Segi eins og sumir

Ætla að melta þetta allt, en samt ef maður á að pæla í því hverjir stjórna þá stjórna allir öllum og sumir hafa stjórnað og spunnið sinn vef út um allt og bara hvernig í ósköpunum á maður að átta sig á þessu öllu saman. Það er einnig þetta með stjórnsemina (ég elska þetta orð) ef við látum ekki stjórnast þá er engin stjórnsemi til, er það skilið? nei ég veit að það er ekki skilið því allir vilja viðhafa sína stjórnsemi og telja hana rétta.

Ég hef í gegnum tíðina átt í erfiðleikum með að stjórna stjórnseminni, tel mig vita allt og geta allt miklu betur en aðrir, og alltaf finn ég mig knúna til að viðhafa stjórnsemi, og það á svo háu stigi að enga grein fyrir því ég geri.Svoleiðis fólk er að sjálfsögðu óþolandi, eða finnst ykkur það ekki?

Og ég var ekki að ýkja það að ég elska orðið Stjórnsemi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.