Fyrir svefninn.

Bara að hafa þetta á léttum nótum í kvöld.

Það bar til fyrir nokkrum árum, að flugmaður á fjögra sæta
einkaflugvél, sem var að koma frá Húsavík bar sig til við
lendingu á Reykjavíkurflugvelli eins og hann væri að fljúga
stórri farþegavél, og gaf flugturni þá skýringu að hann væri
með 20 farþega.
Þegar vélin hafði numið staðar, þyrptust menn að,
forvitnir mjög.
Og viti menn. Út stigu tuttugu karlar um það bil 30 cm háir.
Skýringin: Þetta voru Þingeyingar, en til þess að þeir kæmust
í vélina, hafði loftinu verið hleypt úr þeim.

Skil nú ekki af hverju þetta með loftið er ævilega notað á
blessaða Þingeyingana, skyldu þeir vera svona montnir?


Leirulækjar-Fúsi orti þessa vísu þegar systir hans var í barnsnauð.

             Æptu ekki svona. elskan góð.
             Ósköp þessi hryggja mig.
             Þú hafðir ekki þessi hljóð
             þegar hann var að liggja þig.


                     *************

             Þegar sólin sigur dags,
             sveipar bólið myrkur,
             undir kjólinn leitar lags
             lífsins njóli styrkur.

                     Höf. ókunnur.

                                              Góða nótt.
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Velkomin heim Milla mín Ég virðist hafa sofið fyrstu innkomu þína af mérEn rugludalladósin mín góða nott og knús á þig

Ólöf Karlsdóttir, 16.10.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús á ykkur báðar mínar kæru, nei Silla hefði alveg viljað vera lengur ef heilsan væri betri en það kemur að því.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.10.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 21:43

5 Smámynd: Brynja skordal

Ah mikið er notalegt að fá kvöld blogg fyrir svefnin frá þér Milla mín var farin að sakna þess Góða nótt elskuleg

Brynja skordal, 16.10.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Erna

Góða nótt elsku Milla og takk fyrir kvöldsögur

Erna, 16.10.2008 kl. 22:27

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á ykkur öll ....... Munið að knúsið kostar ekkert

       Kv frá mér, til ykkar........ 

Ég elska ykkur elsku vinkonur mínar þið eruð æði.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:05

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn Milla mín..Gód lesning í morgunsárid yfir kaffibollanumm..Já er svona mikid loft í Tingeyingum spyr sú sem ekki veit.

Knús til tín úr haustinu í Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 17.10.2008 kl. 06:27

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar.
Já sagan segir að Þingeyingar séu yfirmáta montnir, en ég kalla þeirra hressileika bara og þeir standa fyrir sínu.

Sagan segir einnig að genabesta fólkið komi héðan, eigi veit ég um sannleiksgildi þess er nefnilega ættuð að mestu að vestan.

Takk fyrir að líta við hjá mér í kvöldsögum því mér finnst notalegt að líta á kommentin ykkar á morgnana.

Ljós í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.10.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband