Fyrir svefninn.

Við gamla settið erum komin heim eftir afar skemmtilegan,
og átmikinn dag, ætla aðeins að láta líða úr mér við tölvuna
áður en ég fer í rúmið.

Ætla að segja frá heimili því sem flestir ferðamenn gistu
er til Ísafjarðar komu á nefndum árum og mun hafa verið
í litríkara lagi, eftir samtímalýsingum að dæma.
þetta var hús Jóns Wedhólms veitingamanns,  fyrsta
veitinga og gistihúsið á Ísafirði.
Wedhólm var 51 árs er hér var komið sögu, fæddur í Ávík
í Trékyllisvík á ströndum norður árið 1809.
Hann kallaði sig ýmist Jón eða Jóhann og þóttist hreint ekki
viss um, hvort væri sitt rétta nafn, en Jóhann var hann kallaður
1860 er manntalið var tekið um haustið.
Síðari ár ævi sinnar gekk hann þó undir Jónsnafninu.
Skýrði hann þetta þannig að hann hefði verið tvíburi, og annar
hefði verið skýrður Jón en hinn Jóhann, annar dó í vöggu og
hefðu foreldrarnir ekki verið vissir um hvor hefði dáið,
en nafna ruglingurinn var frekar talin sprottin af gamansemi Jóns.
það var nú fleira en skírnarnafnið sem var skrýtið í heiti
þessa sérkennilega manns.
Ungur af árum hleypti hann heimdraganum og hélt til Danmerkur.
þar vann hann um nokkurt skeið við skipasmíðastöð ved Holmen
var svo nafnið Wedholm dregið.
Þar giftist hann fyrri konu sinni Karen Kristínu.
Þau fluttust til ÍSLANDS og settust að á Ísafirði það mun hafa verið
á árunum 1850=1855. þá mun Wedhólm hafa stofnað til veitingareksturs
og er ekki að efa, að gistihúsið hefur bætt úr brýnni þörf á samkomustað
og gistingu fyrir aðkomufólk sem var margt á Ísafirði er kauptíð stóð sem hæst
og mestar annir voru við fiskþurrkun.
Virtist Wedhólm hafa komist vel af. C. W. Shepherd lýsir komu sinni
til bæjarins með þessum orðum.
Er þeir fundu gistihúsið, var yfir dyrum skip í sjávarháska, yfir því gnæfði klettur
og á honum stóð viti, undir skipinu stóð Wedhólm.
þeir fengu mat og hressingu áður en gengið var til nátta, morguninn eftir var þegar margt um manninn hjá Wedhólm, fóru þeir um kvöldið út að ganga er heim komu var búið að breyta
húsinu í dansstað húsið var allt í uppnámi og voru kona og dóttir hans að skemmta nokkrum mönnum. skömmu síðar skildu þau Wedhólm og kona hans snéri hún til Danmerkur aftur tók með sér sín börn. Wedhólm var einnig hafsögumaður á Ísafirði, en óvandaður mjög, talið vegna drykkju.
Svo kvartað var undan honum stórum.
Haldi svo ekki að karlinn hafi ekki gifst Guðrúnu Ágústínu Sigurðardóttur og vitið þið hvað
þau eru langlangafi og amma mín, geðslegt að hafa átt svona skrýtinn langlangafa,
en þeir voru víst margir svona á árum áður, og eru enn.
                                            Góða nóttSleeping
Tekið úr vestfirskum ættum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir Elsku Milla mín Þetta er skemmtileg saga. Knús inní nóttina

Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2008 kl. 21:09

2 Smámynd: Brynja skordal

Skemmtileg saga takk fyrir mig og sofðu vel mín kæra milla

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Erna

Ég held að þú hafir nú ekki erft mikið frá honum langafa þínum allavega ekki drykkjuskapinn. En gott að þú áttir góðan dag með fólkinu þínu Milla mín  og ég segi góða nótt.

Erna, 20.4.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf gaman af kvöldþáttum Milli.  Góða nótt mín kæra

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 22:22

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Meðan á lestri stóð datt mér í hug að ég gæti nú átt ættir að rekja til þessa Jóns.

Góða nótt gæskan.

Solla Guðjóns, 20.4.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Því miður fer ég ekki að sofa strax, ætla að gera mér það að lesa undir próf fyrst.
En góða nótt elsku Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.4.2008 kl. 23:40

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk engill, þetta stendur allt til bóta og við meigum ekki klikka á ættfræðinni, kann ekkert, samt skemmtilegar grunsemdir ...Guð geymi og gefi þér góða nótt

Eva Benjamínsdóttir, 21.4.2008 kl. 00:43

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn elsku Milla, hann hefur örugglega verið fínasti karl.

Knus ínn í daginn

Kristín Gunnarsdóttir, 21.4.2008 kl. 07:39

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn snúllur mínar.

Stína já fínasti karl hafa þeir ekki allir verið það þrátt fyrir ljóta galla,
en ég tel það ekki.

Það er nú ekkert vafamál Eva mín að við erum skyldar langt aftur í ættir, en sá skyldleiki er frá suðurfjörðunum t.d. vesturbarðastrandasýslu.

Solla gæti verið að við værum búnar að eta úr sama trogi öldum saman, ég er nú bæði af Arnardalsætt og Vigurætt, er ekki hálft Ísland úr þeim ættum.

                                Kærleikskveðjur
                                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.4.2008 kl. 09:21

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Milla mín kæra frænka. Við erum örugglega nánari en okkur grunar. Langamma mín í föðurætt var fædd í Hergilsey á Breiðafirði, hún átti 12 börn. Mér finnst það ótrúlega töff. Ég var að lesa eitthvað um þessa ættfræði um helgina. Móðurafi minn átti 17 systkini og vestur Barðastrandasýslan er í blóðinu í báðar ættir og það sem meira er pabbi og mamma voru skyld í fjórða og fimmta. Sko, mitt fólk hélt sig við eyjarnar og Vestfjarðarkjálkann, fór ekki suður til Reykjavíkur fyrr en öldum síðar. Það fór norður í Arnarfjörð, til Noregs, Þýskalands eða vestur til Ameríku.

Nú þarf ég að lesa meira um þetta dugnaðarfólk.

Knús elsku frænka kveðja og takk fyrir mig.

Eva Benjamínsdóttir, 21.4.2008 kl. 16:08

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva það er svo gaman að lesa um uppruna sinn og gangi þér vel með það.
                        Gangi þér vel þín frænka Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.4.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband