er, er ??????????????????

Góða nótt.HeartSleepingHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.