Fyrir svefninn.

                       DRAUGASAGA.

           Þetta er sagan af Rögnvaldi rauða,
           er reið fram af hengi.
           Ungur kynntist sínum dómi og dauða,
           dó áður en lifað hafði lengi.

           En áður en hann dó,
           ungur hafði lofað því;
           Að finna aldrei frið og ró,
           fyrr en lifað gæti á ný.

           Enda gekk Rögnvaldur aftur,
           ógurlegur sýnum og grimmur.
           Í köggum hans bjó ógnarkraftur,
           kaldur útlits og dimmur.

           Andrammur með augun rauð,
           andlitið þjakað af sótt
           Gekk hann um sálar strætin auð,
           svipur einn um nótt.

           Hann herjaði á dauðlega menn,
           hræddi úr þeim vit og ráð.
           Sögð er sagan af því enn,
           er síðasta hildin var háð.

           Sveinn sterki hét maður einn,
           að sunnan var mér sagt.
           Slíkan mann ei sigraði neinn,
           Svein gat enginn lagt.

           Er fór að skyggja Sveinn beið við haug,
           svipaðist um en engan sá.
           Hvað var orðið um hinn dæmda draug,
           er drýslar vítis lokuðu á?

           Eigi þurfti Sveinn lengi að bíða,
           þokan skilaði draugnum fljótt.
           ,, Hvað ert þú hér að vilja víða,
           veistu ekki að það er komin nótt?"

           Síðan réðist Rögnvaldur á Svein,
           risti á hann ófá örin.
           Eigi heyrðist þó heiguls vein,
           heldur betur sótt, förin.

           Svo fór að draga af draugnum,
           er dagsljósið birtist skjótt.
           Nú hvílir hann í haugnum,
           hverja einustu nótt.

           Haugnum sem var hannaður af Sveini,
           er halda átti Rögnvaldi rauða.
           Í fjötrum galdra og feikna steini,
           fram yfir gröf og dauða.

           En stundum má heyra hróp,
           hatursfull og nístandi köld.
           Ætluð honum er hauginn skóp,
           honum er sigur vann, eitt vetrarkvöld.

           Úr ljóðabókinni rómantík eftir,
           Arnodd Magnús Valdimarsson.

                                     Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Garún, Garún, brrrrrrrr.... er farin að lúlla

Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er hrædd við svona draugasögur Milla!
Afsakið hvað ég læt lítið vita af mér, er ekki í skrifdúrnum þessa dagana, puttarnir ekki alveg að samræma við heilann.

Knús á þig og góða nótt

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.5.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Rómantík???

Góða nótt mín kæra

Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 23:11

4 identicon

Gott ljóð, en svolítið "creepy"!

Góða nótt og góða helgi!

Kær kveðja, Ásdís Emilía. 

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 00:27

5 Smámynd: Erna

Amen

Erna, 10.5.2008 kl. 00:59

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru vinir, sit hér og blogga, horfi út um gluggann
garrrrrrrr kalt og bara ekki eins og það á að vera, en verð bara inni
og læt fara vel um mig. Allir eru steinsofandi, enda vakir unga fólkið fram eftir öllu tölvu og lestri.
                            Knús til ykkar og góða helgi.
                               Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.5.2008 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband