Samskiptaskoðun

Sporðdreki:
Það eru hlutir í næsta nágrenni, sem þig langar að skoða,
en þú gefur þér aldrei tíma til þess.
Nú er að hrökkva eða stökkva.

Það má kalla það næsta nágrenni, því samskipti er það sem mig langar til að skoða, varð svolítið undrandi á mánudaginn er ég þurfti að hringja á skrifstofu fyrirtækis eins í henni Stóru Reykjavík, nú er ég var búin að bera upp erindið sem var að koma skilaboðum til útibús þeirra, en símkerfið þar var bilað, notaði ég tækifærið og spurði þennan mann sem ég var að tala við hvort það væri nú ekki nauðsynlegt að afgreiðslufólkinu sem þeir hefðu í vinnu liði vel, ég útskýrði fyrir honum að ungar og yndislegar stúlkur sem ráðnar voru í vinnu hjá þeim viti lítið sem ekkert um tæknilegu hliðina á því sem selt er, það yrði nú að kenna þessu unga fólki svo að sjálfsmatið hjá því færi ekki niður úr öllu.
þegar ég kom inn í þessa verslun og þær gátu eiginlega ekki svarað mér þá sagðist ég bara hringja daginn eftir og þakkaði þeim fyrir elskulegheitin.

Maðurinn sem ég var að tala við fyrtist við orð mín og sagði: ,,heldur þú að ég sé einhver kennari, og þessir krakkar sem eru að ráða sig í vinnu eiga bara að kunna þetta." Hananú þar fékk ég einn gúmoren, var nú ekki á því að gefast upp á þessum skapillskufanti og upphóf mína ræðu á því að við þessi eldri þyrftum að kenna þessum yngri það væri bara okkar hlutverk, en hann sagði bara: ,,ég skal koma þessum skilaboðum frá þér Guðrún og meira get ég ekki gert, nú sagði ég þú ert milligöngumaður minn við þetta fyrirtæki, en ég þakka þér fyrir að afneita mér í þessu máli og læt þig vita að aldrei stíg ég fæti mínum inn í þessa verslun aftur."

Sjáið ég var í mínu mesta sakleysi að koma með tillögu því ég vorkenndi þessum elskum sem voru að reyna að svara mér, en samskipti kunna bara ekki allir því miður.

Hann sagði margt annað þessi maður sem er ekki hafandi eftir hér, en munið bara að láta koma fram við ykkur af kurteisi því þeir sem vinna í þjónustustörfum verða að sýna hana þó jafnvel að kúnninn sé leiðinlegur. Sjálf vann ég í þjónustustörfum frá því að ég var 15 ára, svo ég kann þetta.

Ég þekki einnig dæmi um ókurteisi afgreiðslufólks gagnvart ungu fólki og það á ekki að eiga sér stað, þau eiga sama rétt og við hinir fullorðnu og stundum þarf að sýna þeim meiri þolinmæði heldur en hinum.

Það er líka annað sem mér finnst ábóta vant hjá fólki, afar mörgum, er hvernig það setur fram skoðanir sínar og með hvaða orðum, við höfum ekki leifi til að nota niðrandi orð við fólk heldur ekki að troða skoðunum inn hjá fólki, allir hafa sínar skoðanir sem verða að vera settar fram með góðum orðum, það má svo ræða skoðana-ágreining, en á endanum höfum við öll val með að halda okkar skoðunum. Notið ekki dónaleg, meiðandi eða lítið hugsandi orð við annað fólk, hvort sem það eru vinir eður ei.

Málið er nefnilega það að öll eigum við erfitt einhvern tímann á lífsleiðinni svo engin er hafin yfir aðra í sínum skoðunum, verum góð við hvort annað, allir eiga það skilið, og endilega skoðið samskipti ykkar við allt fólk.

Kærleik og frið til ykkar allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi maður sem þú talaðir við er bara alls ekki hæfur í samskiptahlutverki, og er hreinlega til skammar fyrir fyrirtækið sitt.  Segi nú ekki margt Milla mín.  Þvílíkt og annað eins.  Það fyrsta sem menn læra í þjónustu er að kúnninn hafi alltaf rétt fyrir sér.  Fyrirtækið væri betur komið án svona starfsmanns. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2009 kl. 15:01

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér elskan og svona er um svo marga líka á milli persóna, sumir vilja ekki viðurkenna að þeir þurfi að bera virðingu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.12.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband