Maður með húmor.

Já kemur bara brosandi inn í flugstöðina á þórshöfn á Langanesi.
Hefði viljað vera í þessari för.
Hugsið þið ykkur þessi Russel var á leið til Færeyja,
stígur upp í Twin Otter vél Flugfélagsins og lendir síðan
á Þórshöfn á Íslandi, þar sem ekkert er að sjá í margra kílómetra
fjarlægð, ekki að það sé mikið öðruvísi þar sem maður lendir
í Færeyjum.
Nú hann fékk þó sárabætur, að fljúga til Grímseyjar og ekki er það
nú dónalegt, og mistökin urðu til þess að hann ákvað að sleppa
Færeyjaferð og vera bara á Íslandi í staðin.
Flottur maður þetta.


mbl.is Lenti á rangri Þórshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta var bæði fyndin og krúttleg frétt

Huld S. Ringsted, 2.4.2008 kl. 10:26

2 identicon

Þvílíkur hroki , er ekkert að sjá á Þórshöfn á Langanesi og ekki heldur í Þórshöfn í Færeyjum, það mætti halda að þú  hefðir á hvorugan staðin komið, nema þá með bundið fyrir bæði augun. Kveðja Eiríkur

Eiríkur Ólafsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Þórey Birna Jónsdóttir

Ef þú lest það sem  Guðrún skrifaði þá tekur hún fram að ekkert sé að sjá þar sem maður lendir. Fólk stekkur óþarflega fljótt upp á nef í þessum blessaða bloggheimi.

Þórey Birna Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 11:02

4 Smámynd: Brynja skordal

 je minn hvað ég er rugluð dööö Baðstofan Auðvitað kom ég þangað nokkrum sinnum  já varst þú með þá búð þá hef ég nú örugglega séð þig þar bara tengdi þetta ekki í gær hehe datt bara hitt í hug veit ekki út af hverju jæja þá er það komið á hreint híhíhí hafðu ljúfan dag Milla mín

Brynja skordal, 2.4.2008 kl. 11:35

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Brynja mín ég var nú ekki með þá búð, en ég var viðloðandi hana og
við höfum örugglega oft sést

Helga finnst þér þetta ekki fyndið?

Þórey takk fyrir að leiðrétta þennan fljótfæra mann

Huld já mér fannst þetta afar fyndið sér í lagi að honum skildi nú ekki lítast á Twin Otter vélina, þú veist örugglega hvernig þær eru,
ekki mjög traustvekjandi fyrir flug yfir hafið. Þó það sé nú ekki langt til Færeyja.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.4.2008 kl. 11:45

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fyndið

Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2008 kl. 11:45

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Síðan ætla ég að svara honum EIRÍKI ÓLAFSSYNI, sem er ofurlítið fljótfær, en þar sem ég gef öllu fólki tækifæri, þá segi ég gerðu svo vel að lesa þetta komment til þín afar vel.
Ég hef komið til Færeyja og þekki fullt af fólki frá þessum fögru eyjum.
Svo hef ég nú búið á Þórshöfn á Langanesi, bjó þar í 2 ár kom síðan á hverju ári í ein 20 ár. yndislegt að búa þar hvort sem var vetur eða sumar. Þegar ég bjó þar unginn minn, þá tíðkaðist nú ekki að moka vegi, heldur þurfti maður bara að nota skíðin svo ég tali nú ekki um er maður gat skautað kílómetrunum saman út við Sauðanes.
Stundum kom það fyrir að herinn sem var með radarstöðina kom með moksturstæki og ruddu aðalleiðina í gegnum bæinn.

En hefur þú komið þangað?
Ertu kannski ábúandi þar?
Ef svo er þá skalt þú taka gleði þína aftur, því hér á þessari síðu
situr engin út á neinn stað á Íslandi.

                      Sendi þér kærar kveðjur inn í 
                      gleðilegan dag.
                                                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.4.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband