Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Ofbeldismönnum er viðbjargandi.

Var að lesa grein um þetta efni í Fréttablaðinu í gær,
Einar Gylfi Jónsson og Andrés Ragnarsson sálfræðingar
hafa veitt körlum sem beita heimilisofbeldi, hjálp eftir að
þeir eru tilbúnir að axla ábyrgð á sínum gjörðum.
Þeir segja að það sé hægt að skipta mönnum í tvo flokka,
annarsvegar: Þeir sem grípa til ofbeldis vegna óöryggis í
samfélaginu, hinsvegar vegna að ofbeldi þeirra sé
réttlætanlegt, öll mannleg samskipti séu átök um völd,
annaðhvort sigrar maður eða tapar.
Meðferðin  "KARLAR TIL ÁBYRGÐAR" Var sett á laggirnar af
tilstuðlan jafnréttisráðs, Rauða krossins og heilbrigðisráðuneytisins
árið 1998. eftir Norskri fyrirmynd ,, Alternativ til vold".
Tilvitnun úr greininni lýkur.
Er þetta afar vel og full þörf á, en því miður þá biðja þeir ekki
um hjálp fyrr heldur en  allt er komið í óefni og orðin er þrýstingur frá
öðrum vegna alvarleika málana.
það tekur menn langan tíma til að viðurkenna það að þetta er
engum að kenna nema þeim sjálfum.
Þeir bera fulla ábyrgð á sínum gjörðum.
Engin!  Orsakar hegðun þeirra, nema þeirra eigin geðsýki.

T.d. Konan sefur, er sparkað fram úr rúminu og lamin.
       Konan situr við matarborðið, fær kjaftshögg yfir borðið.
       Konan kemur fram í eldhús, fær krús í andlitið. "Sjúkrahúsferð"
       Konan komin 7 mám. á leið, fær hnefann í magann, voru á leið í bæinn.
       Konan og annað fólk í veiðiferð, konan veikist, gat ekki sinnt honum
       þá sat hann yfir henni mest alla nótina með sígarettu og sagði
       stöðugt á ég að brenna þig, hún var svo hrædd að hún þorði ekki að kalla á hjálp.
       Sonurinn tekur í taumana einn morguninn og segir: ,, ef þú snertir hana mömmu
       einu sinni enn, þá drep ég þig"

      Og ég spyr, hvað fær okkur konur til að þola þessa niðurlægingu 
      bæði á okkur sjálfar og börnin okkar.
      Erum við svo hræddar að við þorum ekki að taka skrefið.
      Ekki segja mér að það sé af ást, það getur engin elskað svona menn.

      Hvet allar konur til að  athuga að leifa ekki svona framkomu við sig.
      Þið hafið alltaf valdið á þeim tíma og stað sem hlutirnir gerast.
      EKKI LÁTA ÞAÐ GERAST. ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI.
                            GÓÐAR STUNDIR.


Ofbeldisfull kona, eða hvað?

Hvað skildi liggja að baki þessa ofbeldis?
Annað hvort á konan í vandræðum vegna óöryggis í samskiptum
eða að hún telur að ofbeldi hennar sé réttlætanlegt, því öll
mannleg samskipti séu átök um völd.
Getur ekki líka verið að henni hafi verið gróflega misboðið á einhvern hátt,
einnig getur hún verið veik á sálinni sinni, og að þetta sé
úthrópun á hjálp frá samfélaginu.
Svo er líka til í því, að búið sé að beita hana andlegu og
líkamlegu ofbeldi í áraraðir.
Það er hægt að vera með tilgátur endalaust,
eitt vitum við þessi kona þarf hjálp.
                                       Góðar stundir.


mbl.is Ráðist á leigubílstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Einu sinni fór Jón þessi að sækja yfirsetukonu yfir
að Jórunnarstöðum, en það var þórunn, kona
Páls Halldórssonar, sem bjó þar.
Hann var búinn að gleyma erindinu, þegar þangað kom,
og kvaðst ekkert segja í fréttum.
Þórunn bauð honum inn og gaf honum spónamat í aski,
en meðan hann mataðist, spurði hún hann:
,,Hvernig líður konunni þinni núna Jón minn?
Er hún frisk ennþá?"
þá rankaði hann við sér og svaraði:
,, Já eftir á að hyggja, er ég kominn til að vitja þín.
Helga mín er lögzt".
þegar Þórunn sagði, að ekki væri þá vert að tefja,
en leggja þegar af stað, gall Jón karlinn við:
,, Ekkert liggur á, lasmaður: Það yddi bara á
kollinn er ég fór að heiman".

Lasmaður var orðtak hans.

Karl á næsta bæ við Reynistað í Skagafirði hafði fengið
að mala korn þar heima.
Húsfreyjan hafði orð á því, svo að karlinn heyrði,
að kvörnin eyddist.
Konan var haldin vergjörn. Karl kvað:

                            Kvarnalánið þakka ég þér,
                            þó að lítið segi.
                            Bilar það, sem brúkað er
                            bæði á nóttu og degi.

                                                        Góða nótt.Sleeping


Viðurstyggilegir afbrotamenn.

þegar maður les lýsingu þessa viðurstyggilega glæps
verður manni hreinlega illt.

það var þeim til refsiþyngingar að þeir voru tveir,
sem sagt hefðu þeir verið 6=8 þá hefðu þeir kannski fengið
16 ár eins og mér hefði fundist að þessir menn hefðu átt að fá.
konan grátbiður um vægð,
en nei það er að sjálfsögðu ekki hlustað á það.
neyða hana til munnmaka við sig og niðurlægja hana
algjörlega.

Annar mannanna var með kynsjúkdóm en hinn
með lifrabólgu C.

Konan fær heilar 2 miljónir í bætur.

þó að þetta sé þyngsti dómur sem fallið hefur
í nauðgunarmáli hér á landi og megi kannski fagna því,
mega þeir falla fleiri og  þyngri.
Guð veri með þessari konu.


mbl.is Þyngsti nauðgunardómurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlit með framgöngu mála.

Ég sem ætíð hef talið mig sjálfstæðiskonu,
hvet landsamband sjálfstæðiskvenna til að hafa eftirlit
með framgöngu mála í borginni.
Þær hafa betur til þess tækifæri enn við hin peðin úti í bæ,
svo ég tali nú ekki um úti á landi.
Mitt mat er, að það er kominn tími á að  ráðamenn bæði borgar og þings
vinni vinnuna sína með okkar vitund, um gang mála.
þannig gerist það frekar sem þeir settu í málefnasamning sinn.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki hátt fyrir núna, það er almenn óánægja
bæði í borginni og úti á landi, þannig að þeir þurfa kannski núna,
að taka á hinum stóra sínum og sanna gæði sín.

Að vera  sjálfstæðismaður eða kona þýðir ekki að maður kjósi þann flokk
allt sitt líf.

                                                   Góðar stundir.
 


mbl.is Sjálfstæðiskonur fagna nýjum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaverndarnefndir ætíð verið skipaðar eftir pólitík.

Barnaverndarnefndir hafa ætíð verið skipaðar pólitískt
eftir hverjar kosningar, allar götur, hvort það er rétt eður ei
skal ég ekki dæma um.
Hér fyrir ekki svo mörgum árum var það nú oft þannig,
að sama fólk var haft í nefndinni þótt það kæmu nýir flokkar inn,
vegna reynslu þeirra sem fyrir voru.

Í dag þurfa að vera sérfræðingar í þessum störfum,
það gildir það sama um þá, þurfa að afla sér reynslu,
og nefndin að læra að vinna saman.
Ég er ekki alveg að skilja mannaskipti í þessum nefndum.
það hefur ekkert upp á sig nema sundrung.
Málið er að þótt nefndin sé skipuð pólitískt þá vinnur hún
algjörleg óháð pólitík,
því hvað hefur barnavernd  með pólitík að gera. "ekki neitt".
Hvess eiga börnin að gjalda sem þurfa á nefndinni að halda
vegna heimilisvanda, jafnvel í langan tíma, og alltaf er nýtt fólk,
það gengur ekki, því börnin læra aldrei að treysta neinum.

                                        Góðar stundir.


mbl.is Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum í góðum málum da da ra da dæ.

Búið að kaupa húsin 4 og 6 við Laugaveg,
er ég afar glöð með það, en það er mikið starf fyrir höndum.
ætla ég hreint að vona að það verði byrjað strax á
uppbyggingu þessara húsa, og að það taki ekki of langan tíma.
Því á meðan grotna þau en meira niður.
Ég er með tilhlökkun í hjarta mínu yfir þessari og öðrum
aðhlynningu gamalla húsa í borginni okkar.
Þetta verður yndislegt þegar búið er.

Veit ég vel að dýrt var að kaupa þessi hús til baka,
en þegar eru gerð mistök eins og að selja þessi hús í upphafi,
þá verða menn að bíta í það súra, snúa við blaðinu,
og bæta um betur.  Og það kostar.

                                 Góðar stundir.


mbl.is Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Guðrún á Hæli giftist ekki og átti ekki börn.
Guðmundur Þormóðsson í Ásum var stríðinn maður,
einkum við öl.
Hann var kvennamaður talinn.
Einu sinni segir hann við Guðrúnu:
,, Ekki fjölgar þú mannkyninu mikið ennþá".
,,Það er nú ekki útséð um það, meðan þú ert á lífi",
 svaraði Guðrún.

Guðrún Pálsdóttir (Skálda)  kvað:

                               Ýmsum blöskra ólætin,
                                þá elta kýrnar bola,
                                en Stakkagerðis stóðmerin
                                stertrakaðan fola.

Mannlýsing.

                                Eftir því, sem ég hef vit,
                                en athugað í flýti,
                                hefur hann vöxt og háralit
                                húsbóndans í Víti.

                                                     Góða nótt.Sleeping


Ekkert gengið hér í dag.

Alveg síðan í morgun hefur verið ólag á netinu
hjá okkur hérna fyrir norðan, ég hélt að ég væri
sú hægfarnasta, af öllu hægfara, en tölvan er búin að
eiga heiðurinn af því í dag.
Mér var að detta í hug hvort það væri svona mikið álag,
í bloggheiminum fyrir sunnan, að við norðanmenn kæmust
ekki að, en haldið þið það nokkuð?
Jæja ég er að fá hluta af fjölskyldunni í mat, og er ég að elda
Italíanó goermet rétt  með saladi og  brauði,
best að fara að sjóða pastað, það verður að vera heitt er ég
blanda saman réttinum og svo beint á borðið.
Vona að sunnan menn séu ekki að drukkna í snjóToungeSmileInLove
                             Góðar stundir.


Verkin þurfa að tala strax.

Ég óskaði þessum veika meirihluta til hamingju,
er þeir potuðust saman, hvernig það gerðist veit ég engan
sannleika,og ætla ég því ekki að úttala mig um það.
Einn sannleika veit ég, og það er það að,
þeir skulu láta verkin tala og það strax.
Sýnið okkur að þið séuð þess verðir að stutt sé við bakið á ykkur.

Í eina tíð var það þannig að menn tóku sig bara saman og unnu að
heill borga og bæja burtséð frá pólitík, en ætli maður sé bara ekki orðin elliær
að halda að það sé  möguleiki í dag.
Allir eru eiginlega að ágirnast valdið, og einhver þarf að hafa það ,
en það þarf að nota það vel.

                                             Góðar stundir.
 


mbl.is Ólafur hyggst láta verkin tala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.