Kvöldsaga.

það eru ekki allir dagar eins, sem betur fer að sjálfsögðu,
en þetta var einn af mínum slæmu sko ekki að ég geti
kvartað á meðan aðrir hafa það mun ver en ég, en sjáið
þetta eru mínir dagar, með fjandans giktarverkjum og alveg
ótrúleg þreyta sem fylgir þessu. þeir þekkja þetta sem eru
með gikt.

Vaknaði um 7 leitið, vissi strax hvernig dagurinn yrði, fór
á fætur og naut morgunsins eins og vant er.
Fengum okkur hádegissnarl sem var roost Beef og steikt
egg með ólívubrauði, sultuðum kryddlauk og smá grænmeti.
Eins og ég vissi lá leiðin upp í rúm og Neró minn kom með.
Fór reyndar upp í gestarúm hann ætlaði sér nú gestasængina,
þykist ráða miklu þarna inni því stelpurnar sofa þarna er þær
koma, ég sagði honum að fyrst ætlaði ég að koma mér fyrir
svo mætti hann kúra þar sem hann vildi, hann lagðist á milli
fóta minna svo stuttu síðar vaknaði ég með nálardofa í
tásunum mínum, hristi hann af mér og sofnaði aftur.

Vaknaði við að Gísli minn kom og strauk kinn með kossi og
sagðist vera að fara fram í Lauga til að sækja þær.
sofnaði aftur, en vaknaði um hálf fimm og núna er ég óþreytt
en finn að stutt er í verkina, svona eru bara sumir dagar hjá
fólki sem er með gikt.

Tókum eftir blóði um allt hús er þau komu til baka og komumst
að því að Neró litli var meiddur á annarri loppunni, djúpur skurður
var, svo hann hefur stígið á eitthvað hér fyrir utan.
Nú græðandi og umbúðir fékk hann og er bara ánægður með það,
Fékk náttúrlega heilmikla athygli honum þykir það nú ekki slæmt.

Ég var búin að bjóða í mat svo ég byrjaði að undirbúa það,
var með fisk í ofni með lauk og papriku, salat, grjón og
sósu úr Grískri Yogurt.
kaffi og ís á eftir, Dóra keypti ísinn það var náttúrlega ekki
hægt að hafa engan eftirrétt, ís er ekki mín deild svo ég fékk
mér kex.

Nú eru allir farnir heim, en búið að vera alveg yndislegt að vanda.
Gísli er kominn tilbaka frá því að aka þeim heim og er að taka
dúkinn úr þvottavélinni setja hann á borðið, ég hefði nú getað
verið búin að því, en nei ég bara gleymdi því og það er bara allt
í lagi

3602732869_8498f5763bathena_marey.jpg

Þetta er litla ljósið hennar ömmu sinnar, Milla mín tók þessa mynd
er þau voru í útiveru um helgina.

3603541632_dc31a8dc5abakki.jpg

Þessa tók Milla mín líka, hún er frá Bakka þar sem fyrirhugað
Álver á að rísa. Flott mynd.
Ég stal þeim náttúrlega frá myndasíðunni hennar.

Eigið gott kvöld
.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábærar myndir, sérstaklega þar sem litla ljósið þitt stendur í Lúpínuskóginum

Vona að morgundagurinn verði þér betri hvað verki varðar

Góða nótt

Sigrún Jónsdóttir, 8.6.2009 kl. 22:24

2 identicon

Það er alltaf svo girnilegt í matinn hjá þér Milla ég gæti alveg hugsað mér að mæta í mat hjá þér einhvern daginn. ummm. Auðvitað vill Neró fá besta leguplássið og svo getur þú bara komið þér fyrir á brúninni.

Flottar þessar myndir hjá þér eða Millu junior.

Knús inn í nóttina og vona að dagurinn á morgun verði þér góður.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 23:19

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Guð geymi þig í draumalandinu ljúfan mín.

Sigríður B Svavarsdóttir, 9.6.2009 kl. 00:11

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún já Lúbínan er falleg e, Aþena mín er eitt af ljósunum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2009 kl. 08:39

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín þú ert bara velkomin hvenær sem þú vilt, já hann er svo sannarlega prins þessi elska. Það var Milla mín sem tók þessar myndir.

Dagurinn í dag lofar góðu, auðvitað á ég ekki að vera að nölla þetta, en stundum gerist það bara.
Faðm til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2009 kl. 08:42

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Sigga mín. og ljós í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2009 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband