Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Ógnar þetta ekki.

Hvenær hefur ekki verið hægt að selja konum alla skapaða hluti,
bara ef þeir eru nógu dýrir þá eru þeir keyptir.
Haldið þið ekki að það sé fínt að segja:
,, já ég nota nú Radiance-kremið frá Laaaaaaaa Prairie, hefurðu prófað"?
það er algjört æði.
Í fullri alvöru stelpur, allar höfum við frjálst val.
Ég er búin að prófa allt sem nöfnum tjáir að nefna í gegnum mín mörgu ár,
og ég veit að það eru rannsóknastofur á bak við þessi stóru
snyrtivöru-fyrirtæki,
af hverju haldið þið að þetta sé svona dýrt???.
Einu sinni var ég að horfa á þátt á B.B.C. frá frægum snyrtivörurisa,
Þar var talsmaður þeirra, doktor í einhverjum fræðum að segja frá því
að það væri ekkert krem sem gerði það sem auglýsingin hljóðaði upp á,
þeir vildu bara vera hreinskilnir, afar klók auglýsing,
enda jókst salan á þessum vörum um allan helming,
þeir voru svo flottir að segja bara sannleikan,
enda voru þeir að því.
Ég er fyrir mörgum árum byrjuð að nota innlenda vöru framleidda úr Íslenskum jurtum
og er ég mjög ánægð með það.
Bara mín skoðun.


mbl.is Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Jóhann hét gamall bóndi, sem bjó í afdalakoti á austurlandi.
Kona hans veiktist, og fékk Jóhann mann af næsta bæ til að vitja læknis,
sjálfur sat hann yfir konu sinni.
Löng leið var til læknisins, en þegar hann loks kemur,
situr Jóhann við rúm konu sinnar með grautarskálina
og er að reyna að mata hana og segir: ,,Hana taktu við, taktu við."
,,Hvað er þetta maður," segir læknirinn,
eftir að hafa virt konuna fyrir sér. ,,Sérðu ekki, að konan er dáin?"
,,Og það er kergja líka," svaraði Jóhann gamli.

                         Góða nótt.


Kynlaus og litblind.

Til hamingju með daginn stelpur
hefði viljað vera á ráðstefnu um kynlausa og litblinda,
hlýtur að vera fræðandi fyrir alla að hlusta á hvað sagt er þar.
Maður verður bara að fylgjast með í fréttunum.
Var einhver að tala um að það heyrðist í konum, ja hérna
biðji hann Guð að hjálpa sér blessaður,
vona að hann komist ekki í návígi við okkur,
það gæti sprungið í honum hljóðhimnan.
                      Góðar stundir.


mbl.is Unga kynslóðin íhaldsöm og bakslag komið í valdahlutfall kynjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get ég fengið útskýringu???

Tók þetta próf um hver ég væri í Múmínálfa dalnum.
Get ég fengið skýringu á því hvað það er að vera Hattefnatt???
Hef á tilfinningunni að það séu einhverjir púkar, en man bara ekkert um þá.
Enn sko það getur ekki verið því ég hef eigi gaman að,
stríðni, hæðni, prakkarastrikum, poti nema ef vera skyldi framapoti
svona til útrásarCool
Endilega látið mig vita og verið nú alveg hreinskilinn, oj, oj, oj,  Halo


Ég er Hattifnatt

logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Hattifnatt
Du er Hattifnatt! Du er merkelig du!
Ta denne quizen på Start.no

Stundum hefur maður bara mikið að gera.

                Þess vegna segi ég: 
                            

                                Annir miklar tefja hér
                                get ei sinnt þér núna,
                                en deitið skal ég gefa þér
                                tölvan mín þreytta og lúna.

                                Er húmið tekur að halla að
                                skalltu mér fá að sinna,
                                enn tölvan þreytta segir þá, hvað!!!
                                Ég: Sem er hætt að vinna.  Kissing               

Flottur boðskapur.

Boðskapurinn er snilld, það er að segja ef að ég skil þetta rétt.
Mugison þú hlýtur að vera að sína okkur fram á hvernig
heimurinn er orðinn.
Hlakka til að fá diskinn til að hlusta á.
Þú ert bara flottur.


mbl.is Mugison limlestur og blóðugur á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn (Andleg kúgun.)

Andleg kúgun er það sem þeir hjá Tryggingarstofnun Ríkisins viðhafa.
Við erum allt of lengi búin að láta oka okkur með ósanngirni á alla vegu.
Verst hefur mér fundist tilsvörin,
það er eins og starfsfólkið sé að tala við algjöra ómaga á Ríkinu.
Ég kann sem betur fer að svara svona dónum, en hugsið ykkur
þá sem doðrast niður undan þessum ruddaskap og gefast upp.
Hvað er lengi búið að taka á þessu með silkihönskunum???
Eins og þið segið öll, mál að linni, harkan sex ef ekki eru komnar úrbætur
um áramótin næstu. Þá verða allir að standa saman.

                          Víst munu Tryggingar vinsemd eiga fárra,
                          væri það metið af dyggðum sínum.
                          Útlitið er innrætinu skárra,
                          Því innrætið færir bara stórum og fínum.
                                              Góða nótt.
                          


Óveður.

Æskilegt væri:,, að Íslendingar vendu sig á að vera sem mest inni í svona veðri"
Mér finnst það svolítið skondið er maður heyrir fólk segja,
þegar það er búið að lenda í vanda,
ég hélt að veðrið væri ekki svona slæmt.
Það er akkúrat þetta fólk er ekki að hugsa, veður bara áfram
jafnvel með börn í bílnum og ,illa búið.
Ég hef lent í því að vera föst í bíl, á suðurlandsbraut í nokkra klukkutíma.
Gott ráð er að út búa bílinn á haustin, með hlífðarfatnaði, teppum
og nesti, kexi og einhverju sem geymist vel.
Þið vitið aldrei hvar og hvenær eitthvað gerist.
Skondið það er nú ekki lengra síðan í haust, á leiðinni frá ljósanótt,
ég var í tvo og hálfan tíma í Garðabæinn, var ekki búin að út búa bílinn
allir voru þyrstir og svangir, svo ég tali nú ekki um, öllum var mál.
Þá datt mér í hug konan sem hafði alltaf kopp í bílnum.
Ekki vitlaus hugmynd.


mbl.is Rok og rigning á suðvesturhorninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Unglingar frá Akureyri voru á ferð í Mývatnssveit,
og sendi einn þeirra Þuru í Garði Þessa vísu.

                                           Þura í Garði þraukar hér
                                           Þögul vatns-- á bakka.
                                           Ef hún kynntist meira mér,
                                           mundi hún eignast krakka.

                        Þura svaraði um hæl:

                                           Ekki þarftu að efa það.
                                           að ég sendi skeytið.
                                           Nefndu drengur stund og stað
                                           og stattu við fyrirheitið.

                                                                       Góða nótt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband