Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Fyrir svefninn.
20.1.2008 | 20:28
Mál séra Péturs Magnússonar frá Vallanesi var mikið rætt hér í bænum.
Séra Bjarni Jónsson og Páll Ísólfsson voru við jarðaför saman.
Páll Ísólfsson sagði þá við séra Bjarna: ,, getur þetta gengið
fyrir prest, ef það sannast, að séra Pétur hafi verið á gægjum
á glugga hjá stúlku að næturlagi?"
,,Held varla", segir séra Bjarni. ,,það gæti í hæsta lagi
gengið fyrir organista".
Hálfkæringur um stúlku.
Það er í einu orði sagt
og að fullu sannað,
að þér er flest til lista lagt,
lygin jafnt og annað.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jæja mensan.
20.1.2008 | 16:12
Sýknaður, gat nú verið. Verð nú bara að segja, að það er
aldrei réttlætanlegt að ráðast á börn, hvað þá að berja þau.
Ef maður hefði átt að brjálast í hvert skipti sem dúndrað var
í rúðurnar heima hjá manni eða í bílana,
þá hefði maður ekki gert annað en að eltast við blessuð börnin,
ég er ekki búin að gleyma hvernig ég var er ég var ung.
Hvernig ætli þessi maður hafi verið þegar hann var ungur.
Góðar stundir.
Reiddist þegar snjó var kastað í bílinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Feimnismál. Er það?
20.1.2008 | 11:47
Er það enn þá feimnismál, þvílíkt, hvað maður er grænn,
Hélt bara að fólk væri bara ekkert að bera þetta á borð
fyrir aðra, en ef að þessi fræðsla sem á svo að fara fram
fyrir peningana sem aflast,
opnar fólk fyrir því að tala um sjálfsfróanir sínar,
Þá bætist við eitt en í málefnaflóruna ekki veitir af,
það er alltaf rætt um það sama, veðrið, makann, börnin,
heimilið, og hitt og þetta ómerkilegt,
En nú kemur nýtt umræðuefni: "Sjálfsfróunin".
Og þá hættir feimnin.
Góðar stundir.
Danmerkurmót í sjálfsfróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Lengi vitað.
20.1.2008 | 08:18
væri að íhuga breytingu, hefur algjörlega legið í loftinu.
Hélt satt að segja, í síðustu kosningum,
að hann mundi ganga í raðir sjálfstæðismanna,
en varla héðan af, eða hvað?
Nú telja menn að Ingibjörg Sólrún sé að fá nýjan hirðmann,
en hann gerist nú ekki svo glatt hirðmaður, þótt hann sé hálfgerð
undirlægju-persóna, ætíð hefur það nú verið talið að þær nái aldrei langt.
Einnig hefur rétti talandinn allt að segja,
talandi sem segir: ,,Allir eru vondir við mig, og allir segja að allt sé mér að kenna",
hefur aldrei höfðað til mín, enda er ég að viðra mína skoðun.
Björn Ingi er örugglega afar góður strákur, en hann á fjandi marga trefla.
Góðar stundir.
Björn Ingi úr Framsóknarflokki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
19.1.2008 | 21:19
Fjórir Sauðkræklingar fóru fyrir nokkrum árum í afmælisveislu
yfir í Hjaltadal, og var Stefán Vagnsson einn af þeim.
Á leiðinni hittu þeir verkstjóra, sem var þar við vegagerð.
Hann bauð þeim að koma við hjá sér,
er þeir færu um á heimleið, og hétu þeir góðu um það,
enda ekki í kot vísað.
En hverju sem um var að kenna, varð þó ekki af því,
að þeir heisæktu hann á heimleið.
Stuttu síðar hitti verkstjórinn Stefán Vagnsson og spurði,
af hverju þeir hefðu ekki komið við hjá sér,
hann hefði verið vel undir það búinn að taka á móti þeim.
,,Við sáum ekki jeppann þinn", sagði Stefán, ,,og héldum
að þú værir ekki heima". ,, Það þykir mér skrýtið, ef þið hafið ekki séð
bílinn. Hann stóð undir skúrnum rétt við veginn", sagði verkstjórinn.
,,En blessaður vertu!"sagði Stefán. ,,Við sáum skúrinn ekki heldur".
Vel að verið.
Fæddi barn í föðurranni
fimmtán ára sprund.
Fjórtán dögum síðar svanni
sótti skemmtifund.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nei engin getur dæmt fyrir aðra.
19.1.2008 | 10:20
Hillary Clinton er stórkostleg kona, hún hlýtur að vera það.
Að geta staðið fyrir framan alþjóðasamfélagið,
og talað um hvað hún lét bjóða sér upp á.
Jú því við veljum það líf sem við lifum.
Ég sem kona tel að hún hafi ákveðið að snúa dæminu við
Hún valdi að vera gift honum áfram, og svona sterk
og bráðvel gefin kona eins og hún er, tekur bara valdið
Stjórnar af mikilli visku, og segir: ,, Þú ræður hvað þú gerið".
Enn ef, þá "BÚMM".
Hvað hefði ég gert, jú ég hefði bara sagt honum að halda áfram
að þvo í þvottavélinni. By, by.
Skal tekið fram. Þessi skoðun mín hefur ekkert með pólitík að gera
ég var afar ánægð með stjórnarfar Clinton hjónanna.
Góðar stundir.
Hillary tjáir sig um Lewinsky-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Lognið á undan storminum
19.1.2008 | 09:54
Það er stundum sagt: ,, Þetta er lognið á undan storminum.
Sjö teknir grunaðir um ölvunarakstur,
góðir landsmenn það eru sjö of mikið.
Hvenær ætlar okkur að skiljast það.
Hvenær ætlum við að þroskast upp úr hrokanum
og hætta þessari vitleysu?
Eru ekki líkamsárásir alltaf alvarlegar, ég tel engar
árásir minniháttar. Þær geta orðið þess valdandi að
þolandinn gerist hræddur við allt og alla í langan tíma.
Góðar stundir.
Sjö teknir við ölvunarakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Duttu nú af mér allar dauðar í gær.
19.1.2008 | 09:08
Upp úr nónbili í gær hringdi tengdasonur minn
til að vita hvort við værum heima,
hann ætlaði að koma í kaffi með litla ljósið mitt.
Er þau komu fékk ég að vita að dætur mínar hefðu farið til
N.Y.=Akureyrar, Já,Já, í snarbiluðu veðri og átti hann að bæta í vind og
skafrenning eftir því, en þær ætluðu að vera fljótar,
þær hafa nú aldrei kunnað það, sko ég meina er þær eru í búðarrápi.
En viti menn þær urðu smá skræ þegar Ingimar sendi þeim skilaboð:
,,Það er farið að bæta í vind". Svar kom: "JÁ"
Náðu samt að versla fullan jeppann, það voru matvörur, gardínur,
+ stangir og margt fleira.
Ekki var farið út að borða, eins og vanalega,
heldur keyptar langlokur til að borða á leiðinni.
Tvíburarnir mínir voru með í för og ætluðu þær að koma heim og vera hér
um helgina. voru komnar um hálf átta,
ekki parhrifnar af heimferðinni, sá ekki út úr augum fyrir skafmold, og
það var frekar hvasst. eins gott að Dóra kom ekki líka, hefði mokað
yfir hana, fjandans óþolinmæðin, eins og þetta hefði ekki mátt bíða.
Duttu svo ekki af mér allar dauðar er Milla mín hringdi, spurði hvort þær
væru búnar að segja mér heimferðar-söguna? Já já sagði ég en ég vissi þetta allt
fylgdist með á síðu vegagerðarinnar í tölvunni.
En þá kom, þetta var allt Ingimar að kenna að því að hann sagði
að það væri gott veður eins og væri, en mundi versna.
En vonandi læra þær af þessu.
Móðursjúk mamma með
áhyggjur af öllu, þarf nú stundum.
Kveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Farbann. Eru þið ekki að grínast?
19.1.2008 | 08:25
Enn auðvitað er engin að grínast, en ég var svo vitgrönn
að halda að það væri bara sjálfsögð eftirfylgni í máli sem þessu,
að menn færu í farbann.
Fyrir margt löngu síðan minnir mig að engin hafi mátt fara til útlanda,
ef að þeir skulduðu ríkinu eitthvað, er það kannski vitleysa í mér?
þetta er nú margt alvarlegra en það, að skoða þurfi, hvort þeir fari í
farbann eður ei. Að mínu mati á það að vera þannig ef menn brjóta af sér
þá fari þeir hinir sömu í farbann, hverra lands sem þeir eru.
Og ég taldi nú eiginlega að þeir væru í gæsluvarðhaldi þessir menn.
Eða eru brot þeirra ekki nægilega alvarleg til þess?
Góðar stundir.
Úrskurðaðir í farbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
18.1.2008 | 22:29
Ungur piltur frá Hofsósi, sem þótti allmikið upp á kvenhöndina,
kom inn á barinn á Sauðárkróki og sá þar stúlku,
sem honum leist vel á.
Hann gengur til hennar og segir:
,, Mér finnst ég hafa séð þig einhvers staðar áður".
,, það getur svo sem vel verið", segir stúlkan,
,, því alla mína ævi hef ég verið einhvers staðar".
Kenningavísur.
Ástarfífan fauk af stað
frá legghlífa-nérði.
Bónorðshrífu ýtti að
undirlífa-gerði.
Kærleiksamboð upp hann tók,
ástargambri hreyfði.
En hárkamba-eyjan klók
engin sambönd leyfði.
Ísleifur Gíslason
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)