Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Sifjaspell, misnotkun og ofbeldi.

Ég var að lesa bloggið hans www.jensgud.blog.is
Er hann þar að tala um Systrasamtök Stígamóta í Reykjavík,
sem eru Aflið á Akureyri. Það félag er í algjöru fjársvelti.
Akueyrarbær leggur til húsnæði og 16000 kr. á mán.
Leitað var eftir framlögum til nærliggjandi bæja og
sveitafélaga, ekki var á hreinu hvað hver gaf,
en Húsavíkurbær af höfðingjaskap gefur 2000.kr. á mán.
Það er víst álíka frá hinum í kringum Akureyri.
Ég skammast mín fyrir þennann höfðingjaskap, þar sem ég er ábúandi í Húsavíkurbæ, leyfi ég mér að segja það, sveiattann.
Og sveiattann á önnur sveitafélög hér um kring
er þetta ekki félag sem hjálpar þolendum frá öllu svæðinu.
Verð að segja frá því að Lay Low er búin að ánafna Aflinu
allan ágóða af næstu plötu sinni.
Leikfélag Akureyrar ætlar að gefa allan ágóða að aukasýningu
á Ökutímum í janúar. Eru þetta engar smá gjafir.
Enn betur má ef duga skal. Hvernig væri ef hresst fólk tæki sig saman og gerði eitthvað róttækt, það vitum við öll að heilmikið er
hægt að gera til að safna peningum. Og hana nú bara að byrja að undirbúa
eitthvað kolruglað og sniðugt. Það væri hægt að reyna að toppa,
það sem gert var á Ísafirði þar sem hún Matthildur setti á laggirnar
ásamt fjölda fólks, keppnina um óbeislaða fegurð,
sem allir hljóta að hafa heyrt um,
og færði hún Sólstöfum systurf. Stígamóta á Ísafirði
einhverjar milljónir. Og allir höfðu gaman af og Sólstafir græddu.
Hvenær ætlar fólk að koma út úr moldarkofunum,
og sjá hvað er að gerast í kringum það.
Það er bara ekki í BOÐI að misnota fólk hvorki,
kynferðislega, andlega eða ofbeldislega. ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI.
Allir þeir sem vinna að þessum málum eru hetjur.
Takk fyrir mig.
Milla.

Ja hérna var fríhöfninni lokað???.

Af hverju var fólkið látið mæta í flugstöðina
yfirleitt? Þeir vissu að það yrði ekki flogið,
en endilega að hafa fólkið til staðar,
ja svona, ef það mundi aðeins lægja þannig að það
væri hægt að skutla einni í loftið.
Ég kenni þetta ástand í flugstöðinni, vann þar í mörg ár.
Það var ekki ætíð gleði í því að sjá fólk verða út úr
drukkið og kannski með börnin sín með sér.
Sumir voru ausandi yfir mann skítkasti,
sem maður varð að taka með stakri ró.
Það sem ég þekki Pólverja þá eru þeir gleðigjafar
eins og við Íslendingar, þar til glösin eru orðin einum of mörg,
þá er fjandinn laus, en það eru nú svo margar aðferðir
til að lempa fólk. Ég man eftir tilviki, það var næturflug,
til Finnlands með um 200. manns. Þetta voru Finnar sem
höfðu verið að syngja og spila á landi voru,
druknir og hávaðasamir voru þeir með afbrygðum,
hópuðust á barinn og heimtuðu allir í kór, í glas
helst í gær, ég brosti mínu blíðasta og sagði með ákveðinni
rödd og handapati, húpsa la da da da. í röð með ykkur
ég afgreiði bara einn í einu,
Og getið þið nú ekki sungið fyrir okkur?
Viti menn þeir tóku upp alskonar hljóðfæri og fóru að spila og syngja.
Þetta var bara flott. Og allir fóru ánægðir ú í vél.
Það þarf ekki mikið, til að bjarga málunum.


mbl.is Fríhöfnin lokuð vegna 300 fullra útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýtur að vera utan ag landi.

Nefnilega úti á landi getur maður gert slíkt,
allir þekkja alla, og enginn gerir svonalagað,
eða allavega hef ég ekki heyrt um það.
Hann var nú bara heppinn að fá bílinn aftur.
mbl.is Bílnum var stolið á þrjátíu sekúndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Anna var nýtrúlofuð dýrafræðing.
Hún fór til manns, sem tartoveraði, og bað hann
um að tartovera eitthvert dýr fyrir ofan annað hnéð á sér,
unnusta sínum til heiðurs.
Hvaða dýr á það að vera? spurði maðurinn.
O. Það er best að þér ráðið því, sagði Anna.
Hvað segið þér um Gíraffa, fröken?

Góða nótt.


Er ekki allt í lagi. Greinilega ekki.

Fyrirgefið er þetta einhver snobbdómur, eða hvað?
Á allt að vera slétt og fellt á nesinu?
Ég taldi að öll börn ættu rétt á grunnskólagöngu,
en ég hef líklegast mistúlkað það,
en ég hef bara ekki vitað annað eins.
Foreldrar þessara konu eru ekki ein um að berjast
við kerfið, og kennara sem höndla ekki sinn eiginn
vanmátt gagnvart nemundum sem þurfa öðruvísi
stuðning og kenslu.
Með fullri virðingu fyrir kennurum, þá eru þeir ekki allir eins,
sumir eru óöryggir með sjálfann sig, hvernig kemur það út?
Jú flestir sýna hroka og vanvirðingu í garð barna og
foreldra. Ég er ekki að segja að það hafi verið meinið
á nesinu, en ég veit að þetta er svona víða.
Góðar stundir.
mbl.is Bærinn gat neitað stúlku um skólavist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óveður á Suðurnesjum.

Hvernig er þetta eiginlega er veðrið alltaf að versna,
eða er allt gott í hyllingunni? Þrjú óveður á einni viku
ég man nú bara ekki eftir því líku áður,
ég bjó í Sandgerði í 27 ár og man ekki eftir því
að það hafi verið afboðaður skóli,
þó að það hafi verið eitthvað að veðri,
þess vegna tek ég upp hanskann fyrir grunnskólanum í Sandgerði
fyrir að afboða skólann í morgunn,
börnin hafa ekkert að gera út í þessu veðri.
Ég hringdi í börnin mín í Njarðvíkunum í morgunn
og höfðu þau nú bara haft sín heima.
Hringdi ég líka í vinkonu mína í Keflavík og
hún komst ekki til vinnu í Reykjavík og það er bara allt í lagi.
Fólk á að vera heima hjá sér í svona veðri.
Það er víst alveg nóg sem hetjurnar okkar hafa að gera.
mbl.is Foreldrar á Suðurnesjum sæki börn sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Sr. Benedikt, prófastur á Hólum í hjaltadal,
var stundum mjög fámáll og stuttur í spuna.
Einu sinni var hann á ferð með Ólafi, sem
venjulega var kallaður stúdent og var þá skrifari
sr. Benedikts.
Er þeir höfðu riðið lengi þegjandi,
spyr Ólafur prófast:,, Er lauslæti synd?"
,,Stundargaman", svaraði prófastur.
Líður svo nokkur stund.
Þá spyr Ólafur:
,,Er hórdómur synd?"
,,Nyjungargirni", svaraði hinn.

Góða nótt.


Steingrímur J. sem jólasveinn.

Í morgunn er ég fór inn á Mbl.is sá ég
mynd af fyrsta jólasveininum sem var kominn í
ómenninguna blessaður, til að gefa börnum gott í skóinn.
það fyrsta sem mér datt í hug var,
Steingrímur J. vinur minn Sigfússon formaður vinstri grænna.
þar sem ég veit að hann er gleðigjafi mikill og kann að taka
glensi þá læt ég þetta út úr mér,
en myndin af Sveinka er afar lík honum, það er hægt að
fara inn á mbl.is til að sannreyna sig í því.

Það sem ég ætlaði nú að segja svona fyrst og fremst,
er að ég er sammála Steingrími (þótt það sé eigi oft)
þegar hann segir: Það er ekki þörf fyrir neinar orrustuþotur,
hvað þá vopnaðar. Ég með mínar skoðanir í pólitík,
hef samt ætíð verið á móti hernum og var afar fegin er hann fór.
Það var kannski þörf fyrir hann fyrst, ég veit það ekki,
en hann átti að vera löngu farinn.
Allt það battarý var okkur til vansa og niðurlægingar.
Nú ef einhver ætlar að ráðast inn í landið okkar
þá kemur bara kaninn og bjargar öllu,
er það ekki það sem hann gerir? nei ég bara spurdi sí sona.
Við þurfum að efla, mennta og þroska okkar eigið fólk
til varnar og hjálparstarfa. Og hvað er þetta eiginlega,
er ekki hægt að beina umræðunni frá kristni, skólum og fl.
til þeirra mála sem skipta máli. Hætt í bili.
Takk fyrir mig.


Hverrs virði er hvað?

Er ekki Þorgerður Katrín búin að boða það að
kristinfræði verði áfram í skólum landsins,
en það sé eigi rétt að hafa þar trúboð, og er
ég alveg sammála henni og mörgum öðrum.
Geta þessir menn eins og Guðni Ágústson og fleiri
ekki hætt að tala um þetta, hafið þið engin meira
aðkallandi mál að tala um, eða hvað?
Ég er ekki alveg að ná þessu, verð aðeins að gera það.
Þorgerður Katrín er búin að tjá sig um málið.
Skylja þessir menn það ekki, þarð að staglast á því
öllum til ama, endalaust.Björn Bjarnason segir:,, Vá fyrir dyrum,
ef slitna tengsl milli skóla og hins kristna",
hvaða vitleysa er þetta eiginlega, ég var nú í
skóla þar sem var kennd kristinfræði,
síðan fór maður í sunnudagsskólann og þar var trúboðið.
Hinn kristni grunnur væri þjóðinni ekki minna virði en sagan og tungan,
Já!Já! en hvað með allt annað sem börnin okkar þurfa að læra?
Setjum það meira á oddinn, mín skoðun er sú að
trúfræði og sagan eigi að vera kennd í fyrirlestrarformi,
þau sem vilja læra meira, gera það.
Takk fyrir mig.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HETJURNAR OKKAR!!!

Já þau eru svo sannarlega hetjur,
og þau sem leggja alt sitt í að hjálpa okkur
í einu og öllu sem kemur upp á, hvort sem um er
að ræða, alvarleg tilfelli eða bara að við séum að
skreppa í kaffi í næsta bæjarfélag, sem er að sjálfsögðu
algjör óþarfi. Reynum að sýna skynsemi er veðrið geisar úti,
fáum okkur bara heitt kakó heima í stofu.
Og ég hvet alla til að vera ekki neð neinn nurlarahátt
þegar verið er að styrkja starfsemi þessa.
Takk fyrir okkur.
mbl.is Landsbjörg í viðbragðsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband