Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Fyrir svefninn.

Hreppstjórar og hreppsnefndir
reyndu  áður eftir megni að koma ómögum af sér.
Hjón nokkur gömul og ellimóð bjuggu á koti í Reykjadal
í suður þingeyjarsýslu, en Reykdælingar töldu þau eiga
sveitafestu í Bárðardal.
Þeir komu sér því saman um að hlynna á engan hátt að þeim
til að losna við þau.
Einu sinni dó eldur hjá hjónunum. Kerling fór því á næsta bæ til
eldsóknar, lét nágrannakona hennar hana hafa eldinn.
Þetta var um morgun, og húsbóndinn ekki kominn á fætur.
Kona hans sagði honum frá komu kerlingar.
,, Og léstu hana fá eldinn?" Spurði bóndi byrstur.
,,Já", svaraði kona hans. ,, Heldurðu að ég sé verri
en andskotinn? Engum meinar hann eldinn".


                          Góð framleiðsla.

                                 Þessi landi er þrísoðinn
                                 af þeim sem verkið kunni,
                                 og sýnist vera samboðinn
                                 sveitamenningunni.

                                                Góða nótt.Sleeping


Á ekki til orð.

Ég hefði klappað fyrir því ef 75% borgarbúa hefðu farið í
kröfugöngu niður að ráðhúsi borgarinnar og látið í sér heyra þar,
en að sýna ekki öllu þessu ágæta fólki þá virðingu að hafa hljóð
á meðan á ræðum stóð, er bara ekki ásættanlegt .
það  sem ég sá á pöllunum voru trúlega menntskælingar og háskólafólk,
sem er unga fólkið okkar, auðvitað fylgir það aldrinum að vera uppreisnargjarn
við höfum öll verið það, en flest þetta unga fólk,
er ekki búið að móta sínar skoðanir á lífinu yfirleitt
hvað þá í pólitík.
                                 Góðar stundir.


mbl.is Ólafur kjörinn borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða að standa sig.

Þótt ég hafi óskað nýrri borgarstjórn til hamingju veit ég vel
að hún er á öllum fæti. það sem mér fannst áhugavert við
þetta var stefnuskráin, hún hugnast mé afar vel,
en fjandinn hirði þá um alla framtíð ef þeir fara ekki að vinna
vinnuna sína og það hratt, og standi við það sem þeir hafa sagt.
Þolinmæði allra er á þrotum, og eins og ég sagði í
hamingjuóskinni þá snýst þetta ekki um valdabaráttu
heldur samvinnu og heiðarleika.
Komin tími til að málin séu uppi á borðinu ekki undir því
þar sem þau sjást ekki.
                                             Góðar stundir.


mbl.is 25,9% Reykvíkinga styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða, hvaða.

Er hann ekki maður til að standa undir því sem sumir
kalla ruglaðan áróður á hann sjálfan og flokkinn allan.
Nei hann er það ekki, ætíð var hann kallaður erfðarprinsinn,
Og hvað gera þeir? Jú akkúrat ekki neitt nema með hjálp.
Nota bene: "erfðarprinsar hafa þjóna".

Svo er spurning hvað verður?
Verður hann áfram erfðarprins?
Fer hann á fullt að undirbúa sig fyrir landspólitíkina?
Eða hættir hann bara alveg?

Svo finnst mér að fletta þyrfti ofan af soranum í öllum
flokkum, það er komin tími til þótt fyrr hefði verið.
Skildi pólitíkin aldrei verða heiðarleg?
                  Góðar stundir.

mbl.is Björn Ingi hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Prestur nokkur á Munkaþverá tók eitt sinn til bæna
á stólnum sjúka vinnukonu sína á pálmasunnudag
með þessum orðum:
,,Nú er langt síðan að þú, blessaður herrann,
  reiðst einni ösnu inn í Jerúsalem.
Taktu nú þessa þína voluðu ösnu, Kristínu Ketilsdóttur,
sem hér liggur dauðveik inni í bænum,
og ríddu henni inn í þá himnesku Jerúsalem".

 

                             Þingvísa.

                                   Þeir sem eiga á þingi sess
                                   og þurfa að éta,
                                   verða að beigjast eins og S
                                   en ekki Z.
                                                      Eiríkur Einarsson frá Hæli.

                                                                          Góða nótt.Sleeping


Ekki gott.

Vona bara til guðs að það sé ekkert stórvægilegt að gerast
þarna í iðrum jarðar.
Farið varlega með ykkur Grindvíkingar.
                                Kveðjur frá Húsavík.
                                     Milla.


mbl.is Ónotaleg tilfinning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sá fyrsti sem heldur að hann eigi heiminn.

Allar eignir hjóna sem ekki er gerður samningur um áður en til
hjónabands er stofnað, kemur til skipta við skilnað.
Ekki veit ég neitt um þetta einstaka mál,
en þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn halda þessu fram.
Það á ekki að þurfa að dæma í svona málum,
þetta á að vera skýrt.

mbl.is Aflaeimildir ekki einkaeign manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verlaunað með Londonferð.Góð uppeldisaðferð.

Hef nú ekki á ævinni heyrt annað eins,
drengurinn var byrjaður að reykja 14 ára. Pabbinn sagði:
,, Ef þú hættir að reykja þá býð ég þér til London."
   Drengurinn svarar: ,, Já ég hætti að reykja."
Þetta segir mér að þegar drengnum langar í eitthvað þá
beitir hann einhverri þvingun til að fá því framgengt.
Hvað finnst ykkur?


Glerhúsin þurfa að tæmast.

Menn hafa setið í glerhúsi í áraraðir, þeir sjá ekki
siðleysið í þeirra framkvæmdum vegna þess að þeir trúa endalaust þeim
sem mata þá á því hvernig hlutirnir eiga að vera.
Það sagði mætur maður við mig í gær, merkilegt, en ég trúði ekki
staðreyndum fyrr heldur en ég fékkst til að koma út úr glerhúsinu.
Þetta var nokkuð gott hjá honum að viðurkenna þetta.
Í öllum bænum komið út úr glerhúsinu ráðamenn sjávarútvegs
og snúið dæminu við, og það strax.
Það er engin þolinmæði til lengur í fólki.
                                     Góðar stundir.

mbl.is Rætt um álit mannréttindanefndar SÞ á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Kennari í kaupstað einum var illa liðinn.
Hann gerði einu sinni eitthvað á hluta póstmeistarans
þar í kaupstaðnum, en póstmeistari kærði hann
fyrir lögregluþjóni. ,, Hvers vegna kastarðu helvítis
manninum í höfnina?" segir lögregluþjónninn.
,,Það er bannað að kasta rusli í höfnina",
  segir þá póstmeistari.

Uppkast af biðilsbréfi, talið vera eftir
Tryggva H. Kvaran.

                               Ég á ósk í eigu minni,
                               ofurlítið grey:
                               Að mega elska einu sinni,
                               áður en ég dey.

                               Að það sé svo undur gaman,
                               allir segja mér.
                               Eigum við að vera saman
                               og vita hvernig fer?


                                                Góða nótt.Sleeping


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband