Fyrir svefninn.
26.7.2008 | 23:27
Dagurinn í dag er búin að vera frábær, afi sótti þær kl þrjú í dag,
vinkonur þeirra aðrir tvíburar komu heiman frá sér til að vera með
þeim á skemmtuninni í kvöld, litla ljósið kom aðeins í heimsókn
og við púsluðum smá í tölvunni.
Allir ætluðu síðan í bæinn, hringir síminn og er það vinur minn sem
ég hafði ekki séð í 20 ár eða svo hann sagðist vera staddur fyrir
utan hjá mér, ég út á stétt kemur þá ekki Dóra mín labbandi
með þau hjón, það var bara yndislegt að sjá þau og skiptast á
upplýsingum um börn og buru.
Rétt er þau voru að fara út úr dyrunum hringdi síminn aftur alltaf
svaraði engillinn, í þetta sinn var það bloggvinkona mín hún
Anna Guðný og kom hún stuttu seinna að húsinu með sitt fólk.
Það var bara yndislegt að kynnast þeim öllum, en við kvensur
höfðum hist áður síðan fóru þau að leifa krökkunum að klára
að horfa á skemmtunina niðri á bryggju.
Núna erum við gamli ein í kotinu, sko þar til tvennir tvíburar
ryðjast inn með með sínum hlátrasköllum þær ætla að gista
saman hjá mér, en Dóra verður hjá Millu systir.
Smá undir svefninn frá henni Ósk.
Í D.V. var sagt frá því að vændi væri
stundað hér á landi og hefðu sumar
konur góð laun í þessu starfi.
Auðlind mína illa ræki
aulabárðum lík.
Ég sit á mínu sómatæki
seint verð af því rík.
Rætt var um lokun súlustaða á
Akureyri og hvað væri til ráða.
Kreppir að hjá klámbúllum,
karlar góðu vanir.
Sameinaðir sækið um
súluívilnanir.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða skemmtun og góða nótt
Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 23:34
Takk og góða nótt
Sigrún Jónsdóttir, 26.7.2008 kl. 23:38
Og nú erum við komin heim. Ástarþakkir fyrir móttökurnar í kvöld.
En nú er ég orðin þreytt og gott verður að kíkja á koddann.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 27.7.2008 kl. 01:25
Ég segi bara góðan dag - núna - og takk fyrir þetta elskulegust!
Knús á þig ..
Tiger, 27.7.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.