Martröð fyrir svefninn.

Það er svolítið merkilegt að það koma svona dagar sem
eru uppfullir af sárum tilfinningamálum.
Ég reyndi að bregða út af vananum í dag og bloggaði um
kynorku M. Bee, sem var fáránlegt en samt bara skemmtilegt.

Núna rétt í þessu var ég að lesa bloggfærslu vinkonu minnar
þar sem hún segir frá að barnabarnið hennar 15 ára sé í
Martröð sem kallast eiturlyf.
Held að engin skilji þetta nema sá sem hefur upplifað þetta
hjá sínum eigin eða afar nátengdum.

Ég upplifði þetta í fyrra er eitt af mínum barnabörnum,
elsti prinsinn minn var tekinn af fíknó á Akureyri í fyrra
þá var ég búin að frétta að eitthvað væri í gangi.
Segi það aftur og endalaust þetta er reiðarslag, köld sturta,
grátur, reiði og bara nefnið það, en svo þegar bráir af manni
þá verður sorgin ein eftir og hún varir enn.

Foreldrar hans voru að skilja og vissi ég að hann var búin að
vera ósáttur lengi og ætla ég ekki að dæma af hverju því ég
hef örugglega ekki rétt fyrir mér.
Hann þessi efnilegi drengur býr hjá pabba sínum, og þar sem
ekkert samband er á milli okkar hvorki hans eða dóttur minnar
Þá frétti ég ekkert af honum. Ef maður hringir er ekki svarað.
En það er nú allt önnur Ella, 

Eitt barnabarn Gísla míns lenti einnig í þessari martröð, hún
barðist í ein tvö ár, en er laus núna, ástfangin, er í skóla og
ég vona svo hjartanlega að hún sé endanlega hólpin, en
við vitum aldrei þau vita það ekki sjálf.

Það er eitt sem vantar og það strax það eru neyðarúræði fyrir
þessi börn og einnig fyrir þá sem eiga við geðraskanir að stríða.
Þetta tengist ansi oft.

Guð veri með þessum börnum öllum fyrst og fremst.
Og megi guð gefa okkur visku til að breyta rétt í
umgengni við þessar elskur.

Góða nótt kæru vinir
.HeartSleepingHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það veit víst engin hvort börn, barnabörn eða barnabarnabörn lenda í þessum óskapar hremmingum það er engin öryggisuppskrift til, því er nú verr og miður. Það er dapurt að horfa upp á unga fólkið okkar fara þessa leiðina og geta ekkert annað gert en að horfa upp á það og bíða eftir að það ákveði sjálft að gera eitthvað í málunum.

Góða nóttina Milla mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég held að það sé málið þú getur svo lítið gert.
LjósMilla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2009 kl. 21:11

3 Smámynd: Auður Proppé

Fíkniefna neyslan er hræðileg og ekkert hægt að gera nema vera til staðar þegar fíkillinn sjálfur áttar sig og vill fá hjálp.  

Góða nótt Millan mín og sofðu rótt í alla nótt

Auður Proppé, 6.2.2009 kl. 21:12

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ Auður mín þetta er svo sárt.
Viltu lesa komment hjá Jónínu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2009 kl. 21:13

5 Smámynd: Auður Proppé

Já, ég er búin að því og búin að svara

Auður Proppé, 6.2.2009 kl. 21:16

6 identicon

Sæl Milla.

Margt er ég að eiga við og þegar ég les skrifin þín,ímynda ég mér að þetta sé töluvert erfitt að höndla.

En mig langar að leggja eitt til málanna gömul sár eiga erfitt með að gróa ef að við erum altaf að kroppa ofan af þeim.

Milla,í þessu samhengi máttu alls ekki misskilja mig.
Gangi þér allt í haginn og þinni fjölskildu

TRÚ VON OG KÆRLEIKUR SEM ER ÞEIRRA MESTUR.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 21:49

7 identicon

Já Milla mín að vera aðstandandi vímuefnaneytanda er líklega eitt erfiðasta hlutverkið í lífinu. Ráðleggingar eru þegar komnar að ofan. Engu við það að bæta þar sem þessi sjúkdómur er þess eðlis að enginn getur hjálpað nema viðkomandi. Og eina sem hægt er að gera sem aðstandandi er að vera til staðar ef viðkomandi vill hjálp. Ég tala af reynslu mín kæra. Veit hvers konar lífi vímuefnaneytandinn lifir. Og sem betur fer veit ég líka að það er til leið til baka. Ég veit hvað aðstandinn þarf að upplifa og sem betur fer þekki ég líka gleði aðstandans að sjá barnið eða barnabarnið sitt ná sér á strik.  Það er alltaf von og það er líf eftir vonina. Það veit ég. Og þakka þér fyrir að skrifa þessa færslu. Vona að þú getir öðlast einhvern sálarfrið í hjartanu gagnvart barnabarninu þínu. Góða nótt og góða kveðjur héðan.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:06

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 7.2.2009 kl. 00:06

9 Smámynd: Erna

Góða nótt elsku Milla mín

Erna, 7.2.2009 kl. 00:43

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úff, þetta hlýtur að vera erfitt - hugsa til þín Milla mín og tek undir það að úrræði eru ekki nægileg fyrir unglingana okkar. Þekki það allt of vel úr starfi mínu.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.2.2009 kl. 04:24

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þórarinn minn veit allt um þetta  og er búin að vinna vel að því að koma í burtu gömlu sárunum, niðurlægingunni og allt sem fylgir ofbeldishjónabandi, lygum og bara nefndu það.
Því eins og þú veist þá er galdurinn að finna sjálfan sig og fyrirgefa elsku mér. Eftir að ég gerði það, fór þetta að ganga vel.
Það er nefnilega mér að kenna að ég lét koma svona fram við mig.

Þetta mál með elsku drenginn minn var í fyrra og er eftir því sem ég best veit búið.

Ég fór að tala um þetta vegna færslu  vinkonu minnar í gær henni Hallgerði.

En veistu manni finnst afar erfitt að höndla það er börnin manns eða barnabörn lenda í svona málum.

Ég misskil  eigi þín góðu ráð og hef ætíð haft trú, von og kærleika að leiðarljósi.
Kærleik fyrir þitt innlegg Þórarinn minn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2009 kl. 08:25

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Einar minn, er ekki dags daglega að hugsa um þetta þar sem ég held að þetta sé búið hjá honum, en veit það þó ekki.
Hann er ætíð í mínum bænum.
Og hún elskan hans Gísla míns er hrein eins og er og vona ég og trúi að þetta sé búið hjá þessari flottu stelpu, hún er einnig í mínum bænum.

Það sem mér finnst vanta á stundum að foreldrar kunni að haga sér við börnin sem skildi eins og þau læra ef þau fara til að fá leiðsögn, þau vilja sleppa sér og segja eitthvað og unglingurinn er horfin.

Mín saga kom vegna skrifa vinkonu minnar í gær.
Ég fæ svona flesta daga sálarfrið fyrir hugsunum, en eins og ég rita þá er ekkert samband á milli og heyri ég ekkert í honum, en litla skottan mín sem tilheyrir þessari horfnu fjölskyldu minni kemur stundum inn á MSN. en það er lítið talað.
Takk fyrir þitt góða innlegg að vanda.
Kærleik í Mosó
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2009 kl. 08:39

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín mæta kona knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2009 kl. 08:40

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín það er nú bjartara yfir öllu, er það ekki?
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2009 kl. 08:41

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín hvernig hefur þú það ég sakna þín og vona að ég komist sem fyrst til Akureyrar, hvenær er næsti hittingur
Ljós og kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2009 kl. 08:43

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhanna mín þetta er erfitt fyrir alla þá sem lenda í þessu og svo satt er það að neyðarúrræðin eru engin.
Kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2009 kl. 08:46

17 Smámynd: egvania

Milla mín ég finn sárt til með þér en ekkert er hægt að gera annað en að vera tilbúin þegar þar að kemur.

 Næsta hittingur er þann 28.02. 2009.

Kærleiks kveðja frá mér 

egvania, 7.2.2009 kl. 09:37

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskan ég var búin að gleyma því.
Ég held að minn drengur sé sloppin, annars veit ég það ekki fæ ekkert að vita þú skilur ekkert samband.
Hlakka til að hitta ykkur.
Ljós og kærleik
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.