Fyrir svefninn.
26.4.2008 | 21:13
,, Helltu út úr einum kút."
Einhvertímann voru tveir kunningjar, annar ungur,
en hinn aldurhniginn; er svo sagt, að hann væri ölkær,
og hafði hinn yngri lofað honum í veislu sína.
En áður en hún yrði haldin, dó hinn gamli maður.
Var hann grafinn á hinum sama kirkjustað og hinn
kvæntist, og var veislan haldin á kirkjustaðnum.
Um nóttina dreymdi brúðgumann, að vinur sinn kæmi
til sín. hann kvað:
,, Helltu út úr einum kút
ofan í gröf mér búna;
beinin mín í brennivín
bráðlega langar núna."
Hann fór á fætur og hellti úr fjögra potta kút yfir leiði
vinar síns og dreymdi hann ekki framar.
Ástarjátning.
Þú ert lífs míns ljós,
ljóðið er hjarta mitt geymir.
Þú ert sólroðans saklausa rós,
er í svefni mig dreymir.
Úr kverinu Rómantík. Góða nótt.
Arnoddur Magnús Valdimarsson.
Athugasemdir
Góða nótt elsku Milla mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.4.2008 kl. 21:36
Heyrði svipaða útgáfu að þessari sögu núna um daginn.
En ástarljóðið var fallegt.
Góða nótt Milla mín.
Anna Guðný , 26.4.2008 kl. 21:49
Góða nótt
Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.4.2008 kl. 23:23
Góða nótt yndislega Milla mín
Ásdís Helga M Ólafsdóttir, 27.4.2008 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.