Fyrir svefninn.

Guðmundur var vinnumaður hjá Thor Jensen,
þegar hann hafði bú í Einarsnesi.
Guðmundur átti þrjá hesta, þeir sóttu mjög í Hamars - land,
sem liggur næst Einarsnesi.
Húsmóðirin á Hamri amaðist við hestunum og sagði
eitt sinn, að hann skildi eiga sig á fæti, ef hann ekki gætti hestanna.
Þá sagði Guðmundur:
>>mér þykir mikið betra að eiga að eiga þig á fæti,
því þú ert einskis virði uppskorin.<<

Afmælisvísu þessa fékk 21 árs maður frá vini sínum.

                     Þú hefur tuttugu ár og eitt
                     álpast lífs í ranni.
                     Það ætlar ekki að ganga greitt
                     að gera þig að manni.

 Sigmundur Guðmundsson prenntari orti þessa
vísu um Kristján Ó. Þorgrímsson:

                     Drumsa við varð djöfsa, þó
                     dræsni mörg &#39;ann hirði,
                     þegar karlinn Kr.Ó.
                     kom með sína byrði.

                                 Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt Milla mín!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.3.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla

Huld S. Ringsted, 30.3.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Ragnheiður

Góða nótt Milla mín

Ragnheiður , 30.3.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: Erna

Takk og góða nótt Milla

Erna, 30.3.2008 kl. 23:41

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Guð geymi þig elsku Milla frænka mín og takk fyrir spekina og daginn

Eva Benjamínsdóttir, 31.3.2008 kl. 00:11

6 Smámynd: Tiger

  Knús í nóttina þína Milla mín og eigðu fallega og ljúfa drauma. Alltaf gott að kíkja á "fyrir svefninn" hjá þér og aldrei kemur maður að kofanum tómum sko! Takk og hafðu yndislega viku framundan.

Tiger, 31.3.2008 kl. 02:54

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin kæru vinir. Sendi ykkur kærleikskveðjur Milla. Chocolate Valentine Og konfekt ef ég verð ekki búin með það allt
                             þegar það berst til ykkar, en allavega fáið þið
                             knús knús.Milla.
                                           





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.