Gott og blessað, svo langt sem það nær.

Þegar maður er á þessum gatnamótum sem um ræðir,
þá er bílaumferðin í allar áttir svo langt sem augað nemur.
Flestir þessara bíla eru á annatíma að potast við að komast út
í úthverfin til síns heima.
Þá spyr sá sem ekki veit og sér það ekki fyrir sér,
hvernig Rauðarárstígur og Bústaðarvegur eiga að taka við þeirri umferð
sem skellur á við þessar breytingar.
Það þarf þá heldur betur að breyta og stækka þessar götur.
Er búið að skipuleggja heildarmynd af þessum svæðum með vaxandi
umferð, langt fram í tímann, eða er verið að kortleggja litla kassa til að
bjarga einum gatnamótum?

Rauðarárstígur er nú að mínu mati varla hæf til stækkunar öllu meira,
þó hún geti kannski verið ein af aðal götunum í kringum
gamla kjarna bæjarins.
Fólk verður að fara að gera sér grein fyrir því að ef það ætlar niður í bæ
þá er það hægferð, og á maður að njóta þess.
Eru íbúar Bústaðahverfis ekkert á móti þessum aðgerðum?
Eru þeir ekki með neinar kröfur á umferðarmenningu í sínu
barnmarga hverfi, og Fossvogurinn yndislegi með öll sín börn.
Nú ætla ég að vona að flokkur sem ég hef ætíð talið minn
fari nú ekki að byggja göngubrýr yfir bústaðaveginn eins
og gert var við hringbrautina.
Það bara passar ekki.
                                       Góðar stundir.


mbl.is Vill fá stokk frá Kringlumýrarbraut að Rauðarárstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held reyndar að þú sért að misskilja hugmyndina að baki tillögunni hans Gísla, allavega hvað varðar kaflan frá Kringlumýrabraut að Rauðarárstíg.  Það eru ekki nema tvær akreinar á þessum kafla en þrjár sitt hvoru megin við.  Stokkur myndi væntanlega bæta þeirri þriðju við.

En það ánægjulegt að heyra að sjálfstæðisflokkurinn sé fallinn frá mislægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut/Miklubraut - þó ekki væri nema bara fyrir það að þar með er annað málið af þessum 17 atriða "málefnalista" fallið á innan við viku!

Þrátt fyrir að Hanna Birna hafi haldið því fram að "það viti allir að eina leiðin til að leysa vandamálin þar væru að byggja mislæg gatnamót" þá tókst R-listanum að leysa málin með mun einfaldari og ódýrari hætti.  Það myndi t.d. leysa heilmikið að hreinlega banna vinstri beygju inn á Lönguhlíð á háannatíma.  Vissulega myndi það ekki leysa allt - en kostar 10-11 milljörðum minna en lausnin hans Gísla - þ.e. nánast  ekki neitt!

En eftir stendur spurningin um það hvað Gísli ætlar að gera á  gatnamótu

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 11:10

2 identicon

úbbss - ýtti á einhvern takka:

Spurningin var hvað Gísli Marteinn ætlaði að gera á eftirtöldum gatnamótum:

Miklubraut - Grensásvegur

Reykjanesbraut - Bústaðavegur

Sogavegsbrú - Miklubraut (þið munið - brúin sem átti að leysa allt fyrir um 10-15 árum...)

Þetta er svona þar sem ég keyri um höfuðborgarsvæðið - það eru örugglega fleiri stór vandamál sem þarf að leysa - eða þarf kannski bara aðrar lausnir?

Steingrímur (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 11:14

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir gott innlegg Steingrímur.
Það sem ég var að meina með spurningunni hvort það væri búið að skipuleggja þetta svæði til langtíma litið eða hvort bara væri verið að
kortleggja litla kassa til að bjarga þessum gatnamótum.
var að vita hvort verið væri að gera ein mistökin í viðbót við hin öll.
sem við fáum kannski aldrei að vita, eða höfum ekki vit á því.
Málið er bara það , að mínu mati,
að það er alltaf verið að vinna fyrir aftan rassinn á sér,
eins og með þetta sem þú nefnir, þær lausnir hafa ekki dugað neitt.
það er sama hvar þú lítur á vegakerfið, aldrei neitt klárað.
Mér er nokkuð sama hver stingur upp á hinu eða þessu,
það sem mér finnst er að menn ættu að setjast niður og
leysa málin þannig að viðunandi sé.
Útskýra svo fyrir kjósendum hvað eigi að gera.
allir eru miklu sáttari  þegar talað er við þá.

Og leysa þau verkefni vel sem byrjað er á,
en það þarf ekki endilega að vera dýrasta leiðin sem er tekin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband