Hlátur, grátur, en aðallega hlátur.

Við fórum náttúrlega á Eyrina í morgun beint upp á Dýraspítala með Neró þar átti að taka hann í allsherjar sjæningu fyrir jólin, keypt var shampoo, næring, nammí og hundamatur, þaðan fórum við í morgunkaffi á bakaríið við brúnna.

Svo var haldið upp á sjúkrahús til fundar við Bjarka bæklunarlækni, hann bað mig að vippa mér upp á röntgenborðið, svo var byrjað að stinga í míó, míó, það var ekki gott, en fullt af sterum og deyfiefni fór þarna inn, ég verð víst að vera voða stilt næstu daga, en má fara á tónleikana annað kvöld í skólanum, en Viktoría mín er að spila einleik á þverflautu, syngja og spila með kórnum og svo það sem mér finnst svo skemmtileg, Marimba, þar syngja þau, dansa og tromma.

Hitti á biðstofunni Hönnu fyrrverandi mágkonu mína og Diddu dóttur hennar, það var ljúft að tala við þær smá stund.

Fórum aðeins á Glerártorg, keypti mér skó í Mörsubús, bol í Centro, Gísli skrapp og verslaði íbúfen í apótekinu, verð víst að eiga það næstu daga vegna verkja sem ég gæti fengið, slæma afar, segir hann sko Bjarki bæklunar. fórum svo að ná í Neró og var hann ennþá hálf sofandi svo hann var bara klæddur í lopapeysuna sína og settur undir teppi úti í bíl.

Nú kemur hlátursefnið, fórum með bílinn á verkstæði, þar var hann tengdur við tölvu í 20 mín. er Gísli kom inn þar sem ég sat og drakk kaffi með piparköku, spurði ég: ,,Hvað er að, hann, það er tölva ónýt í bílnum,( hún stjórnar hálkuvörninni og abs hemlakerfinu) nú og hvað kostar hún? 300,000, Ég skellti upp úr, hva er þetta eitthvert desember-djók, nei sagði sölumaður sem kom að, ég vildi að svo væri, en þeir eru að athuga möguleika á því að fá þetta ódýrara, humm humm, er það?"

Jæja ég stóð upp og borgaði reikninginn fyrir því að tengja bílinn minn við einhverja leitartölvu, og
viti menn er hann rétti mér nótuna og sagði  6,770 kr þá datt fyrst af mér andlitið og svo skellihló ég aftur, sko ég er á 3 ára gömlum bíl ekinn 53,000 km og ég þarf að fara að gera við einhverja tölvu sem kostar 300,000 og að athuga hvað væri að kostaði á 7 þúsund, er nú hægt annað en að hlæja að þessu, ég spurði hvort það væri ekki hægt að fá svona gamaldags tölvulausan bíl, nei
allavega ekki nýjan, sagði maðurinn, nú við ókum bara á Glerártorg og fengum okkur að borða síðbúinn hádegisverð eða Gísli fékk sér hangikjöt með öllu, en ég fékk mér heilsusamloku.

Skruppum í Rúmfó og keyptum körfur og eitthvað smádót,
síðan var ekið í Lauga til að leifa þeim að knúsa hann aðeins,
svo heim.

Sem sagt smá væl hjá Dokksa, og eftir það endalaus hlátur,
hvar endar þetta allt.

Kærleik á línuna
Milla.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Úff svona bílamál geta heldur betur komið í bakið á manni! Kærleik á þig annars.

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2009 kl. 20:05

2 identicon

Það er að minnsta kosti gott að geta hlegið að þessari vitleysu með kosnaðinn. Þeir hafa verið svo sniðugir síðastliðin ár að troða þessum tölvustýringum í bílana þannig að þeir sem voru klárir að gera við geta það ekki lengur. Þá þurfa allir að fara með bílana sína á verkstæðið þegar þeir bila og það kostar jafn mikið og þú lýsir, gaman gaman eða þannig.

Vona bara að þú sért hress eftir sprautuna eða ertu kannski ofurhress vegna þess að það var einhver gleðivökvi í henni.

knúsa knúsa. 

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 20:13

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Hæ hæ.

það er ódýra  að panta  þetta að utan í bílinn.

                  Kv Vally

Valdís Skúladóttir, 8.12.2009 kl. 20:18

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til þín Jóhanna mín, held ég fái mér bara gamlan bíl

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2009 kl. 07:57

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín þú getur nú rétt ímyndað þér, ég nýkomin úr sprautunum var í hálfgerðu spennufalli, drekkandi vont kaffi, hvað gat ég annað gert en að hlæja, mun sko aldrei borga þetta fyrir viðgerðina, svei mér þá ef það (sko ef maður ætti pening) borgaði sig ekki að skipta um bíl á 3 ára fresti.

Heyrðu það var nú ekki því að skarta að maður fengi gleðivökva enda var ég sjálf akandi, þó þeir vildu nú gefa svona ræflum eins og mér einhverja gleðisprautu þá mundi ég afþakka það og það stendur líka í mínum skýrslum að ég hef ofnæmi fyrir öllu slíku, sem betur fer.

Takk fyrir mig elsku vinkona

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2009 kl. 08:04

6 identicon

Milla mín þú veist ekkert hvað var í sprautunni.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 14:00

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á línuna elsku ljúfa

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.12.2009 kl. 19:55

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú meinar Jónína mín, ældi því allavega ekki eins og ég geri ef ég fæ kæruleysissprautu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2009 kl. 22:31

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til þín Linda mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband