Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hrákar út um allt!!!

Var að lesa um umgengni í pistli eftir Guðmund Andra Thorsson,
í Fréttablaðinu í gær.    Hrákar á almannafæri.
Maður hrekkur í kút, ég held að því að þetta er svo stórt vandamál
sem við höfum bara, ekki viljað vita af, en öllum finnst þetta ógeðslegt.
Nokkuð gott hjá honum að telja að fólk hræki á almannafæri
að því að almannafærið er svo ljót. Engum þykir vænt um það.
Hrákar hafa frá alda öðli viðhafts.
það er ekki fyrr en með siðmenningunni og malbikinu
sem við förum að taka eftir þessum viðbjóð.
Mér datt svona í hug hvort það væri ekki hægt að
lögbanna tyggjónotkun alveg eins og sígarettur
hvort tveggja er jafn mikill viðbjóður.
Er ég kannski ein um að finnast það?

Það sem hann ritar um fegurð húsa er hugarkonfekt að lesa.
Sjávar síðuna eru þeir búnir að eyðileggja
og það er svo langt síðan það hófst,að sumir ráðamanna þessa lands,
muna ekki eftir því hvernig Skúlagatan leit út, enda ekki von á,
þeir eru svo ungir, þeir sem muna, sáu ekki fegurðina,
fyrir niðurrifstefnunni. þetta er búið og gert og vona ég að menn
taki sig til núna og verndi, byggi upp og skapi fagurt umhverfi
eins og hægt er innan um turnana.
                                                                    Góðar stundir.

P.s. stuðlum að hugarfarsbreytingum. 


Til hamingju Borgarstjórn.

Borgarstjórn: Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðisflokksins
með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í fararbroddi ungs fólks
sem veit örugglega sínu viti í dag.
Ætla ég að vona að þau beri gæfu til að halda út kjörtímabilið,
og muna að þetta snýst ekki um valdabaráttu, heldur samvinnu.
Mér hugnast málefnasamningurinn afar vel og standið við hann
gott fólk.
Til hamingju Ólafur F. Magnússon með borgarstjóratitilinn.
Gott gengi og farsældar í starfi bið ég til handa ykkur.
                           Góðar stundir.


Er ekki hægt að bíða af sér veðrið.

Nei það virðist ekki vera hægt að bara bíða af sér veðrið.
Það gerist nú ekkert stórvægilegt þó flutningabílar og
rútur fari ekki eina og eina ferð yfir veturinn.
Þú kemur hvort sem er ekki í vinnuna ef þú slasast,
svo af hverju ekki bara að vera heima þegar veðrið er
orðið fárveður.
Nei það er ekki hægt því það kemur ekkert fyrir mig.
                              Góðar stundir.


mbl.is Rúta fauk á fólksbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki styrkir mútur?

Í mínum uppvexti voru styrkir og hverskonar gjafir kallaðar mútur.
Sá ágæti maður Björn Ingi Hrafnsson, bætir nú ekki úr,
með því að segja að þetta hafi verið styrkir og að flokkurinn hafi ekki
orðið fyrir útgjöldum vegna fatakaupana.
Nei kannski ekki útgjöldum, en skömm að mínu mati.
Það getur verið að það sé í lagi að þykkja svona styrki,
kannski er ég bara svona gamaldags.
Ef þetta tíðkast nú til dags, er þá ekki í lagi að hafa það aðeins
minna áberandi.
það sem gerist, ef frambjóðendur koma fram eins og klipptir út úr blaði,
og sjálfsálitið  á afar háu stigi,  virka þeir eins og drottnarar yfir
fólki, ekki að þeir séu að vinna fyrir fólkið.
Ég segi fyrir mitt leiti, svona fólk fær ekki mitt atkvæði.
Fólk á auðvitað að vera vel til fara, en framkoman verður að vera
á jafnréttisgrundvelli og hlýleikinn verður að koma innanfrá.
                                   Góðar stundir.


mbl.is Keyptu föt fyrir tæpa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Maður nokkur fékk háan reikning frá lækni fyrir
sjúkravitjun til tengdamóður sinnar, sem var nýdáin.
,, Þetta er hár reikningur fyrir ekki neitt",
varð manninum að orði. ,,Fyrir ekki neitt?" spyr þá læknirinn.
,,Já", sagði maðurinn, ,,hafið þér læknað hana?"
,,Nei" svaraði læknirinn.
,, Hafið þér þá drepið hana?" spurði maðurinn.
,, Nei auðvitað ekki", segir læknirinn.
,,Hvað hafið þér þá gert?" Varð manninum að orði.

Vestmanneyingur, Sigurður að nafni, var kærður fyrir
æðarfugladráp af manni, sem Erlendur hét.
Um það var kveðið:

                                 Siggi er skolli súreygður,
                                 af sektarhrolli stynur.
                                 Þessu olli Erlendur
                                 æðarkolluvinur.

                                                  Góða nótt.Sleeping


Jæja þá er það orðið:

Maður er ekki fyrr búin að snúa sér við,
en það er komin ný borgarstjórn.
Ég ætla að vona að þeir standi við þennan málefnasamning 
og að þeir haldi þetta samstarf til enda tímabilsins.
Mér hugnast  málefnin vel svo ég er ánægð með þessi skipti.

Það sem mér finnst ætíð jafn undarlegt er  hvað allir verða hissa,
enginn veit eða skilur upp eða niður í því sem er að gerast.
En svona er víst pólitíkin.


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað snýst málið.

þetta er nú frekar lélegt, gerðist ekkert markverðara,
ég meina þetta er daglegt brauð.


mbl.is Ofurölvi í slagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjar það enn og aftur.

Enn og aftur fáum við veðurhaminn yfir okkur, og svo á að kólna,
er það ekki? Fyrst brjálað veður, síðan hlýnandi með rigningu,
og tilheyrandi hálku og skemmtileg heitum.
ætla ég nú að vona að fólk haldi sér heimavið,
fari nú ekki að halda að það komi ekkert fyrir það.
þótt það fari á fjöll eða eitt hvað annað.


mbl.is Varað við stormi, asahláku og hárri sjávarstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það eitthvað nýtt?

Það er ekkert nýtt, í öllum kosningum sem um getur
hvar sem er í heiminum, er skítkast á báða bóga.

Það er ekki einu sinni fréttnæmt að mínu mati.
 


mbl.is Obama í stríð við Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjan kirkjugarð, Já endilega.

Vilja menn ekki bara taka nýjan kirkjugarð á þingvöllum?
Það væri hægt að hafa nefnd,
sem fjalla ætti um hverjir fengju að hvíla þar,
það er líka svo nauðsynlegt að fjölga nefndunum.
Nei og aftur nei, höldum Þingvöllum eins og þeir eru,
maður er nú svo stoltur af sýnu, að maður fyllist lotningu
er maður kemur þangað. Ég vil ekki koma að Þingvöllum
og horfa á fótum troðið land eftir fólk sem kemur til að skoða gröf þessa manns.
Halda menn virkilega að þeir fái að jarðsetja hann hér.
Bjartsýnir.
                                     Góðar stundir.                                    

mbl.is Grafreiturinn fái að hvíla í friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband