Fyrir svefninn.

Palli litli var við hjónavígslu í kirkju.
,, Af hverju tókust brúðhjónin í hendur fyrir altarinu?"
spurði hann pabba sinn.
,, þetta eru bara formsatriði, drengur minn",
svaraði faðir hans. ,, Rétt eins og þegar hnefaleikamenn
takast í hendur, áður en þeir byrja að slást".

Bjarni á Mýri þótti góður heim að sækja. Ekki var búið stórt,
en Bjarni var höfðingi í lund, og alltaf átti hann brennivín
handa gestum, sem bar að garði.
Einu sinni kom Stefán frá Hvítadal að heimsækja hann.
Bjarni bjó þá með tveimur kerlingum og einhverri
vinnukonuherfu.
þegar Stefán hafði hresst sig á brennivíni Bjarna,
fór hann að tala um kvenfólk og spurði Bjarna hvort hann
hefði ekki kvenmann handa sér.
,, Varla get ég talið það", sagði Bjarni.
,, Ég fer ekki að lána öðrum það sem ég get ekki brúkað sjálfur".

Eftir hana Ósk.

              Hreiðar karlsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri
              og stjórnarmaður í Kveðanda sendi oft út yrkisefni til
              að glíma við á vísnakvöldum.
              Eitt sinn sendi hann mér þessa spurningu.
              Hvaða dýr jarðarinnar er þér verst við?

              Það sem að verst er við veröldu hér
              og verður svo meðan ég tóri,
              er maður sem endalaust íþyngir mér
              og eitt sinn var kaupfélagsstjóri.

                                        Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Úps, hann "fékk það" óþvegið kaupfélagsstjórinn!

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Óda ómissandi.  Ég vil bara segja enn og aftur að þessir gullmolar þínir hlýja mér hvert kvöld. Þú gefur mér hluta af æsku minni GN elsku Millan mín  aukaknús frá Bjarna Ómari.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 20:56

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til ykkar allra Ásdís, Ómar Bjarni og Sigrún.
Sofið rótt í alla nótt og dreymi ykkur vel.
               Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 knús og krams.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir kveðjur og góðar óskir, hlakka til að sjá þig í búðinni

Huld S. Ringsted, 5.7.2008 kl. 22:09

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús til þín elsku Milla mín alltaf gaman að heyra sögurnar þínar fyrir svefninn.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 22:48

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt mín elskulega kæra Milla

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.7.2008 kl. 00:23

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allar skjóður mínar. Takk fyrir góðar kveðjur, knús og kram, þið eruð bara flottar.
Huld mín mun sko koma við hjá þér þegar ég hef tíma.
Er nú afar hissa á henni Vallý, að fara ekki á nikkuballið
Knús til ykkar allra og eigið góðan dag.
Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2008 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband