Fer nú að verða svolítið þreytandi.

Þreytandi, já er einhver hissa? maður fer út eins og í gærmorgunn,
hið ágætasta veður, jæja nú er sumarið að koma, ein bjartsýn,
Um miðjan daginn komið hávaða rok, þoka og rigningarfjandi,
þetta er nú búið að vara núna, að ég held endalaustAngrySick

Ef ég væri í Reykjavíkinni þá væri þetta ekki vandamál, mundi
bara fara í búðir, það er hægt að fara í Kringluna, Smáralindina,
Laugarveginn svo eitthvað sé nefnt.
Nóg er til í búðunum þó engin kaupi neitt, 
eru ekki útsölurnar löngu byrjaðar?
Annars skiptir það engu máli.
Ég á nefnilega fullt af peningum, alveg satt.GetLost

Þar sem ég bý nú á Húsavík, þá fer ég bara í búðirnar hér heima,
það er svo skemmtilegt,Smile
alla þekkir maður og getur verið að spjalla í hverri búðTounge
og ekki er nú þjónustan af lakari endanum.
Og ef mér leiðist þá er nú ekki vandi að skutlast inn á Akureyri.
Þar eru alveg fullt að búðum, góðum búðum, og þjónustan eftir því.

Svo eru líka tvær af bloggvinkonum mínum að opna búðir á Akureyri.
Ja hérna! Hún Huld er að opna Zic Zac búð með pompi og prakt á
laugardaginn, og ,,Guuuð ertu ennþá í Danmörku?"
kemur og heldur uppi fjörinu, sko hún Elsa lund, ,, þetta er ég elskan!"
Allir þang
                          Til hamingju Huld mín.Heart

Síðast í júlí mun svo hún Gréta opna snyrti Gallerí á Glerártorgi, 
                          Til hamingju Gréta mínHeart
það var sko búð sem vantaði, það má nefnilega ekki vanta svona Gallerí
þegar fyrir eru Bara sko allar búðirnar! þú veist.
Nú vantar bara gott kaffihús og matsölustað því það sem er fyrir er
bara óætt.
Maður getur svo sem klárað Glerártorg farið svo í miðbæinn og farið
á kaffihúsið þar, eða upp í bókasafn,  allir möguleikar í stöðinni.

Enn nú fer að koma sumar, svo mér mun ekki leiðast.Grin
                 Eigið góðan dag í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Milla mín ég er að senda þér smá sól um helgina hér á að þykkna upp og rigna svo þið fáið nóg af góðu veðri frá okkur.

Gaman að heyra þetta með nýju verslanirnar á AK.  Óska þessum eðalkvinnum til hamingju með framtakið.

Kv héðan inn í góðan dag úr SÓLINNI (allt of heitt 35°í gær) 

Ía Jóhannsdóttir, 3.7.2008 kl. 07:10

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, leiðinlegt með veðrið hjá ykkur, her er yndislegt veður, sendi þér sól Millan mín

Kærleikskveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 3.7.2008 kl. 08:00

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ía mín gott að fá sólina, sér í lagi fyrir Huld sem er að opna,
það verður sko húllum hæ í göngugötunni, ætla að vona að ég geti farið. Kveðja frá Húsavíkinni.  35° þú gætir sent okkur strax 10°.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 09:34

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stína mín gott að þið Hanna skuluð hafa sól og gott veður, er ekki búið að vera gaman?
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 09:35

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sólin er að gægjast Sigga mín, já það verður húllum hæ um helgina,
kannski kem ég, en ég er að fara suður og þá má ég ekki þreyta mig á einhverju öðru, en við sjáumst síðar.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 11:06

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn snúllu dúllan mín, mikið ertu dugleg elskan, en þú hefur reyndar ætíð verið það, mín besta sem hefur alltaf verndað um okkur öll. I lov you bestust.
Mamma

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 11:12

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

það er sko notalegt að labba í búðir á Húsavík og heilsa upp á fólk, ég nota þá aðferð til að hitta sem flesta þegar ég er fyrir norðan.  Er lélegt kaffihús á Glerártorgi? ég kíkti þar inn í fyrra og bauð frænkum mínum í kaffi og meððí við vorum bara ángæðar. Það er að hlýna 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 13:26

8 Smámynd: Heidi Strand

http://youneed2see.com/stumpics/funnypic1043.jpg

Heidi Strand, 3.7.2008 kl. 14:55

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hann er æðislegur þessi fill, hann nýtur þess í botn að sturta sig,
það er eins og hann hlæji .

Lady Vallý það hlýtur að fara að rigna á þig
ykkur vantar bleytu.

Ásdís ég elska að rápa í búðirnar. Kaffi húsið á Glerártorgi er að mínu mati ekki gott, en það hafa ekki allir sama smekkinn, sem betur fer.
Það er að hlýna vorum að koma úr búðinni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 16:15

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Vonandi skín sólin um helgina - spennandi þessar búðaopnanir, ég er búin að heyra í Elsu Lund kynna ZikZak og það missir varla nokkur sála af þeim auglýsingum.

Knús og krams.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.7.2008 kl. 16:17

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð veistu Jóhanna þú verður bara að koma, þetta slær öllu út,
byrjar á útsölu, flýttu þér elskan, er farin í Zic Zac Ó my goood!.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 16:49

12 Smámynd: Tiger

Jamm, sko það eru flottar búðir í sveitinni - eða þannig - eða er þaggi? Ég hef reynda lítið sem ekkert farið um landið svo ég þekki ekki búðamenninguna á landsbyggðinni. Flottir á því þarna í Zikk-Zakk að dreifa sér svona eins og lúpína .. hahaha. En, flottar búðir og Áfram Huld bara ...

Spáin segir held ég um 20-25 stig á morgun seinnipartinn - fyrir norðan og svo sami hiti á öllu landinu á sunnudag og áfram ...

Tiger, 4.7.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband