Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Taldi þatta vera bannað.
17.1.2008 | 10:34
Afar þægilegt fyrir þá sem hlut eiga í málum.
Þessir menn halda að þeir séu yfir allt hafnir,
en, nei sem betur fer ekki.
Vandamálið er bara það þeir fá ætíð öllu sínu
framgengt, draga svo málin þar til allir hafa gleymt þeim.
Líkist þetta einhverju sem maður hefur heyrt hér heima?
Góðar stundir.
Tölvugögnum Hvíta hússins líklega eytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Perraháttur.
17.1.2008 | 07:54
Perraháttur já sko, ef fólk vill sjá sig í samförum,
er hægt að setja spegla um allt herbergið, ekki satt?
Vilja ekki svona menn alltaf meir og meir,
en það var nú sætt að hann skildi senda henni myndbandið
er þau slitu samskiptum.
Eins og það sé nokkur sönnun fyrir því að það sé ekki til annað.
Góðar stundir.
Tók upp ástaratlotin með leynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ef að launin væru framfærslufær.
17.1.2008 | 07:42
hellist út á vinnumarkapinn, og ef launin væru framfærslufær,
þá væri það fínt ef fólk gæti minkað vinnu og sinnt sinni fjölskildu meira.
Var það kannski ekki stefnan einu sinni?
Vinnutími styttist en fjölgar á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æ hvað hann á bágt.
17.1.2008 | 07:31
Heldur hann virkilega að hann hafi eitthvað út úr því?
Frakkar eru þrælgóðir í sínum verkföllum,
en þessu banni verður ekki aflétt.
Einn maður, í hungurverkfall út af reykingarbanni.
Aðhlátursefni.
Í hungurverkfall vegna reykingabanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
16.1.2008 | 20:09
Eftir leiksýningu á ,,Gullna hliðinu" var stúlka spurð að því,
hvort hún kviði nú ekki fyrir þeirri stund,
þegar hún ætti sjálf að mæta frammi fyrir hinu gullna hliði.
Svarið var kvenlegt:
,,Onei", sagði hún, ekki þótti henni það mjög kvíðvænlegt.
,,En ég veit bara ekkert, í hverju ég á að vera".
Til stúlku.
Þú ert ekki, Þura, stillt,
þegnum sýnir hrekki.
Stríðir þú við stuttan pilt,
en strákurinn vill þig ekki.
Magnús Teitsson.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég get svo svarið það. Gleymdist hann?
16.1.2008 | 17:19
þetta gerðist á Sri Lanka, rétt hjá okkur, nú skil ég af hverju
ég hef aldrei viljað fara til þangað hef fundið þetta á mér.
Hann vissi ekki rétt sinn, hefur gengið um eins og
lúbarinn rakki.
Hvernig var þá uppeldið?
Gleymdist í fangelsi í 50 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Æ hvað þetta er kjút.
16.1.2008 | 17:09
Össur hefur ætíð verið ofurhrifin af stelpunum sínum ,
það er eins og það á að vera, og skil ég það vel.
Enn að mínu mati má hann ekki blanda þessum litlu
englum sínum, út í blaðahörkuna.
Mín skoðun
Góðar stundir.
Dóttir Össurar kortleggur ráðuneytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tala við börn.
16.1.2008 | 09:50
Börn eru misjöfn og málefnið er viðkvæmt,
en börn vita meira heldur en við höldum.
Að vara börn við, þau mega ekki tala við ókunnuga,
ekki fara upp í bíla hjá fólki sem þau þekkja ekki neitt.
Við getum endalaust varað þau við, frætt þau um hætturnar,
við getum sagt við þau að ef þau séu í vandræðum og þurfi að
leita eftir hjálp, þá að gera það í margmenni.
Þetta er að sjálfsögðu afar brýnt að gera, jafnframt því
að ala þau upp í aga, kærleika og sjálfstæði.
Við megum ekki gleyma mestu hættunni sem er afar erfitt að vara við.
Hún er um það sem gerist, á þeim stöðum sem barnið telur öruggt,
inni á heimilum þeirra og heima hjá nánum skyldmennum.
vandasamara tel ég vera að vara þau við því sem þar getur gerst.
Það sem er brýnt að mínu mati er að fólk fari að tala eðlilega og af
hreinskilni um þessi mál almennt.
Sumir taka börnin sín á eintal og tala við þau í svona alvörutón,
sem sum börn taka sem hálfgerðan skammartón.
Það þarf að nota sálfræðina á börn.
Gangi okkur öllum vel með allt sem við tökum okkur fyrir hendur.
Góðar stundir.
Mikilvægt að tala hreint út við börnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kannski gert með vilja.
16.1.2008 | 07:27
Maður er nú orðinn svo svekktur, að maður trúir öllu á menn.
Ekki þekki ég ötull-gjörðir Sigursteins Mássonar, nema af afspurn
og ég hélt að friður hefði skapast um hann.
Ekki virðist það vera.
Hann skyldi þó aldrei hafa verið of akrasífur fyrir réttlætið?
Eitt veit ég, að frið skuluð þið hafa, annað er ekki sæmandi.
Hvernig væri að skipta öllum ráðamönnum út,
kannski með Sigurstein Másson í broddi fylkingar.
Gott gengi.
Öryrkjabandalagið missir máttinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
15.1.2008 | 22:40
Stúlka stóð á tröppum Laugaskóla og var að tala við pilt,
sem stóð fyrir neðan tröppurnar, en stormur var allmikill.
Þá kvað Konráð Erlendsson:
Vindur þaut um veðraslóð,
vatt upp pilsin hraður,
en í þrepi öðru stóð
undirhyggjumaður.
Þegar Sigurður Sigfússon tók sér ættarnafnið Bjarklind,
Var þessi vísa kveðin:
Það er á því varla von,
að við það yndi glaður
að vera bara Sigfússon
svona tiginn maður.
Halldór Hallgrímsson.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)