Fyrir svefninn.

Kæru landsmenn!
Fyrir svefninn að þessu sinni er
styrktarbeiðni til handa Andra Smárasyni!


Andri er 18 ára drengur sonur Smára Kárasonar og
Stefaníu Gylfadóttur í Breiðuvík á Tjörnesi.
Andri hefur í rúmt ár átt í hattrammri baráttu við
krabbamein.
Í dag standa málin þannig að Andri þarf að fara í
mergskiptingu til Svíþjóðar, og svo vel vill til að Sóley
systir hans er hinn rétti merggjafi.
Gert er ráð fyrir því að þau fari út í lok júní.
Ljóst er að þau þurfa að minnsta kosti þrjú að fara úr
fjölskyldunni út, vegna þessa. Búast má við að Andri og
móðir hans þurfi síðan að dvelja úti í 3 mánuði, allt eftir
hvernig meðferðin mun ganga.
Töluverður kostnaður er óhjákvæmilegur, sem fjölskyldan
er illa í stakk búin að mæta.
vegna þess hafa frænkur Andra, þær Sesselja Árnadóttir og
kolbrún Guðmundsdóttir opnað bankareikning til styrktar Andra
og fjölskyldu hans.
Reiknisnúmerið er 1153-15-201049
Kennitala        "   190267-5049.


Gaman að segja frá því að kvenfélagið Aldan á Tjörn stóð
fyrir styrktarkaffi í Sólvangi á sunnudaginn var sem sagt í gær,
og gekk það framar öllum vonum, öll innkoma gekk til Andra.
Söfnunarbaukar voru einnig á borðum.
Svona er þetta úti á landi þar sem allir þekkja alla,
þá er staðið þétt saman, en betur má ef duga skal.

Þess vegna kæru vinir og landsmenn allir, biðla ég til ykkar
styrkið þennan unga dreng, við höfum tekið okkur saman bloggarar
og það hefur verið komið af stað söfnunum fyrir fólk sem á um sárt að binda.
Svo núna er mikil þörf, gefum þessum unga manni, allt hjálpar.
Ég bið góðan guð að blessa Andra og fjölskyldu hans
og mun ég hafa hann í bænum mínum allar götur
.Heart

Vegna þess að gleðin vinnur á öllum meinum,
læt ég þessar fylgja eftir hana Ósk þorkellsdóttur.


                Samskipti tveggja vinnufélaga í
                frystihúsinu færð í vísu. Jói hafði
                uppgötvað að hann var með opna
                buxnaklauf.


                   Kom þarna Jói í kaffinu sínu.
                   "hvað hefði skeð ef að utan hjá
                   dinglað ég hefði djásninu mínu?"
                   Dolfallinn horfði Kristján á.

                   Furðulegt er hvað ræfillinn ruglar.
                   Renndi hann til hans augunum.
                   "veis'u ekki drengur að dauðir fuglar
                   detta aldrei úr hreiðrunum?"
                                     Góða nótt
Sleeping

                   
                


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert yndisleg Milla mín, ég geri mitt besta

Sigrún Jónsdóttir, 16.6.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Anna Guðný

Tek mér það bessaleyfi  að copy paste þennan texta yfir á mina síðu og svo biðjum við fyrir honum já og þeim öllum líka.

Anna Guðný , 16.6.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þakka þér Sigrún mín, þú veist að allt hjálpar.
          Knús í nóttina þínaMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er alveg sammála Sigrúnu
Knús inn í svefninn

Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.6.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Ragnheiður

Fékk lánað hjá þér elsku Milla og birti hjá mér, ég reyni að setja smá inn hjá þeim bráðum.

Ragnheiður , 16.6.2008 kl. 22:41

6 Smámynd: Anna Guðný

Eru þau með blogg sjálf sem við getum fylgst með?

Anna Guðný , 16.6.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Anna Guðný þú ert yndisleg.
Takk rósin mín.
Takk Ragga mín, við skiljum þetta allar að ég held.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2008 kl. 22:54

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Legg inn á hjá teim,engin spurning.Verd med tau í bænum mínum..

Ég fekk í magann af hlátir eftir lestur vísunnar var í einhverju hlátustudi sem er svo gód tilfinning.Bara gód Milla mín.

Knús á tig inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 17.6.2008 kl. 05:47

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gleðilegan þjóðhátíðardag Milla mín

Ía Jóhannsdóttir, 17.6.2008 kl. 07:48

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru vinir, Takk fyrir góðar viðtökur, veit ekki til þess að þau séu með bloggsíðu, þarf að komast að því,
mun láta ykkur vita .
Já Guðrún hláturinn lengir lífið, og þess vegna verður maður að ýta undir það að fólk fari að hlæja.
                        Eigið góðan dag í dag 17 júní.
                           Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2008 kl. 09:01

11 identicon

Er búin að senda nöfn fjölskyldunnar og reikningsnr. söfnunarinnar til þeirra sem ég veit að eru að senda ljós og heilun til fólks. Sendi þeim líka ljós og kærleiksorku.

Vonum að allt gangi að óskum hjá þessari fjölskyldu.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 18:08

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þakka þér hjartanlega Jónína mín, þau þykkja alla þá orku og ljós sem við erum megnug að senda þeim.
                    Knús til þín
                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband