Fyrir svefninn, allir eru betri en ég "sko" í mörgu

Ég er alltaf í boltanum, ekki í símanum þoli hann ekki,
aldrei á msn-inu kann nú ekkert á það og ef ég þarf
nauðsynlega að senda skilaboð þá er í í klukkutíma að
framkvæma þann gjörning, eigi að baknaga eða
skíta út.
Kann ekkert að gera við bíla, eða neitt í útistandi og
af hverju ætt ég svo sem að kunna það?

Kann að elda, baka, halda veislur, taka vel á móti fólki,
tala vel um fólk sérstaklega elska ég börnin mín sem ég
kalla hinum ýmsu nöfnum, eins og ljósálfinn, ljósið og
englana mína. Aldrei hef ég orðið vör við að ég væri óvinsæl,
lygin, ómerkileg eða illa liðin. kannski er það vegna þess að
ég er svo útsmogin persóna aðrir verða víst að dæma um það.

Kann að sauma, kenni Harðangur og klaustur, það er ævaforn
saumur, hef kennt föndur af hinu ýmsu tagi í áraraðir og hef
svo gaman að því.
Gædd er ég þeim eiginleika að taka ekki til mín það sem ég ekki á
en ef ég á það þá fer það í ferlis-athugun.

Ykkur kann að undra þessa upptalningu hjá mér hún er nefnilega til
þess að segja fólki að það hefur enga þýðingu að sletta í kringum mig
sletturnar detta bara í gólfið.

Vonandi lýður öllum vel þó þeir lesi þetta, ekki illa meint.
Ég er farin í afmæli til Ljósálfsins míns og stóra ljóssins.
og þær mæðgur englarnir mínir frá Laugum eru þegar farnar
til þeirra.
Sjáumst.
Milla.

Bæti hér við smá úr afmælinu í því voru við ömmurnar ég og Ósk
Dadda langamma, Ásgeir og Elsa með Óskar sinn frá Kópaskeri,
Hjalti karl frændi varð eftir er krakkarnir fóru öll heim kl 16.
því hann er svo góður frændi þau eru jafn gömul og ætla að giftast
er stór verða, verður gaman að minna þau á, eftir nokkur ár.
Nú ekki má gleyma Alla besta frænda og Gísla afa, Dóru frænku,
Tvíburunum, Björgu frænku og Neró.
Það voru fylltar lefsur, rækjusalat og kex, brúnterta með rjóma
marengsterta alveg æðisleg og það var sko borðað vel.

Það er alltaf gaman í þessum afmælum er allt fullorðna fólkið
kemur saman og spjallar um allt milli himins og jarðar.
til dæmis ættfræði, hagyrðingamót, skólamál og eiginlega bara nefnið það.

Gísli minn var að koma frá því að aka þeim fram í Lauga, englunum mínum.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ljós til þín ljúfust mín...

Sigríður B Svavarsdóttir, 15.3.2009 kl. 16:15

2 identicon

Já þú kannt greinilega ýmislegt Milla mín það er nú ekki lítils virði að hafa hæfileika til margra hluta.

Ljós til þín og hafðu það gott í snjónum, vona að þú sjáir ennþá út um gluggana.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 17:49

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 15.3.2009 kl. 17:55

4 Smámynd: Ragnheiður

Mikið vildi ég að hægt væri að læra útsaum í gegnum tölvuna, harðangur og klaustur. Það held ég að sé gaman að læra.

Ég nota ekkert nema rúgbrauðsuppskriftina frá þér og finnst hún æði.

Þú ert ekki minna en snillingur Milla á hússtjórnarsviðinu, mér kemur þó á óvart að þú getir ekki gert við bíl hehe

Maður getur allt sem maður vill sagði mamma heitin (og ég þoldi ekki þegar hún sagði það)

Knús í skaflana...

Ragnheiður , 15.3.2009 kl. 18:09

5 Smámynd: Auður Proppé

Þú ert yndislegust Milla mín, flott og hæfileikarík kona.  Ljós og kærleik til þín elskuleg

Auður Proppé, 15.3.2009 kl. 18:22

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til þín sömuleiðis Búkolla mín og vona að ykkur farnist vel í eyjum að vanda.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2009 kl. 19:30

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín ævilega ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2009 kl. 19:31

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín við höfum öll hæfileika til einhvers, en að nota þá rétt er ekki alltaf sjálfgefið. Sé út um alla glugga nema eldhúsgluggann, en það er allt í lagi fæ sólina inn um stofugluggana allan daginn.

Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2009 kl. 19:33

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín mér hlýnar ætíð er ég fæ hjarta og bros frá þér.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2009 kl. 19:35

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín ýmislegt kann ég og við öll, en veistu ég held að ég hafi bara aldrei þurft að gera við bíl, annars mundi ég kunna það.
Það væri nú gaman að kenna þér harðangur og Klaustur, en í gegnum síma er það ekki hægt, enda hata ég þá nema nauðsynlegir séu.
Það sem ég kann er allt grunnur frá mömmu og er ég henni þakklát fyrir það. Svo skrítið sem það er þá skiptir það engu máli hvað þú kannt heldur hvernig þú kemur fram við fólk, það er ekki nauðsynlegt að vera alvitur.
Ljós til þín Ragga mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2009 kl. 19:41

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis elsku Auður mín.
Ljós til þín og þinna
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2009 kl. 19:42

12 Smámynd: Anna Guðný

Þú ert flott, eins og þú ert Milla mín.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 15.3.2009 kl. 21:03

13 Smámynd: Ragnheiður

Ahh þetta kostar ferð á Húsavík en það er allt í lagi. Mamma heitin hafði ekki þolinmæði til að kenna og það er svo margt sem mig langar að læra en allar konurnar sem gátu verið lærimeistarar eru fallnar frá...

Þú gætir áreiðanlega gert við bíl, það er ég viss um.

En þegar ég las fyrstu setninguna í færlsunni þinni þá datt mér í hug lagið með Ríó tríó : Allir eru að gera það gott nema ég. Og ég er búin að vera með það á heilanum í allt kvöld hehe...eða frá því að ég skrifaði fyrra kommentið.

Tek svo undir með Önnu Guðnýu

Ragnheiður , 15.3.2009 kl. 21:23

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Anna Guðný mín, þú ert bara yndisleg vinkona.
Ljós yfir til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2009 kl. 22:07

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín mín væri ánægjan og ég hef meira að segja gestaherbergi
sem er til reiðu þegar þú kemur.
Allir eru að gera það gott nema ég það er flott lag, en hugsun mín er nú ekki svo, Æi þú veist það alveg og skilur hvað ég er að meina.
Ég skora á þig að koma einhverntímann.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2009 kl. 22:11

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín þakka þér fyrir ljúfust og veistu það er hann Gísli minn og hann elskar okkur og vill allt fyrir okkur gera, ég kann einnig að meta hann.
Hef alltaf sagt veit ekki hvernig ég færi að án hans..
Okkur líður vel saman.
Ljós til ykkar Gunna
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2009 kl. 22:14

17 Smámynd: Ragnheiður

Já þetta góða boð hef ég í huga, mun þó ekkert komast þetta árið en við sjáum til aðeins síðar. Um leið og K R E P P A linar tökin þá aukast verulega líkurnar á að ég komist á slíkt námskeið.

Góða nótt Milla mín

Ragnheiður , 15.3.2009 kl. 22:19

18 identicon

Búinn að segja þér það Milla mín að þú ert bestust. Fleiri orð þurfa ekki. Það væri skjall, sem þú reyndar átt líka skilið. Kærar kveðjur til ykkar á Húsavíkina, vonandi hafið þið skemmt ykkur vel í afmælinu. Góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 22:45

19 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Hún Rakel elskuleg frænka mín kendi mér að prjóna og hekla ,og held að sauma líka .Núna er ég að kenna barnabarni mínu henni Berglindi að prjóna næst verður það hekl kensla ,hún kann orðið að fitja upp líka .Svo ég er ekki alveg vonlaus .KNúsý knús Óla og co

Ólöf Karlsdóttir, 15.3.2009 kl. 23:01

20 Smámynd: egvania

Milla mín ég tek undir orðin hans Einars þú ert bestust  og svo ertu líka með svo stórásta hjartahlýju og gott knús.

Takk fyrir skrifin þín þau vöktu mig til umhugsunar það er nefnilega þannig með mig að ég kann bara ekki neitt.

Kærleikur til þín og takk fyrir að vera til fyrir mig ! 

egvania, 15.3.2009 kl. 23:38

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín við eigum eftir að hittast það er á tæru.
Ljós í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2009 kl. 07:56

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn það var og er alltaf gaman er allur aldurshópur í fjölskyldum hittist, það skapast hinar skemmtilegustu umræður og langamman hefur frá mörgu að segja, vonandi fáum við að njóta hennar sem lengst,
en 85 ára er hún nú. Takk fyrir mig Einar minn og hlakka ég mikið til að hitta þitt fólk í sumar.
Knús kveðjur í Mosóinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2009 kl. 08:01

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín takk fyrir það, þó ekki hafi ég verið með þessum skrifum að falast eftir hóli.
Meiningin er miklu dýpri en það.
Ljós til þín elskan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2009 kl. 08:03

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín þú ert bara flott, ekki fyrir það að þú kunnir að gera einhverja handavinnu heldur fyrir dugnaðinn þinn og kærleikann í garð annarra.
Hlakka svo til að knúsa þig ljúfust næst er ég kem suður og spjalla í næði og við höfum Vallý með
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2009 kl. 08:07

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ elsku Ásgerður mín víst kanntu helling og þú veist það og þú veist líka út á hvað þessi færsla mín gengur.
Þinn kærleiksfaðmur er ekki minni en minn þú ert bara yndisleg.
Við sjáumst fljótlega elskan og takk fyrir mig.

Ljós yfir til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2009 kl. 08:11

26 Smámynd: Ragnheiður

Það er auðvitað alveg hörmuleg þráhyggja að geta ekki skrifað eina einustu færslu öðruvísi en byggða á færslu frá þér. Ég held að þetta sé orðið óviðráðanlegt ástand hjá henni og samt er það alltaf hún sem er fórnarlambið ?

Fólk þarf að geta litið gagnrýnum augum á sjálft sig ef það ætlar að halda áfram með persónulegan þroska.

Ljós til baka Milla mín

Ragnheiður , 16.3.2009 kl. 11:07

27 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo sammála þér Ragga mín, Þráhyggja er það, en ef hún hefur gaman að þessu er það hennar mál, en það hlýtur að vera eitthvað að.
Hvernig er hægt að leggja fólk í einelti, endalaust og komast upp með það?
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2009 kl. 12:43

28 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Mikið er ég sammála Röggu ,það er eitthvað mikið að hjá þessari manneskju .Knús á þig Milla mín ,Óla og co 

Ólöf Karlsdóttir, 16.3.2009 kl. 13:24

29 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Óla mín og Vala ertu komin heim úr skólanum elska er ekki gaman,
einhverjir sætir gæjar
Knús til þín elskan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2009 kl. 14:24

30 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 .. við höfum öll okkar náðargáfur, og þar ert þú ekki undanskilin!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 18:40

31 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Jóhanna mín, veit ég það vel og skammast mín ekki fyrir að segja frá því, en þessi færsla var nú rituð í sérstökum tilgangi.

Ljós til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2009 kl. 20:14

32 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín það er sko gaman í skólanum,og þessir sætu eru fyrir mig ,allir fráteknir hihihi

Ólöf Karlsdóttir, 16.3.2009 kl. 23:13

33 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég fæ nú einn ef ég kem suður annars á ég einn góðan svo þetta er í lagi elskan.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband