Sorgleg býrjun á lífi ungs drengs

17 ára, drukkinn, berjandi á gluggum í húsi fólks, með krossi
úr kirkjugarðinum, og þar var hann búinn að rústa nokkrum leiðum.
Góð byrjun á lífi þessa unga manns, eða hitt þó heldur.
Hvenær byrjaði reiðin? Hvað er hún búin að fá að eflast upp frá rótinni í
mörg ár? Kannski alveg síðan hann hóf sinn gelgjuferil,
allir segja: ,, Æ, hann er bara á gelgjunni þetta lagast".

Fólk má ekki taka því þannig að ég sé að ásakast út í neinn,
en það er svo auðvelt að sveipa vandamálunum í burtu með
þessari  útskýringu.

Ég hef heyrt þessar setningar oft á tíðum, en þið?

Æ, greyið komdu þér nú inn í herbergið þitt og vert þú þar þangað til
að þú ert búin að átta þig, eða, komdu þér þá bara út, finnst þú endilega vilt,
en vertu komin heim k.l.10. dauðfegnir foreldrar, bara að losna við þetta þras.
Hvernig væri að setjast niður og spyrja, hvað er að elskan?
Eigum við að ræða um það? Sýna barninu þann kærleika  og virðingu sem
því ber að fá. En það þýðir ekki að byrja þegar barnið er að verða fullorðið.
Agann ber að nota frá því að barnið fæðist. einnig eigum við að
sýna því að við elskum það takmarkalaust.
Ef við ekki byrjum strax, þá verður það alltaf erfiðara og erfiðara,
og hver vill barninu sínu það að  byrja lífið sitt í reiði. ENGINN.
Fyrirgefi, en þetta er bara mín skoðun.


mbl.is Skemmdi ljósaskreytingar í kirkjugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég vil taka undir með þér, Milla. Það hlýtur eitthvað mjög mikið að vera að í lífi þessa unga manns. Þetta er hræðilega sorglegt. Þessi verknaður á örugglega eftir að fylgja honum í gegnum lífið sem niðurlægjandi endurminning. Fyrir utan sársaukann sem hann hefur valdið þeim aðstandendum sem sáu leiði ástvina sinna vanhelguð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.12.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Gréta það er eitthvað mikið að, þetta er hróp á hjálp
frá þessum unga manni, en engin skilur eða heyrir.
Kannski er fólk ráðþrota, en þá er að byðja um hjálp.
                     Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband