Fyrir svefninn.

Frú Sigríður, tengdamóðir Skúla Gíslasonar prófasts
á breiðabólsstað, var hjá honum í elli sinni.
Sr. Skúli jarðaði seinni mann hennar, sr. Sigurð Thorarensen,
en hún gat ekki fylgt honum til grafar vegna ellilasleika.
Þegar prófastur kom frá jarðaförinni, spurði Sigríður hann,
hvað hann hefði sagt yfir moldum manns síns.
Sr. Skúli sem var orðhvatur og kerskinn,
hyggst nú stríða tengdamóður sinni og segir:
,,Ég sagði, að allir hefðu verið honum bölvaðir í lífinu,
bæði skyldir og vandalausir".
,, Ekki tek ég það til mín", svaraði Sigríður,
,, því hann var mér hvorki  skyldur né vandalaus".


Verkamaður hjá ,,Kol og Salt" sagði, þegar gengi Hitlers
var sem mest í stríðinu
og Þjóðverjar hernámu hvert landið á fætur öðru:
,, Ekkert skil ég í, hvað hann Hitler vill með öll þessi lönd,
--- barnlaus maðurinn".

Eftirmæli fyrirfram.

                  þegar Pétur þreytir skeið,
                  þannig hermir saga:
                  Ómennskunnar ösnu reið
                  alla sína daga.
                                 Þormóður Ísfeld Pálsson.

Önnur eftirmæli.

                 Hlaut af flestu lítið lof,
                 lasta þræddi götu,
                 bæði drakk og át um of
                 annarra tíðast mötu
                                     Þormóður Ísfeld Pálsson.

                                                Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf jafn gaman að kíkja á þig á kvöldin.  Hafðu það gott  og GN

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.5.2008 kl. 20:42

3 identicon

Já þetta var  gott hjá preasi .Og skondið með  öll  löndin hans Hitlers,Heheheheeeee.

Jón ReynirSvavarsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:59

5 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já hér er nauðsyn að koma við fyrir svefninn, bregst ekki að maður brosir fram í draumalandið hehe

Ragnheiður , 14.5.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir með þeim hérna að ofan.  Alltaf gott að kíkja hér inn fyrir svefninn.  Góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 14.5.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband