Enn og aftur sannast það.

Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar.

Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýna

„Mér hefur alltaf fundist að við sætum ekki við sama borð og þeir á Suðurnesjunum. Skilaboðin frá stjórnvöldum, og nú síðast framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, virðast vera þau að ekki sé vilji til þess að byggja upp atvinnu hér í Norðurþingi með sama krafti og á höfuðborgarsvæðinu," segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags í Norðurþingi.

Þér hefur alveg sýnst rétt besti maður.
Aldrei höfum við setið við sama borð og þeir fyrir sunnan.
Man ég svo gjörla eftir því er þetta var að gerast þá ung ég var
í henni Reykjavík að alast upp, þá sögðu sunnanmenn: ,, Æ þeir
geta nú bara þagað þarna úti á landi eða það ætti nú bara að
flytja þetta lið á mölina".

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra greinir frá því í grein í Fréttablaðinu í dag að hann hafi ákveðið að staðfesta fjárfestingasamning vegna allt að 360 þúsund tonna álveri í Helguvík. Samningurinn er sagður forsenda þess að mögulegt verði að fjármagna framkvæmdir í Helguvík, með lánum frá fimm erlendum bönkum.  Álverið mun fullbúið þurfa um 550 megavött af rafmagni.

Nokkurrar óvissu gætir nú um fyrirhugaðar álversframkvæmdir Alcoa á Bakka í Norðurþingi. Viljayfirlýsing um áframhald verkefnisins var ekki endurnýjuð í haust. Forsvarsmenn Alcoa hafa þó sagt að þeir hafi áfram áhuga á uppbyggingu álsvers á svæðinu.

Fjármögnun framkvæmdanna í Helguvík er ekki möguleg sem stendur vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum í heiminum. Fjármálastofnanir í heiminum halda að sér höndum og lána ekki fé nema í litlu mæli.

Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir í grein á vefsíðu Samfylkingarinnar að álver í Helguvík eigi að vera síðasta álverið hér á landi, að minnsta kosti í bili. Einblína eigi á aðra þætti þegar hugað er að atvinnulífi. „Ég tel hins vegar að ríkisstjórnin eigi að lýsa því yfir að þetta verði síðasta álverið sem rís á Íslandi um fyrirsjáanlega framtíð og nú verði mótuð ný atvinnustefna með áherslu á nýsköpun, fjölbreytni í atvinnulífinu og jafnvægi milli atvinnugreina.  Stjórnvöld eiga að nýta umþóttunartímann sem nú gefst til að leita annarra og vistvænni kosta á sviði orkufreks  iðnaðar, t.d. á Norðurlandi þar sem mikil þörf er á atvinnuuppbyggingu," segir Skúli í grein sinni.

Sem sagt við getum enn þá bara etið skít og verið stillt,
Við eigum að bíða eftir að einhverjir sem verða skipaðir í
nefnd til að kanna umhverfisvæna kosti til handa okkur.
Ef við ekki sættum okkur við það, ja þá getum við bara
flutt í burtu. Það gerir fólk náttúrlega er það er búið að
missa allt sem það á, en sjáum til ætli við rísum ekki upp
og gerum eitthvað róttækt í málunum.

Aðalsteinn segir það vera einkennilega forgangsröðun að atvinnulíf á landsbyggðinni sé sett aftar í forgangsröðina en atvinnulíf á Suð-Vesturhorninu. „Það er vonandi að það verði hægt að skapa sem flest störf. En það eru vitaskuld vonbrigði að sjá það, skýrt og greinilega, að það er lítið að marka yfirlýsingar stjórnamálamanna er varðar atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Margir hafa líst yfir stuðningi við álversuppbyggingu en alltaf hefur þó verið meira forgangsmál að bæta við álveri á atvinnusvæðinu á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnmálamenn, sem með réttu ættu að vera í mikilli naflaskoðun vegna atburða síðustu mánaða, mega ekki gleyma því að þenslan í hagkerfinu hér var fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu. Í Norðurþingi hefur verið kreppa í 10 til 15 ár líkt og víðar annars staðar. Þessar fyrstu vísbendingar um hvert á að stefna, þegar kemur að forgangsmálum í atvinnuuppbygginu, eru því miður ekki í takt við væntingar mínar," segir Aðalsteinn.

Væntingar þínar Aðalsteinn minn voru og eru einnig okkar
væntingar, en það hefur sannast að aldrei er hægt að treysta 
ráðamönnum þessa lands hversu málgóðir sem þeir eru.

Það var ansi gott hjá mætum manni hér um daginn sem sagði:
,, Við þurfum sérfróða menn til að vinna í þeim málum sem
sérþekkingu þurfa, en síðan þurfum við að velja fólk til stjórnar
sem þekkir mannlífið í landinu".
Þar er ég svo hjartanlega sammála.
Við höfum ekkert að gera við menn sem aldrei hafa komið upp fyrir
Ártúnsbrekkuna.

Berjumst fyrir rétti okkar sem er að allir hafi sama rétt, bæði til búsetu,
vinnu og að maður geti lifað af sínum launum.

Milla.


mbl.is Ósáttur við forgangsröðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að þetta sé ekki eins svart og sýnist Milla. Ég þekki ágætlega til innan Alcoa.  Að endurnýja ekki viljayfirlýsinguna er enginn endapunktur á verkefninu heldur seinkar því.  Alcoa þarf að endurnýja "álversflotann" mjög fljótlega, þess vegna vilja þeir byggja annað álver á Íslandi.  Mér mun krossbregða ef það verður ekki raunin fyrr en síðar.  Sama hvað Skúli Helgason Samfylkingarmaður segir.  Helguvíkin er bara undan í goggunarröðinni.  Ég var vitnir að því (ásamt mörgum öðrum) þegar Geir Haarde lofaði Alain Belda forstjóra Alcoa samsteypunnar að íslenska ríkið myndi gera allt til að greiða götu Alcoa fyrir öðru álveri á Íslandi.  Gott hjá Aðalsteini að láta vita af sér, það eiga bændur svo sannarlega að gera. Svo haldið bjartsýninni ennþá uppi á Húsavíkinni. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:27

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ Einar minn aldrei hef ég nú svartsýn verið, en mér finnst það bara niðurlæging er menn koma svona fram og svo spyr ég hvernig á að treysta mönnum eins og Geir H.H. er hann verður allur á bak og burt er þetta kemur upp á aftur. Heyrt hef ég mörg loforðin í gegnum tíðina og er bara alveg hætt að trúa á þau, en trúi á kommen sens fólk og þeirra tal.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.1.2009 kl. 18:37

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Mikið væri got ef launin myndu duga hjá manni ,en ég ætla að þrauka

Er að knúsast með völu minni núna .Knús á ykkur Milla mín 

Óla og vala  

Ólöf Karlsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Erna

Ég tek ofan fyrir þessum baráttujaxli, Aðalsteini Baldurssyni

Erna, 3.1.2009 kl. 23:20

5 Smámynd: Björn Finnbogason

Kill me! Hverjir voru það sem gátu ekki komið sér saman um virkjunarplön þarna norðanlands?  Hverjir rifust fram og til baka um staðsetningar?  Og hverjir eru svo þingmenn norðanlands og nú austan og þora ekki að stíga til jarðar einu sinni, af ótta við atkvæðamissi.  Sem betur fer eru stjórnmálamenn ekki lengur alráðir í staðsetningu stóriðjunnar því þá væri ekkert í gangi.  Við ráðum ekki við heimshrunið og því dregst eitthvað að framkvæmdir hefjist hvort sem er á Bakka eða Helguvík.  Heimamenn verða hinsvegar að vera undirbúnir svo ekki þurfi að skríða fyrir umhverfisráðherra á hverju ári upp á nýtt, því það er aldrei á vísan að róa þegar sú veruleikafirrta mær á í hlut

Björn Finnbogason, 4.1.2009 kl. 05:40

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Dóra mín það hefur verið rólegt, nema að litli prinsinn var veikur í nótt svo við þurftum að stumra yfir honum og vorum að vakna.
Ljós og gleði inn í daginn ykkar og takk fyrir yndisleg jól saman.
Mamma,Amma, afi og Neró the Prins.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 11:14

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín gaman að sjá þig aftur og til hamingju með Völu, en við vitum að launin munu eigi duga nema kannski ef við lifum sultarlífi sem fáir okkar kunna í dag og eiginlega vita ekki hvað er.
Knús til ykkar Völu ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 11:18

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Auður mín, en eins og þú getur lesið hér að ofan, það sem ég rita hjá stóru systur þá var Neró veikur í nótt og þú þekkir alveg hvernig það er.
Ljós og knús í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 11:20

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Lady Vallý við eigum góðan foringja.
Knús í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 11:22

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Get nú örugglega ekki náð til að "kill you", enda er það ekki minn stíll hvorki í orðum eða borðum.
Björn Finnbogason löngum hefur verið lenska á Íslandi að pexa svolítið áður en komið er niður á þá skoðum sem menn sættast á.
Þetta mál klúðraðist fyrst og fremst af þeirri arfa vitlausu ákvörðun Umhverfisráðherra að sameiginlegt umhverfismat skuli fara fram.
Hefði það eigi verið gert þá væri staðan önnur í dag.
Getur þú bent mér á heimamenn, hvar í sveit sem þeir eru, sem eigi hafa þurft að knékrjúpa fyrir þessum mönnum sem telja sig hátt yfir aðra hafna. Auðvitað er það veruleikafyrra, en svona hefur það verið í aldanna rás.
Takk fyrir þitt innlit.
Kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 11:36

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kveðja til þín

Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 11:58

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hann er allavega hressari núna þessi elska, en þú veist hvað þeir verða skömmustulegir, svo við erum búin að vera í því síðan við vöknuðum að kalla til hans, hann heldur að hann meii hvergi vera, en hann liggur nú við tásurnar mínar núna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 12:14

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til þín Hólmdís mín.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband