Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Flest getur nú gerst,

Hef nú vitað um margt, en þvílíkt og annað eins.
Eru menn sem eiga að hugsa um þetta, að vinna vinnuna sína.
Nei annað hvort það, eða sætið hefur verið bilað og átt þá að
fjarlægast. hvað ef það hefði farið ver, ef barn hefði verið í sætinu.
Þetta eru ófyrirgefanleg mistök.
Vonandi jafnar Svandís sig  höfuðhögg eru ætíð  varasöm.
                                Góðar stundir.


mbl.is Svandís Svavarsdóttir meiddist er flugvélarsæti losnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldismenn.

Það gerðist, held ég árið 1990, dóttir mín var að vinna með mér
á barnum í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Inni er vél í seinkun til Grænlands og að vanda var barinn fullur af fólki.

Eins og ég hef talað um áður þá hugnast mér ekki sú framkoma sem
viðhöfð hefur verið í garð Grænlensku þjóðarinnar,
en það veitir þeim ekki rétt til siðleysis í garð annarra.

það sem gerðist var að dóttir mín var að afgreiða hóp af fólki,
og talaði maðurinn sem í forsvari var bara dönsku sem hún ekki skildi,
en það var nú ekki vandamál yfirleitt.
Á þessum tíma var ekki gefið til baka í danskri mynnt,
heldur íslenskum krónum og dönskum seðlum, þessi maður var ekki sáttur við það
og hún reyndi að útskýra fyrir honum hvernig þetta væri
við gætum ekkert gert við þessu það væru Flugleiðir sem réðu.
Maðurinn brjálaðist svo gjörsamlega og sagði margsinnis,
ég skal drepa þig! ég skal drepa þig! ég skarst í leikinn sagði stelpunni að fara inn
á lager, ýtti á löggutakkann, ( þá voru ekki komnir öryggisverðir)
þeir komu aldrei, fólkið sem var með manninum gat fyrir rest róað hann niður,
en þessi maður var ætíð með hroka er hann kom í flugstöðina.
Ég trúi öllu á svona menn.
Ég hefði átt að kæra hann fyrir þetta á sínum tíma, en gerði ekki,
trúlega ekkert komið út úr því, maðurinn  var og er svo háttsettur.
                                  Góðar stundir.


Saklaus eða sekur.

þessi frétt er síðan 16-01, en verð aðeins að pota í hana.
Af hverju hættir hann sem formaður ef hann er saklaus.
Er ekki alveg að skilja það, en ekki ætla ég
að dæma mann sem er ekki búið að  ákæra.
                    Góðar stundir.


mbl.is Motzfeldt hættir sem formaður grænlenska þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útskýring á minni snemmbæru fótaferð.+ smá.

það hafa nokkrir af mínum bloggvinum undrað sig á
minni snemmbæru fótaferð og  minni snemmbæra nætursvefni.
Ég hef ætíð farið snemma  á fætur,
þá gæfu fékk ég í vöggugjöf frá honum pabba mínum.
Morgunstund gefur gull í mund sagði hann alltaf, og það er rétt.
Ég vaknaði ávalt glöð og hlakkaði til hvort sem ég var að fara
í vinnu eða skóla.
síðan fór ég að búa og eignast börn, og fannst mér það afar gott
að vera búin að gera ýmislegt þegar hinir vöknuðu.
Td. er börnin voru byrjuð í skóla var ég iðulega búin að baka
kleinur og brauð  laga til og elda hafragrautinn þegar þau komu fram,
ég vakti þau aldrei,  þau voru með sínar vekjaraklukkur og báru ábyrgð
á sér sjálf, einu sinni lét ég son minn sofa yfir sig, hann vaknaði ekki við klukkuna,
það gerðist  aldrei aftur.

Ég var svo lánsöm að geta verið heima með mín börn og fengu þau allt það
öryggi, sem því fylgdi, ég elska þau líka út yfir allar víddir,
ég hef fengið það tilbaka með þeim kærleika sem þau bera til mín,
og með þeim börnum sem þau hafa verið svo lánsöm að eignast.
og sem ég fæ að umvefja öllum þeim kærleika sem ég á.

Þegar ég var búin að ferma litla barnið, sem er sonur minn,
fór ég að vinna í flugstöðinni, þá þurfti ég að vakna 4=5 á morgnana og var það ekkert
vandamál fyrir mig, stundum var næturflug eða millilending
þá fór maður bara ekkert heim, tók því ekki,
vann þar þangað til ég missti heilsuna haustið 1992.

Að fara snemma að sofa kom bara eftir að ég fékk elsku hjartans gigtina,
Æ hún er svo yndisleg, hún fer stundumWink en kemur ætíð afturInLove
En svona í alvöru yfir hverju er fólk að hanga á fótum, ef það eru ekki gestir eða eitthvað.
Ekki er varpið til að hrópa húrra fyrir, miklu betra að skrýða upp í,
 lesa eða hlusta á góða tónlist
Jæja nú vitið þið skýringuna, fékk þetta í vöggugjöf.
                                                Kveðjur Milla.InLove öll.


Bruninn á Sauðárkrók. Frh.

Það var eins og mig minnti, húsið sem brann var gamalt
byggt árið 1886 minnir mig, að hafi verið sagt í fréttum,
mikið væri það nú áhugavert,
ef húsið yrði byggt upp í sinni upprunalegu mynd,
og þar yrði kaffihús áfram.

                      Góðar stundir.
 


Sorglegt.

þetta eru ætíð sorglegir atburðir, er fólk missir húsin sín,
eins og í þessu tilfelli atvinnuna sína.
Þó svo að allt sé jafnvel  tryggt, verður þá þetta hús byggt upp á ný?
Ef mig minnir rétt þá var þetta mjög gamalt hús,
er samt ekki alveg viss.
Sendi þeim sem hlut eiga að máli mínar bestu baráttuóskir.
                              


mbl.is Stórbruni á Sauðárkróki í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Magnús Teitsson var eitt sinn að vinna að fiskverkun
í ÞORLÁKSHÖFN með manni, sem Steindór hét Egilsson.
Þeir fengu sér einhvern tíma í staupinu, og þá fór
Magnús að glettast við Steindór og kveða til hans,
meðal annars þetta:
                                 Þú ert Steindór stórlyginn,
                                 stelur frið og eykur tjón.
                                 Aldrei hefur andskotinn
                                 átt sér betri samverksþjón.

Og enn kvað Magnús

                                Þá mun flestum friðar von
                                og fækka í vítis pælu,
                                ef hann Steindór Egilsson
                                fengi himnasælu.

Ein létt hún heitir Slys.

                                Oft hafa slysin ungmeyjar hent
                                og afvega leitt, þó góð sé þeirra artin.
                                Nú hefur Beta mín brotnað í tvennt,
                                og bágt að vita, hver á annan partinn.

                                                      Góða nótt.Sleeping
 


Til hamingju Stígamót.

Þetta er alveg stórkostlegt. það fólk sem starfað hefur
í Stígamótum og systurfélögum þess um allt land má vera stolt af
þessari viðurkenningu á störfum sínum.
Frábært er það einnig að stofna eigi til samstarfs á alþjóðavettvangi,
það verður til þess að kynferðislegt ofbeldi verður meira upp á borðinu,
fleiri koma til með að vita af og viðurkenna vandann, segja frá og
tilkynna um það sem það veit eða telur vera rétt.
gangi ykkur ævilega allt í haginn.

                       Kveðja frá Húsavík.Heart
 


mbl.is Stígamót fá alþjóðlega viðurkenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halda ró sinni.

Mikilvægt að allir haldi ró sinni, Ja hérna getur maður annað?
á meðan óróinn er að ganga yfir, Geir sagði einhversstaðar að
þetta væri ekki svo alvarlegt, þá skulu þeir líka koma því þannig fyrir
að fólk geti lifað og hafi einhvern vinnumarkað.
Satt að segja er maður orðin svolítið þreyttur á að hlusta á þessa
ráðamenn okkar, lofandi öllu fögru fyrir kosningar,
staðið við sama og ekki neitt, allt er að fara í kalda kol,
og svo er okkur sagt að halda ró okkar.
            Vona að þið sofið velSleeping


mbl.is Mikilvægt að halda ró sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÆÆ, litli snúðurinn.

Aðeins að koma því að: ekki að ég hafi neitt á móti því.

Eins og margir vita erum við gamla settið á hólnum að passa
hundinn Neró, hann eiga tvíburarnir mínir sem eru að Laugum.
Hundinn erum við búin að þekkja síðan hann kom til,
en núna er hann litla barnið okkar. Veikur hefur hann verið
snúðurinn, svo hann hefur þurft á að halda smá dekri.
Núna er hann nýklipptur, svo hann er viðkvæmur fyrir kulda.
Í morgunn fór engillinn minn að gera sig tilbúin til að fara morgunrúntinn,
sækja blöðin ( þau eru ekki borin út hér á Húsavíkinni)
sýna sig og sjá aðra, nema Neró byrjar að væla, hann vill með,
eins og hann fær alltaf.
ÉG kalla fram afi, afi, fær hann ekki að koma með?
Afi svarar jú jú, opnar millihurðina og segir: ,, Afi ætlar bara að hita bílinn"
                                      Góðar stundir.Whistling


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband