Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Fyrir svefninn.
3.2.2008 | 21:14
JúlíusHavsteen sýslumaður Þingeyinga
hafði látið af sýslumannsembætti fyrir aldurs sakir,
en þá var honum boðin tollvarðarstaða á Húsavík.
Kunningi hans spurði hann hvort hann ætlaði ekki að
taka stöðunni. Þá svaraði Havesteen:
,, Nei maður getur ekki verið kokkur á skipi. sem
maður hefur verið Kapteinn á."
Jón Halldórsson bóndi í Efra-Seli í Hrunamannahreppi
kvað um brennivínið:
Brennivín er besta hnoss
brennivínið seður,
Brennivínið bætir oss,
brennivínið gleður.
Magnús Andrésson alþingismaður í Syðra Langholti kvað
á móti fyrrgreindri vísu Jóns í Efra-Seli:
Sjaldan bætir brennivínið
bræðra mætan félagsskap.
Oftast lætur eitthvert svínið
úr sér þrætu og heimskuslap.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Helgin senn á enda.
3.2.2008 | 18:58
Var búin að lýsa föstudeginum að mestu.
Þegar engillinn kom heim með tvíburana hringdi Milla jr.
og bað þær að koma til sín,
þær hlupu strax yfir ég vissi hvað var í gangi.
Það var nefnilega þannig að þær völdu sér
Japanskar dúkkur í verðlaun fyrir góðu prófin sem þær tóku fyrir jólin.
Þetta eru dúkkur sem þú getur hannað allt á og gert allt
mögulegt við, þær eru yndisfagrar,
og völdu þær sér þetta með hönnun í huga
og svo setja þær myndir af þeim á síðurnar sínar.
Þessar snúllur mínar verða málóðar er Japan ber á góma.
Á laugardeginum byrjuðu þær á því að fara í búð fyrir mig
og eitthvað versluðu þær fyrir sjálfan sig, afi ók þeim,
hann ok líka Viktoríu í fimleika.
Um fjögur leitið komu tveir snjókallar inn úr dyrunum,
eftir það var fjörið ekki umflúið.
Síðan komu Milla og Ingimar og við borðuðum saman,
ég var með sinneps gullach M/ k. mús og brauði.
ÍS og ávexti á eftir.
Fór ekki að sofa fyrr en um miðnættið gerast enn.
vaknaði ekki fyrr en átta í morgunn var að dúlla mér
þar til ég vakti þær um eitt leitið.
ég fór í að stytta tvennar gallabuxur af hvorri þeirra
var nú svolitla stund að því.
síðan fór ég fram til þeirra þar sem þær voru að borða
og sagði, snúllur sko, þá sagði önnur við hina, hvað verður nú?
þær vita nefnilega ef ég segi sko, þá eiga þær að taka eftir,
þær gera það líka, en þurfa aðeins að stríða ömmu sinni.
Þetta endaði eins og ævilega í heillöngum og skemmtilegum
umræðum. Fyrst talaði ég um skipulag,
sem er að þeirra mati uppáhalds-umræðuefnið mitt,
get nú viðurkennt það. Síðan var talað um menningu,
og aðallega Japans.
Þeim var svo skutlað heim um fjögur leitið með öll
herlegheitin, mamma þeirra var strax byrjuð að hjálpa þeim
að skipuleggja fast svæði fyrir þessa starfsemi.
Þetta var yndisleg helgi. Takk fyrir mig englarnir mínir allir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þráinn Bertelsson. Uppáhaldspenninn.
3.2.2008 | 10:04
Uppáhaldspenninn, já svo sannarlega,
hef sagt það áður og segi það enn: ,,Maðurinn er snillingur."
Löggjafavaldið orðið pöntunarlager fyrir framkvæmdarvaldið,
er þetta ekki snilld að eiga allan þann orðaforða sem þessi maður á.
Hann er í Prag núna og segir frá skemmtilegum þaðan á milli þess
sem hann segir skoðanir sínar á hinum ýmsu málum,
eins og bloggmállýskur og andleg mótlæti.
þessi orðaforði sem er á stundum notaður í blogginu getur
að mínu mati verið illskiljanlegur,
en það er auðvitað mál hvers og eins að velja sér tungumál
fyrir sitt blogg, mér dettur nú í hug mál sem við krakkarnir notuðum,
er ég var ung, það var eitthvað sem endaði alltaf á sma, t.d.
esma æsma asma leisma mesma = ég ætla að leika mér.
Enn man þetta eigi svo gjörla.
Síðan ritar hann um andlegt mótlæti,
sem hann telur eigi að finna í sjúkdómaregistri
læknisfræðinnar.
mín skoðun er sú sama,það heitir víst, geðsjúkdómur af einhverri gerð
og sumum finnst, að eigi megi tala um hann,
mér finnst að það eigi að tala um hann fordómalaust eins og aðra sjúkdóma.
Við þurfum endilega að fara að leggja af stað út úr moldarkofunum.
Sammála er ég þessum manni í flestu, vegna þess að,
það er allt svo rétt sem hann segir.
Hlakka ég mikið til að lesa bók um hann sjálfan,
ekki það að mér hugnist ævisögur vel, yfirleitt hundleiðinlegar,
en þetta horfir öðruvísi við, hann skrifar hana sjálfur.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Páll Óskar er flottur.
3.2.2008 | 09:18
Ég er ekki vön að horfa á lögin á laugardags-kvöldum,
en þar sem fullt var að fólki var sest niður eftir matinn og
horft. Páll Óskar sómir sér ávallt vel, hann er svo opinn,
frábær og skemmtilegur í alla staði.
Selma var mjög smart í gær, Erpur og Þorvaldur standa
alltaf fyrir sínu, ásamt þáttastjórnendum.
Það er nú þannig með mig, mér hugnast ekki þessi þáttur
finnst hann þurr, vantar allt flæði, þor og gáska.
Verð að segja að lagið hans dr. Gunna var æði.
Góðar stundir.
![]() |
Páll Óskar í stað Möggu Stínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
2.2.2008 | 21:34
Sæmundur kaupmaður var oft mjög viðutan.
Einu sinni lá hann veikur,
og kallaði þá kona hans, að læknirinn væri að koma.
,, Hamingjan hjálpi mér!" sagði Sæmundur þá.
,, Ég er í rúminu. Ég get ekki tekið á móti honum.
Segðu honum að ég sé veikur."
Kennari spurði Karl litla á prófi í náttúrufræði
hvað væri gert við hvalketið.
,, Það er étið," svaraði drengurinn.
,, En hvað er gert við beinin?" spurði kennarinn.
,, Þau eru látin á diskbarminn," svaraði kalli.
Upphaf og endir.
Á einu gera ég vil skil
eðli drengja og snóta
Ástin byrjar ofan til
og endar á milli fóta.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Traustið er mikið í borgarstjórn.
2.2.2008 | 09:24
Held að það hljóti að vera eitthvað erfitt samstarfið í borgastjórn,
þegar menn þurfa endalaust að lýsa yfir,
að þeir treysti samstarfsmönnum sínum
þá er eitthvað bogið við samvinnuna.
Ekki er ég að segja að menn geti ekki sagt sína meiningu,
en það má þá ekki brjóta í bága við málefna-samninginn
sem borgastjórn lagði upp með að mundi standa í einu og öllu.
Og ég held að Ólafur F. Magnússon mundi eigi sætta sig við annað.
Flugvöllurinn í vatnsmýrinni og allt sem því fylgir,
að mínu mati er allt annað útilokað.
20.000 manna byggð getur átt samleið með flugvellinum eins
og allt annað sem á að koma þarna.
Gísli Marteinn lýsir skoðun sinni , hann vill 20.000 manna byggð
í Vatnsmýrinni og viti menn Dagur B. tekur undir það.
Hvað er í gangi? Gæti það hugsast að plott væri þarna á ferð?
Það hefur löngum verið sagt að einu flokkarnir sem gætu
myndað starfshæfa borgastjórn væru sjálfstæðis og samfylkingar menn.
Ef að það yrði, yrðu þá ekki allir glaðir, engin mundi setja út á það,
ekkert vantraust og allir brosa hringinn.
![]() |
Ólafur treystir Gísla Marteini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sorglegt og algengt.
2.2.2008 | 08:53
Sumir segja ungdómurinn í dag, en ég get ekki tekið undir það,
þessi hegðun ungamannsins speglar sem betur fer ekki
öll ungmenni. þessi ungi maður ásamt mörgum öðrum
unglingum þurfa hjálp til að snúa við blaðinu.
Þau lúta engum aga, orðin þetta vaxin úr grasi.
Og því miður þá hafa flest þeirra aldrei þurft að
lúta aganum þess vegna er vandamálið.
Er ekki eitthvað meir að er barnið ræðst á móður sína
eða verða þau bara svona af tölvunotkun.
Í þessu tilfelli er móðirin búin að gefast upp, hringir á lögregluna
lögreglan tilkynnir barnaverndarnefnd, vona ég, því þá fæ
drengurinn hjálp. Gangi þeim allt í haginn.
Góðar stundir.
![]() |
Ósætti vegna tölvunotkunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
1.2.2008 | 21:08
Björg húsfreyja var skapstór og setti stundum
óþyrmilega ofan í við Guðjón bónda sinn.
Einu sinni sat hann að matborði með gestum,
en varð það á að hella úr sósuskál á borðið.
Þá rauk húsfreyja upp og sagði:
,, Alltaf er það eins með þig, Guðjón!
Þú átt hvergi heima að borða nema
með hundunum."
Lýst faðerni.
Illa fór það fyrir mér,
fékk ég barn í kviðinn.
Jón Mattías-arfi er
eitthvað við það riðinn.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagurinn í dag.
1.2.2008 | 16:05
Eins og ég sagði í gær þá er Milla jr. veik við fórum
með Viktoríu í skólann um leið og ég fór í þjálfun.
síðan var ég sótt og keyrð heim, þá fór engillinn
með litla ljósið hana Aþenu Marey á leikskólann.
Ég var með tilbúið kaffi er hann kom heim, en þá
hringdi Milla, það þurfti að sækja Viktoríu í skólann,
hún var orðin veik. þvílíkt ástand.
Nú það þurfti að versla fyrir liðið svo við fórum að versla
fyrir Millu, Dóru og okkur sjálf, við vorum hálf fyndin
í þessu öllu saman, síðan var það apótekið og heim
var búin að fá nóg.
engillinn fór síðan aftur að kaupa þurrkur á bílinn
og að sækja Aþenu Marey á leikskólann klukkan tvö.
kom heim fékk sér te og brauð og brunaði síðan
inn að Laugum með vörurnar og taka tvíburana mína
tilbaka þær ætla að vera hér heima um helgina.
litla ljósið býður spennt eftir þeim.
er þetta ekki skrautlegur dagur hjá okkur ræfils
gamlingjunum, en þetta gefur lífinu lit.
og það verður gaman hjá okkur um helgina,
það er að segja ef maður veikist ekki líka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hjálp fyrir þá sem lenda í kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi.
1.2.2008 | 06:04
Það eru fjöldin allur af konum og mönnum sem
eru föst í samböndum sem eru stórhættuleg fyrir
viðkomandi manneskju.
Þau annað hvort eru orðin samdauna ástandinu, hrædd
við að koma sér út úr þeim af ýmsum ástæðum
sem þau ekki gera sér grein fyrir,
ég ætla ekki að telja upp ástæðurnar nú, þær eru of margar til þess.
Það sem ég ætla að segja er hvort ekki sé hægt að setja á stað herferð
í því að kinna fólki, að það sé í lagi að biðja um hjálp,
þau lifi við óeðlilegt ástand, hvar eigi að biðja um hjálpina,
og hvað þau eigi að gera til að fara ekki í sama farið aftur.
Það á ekki að trúa makanum um bót og betrun,
þeir meina það aldrei.
Það er lífshættulegt að búa við svona ofbeldi.
Allir standi við bakið á þeim sem koma fram og vilji breyta sínu lífi.
Þið skuluð athuga það, að næstum allir lenda í
ofbeldi af einhverju leiti, en sumir bara vita það ekki
fyrr heldur en eitthvað verður til kveikja á því að
þetta lífsmunstur er ekki í lagi.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)