Fyrir svefninn.

Fórum sem sagt fram í Lauga í dag, það var alveg
yndislegt, gott veður og sól í heiði.
Valgerður skólastýra setti hátíðina með frábærum hætti að vanda,
hún lýsti skólastarfi og ýmsu öðru.
Þarna voru 5-10-15 ára stúdentar og einnig útskriftarnemendur
allt upp í 70 ára. Einn talaði fyrir hvern hóp og voru það sérlega
skemmtilega sögur sem komu út úr því, allir hóparnir gáfu skólanum
gjafir, einnig nýstúdentarnir.
Á eftir fengum við kaffi og með því af miklum rausnarskap.
Áttugasta og þriðja skólaári var slitið.
Það ríkir svo mikil gleði á svona hátíðum, og allir eru eins og einn
maður allir þekkja alla, óska til hamingju og spjalla.

Heimasætan á Völlum var ráðin í vist til Þorsteins hreppstjóra.
Nú sat hún inni í baðstofu hjá foreldrum sínum,
og var móðir hennar að leggja henni ýmis heilræði,
áður en hún færi í vistina.
Að síðustu sagði hún: ,, Gættu þín svo, hróið mitt,
að hann Þorsteinn barni þig ekki."
Þá greip faðirinn fram í :
,, Já hann er manna vísastur til þess -- og þau bæði hjónin."

Sit hérna og heyri bölvað skvaldrið í imbanum, ekki unnum við
eina lagið sem var með viti af þeim sem ég heyrði.

                                   Staka.
                      Hver sem hefur góðverk gert
                      guð sinn best í slíku fann.
                      Allt er lífið einskisvert
                      ef að vantar kærleikann.

            Kveðið í skemmtiferð með Húnvetningum.

                      Húnvetningum hrós ég syng,
                      hátt á þingum Braga.
                      Ýtar slyngir aka hring
                      allt í kringum skaga.
                             
                                         Góða nótt.
Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. hreppstjórahjónin hafa greinilega verið léttlynd - ef marka á húsbóndann á Völlum.

Gott að þið áttuð ljúfan dag í dag - og vona að þið eigið líka ljúfan sunnudag á morgun. Knús á þig Milla mín.

Tiger, 25.5.2008 kl. 01:51

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 25.5.2008 kl. 02:15

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Tiger míó, það hafa ætíð verið til fólk sem segir óheppilegar setningar, en þessi var nú bara saklaus.
Eigðu ljúfan dag sjálfur Tiger minn
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.5.2008 kl. 08:26

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitið Sigrún mín.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.5.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.