Fyrir svefninn, smá martröð.

Það er búið að vera svo ljúft í dag, bara dúllað okkur við
að föndra," ég " Gísli komst í tölvuna á meðan, sko verð
að viðurkenna að ég hertek hana svolítið mikið, en ekki svo
að hann þurfi að kvarta. Kannski smá.

Nú svo hefur maður farið inn á moggann, stórfrétt hér undir
kvöld.

Á fundi formanna aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands var samþykkt að fresta til júníloka endurskoðun kjarasamninga og þeim launahækkunum til félagsmanna á hinum almenna vinnumarkaði sem ættu að koma til 1. mars nk. 

þetta er að mínu mati bara byrjunin á niðurtalningunni.
Fólk á svo bara að fá að taka út eina miljón á nokkrum
mánuðum, skattskylt, og hvað svo?
Þetta er engin hjálp fyrir fólkið í landinu.
Það verður gaman er bankarnir eiga öll húsin, bílana, og öll
lánin sem fólk getur ekki borgað af því auðvitað gefur fólk
fyrst og fremst börnunum sínum að borða áður en það borgar
af öllu draslinu, það mundi ég allavega gera.
Veit um fólk sem er búið að frysta og gera allt sem hægt er,
en svo vinnur makinn myrkrana á milli til að ná endum saman.

EKKI GOTT

En hvað með það maður hlær bara að þessu öllu saman,
skemmtir sér og hefur gaman því ekki batnar ástandið
þó fólk leggist í þunglyndi.

Nú er ég að tuða eina ferðina enn.

                    Leitarljóst.

                Eins og mörgum
                er kunnugt
                vissu menn allt
                fyrir hundrað árum.

                Nú vitum við fleira;
                en fátt.

                Og einnig færra
                en fátt!


                          Stefán Hörður Grímsson

Góða nóttHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða nótt og heirumst knúsaðu Neró sæta.

Dóra (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:44

2 identicon

Jæja Milla mín, að sjálfsögðu er fyrsta hugsun að brauðfæða svo hægt sé að safna orku fyrir daglegt líf. Sem er að verða þrúgandi fyrir allt of marga. Ég kvarta ekki en finn mjög vel fyrir ástandinu og er farinn að skrásetja allann kostnað mjög vel og reikna út stöðuna. Oft eru hlutir verri eða betri en maður heldur. En hér er same old story. Ég og ljónið voru á þeysireið í morgun, til læknis, þaðan í Domus í röntgen, og aftur til læknis. Kominn með lungnabólgu enn og aftur þetta skinn. Á sýklalyfjakúr. Segi hans sögu betur seinna. Fólk getur lært af henni. En hann er byrjaður að borða þó aðeins. En við gefumst aldrei upp á jákvæðninni og bjartsýninni, hún kostar ekkert. Góðar kveðjur til ykkar norður frá okkur öllum hér. Góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Auður Proppé

Góða nótt Milla mín og sofðu rótt

Auður Proppé, 16.2.2009 kl. 23:21

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Milla mín, er að fara að sofa  

Óla suðurnesjamærin 

Ólöf Karlsdóttir, 17.2.2009 kl. 01:14

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Kær kveðja.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.2.2009 kl. 01:28

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dóra mín við knúsum Neró fyrir ykkur
Elskum ykkur
Mamma, amma, afi og Neró.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 07:58

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hér eru einnig allir strimlar geymdir og borið saman fylgst með hækkunum.

Æ hvað það er leiðinlegt að heyra þetta með litla ljónið, en veistu að Milla mín var sín fyrstu tvö til þrjú ár bókstaflega alltaf á sýklalyfjum.
Lungun hennar fóru illa í fæðingunni annað lagðist alveg saman og hitt til hálfs svo nýi flotti vagninn sem ég keypti handa henni var ónotaður.
svo ég þekki vel til þess að vaka heilu sólarhringana, ekki að ég hafi talið það eftir mér og Dóra mín sem var 10 ára er Milla fæddist hjálpaði mér mikið þær hafa líka alltaf verið mjög nánar.

Vonandi batnar ljóninu sem fyrst.
Kveðja í Mosó
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 08:07

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allar stelpurnar mínar vonandi eigið þið flottan dag í dag.
Knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband