Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Áramótakveðja.

Sendi bloggvinum mínum og öllum bloggurum
hugheilar áramótakveðjur með ósk um
farsælt nýtt ár,
og megi bloggheimurinn verða öllum til góðs á nýju ári.

                 Kærleikskveðja.
                     Milla.InLove
 


Börn og áfengi.

Mig langar aðeins til að tala um áfengisneyslu.
Á kvöldi eins og gamlárskvöldi eru öll börn hrædd,
Mörg segjast ekki vera það, en eru það samt og mér finnst
að fólki beri að virða það ef t.d. börnin segjast ekki vilja fara út,
eða ekki fara á brennu ekki halda á blysum eða stjörnuljósum, það
gæti farið svo að þau biðu þess aldrei bætur,
ef við neyðum þau til að gera það sem þau ekki vilja.
Oft á tíðum erum við að þjóna barninu í sjálfum okkur með því að ota
þeim í eitthvað sem þau vilja ekki.
Nú ef börnin okkar eru óörugg, þá passar alls ekki að hafa vín um hönd,
Allir breytast við það að bragða vín.  sumir verða ágengari og skilja ekkert í þessum
aumingjaskap í börnunum, gera jafnvel lítið úr þeim fyrir framan annað fólk.
Ég hef horft upp á þetta, og ég hef sjálf reynslu alveg frá því að ég var barn,
að því að verða hrædd um leið og var farið að hreifa vín.
Þeir sem hafa ætíð vín um hönd á tyllidögum okkar landsmanna
geta kannski spurt sjálfan sig:,, Eiga börn ekki sama rétt á lífshamingju og aðrir?"
Jú þau eiga það. Hugsið út í þetta kæru foreldrar.
                              Gleðilegt ár og vaknið kát og hress
                              með börnunum ykkar á fyrsta degi nýs árs.


Stormviðvörun.

Ég var nú svo eigingjörn, að ég vonaði að það yrði ekki hægt
að skjóta upp flugeldunum fyrir veðri, en mér verður nú víst ekki kápan úr því klæðinu.
Hann er að spá sæmilegu hér hjá okkur á norðausturlandi.
Hélt að ég slippi við að setja eyrnatappa í bæði mig og Neró
og skrýða síðan upp í rúm.
Enn kæru landsmenn farið varlega og gleðilegt nýtt á.Heart


mbl.is Stormviðvörun í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Bifreið var ekið svo skrykkjótt niður Laugaveg,
að lögregluþjónn stöðvaði hann,
því hann hélt að bílstjórinn væri drukkinn.
Hann sá þó, að svo var ekki, en hins vegar var stúlka í framsætinu,
og hélt bílstjórinn  annarri hendi utan um hana.
Lögreglumaðurinn sagði nú með þjósti:
,,Hvers vegna notar þú ekki báðar hendur, maður?"
,, Ég verð að hafa aðra á stýrinu,"
Svaraði bílstjórinn.

                           Góða nótt.


Þessar hetjur eru flottastar!!!

Búnir að koma þessu fólki til byggða.
Þökkum við þeim fyrir það, hugsið þið ykkur, það voru börn
með í för. veðrið skall á fyrr en þau áttu von á, kæra fólk
við búum á Íslandi, vitið þið það ekki?
Guði sé lof fyrir það að þið eruð komin heim og getið farið að sofa,
en það geta björgunarsveitarmenn ekki, þeir hafa í mörgu að snúast.
Ef þeir þurfa ekki að fara strax aftur í útkall,
þá þarf að undirbúa bílana svo þeir séu tilbúnir í næsta útkall.
Held að fólk hugsi ekki, út í hvað það fylgir einni svona leit.


mbl.is Jeppaferðalangar komnir til byggða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man ekki eftir öðru eins.

Þetta er bara ekki gott, ég var að rifja það upp ásamt syni mínum
sem hringdi í mig áðan,
við munum ekki eftir öðru eins  svona ört, eins og búið er að vera í haust
og byrjun vetrar.
Við bjuggum suður með sjó og hann býr þar enn,
Hann var í mörg ár í björgunarsveitinni Sigurvon, ég vann í flugstöðinni
svo við fylgdumst vel með veðri, en aldrei var þetta eins slæmt eins og
búið er að vera núna. vonandi fer þetta allt vel.
Guð veri með öllum þeim sem eru við hjálparstörf fyrir okkur.
Og kæru landsmenn verum heima hjá okkur í dag.


mbl.is Útköllum fer fjölgandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsumglaðir ferðamenn.

Já sjálfsumglaðir vanhugsandi menn. Ef einhverjar konur
eru með í þessari ferð, kannski mæður, þá eru þær afar meðvirkar mönnum þeim sem
ákváðu þessa ferð . þær hljóta að trúa blint á allt sem þeirra menn segja.
Eins og Illugi sagði í grein sinni í  gær: ,, Ég trúði að þetta væri rétt að því að afi trúði því."
Enn maður á að standa í lappirnar og vera viss sjálfur um hvað er rétt og rangt.
Nokkrir menn úr björgunarsveitunum OK og Heiðari
eru núna að hætta lífi sínu til þess að bjarga þessu fólki sem veður
út í vitleysuna. skildi það bara halda að þetta blessist allt saman
í 50=60 m. á sek. Þekkir þetta fólk ekki náttúruöflin okkar?
Ég mun biðja til guðs að þessi ferð endi farsællega,
Því það er ekki sjálfgefið og þetta er ekkert grín.
                Guð veri með þessu fólki.


mbl.is Unnið við erfiðar aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamlárskvöld og hræðsla.

Þegar ég man fyrst eftir hræðslunni.
Það var er ég var 11ára, það var alltaf veisla heima hjá mér því mamma
á afmæli þetta kvöld, fólk kom kl6 í mat og drykk.
þegar var farið að nálgast miðnætti, tóku þeir sig til þessir
yndislegu karlmenn sem að sjálfsögðu voru orðnir of drukknir
til að viðhafa þennan gjörning með bara stóra vindla að vopni.
Nú það endaði með því að pabbi minn fékk smá skeinu á andlitið,
en í mínum huga var þetta stórslys og síðan þoli ég ekki
Gamlárskvöld.
Var ætíð frekar leiðinleg mamma, fór aldrei á brennur eða út kl 12
að horfa á alla dýrðina, sko þeim fannst þetta dýrð,
en því miður gat ég ekki séð þessa dýrð.
Það sem ég hef aldrei skilið það er að það skuli alltaf þurfa að vera þessi víndrykkja
við öll tækifæri sem eyðileggur yfirleitt alla skemmtun fyrir fólki.
Ég ætla að taka það fram svo fólk haldi nú ekki að ég sé einhver fanatíkus,
ég smakka vín og finnst það bara í lagi þegar við á.
Á mínu heimili var aldrei hreift vín á jólum.
Og aldur minn og þroski hefur kennt mér það að við þurfum
ekkert á víni að halda.

 Þetta er bara mín skoðun.              Góðar stundir. Heart


Þráinn Bertelsson og Illugi Jökulsson.

Margir góðir pennar eru í blaðaskrifum, en þeir tveir sem ég
hlakka ætíð til að lesa eru þeir Þráinn og Illugi.
Þráinn er bara flottur er hann ritar um sannleikann á sinn
skemmtilega hátt. Og þegar hann talar um litlu Sól og frúnna
þá veit maður, hvað hann er kærleiksríkur maður.

Illugi, mér hefur ætíð líkað vel við hans skrif, hann stingur á,
af hárfínni diplómaytri kurteisi um málefnið sem hann ritar um.
Ég kannast svo vel við lýsingar hans í 24 stundum í gær
er maður var að vinna fyrir flokkinn blindur, af því að afi sagði
og trúði, en það varði nú ekki í mjög mörg ár.
Sem betur fer þá var manni nú kennt að lesa.

Það er eins með Hrafn Jökulsson,
sem situr nú á fæðingarstað  langa- langafa míns
sem var fæddur í Ávík í Trékyllisvík á ströndum 1811.
Sá gamli kemur örugglega við þar á stundum, hann hét
Jón Jónasson Wedhólm. Tók hann sér þetta eftirnafn að loknu námi
í kaupmannahöfn, hann bjó sko ved  Holmen LoLþá var svo elegant að taka sér
eftirnafnið Wedhólm. hugsið þið ykkur snobbið.
Æ,Æ, nú er ég komin út af sporinu, var að tala um skemmtilega penna.
Þeir eru nú margir góðir , en ég ætla að stoppa við  hér, en vona
jafnframt að ég fái sömu skemmtilegheitin áfram.
            Takk fyrir mig strákar.


Fyrir svefninn.

Fyrir nokkrum áratugum bar svo við, að bóndi einn,
Páll að nafni, kom á prestsetrið og sá, að það var verið
að sjóða eitthvað í stórum potti.
Bóndi var matmaður og spurði, hvað væri í pottunum.
,,Og það er nú bara þvottur, Páll minn," svaraði prestkonan.
Bóndi varð hissa og mælti:
,,Þetta gerir hún Gunna mín aldrei. Hún eldar aldrei þvottinn."

        Hákarlar og Húsavík.

                                  Húsvíkingar Hákarlar á landi
                                  --hákarlarnir víkingar í sjó--
                                  herja, berjast, hver er annars fjandi,
                                  hver á öðrum aldrei vinnur þó.

                                                 Góða nótt.Sleeping

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.