Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Meðvirkni.
29.12.2007 | 18:05
Ummæli hennar Hallgerðar Pétursdóttur á bókinni um hana Bíbí,
kom mér til að vilja aðeins tala um meðvirkni, sem ég hef megnustu óbeit á.
Meðvirknin byrjar þegar við erum lítil, t.d. vinkona mín á í vandræðum,
og ég verð meðvirk, nú alt sem gerist í skólanum, ég kjafta ekki frá,
svo heldur þetta svona áfram. allt í einu er ég komin út á vinnumarkaðinn,
unglingur í skóla, ég held að það sé bara eðlilegt að þeyta mér til og frá,
svo ég er strax orðin meðvirk því hvernig fólk kemur fram við mig.
Enn það varði ekki lengi því ég stóð með sjálfri mér og hætti í þeirri vinnu,
var komin daginn eftir í aðra vinnu.
Ég lét ekki bjóða mér hvað sem var.
Síðan var ég meðvirk með mömmu til að fela það,
þegar pabbi var fullur. Enn merkilegt nokk þá leið mér aldrei illa
fyrr heldur en ég gifti mig no. 2. þá fann ég að meðvirknin
snerti mig sjálfa. Lét það yfir mig ganga í 27ár, en var fyrir löngu búin að þurrka
hinn partinn út úr mínu lífi.
Allt í einu birti til, var stödd hjá dóttur minni, þá sagði ég, nei ég kem ekki heim meir,
Þegar hann spurði á afar dónalegan hátt: ,,hvað ert þú ekki að koma heim
manneskja"? Þvílíkur léttir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jólagjafir Landsbankans.
29.12.2007 | 14:51
Ekki er ég nú að setja út á að Landsbankinn sé að gefa jólagjafir,
en eru ráðherrar Íslands í vinnu hjá bankanum?
Taldi þá vera í vinnu hjá okkur, þegnum landsins, kannski er það misskilningur.
Jóhanna telur það útilokað að ráðherrar láti það hafa áhrif á ákvarðanatöku sína.
Hélt að Jóhanna væri búin að setja nægilega lengi á þingi, til að vita betur.
Sumum þarf ekki einu sinni að gefa vínflöskur, eða nokkurn skapaðan hlut.
Þeir láta undan þrýstingi í von um að fá að sleikja rjómafroðuna síðar.
Þetta kallaðist í mínu uppeldi, undirlægja, engin þolir undirlægjuhátt,
enda komast þeir aldrei neitt sem viðhafa hann.
Fyrir margt löngu síðan, er ég var yngri, tók ég þátt í því
að pakka inn vínflöskum sem áttu að fara til mektarmanna bæjarins.
Þegar ég spurði af hverju væri verið að gefa þetta út og suður?
Var svarið: ,, það þarf að hafa suma góða, eða þetta tíðkast nú bara.
Á mínu máli voru þetta hreinar mútur.
Bara mín skoðun.
Góðar stundir
Ráðherrar fengu vín frá Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Til hamingju.
29.12.2007 | 08:55
Margrét Lára þú ert vel af þessum titli komin,
það hefur verið flott að fylgjast með þér þú gefur þig alla í boltann
og spilar fótbolta eins og spila hann á.
Gangi þér allt í haginn.
K.v. frá Húsavík.
Margrét Lára íþróttamaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sorgleg býrjun á lífi ungs drengs
29.12.2007 | 08:48
17 ára, drukkinn, berjandi á gluggum í húsi fólks, með krossi
úr kirkjugarðinum, og þar var hann búinn að rústa nokkrum leiðum.
Góð byrjun á lífi þessa unga manns, eða hitt þó heldur.
Hvenær byrjaði reiðin? Hvað er hún búin að fá að eflast upp frá rótinni í
mörg ár? Kannski alveg síðan hann hóf sinn gelgjuferil,
allir segja: ,, Æ, hann er bara á gelgjunni þetta lagast".
Fólk má ekki taka því þannig að ég sé að ásakast út í neinn,
en það er svo auðvelt að sveipa vandamálunum í burtu með
þessari útskýringu.
Ég hef heyrt þessar setningar oft á tíðum, en þið?
Æ, greyið komdu þér nú inn í herbergið þitt og vert þú þar þangað til
að þú ert búin að átta þig, eða, komdu þér þá bara út, finnst þú endilega vilt,
en vertu komin heim k.l.10. dauðfegnir foreldrar, bara að losna við þetta þras.
Hvernig væri að setjast niður og spyrja, hvað er að elskan?
Eigum við að ræða um það? Sýna barninu þann kærleika og virðingu sem
því ber að fá. En það þýðir ekki að byrja þegar barnið er að verða fullorðið.
Agann ber að nota frá því að barnið fæðist. einnig eigum við að
sýna því að við elskum það takmarkalaust.
Ef við ekki byrjum strax, þá verður það alltaf erfiðara og erfiðara,
og hver vill barninu sínu það að byrja lífið sitt í reiði. ENGINN.
Fyrirgefi, en þetta er bara mín skoðun.
Skemmdi ljósaskreytingar í kirkjugarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
28.12.2007 | 21:27
Sólveig gamla var komin á tíræðisaldur, en hún vissi sínu viti,
og gárungarnir kölluðu hana stundum Morgunblaðið,
enda var hún oft spurð í þaula. Eitt sinn kom hún í búð,
þar sem Hendrik Berndsen var verslunarmaður, en hann þurfti
oft að leita hjá henni frétta eins og aðrir. Nú spurði Hendrik,
hvort hann væri fiðluleikari, Norðmaðurinn sem ætti barnið með
henni dóttur-dótturdóttir hennar.
,,Ja hann kunni að minnsta kosti að spila á þá fiðluna,"
svaraði sú gamla.
Fánýt ást.
Lítilsvirði ást sú er,
upp þó sýnist blossa,
sem að engan ávöxt ber
utan tóma kossa.
Jónas Jóelsson.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Karlmenn.
28.12.2007 | 21:13
Já ekki hef ég nú neitt út á þá að setja.
ÉG hef einn til afnota sem er algjör engill,
og hann hefur að sjálfsögðu afnot af mér.
Nú ég á líka einn tengdason sem er bara ekki hægt að setja út á
því hann er æðislegur í alla staði.
Sonur minn, hann er náttúrlega alin upp af mér svo það þarf
ekki að spyrja að því, hann er bara flottur.
Ég gæti talið endalaust upp karlmenn sem eru flottir,
en ég ætla aðeins að setja út á þá núna, bara smá.
Bara þeir sem eiga þetta taka það til sín.
þeir eru með valdhroka bæði yfir konum og börnum, halda að þeir komist upp með allt
sem þeim dettur í hug, beita andlegu og líkamlegu ofbeldi í tíma og ótíma,
en engum dettur í hug að það sé eitthvað að þeim.
Hafið þið heyrt setningar eins og, hvað, ert þú búin með peninginn sem ég lét þig hafa,
það verður bið á að þú fáir pening aftur. Hvert fórst þú í dag? kílómetramælirinn
sýnir að þú hafir farið eitthvað langt. Er ekki maturinn tilbúinn,
ert þú virkilega að bjóða mér upp á þennan viðbjóð?
Lítilsvirðing ofan á lítilsvirðinguna endalaust.
Gæti haldið áfram endalaust, en er hætt í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að hlaupa á sig.
28.12.2007 | 14:30
Útskýring á því að ég tók út skrifin mín: " Ómar þú ert bara flottastur".
Eftir að hafa lesið öll kommentin við
þessu bloggi hans um að kjósa fegurstu konu meðal femínista
þá ákvað ég að þurrka þetta út. Hvað eru karlmenn eiginlega með í hausnum,
ég svo sem veit það alveg, en ætla ekki að tala um það hér og nú,
mun blogga um það seinna.
Um leið og ég bið allar konur afsökunar á þessu, spyr ég:
,, Hefði þetta gerst ef hann hefði tekið t.d. kvenfélagskonurnar á Sauðárkrók fyrir
í svona fegurðarsamkeppni"? Held ekki.
karlpeningurinn hefði ekki þorað að vanvirða þær.
Takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað gerist í heilabúi kvenna?
28.12.2007 | 09:45
Einmitt hvað gerist í heilabúi þeirra kvenna sem standa í
biðröðum til að komast á útsölur k.l. 5 að morgni?
Hef aldrei skilið þetta æði, og sem betur fer, er greind Íslenskra kvenna
hærri en svo að þær hagi sér svona.
Allavega man ég eigi eftir því, vann samt í tískuvöruverslun í mörg ár.
Þið hafið séð í Amerískum bíómyndum: ,,Það er útsala og þá klikkast allt".
Þetta er líka svona í raunveruleikanum, sko erlendis.
Auðvitað fara konur á fróni voru á útsölur, gera góð kaup, fyrir fjölskylduna,
en þær klikkast ekki, eða er það nokkuð? ef svo væri.
Þrjár konur féllu í yfirlið á útsölu Next | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mælt af munni fram.
27.12.2007 | 22:09
Fyrir alla, en sér í lagi þá sem ekki lesa Bændablaðið.
Margir hafa eflaust lesið þessar vísur, en góðar vísur eru aldrei of oft kveðnar.
Vísurnar voru eitt sinn ortar á hagyrðinga kvöldi á Akureyri.
Það voru þeir Jóhannes Sigfússon bóndi á Gunnarsstöðum í þystilfirði
og Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit sem ortu um danska konu sem
varð 120 ára og þakkaði þennan háa aldur því að hafa aldrei drukkið
áfengi, aldrei reykt og aldrei stundað kynlíf.
Jóhannes orti:
Þetta er orðin aldur hár,
enn er hún samt að tifa.
En til hvers var hún í öll þessi ár
eiginlega að lifa.
Friðrik hafði skýringu:
Allir verða eitthvert sinn
Amorskalli að hlýða.
Hún er ennþá auminginn,
eftir því að bíða.
Þá sagði Jóhannes:
Náttúran er söm við sig.
Svona lífið tíðum gengur.
Ef sú gamla þekkti þig
þyrfti hún ekki að bíða lengur.
Friðrik átti lokaorðið:
Skyldi hún enda aldur sinn
engum manni náin,
og missa að lokum meydóminn
hjá manninum með ljáinn.
Ef þessar vísur eru ekki tær snilld, þá veit ég ekki hvað er snilld.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Súrefnisskortur í lest.
27.12.2007 | 13:27
svo það er einhver ástæða fyrir svona slysi.
Gæti það verið að það hafi verið notað sýruvask eða eitthvað álíka
til að þrífa lestina, ef svo er þarf að viðhafa sérstaka varúð.
Hvernig sem þetta gerðist þá er þetta afar sorglegt.
Létust af völdum súrefnisskorts í lest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)