Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Óttinn sem vaknar fyrir jólin.

Ung frænka mín og ný blogvina, vakti mig til umhugsunar
um jólahnútinn. Ég var búin að gleima honum.
Held samt að ég hafi ekki haft eins stóran hnút,
og margur annar, eða hafði ég það?
Maður gerir sér ekki grein fyrir því sjálfur,
hvað hnúturinn er stór í hjartanu okkar, en samt er það ekki að
ástæðulausu að maður hefur aldrei leyft vín á jólum,
hefur aldrei þolað þorláksmessu eða gamlárskvöld.
Auðvitað eru það eftirstöðvar hnútsins, sem byrjaði
þegar maður var barn, og svo stækkaði hann og stækkaði.
Er maður síðan fór að búa sjálfur, var hann til staðar,
sko hnúturinn. Maður hafði ekki vit til að snúa ofan af honum
þar til hann kom á núllið, heldur gróf maður hann
bara lengra og lengra niður í sálartetrið sitt.
Það sem er svo nauðsynlegt að gera, að mati Ásgerðar er
að hjálpa og tala við þau börn sem eiga í þessum vandamálum.
En mín reynsla er sú,
að börnin standa algjörlega með þeim sem þau elska,
og eru ekki svo 0pin um sín mál.
Að sjálfsögðu hjálpar maður þar sem maður getur.
Guð veri með öllum börnum um jólin, sér í lagi þeim
sem eiga við erfiðleika að etja.

Dæmd fyrir kynferðisafbrot gegn annari konu.

Ég vellti því fyrir mér,
kona dæmd fyrir kynferðisafbrot gagnvart annari konu,
báðar konurnar höfðu drukkið vín,
önnur það ótæpilega að hún sofnaði næstum því
brennivínsdauða,
þannig að hin konan kom vilja sínum fram við hana.
Sko ég er nú ekki alveg græn í gegn, og ætla ég ekki að dæma
þessar konur.
Því það stendur ritað:
,,Dæmdu ekki aðra, fyrr en þú hefur verið í sporum þeirra".

Ég bara spyr, er ekki hægt að hjálpa fólki sem drekkur
svona frá sér ráð og rænu? Ég veit að það er ekki hægt að
hjálpa fólki sem ekki vill hjálpa sér sjálft, en það mætti reyna.
Önnur konan á tvö börn, og þetta er bara sorglegt.


Náttúruhamfarir!

Aurskriður eða snjóflóð, þetta eru náttúruhamfarir,
sem ekkert ræðst við. Vegna þeirra er afar brýnt að fá
göng og það helst í gær.
Ég sem bjó á Ísafirði í 10 ár skildi það aldrei, eftir
að vera búin að aka um hið stórfenglega vega stæði sem
Óshlíðarvegurinn var gerður í, því voru ekki gerð göng
og það strax. þessi vegur er og hefur ætíð verið,
óhugnalegur, hann er búin að kosta okkur ómældar fórnir
bæði peningalega og í mannslífum.
Það stendur ekki til að gera göng á milli Hnífsdals og Ísafjarðar,
en eitthvað þarf að gera, svo við getum verið óhullt
um okkur sjálf og okkar fólk.
Góðar stundir.
mbl.is Aurskriður féllu í Eyrarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Allt hefur sín takmörk.

Þó að Guð mér gefið hafi
göfugt hjartalag,
þá gat ég ekki elskað
nema einu sinni á dag.

ps. ræfils tuskan.

Góða nótt.


Fáklæddar konur eða klám.

Hef ekki séð þessar síður á Leikjarneti, fór
þangað inn en fann ekkert.
Fáklæddar konur í leikjum ráðum við ekkert við,
og margir eru þeir leikirnir sem eru miður barnavænir,
og hafa þeir ekkert með fáklæddar konur að gera.
Ég tek það framm að ég er algörlega á móti klámi
og klámauglýsingum og er algjör óþarfi að bæta
þeim við ósmekklegu flóruna á Leikjaneti.
Mér hefði fundist þörf á að hafa Leikjanet barna og svo,
svona fullorðins, þá gæti maður bara læst þessu fullorðins.
Ég hef séð svona auglýsingasíðu sem trúlega er um talað
í þessari frétt, hún birtist nefnilega í bæjarblaðinu
hjá okkur, bara opin og aðgengileg fyrir alla.
Þeir segja að það sé afar erfitt að eiga við þetta,
en ég talaði við mbl.is og spurði hvernig þeir færu að
til að halda þessu frá td. bloggsíðunum.
Maðurinn sem ég talaði við sagði það ekkert mál,
hjá þeim þyrfti fólk að sækja um aðgang að bloggsíðu
og þessir menn gefa aldrei upp neitt þegar þeir hakka sig inn
á einhverjar síður, til að birta manni þennan ófögnuð.
Ef þetta er eins og ég sá, þá er þetta meira en bara fáklæddar konur
á ferð. Þeir sem eru með þessar síður eins og Leikjanet,
öll umræðuhorn og aðrar síður sem auðvelt er að komast inn á
verða bara að vera vakandi.
STÓRA MÁLIÐ ER!!! FORELDRAR halló!!! Það eruð þið fyrst og fremst
sem þurfið að vera vakandi yfir því sem börnin ykkar eru að gera.

mbl.is Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Framsóknarmenn í Eyjafirði skiptust í tvær
andstæðar fylkingar við forsetakostningarnar 1952.
Bernharð Stefánsson alþingismaður var
aðalforvígismaður þeirra, sem fylgdu Ásgeiri.
Þess vegna fann einhver af fylgismönnum sr. Bjarna
upp á því að nefna Ásgeirsmenn úr Framsóknarflokknum
Sankti Bernharðshunda.
Góða nótt.

Flott tillaga.

Hrafn Jökulsson, þetta er alveg topp tillaga hjá þér.
Er fylgjandi henni, langa, langafi minn fæddist í
Trékyllisvík í Árneshreppi á ströndum.
Yrði kannski til þess að ég visiteraði staðinn.
Snjall ertu Hrafn, þetta yrði nú örugglega til þess
að við víxlu kirkjunnar kæmu allir kristnir og ekki kristnir
menn saman, og það væri eigi annað hægt,
en sættast um alla skapaða hluti í þessu ægifagra
og magnaða landssvæði.

mbl.is Þriðja kirkjan í Trékyllisvík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað vekur málið athygli.

Ofbeldis framkoma vekur ætíð athygli.
Það mætti halda að þeir teldu okkur Íslendinga
algjöra glæpamenn. Svo er ekki sama Jón og sr. Jón,
ég kenni konu sem var án vísa í USA í 6. mán.
það eru nokkuð mörg ár síðan, en sama.
Hún er búin að fara ótal ferðir síðan,
og ekkert verið talað um það.
Vona ég bara að þessi unga stúlka jafni sig vel að
þessari meðferð.
Ég spyr nú sjálfan mig? Hefði karlmaður fengið
þessa meðhöndlun???
mbl.is Mál Erlu Óskar vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegt jólalag.

Jólalag með K sem er kóreyskur en syngur á japönsku, lagið heitir First christmas. Góða nótt.

Einn góður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband