Fyrir svefninn.

Man nú eiginlega ekki eftir þessari nema að því að mér var
sögð hún ansi oft, og þó man ég sumt.
Ég hef verið svona 3 ára þá strauk ég að heiman, hélt eins
og leið lá úr bakgarðinum við Hringbrautina þar sem ég átti
heima aðeins niður götuna og yfir tjarnabrúnna.
Nú auðvitað komst ég ekki lengra, það stoppaði mig kona og
spurði hvert ég væri að fara, ég er að fara í vinnuna til afa og
benti niður yfir tjörnina, hvar vinnur hann spurði konan hann
vinnur í bankanum, nú konan fór með mig niður í Landsbanka
Íslands inn í afgreiðslusalinn þar og var ég náttúrlega miðpunktur
alls smá tíma, einhver þekkti mig og það var kallað á afa ofan
af annarri hæð, en hann var yfirmaður sjávarútvegslána,
Já hugsið ykkur hann var bara einn í þessu þá þetta var 1945.
Afi lét mömmu vita hvar ég væri og fór svo með mig heim litlu síðar.
Ég man ekki eftir að hafa fengið skammir.

Ég vildi bara hafa alla heima til að leika við mig.
Amma mín dó nefnilega er ég var 2 ára og þá tók bara mamma við
heimilinu með afa og Ingvari frænda sem ég hef talað um áður.

            Ein lítil stjarna.

       Eg horfi í gegnum gluggann
       á grafarhljóðri vetrarnóttu,
       og leit eina litla stjörnu
       þar lengst úti í blárri nóttu.


       Hún skein með svo blíðum bjarma,
       sem bros frá liðnum árum.
       Hún titraði gegnum gluggann,
       sem geisli í sorgartárum.

       En -- samt á hún lönd og sædjúp
       líkt svarta hnettinum mínum.
       Og ef til vill lykur hún líka
       um lífið í örmun sínum.

                       Magnús Ásgeirsson.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvöldinu bjargað kæra Milla.  Svona minningar eru svo dýrmætar.  Ljóðið fallegt. Þetta minnir mig á uppáhaldssöguna hans litla míns.  Þegar pabbi hans ásamt tveimur öðrum gaurum strauk af leikskólanum (á Húsavík já).  Varð eðlilega uppi fótur og fit.  Fundumst seint og síðar meir fyrir utan bæinn.  Okkur langaði svo ofsalega til Reykjavíkur.  Man hvað okkur fannst töff að fá að sitja í svarta löggubílnum á leiðinni heim.  Þetta er ekki til eftirbreytni en litla mínum finnst sagan (lengri útgáfan) flott og pabbi sinn vera kúl..  Eigðu góða nótt og góða kveðjur norður.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já bara alla leið til Reykjavíkur þið hafið ekki ætlað að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur.

Góða nótt til þín og þinna sömuleiðis
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.12.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ hvað þetta var dúlluleg saga svona fyrir svefninn.  Takk fyrir að deila þessu með okkur Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 16.12.2008 kl. 22:44

4 identicon

Þannig að þú ert þá ekki komin undan einum af frjálsu hænunum eða þannig, fyrst afi þinn var einn af þeim. Er nú að vísa til Silfur Egils á sunnudaginn. Fannst þetta svolítið skondið með frjálsu hænurnar hans Þráins Bertelssonar.

En gaman að þessari sögu Milla mín ég ætlaði einu sinni að fara til Reykjavíkur á hesti en ég þurfti að semja við systur mína að fara með mig en við fórum ekki nema að túnhliðinu á hestinum og það fannst mér fúlt, vildi að minnst kosti fara upp í Kerlingarskarð.

Góða nótt og sofðu rótt og dreymi þig góða drauma.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:45

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt elsku Milla, takk og góða nótt

Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

dúllan

Hólmdís Hjartardóttir, 16.12.2008 kl. 23:01

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig og góða ljúfa nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.12.2008 kl. 23:28

8 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Góða nótt Milla mín gott að fá góða sögu fyrir svefninn

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.12.2008 kl. 23:53

9 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Góða nótt og sofðu vel, falleg saga, ég var ekki betri sem krakki, strauk af leikskólanum af því hann var svo leiðinlegur, gróf undan girðingunni og tróð mér undir og fór heim, beið þar heillengi eftir mömmu, sú var ekki hrifin.

Ég var að ég held 4-5 ára.

Annars góða nótt Brynja og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 17.12.2008 kl. 01:01

10 Smámynd: Erna

Erna, 17.12.2008 kl. 01:17

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko Dóra vissi ekki að ég hafði vaknað kl 5.30 þá var hún steinsofandi
af öllum smákökunum sem hún/þær stálu úr búrinu hjá mér í nótt nú fer ég að líma fyrir dallana.

Knús til þín Erna mín.

Já Brynja mín öll höfum við verið villingar.

Knús til þín Guðborg mín og hafðu það gott í Keflavíkinni

Linda mín Knús í daginn þinn


Ljós í daginn þinn Hólmdís mín

Þú gætir nú örugglega sagt okkur margar góðar sögur
Ásdís mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.12.2008 kl. 09:05

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já hugsaðu þér Jónína ég er komin undan einum af þeim sko útrásardjöflunum
Og ætli þetta hafi nokkuð verið betra í þá daga bara öðruvísi.

Jónína mín hefði viljað sjá upplitið á þér ef þú hefðir komist upp í skarðið örugglega verið orðin þreytt og svöng.
Ljós í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.12.2008 kl. 09:10

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín það var allt svo dúllulegt í þessa daga allir þekktu alla og ekkert mál að koma manni til skila.
Ljós til þín

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.12.2008 kl. 09:12

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín gott hjá ykkur að reyna, en ætíð komst upp um mann.
Vorum ekki mjög klókar á þessum tíma.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.12.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.