Er að fara í vinnu.

SO! mundu sumir segja, en þar sem ég hef ekki unnið
utan heimilis í áraraðir þá er þetta tilhlökkunarefni fyrir mig
þó bara sé um einn dag í viku að ræða.
Ég tók að mér í sjálfboðavinnu að halda utan um föndurdaga
í Setrinu í vetur, svo framanlega sem fólkinu líkar vel við mig.

Núna ætla ég að fara að fá mér te og brauð, byrja síðan kl 12
að vinna.
Heyri í ykkur í kvöld mæta fólk.
Milla.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Flott framtak Milla mín.

Átt þú góðan dag vina.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 9.9.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gangi þér vel Milla mín.  Flott framtak

Sigrún Jónsdóttir, 9.9.2008 kl. 11:10

3 identicon

Frábært hjá þér og fyrir þig. Vonum að tilhlökkunin þín yfirfærist í mikla gleði eftir góðan vinnudag.

Gangi þér vel!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 11:22

4 identicon

Það er bara allt að gerast hjá þér Milla mín, mikið held ég að það verði gaman hjá þér að fara að kenna föndur, þú hefur örugglega margt að gefa á þeim vettvangi. Ég hef nú engar áhyggjur af hinu sem þú talar um. Gangi þér vel, knús og kveðjur.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 11:25

5 Smámynd: Hulla Dan

Til lukku með þetta. Þetta á ábyggilega eftir að verða voða mikil tilbreyting.

Hulla Dan, 9.9.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Búkolla mín

Takk Anna Ragna þetta verður örugglega gaman.

Langbrókin mín einu sinni sagðir þú við mig að ég ætti ekki að sega:
,, ég er bara" og ég held að með þinni áminningu núna að ég hætti að vera með einhverja minnimáttarkennd
Auðvitað líkar fólkinu við mig.

Takk Sigrún mín

Takk Doddi minn það gerir það örugglega.

Jónína mín ég er nú búin að kenna bæði föndur og svo harðangur og klaustur í áraraðir svo ég er ekki óvön, en það eru 5 ár síðan ég gerði þetta síðast svo það er kannski von að það vakni smá kvíði.

Já Hulla mín breyting verður það, en mig vantar aldrei tilbreytingu, þó þetta sé öðruvísi

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2008 kl. 11:41

7 Smámynd: M

Gangi þér vel fyrsta vinnudaginn þinn (utan heimilis lengi) 

Þau eiga eftir að elska þig

M, 9.9.2008 kl. 11:50

8 Smámynd: Anna Guðný

Það eru þá fleiri en ég að fara út að vinna í dag. Það hringdi ein í mig áðan, fárveik, og bað mig að leysa sig af. Ég var í þessu starfi fyrir nokkrum árum og hún tók svo við af mér.Þannig að ég eyði seinniparti dagsins í einni af stærri verslunum Akureyrar með blað og penna í hönd. Endilega ef einhver sér mig og ég svara ekki, þá pikkaðu í öxlina.

Hafðu það gott í vinnunni Milla mín

Anna Guðný , 9.9.2008 kl. 12:44

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gangi þér vel í nýju vinnunni, þau munu elska þig út af lífinu

Kristín Gunnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 14:50

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Emmið mitt allt gekk að óskum

Knús til þín Lady Vallý

Anna Guðný mín það er gott að geta gripið svona góðar konur sem ekki vinna úti.

Takk fyrir Langbrókin mín, þú ert frábær sjálf.

Takk Stína mín, þetta gekk bara vel.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2008 kl. 17:29

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús Sigga mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2008 kl. 17:47

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Dugleg ertu Milla mín. Takk fyrir að kíkja á mig þegar ég var með þennan óhemjuskap........... stórt knús

Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2008 kl. 17:50

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Katla mín engin talar um óhemjuskap, þú mátt ekki segja svona.
Hvernig gekk í dag.
Knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2008 kl. 18:26

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Auður mín það væri nú gaman, en kannski einhvertímann

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2008 kl. 20:08

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með þetta.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.9.2008 kl. 15:21

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jóna mín þetta á eftir að gefa mér afar mikla fillingu í mitt líf og að fá tækifæri til að hjálpa til er yndislegt.

þegar ég var yngri var ekkert svona hvorki fyrir þá sem voru með geðræn vandamál eða skerðingu á einhvern hátt.
Ég á tvö frændsystkini sem eru með skerðingu, það var ekkert fyrir þau og eru aðstæður þær sem þeim var boðið upp á ekki til þess að setja á blað.
Takk fyrir innlitið.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.