Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Ást í hjólabuxum.

Hafið þið lesið um konuna sem féll fyrir manni sem var í hjólabuxum,
Jú hún sat bara og hugsaði VÁ!!!!!!!!!!
Hún sá bara allt hún Heidi Klum á Seal sem er eiginmaður hennar í dag.
Vonandi endist hamingja þeirra.
Mér finnst þetta bara svo skondið, hún kynntist öllu öðru eftir á
Hann hlýtur að vera fullkominn, eða þannig.
Fyrigefið, en mundi maður segja frá þessu???.


Betur fór en á horfðist.

Til hamingju með að vera á lífi Þórir og félagar,
vonandi náið þið ykkur allir vel eftir þessa reynslu.
Það er svo undarlegt með mann, á haustin hugsar maður alltaf,
skyldum við missa  marga á sjó og landi í vetur.
Ég bið nú alltaf fyrir því að allt fari á besta veg
og geri ég það einnig núna.
megi okkur öllum ganga sem best í umgengni okkar
við náttúruöflin bæði til sjós og lands.
mbl.is Naumlega bjargað úr ísköldum sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Kaupsýslumaður héðan úr Reykjavík fór í utanlandsferð með konu sína.
Þau komu til Parísar og voru þar í nokkra daga.
Fyrstu tvo dagana fylgdi eiginmaðurinn konu sinni í búðir,
eins og hana lysti, en þriðja daginn sagðist hann þurfa að sinna
sínum verslunarmálum og bað hana að halda kyrru fyrir í gististað þeirra.
Hún féllst á það, en bóndinn brá sér beina leið á Ritsbar.
Þar komst hann á tal við gleðikonu,
glæsta og girnilega. Hann veitti kampavín,
og hófust nú samningar á milli þeirra.
Hún setti upp 5000 frank, en hann vildi ekki borga meira en 1000 franka,
og gekk ekki saman með þeim.
Segir nú ekki af karli, fyrr en hann kom heim í
gistihús til konu sinnar. Hún spyr hann,
hvernig verslunarerindin hafi gengið.Hann lætur vel af því,
segist að vísu ekki hafa keypt neitt, en komist í vænleg sambönd.
Konan segir þá, að úr því að honum hafi gengið svona vel,
þá ætti hann að bjóða sér út um kvöldið.
Hann lætur það gott heita, og fara þau í fínan næturklúbb.
Þegar hjónin eru nýsest þar að borði, svífur til þeirra glæsikvendi eitt,
og þekkir karl þar kunningja konu sína frá Ritsbar.
Hún lítur með fyrirlitningu á konuna, snýr sér að bóndanum og segir:
,,Þarna sjáið þér, hvað fæst hér í Paris fyrir skitna 1000 franka."
                                  Góða nótt.


Áhrif kynþokka.

Kynþokki  getur virkað  á marga vegu á fólk, og ég spyr til hvers eru
nú svona kannanir? Erum við ekki fullfær um að finna lyktina af þeim
kynþokka sem höfðar til okkar.
Sjáið til við fáum á silfurfati fullt af myndum, af mega flottu fólki úti í heimi,
og segjum:,,Guð hann eða hún eru æði, væri nú ekki dónalegt, að þið vitið"
Enn við ættum að sjá þetta fólk í návígi, við fengjum áfall.

Svo er annar sjarmi sem er svo skemmtilegur, það er: ,, Þú ferð og ætlar að
sækja nýa bílinn sem þú varst að kaupa, kemur ekki á móti þér þessi líka
sjarmörinn og þið klárið dæmið, sko með bílinn, og eruð eiginlega daðrandi við það
allan tíman þangað til þú keyrir út á bílnum,
þá er þetta líka gleymt", eða þannig.
Nú þú ferð í stórverslun, á kassanum lendir þú á ungum manni
sem kann að gefa af sér sjarma á réttan hátt,
þú tekur á móti, því það lyftir deginum á æðra plan.
þetta er að mínu mati besti kynþokkinn.Cool


mbl.is Sarah Jessica Parker laus við kynþokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegt, er það?.

hvað er svona skemmtilegt við  það???.
Það er gott ef þeir geta skemmt sér við einhverjar tengingar,
Þetta er eins og með ættarnöfnin, þau erfast mann fram af manni
og engin veit uppruna þeirra eða allavega fáir.

Amma mín hét Wedhólm, það kom til út af því að afi hennar
fór til náms í henni kóngsins Köben. er hann var ungur maður.
Þar bjó hann nálægt hólminum sem kallað var, þegar hann svo
kom heim til Ísafjarðar aftur kallaði hann sig bara Wedhólm.
Það þótti svo fínt.
tengingarnar í borgaráði og ættarnöfnin, já ætli það séu ekki sömu
skemmtilegheitin.Smile


mbl.is Óvæntar tengingar komu í ljós á hátíðarfundi borgarráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Áttræð kerling kom til læknis á Akureyri.
Hún sagðist ekki vera komin vegna sjálfra sín, heldur vegna þess,
að eitthvað hlyti að vera að bónda sínum.
,,Hvernig lýsir það sér?" spyr læknirinn.
,,Það er nú ekki auðvelt að tala um það,"segir kella hikandi, ,, en það er engu líkara
en hann sé orðinn náttúrulaus." ,,Og hvað er hann gamall orðinn?" spyr læknir.
,, áttatíu og þriggja ára, eins og ég," svarar sú gamla.
,, og hvenær fór fyrst að bera á þessu?" spyr læknirinn enn.
,, Ja það var nú í gærkvöld," segir hún, ,,og Guð má vita,
að það var líka í morgun."
                  Góða nótt.Sleeping

Búálfar á ferð.

Þegar eitthvað mikið er að gerast þá segi ég oft að búálfarnir  séu á ferð.
Sko í fyrradag datt atvinnurekandinn hennar Millu minnar
og fékk þau allra mestu lita brygði á hné og fót sem ég hef á
ævi minni séð, að sjálfsögðu voru litirnir í stíl við jólalitina í ár
sem sagt fjólubláar setterningar, afar flott.

Í gærkvöldi fóru þær svo allar að setja búðina í jólabúning,
að sjálfsögðu voru allar snúllurnar hjá ömmu í mat.
Milla mætti snemma í vinnuna til að klára ýmislegt, tekur upp
stærðar jólatré í potti níðþungt og eitthvað gerist í bakinu á henni
síðan er hún búin að vera bakk.
búálfarnir eru stundum á kreiki og hafa gaman að því að ergja fólk,
eða kannski eru þeir að mynna fólk á að það er ekki alltaf 18 ára.

Nú auðvitað voru þær aftur hjá ömmu og afa í dag og í kvöldmat,
ég var nú bara með snarl tvíburarnir og Viktoría vildu súpu hinir skyr
afi vildi bara mjólk út á skyrið, en Aþena vildi sko rjóma,
þegar hún svo sá að stelpurnar fengu sér brauð út í súpuna
vildi hún fá brauð út í skyrið, skrautleg máltíð þetta.Tounge


Undrandi.

Staðfesta samvist, er sátt um það???
Af hverju má það ekki heita að að vígja fólk saman, ég er nú örugglega afar græn,
en ég hefði talið það rétt að fara alla leið og nota sömu orðin yfir alla.
Vígslumenn að lögum, eru ekki allir prestar vígslumenn að lögum.
Spyr sú græna í þessum málum???
Æ.Æ. nú hugsa margir, þessi er nú algjör ljóska,
en maður getur ekki vitað allt, er það ???
mbl.is Kirkjuþing styður að prestar fái að staðfesta samvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum saman!!!!!!!

Hef orðið vör við á tali mínu við fólk að það er ekki að fylgjast með
undirskriftarlistanum sem er í gangi á síðunnu hennar Ásdísar,
bloggsíðan hennar er http://asdisomar.blog.is
Hvernig væri að fólk mundi vakna til lífsins og hefja baráttuna með
þeim sem standa fyrir þessu, fyrir okkur öll.
Allir geta misst heilsuna, og hvað þá, vilja þeir þá láta skammta sér lúsarlaun,
að því að makinn er svo hátt launaður.
Ekki nóg með það maður má heldur ekki eiga neitt þá skerðast
örorkubæturnar, þótt maður sé búin að þræla fyrir því allt sitt líf.
Get haldið endalaust áfram, en er hætt í bili held að allir skilji þetta,
ef þeir hugsa eitthvað, en eimmitt þetta að hugsa,
of margir telja að ekkert komi fyrir þá eða þá að þeim komi þetta ekkert við,
eða það sem er fáránlegast, að við höfum ekkert með þetta að gera.
hafið þið heyrt annað eins??? ekki ég.
Það  geta allir skrifa undir,  þeir sem lesa þetta
endilega hvetjið alla sem þið þekkið að skrifa undir.
STÖNDUM SAMAN OG SLÁUM MET.


Jákvæðni.

Til hamingju með  afmælið kæra Ingibjörg, þú hefur gefið okkur
landsmönnum mikla gleði í gegnum árin.
Þú ert alveg frábær, lést ekki oka þig til að hætta við músíkina
fyrir karlmann, á þessum árum þekktist ekki annað en að konan
gæfi allt frá sér fyrir mann og heimili.
Heyr fyrir þér  Ingibjörg Þorbergs.


mbl.is Friður í sálinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband