Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Galdratrú Úganda.
6.2.2008 | 08:07
Þeir eru aldeilis sterkir galdramennirnir í Úganda,
geta andsett heilu bekkina.
Er ekki bara hægt að andsetja á hinn veginn
þannig að börnin verði eins og englar? Bara spyr.
Er þetta ekki bara eins og var hér áður og fyrr,
þegar draugagangurinn var allsráðandi
í sveitum og bæjum landsins.
Þau eru svo galdratrúuð að ef eitthvað er sagt við þau
þar að lútandi, brjálast þau úr hræðslu.
Ég held að það sé eitthvað svoleiðis.
Góðar stundir.
![]() |
Andsetnir nemendur í Úganda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
5.2.2008 | 21:41
Ein af sögum Gunnars frá Fossvöllum var þessi:
,, Ég var einu sinni," sagði hann, ,,farþegi á strandferðaskipi,
og eitt kvöldið, þegar við sátum í reyksalnum,
sagði ég söguna af frúnni í Reykjavík, sem þóttist orðin viss um,
að bóndi hennar héldi við vinnukonuna.
Það var nefnilega þannig, að húsbóndinn kom oft seint heim á kvöldin,
en hins vegar heyrði frúin oft umgang í stiganum upp á loft,
og nú taldi hún alveg víst, að eiginmaðurinn væri
að læðast upp á loft til vinnukonunnar.
Frúin hugsaði sér nú að koma bónda sínum í opna skjöldu.
Hún sagði vinnukonunni eitt kvöldið,
að hún mætti fara heim til foreldra sinna og þyrfti ekki að koma
fyrr en daginn eftir.
En sjálf fór upp í vinnukonuherbergið,
háttaði í rúm hennar og slökkti ljósið.
Eftir góða stund heyrir frúin, að læðst er upp stigann
og einhver kemur inn, en hún lá og bærir ekki á sér.
Komumaður fer hljóðlega, fækkar fötum í dimmunni
og skríður undir sængin.
En þegar þau höfðu notið hvílubragða,
ætlaði konan að taka karl sinn heldur betur í karphúsið.
Hún teygði út höndina og kveikti ljós.
En henni varð þá heldur en ekki bilt.
Þetta var alls ekki bóndi hennar heldur kærasti vinnukonunnar.
en hvað haldið þið?" bætti Gunnar við.,, Þegar ég hafði sagt þessa sögu,
þá gall við virðuleg frú í áheyrendahópnum og sagði:
,, Bölvuð lygi er þetta! Eins og konan hefði ekki fundið muninn!" "
Góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvað ætli þær vilji láta ná sér.
5.2.2008 | 15:51
Jæja þá er búið að ná rolluskömmunum,
vita þær ekki að það er bannað að strjúka, það var allavega
bannað í vistum og skólum hér áður og fyrr, en nú er bóndi búin
að siða sínar skjátur til, svo ekki kemur þetta fyrir aftur.
Enda gott að skríða heim er hungrið fer að sverfa að.
Góðar stundir
![]() |
Ljónstyggar og fráar á fæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Baneitrað kvikindi. Eða hvað?
5.2.2008 | 08:38
Tarantúla er er frekar óhugnanlegt kvikindi og baneitrað.
Ég skil nú ekki hvað fólk hefur út úr því að hafa svona
gæludýr, nema til ógnunar.
Fóðraði hana á músum, þvílíkur vibbi.
Hann hlýtur að hafa fengið eitthvað út úr því
að horfa á hana éta mýsnar.
![]() |
Hald lagt á tarantúlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Gott að þetta fór vel.
5.2.2008 | 08:25
Vona ég að þessi litla stúlka nái sér fljótt,
þá meina ég andlega, ég tel að þetta sé hræðileg reynsla
sem hún fékk.
Vitin fyllast og hún upplifir köfnunartilfinningu.
Svo eru það þessar slysagildrur, sagt er að húsráðendur beri ábyrgð,
en þetta kostar óhemju peninga þannig að flestir hafa ekki efni á
að láta hreinsa snjó og klaka í burtu.
Á Ísafirði er það þannig að skilti eru í öllum gluggum,
sem á stendur: " Varúð snjóhrun" en það dugar ekki til,
Því það er með þetta eins og ófærðina, fólk hugsar,
það kemur ekkert fyrir mig eða það hugsar ekki neitt.
Mér fyndist að bæjarfélögin ættu að sjá um þessi verkefni.
Er nú ekki svo oft á ári.
Góðar stundir.
![]() |
Stúlka hætt komin þegar snjóhengja féll af þaki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
4.2.2008 | 20:54
Björn Jónsson ,,Keyrari" á Siglufirði ok einu sinni
Jakobi Havesteen kaupmanni á Akureyri og
nokkrum öðrum heldri mönnum frá skipsfjöl
upp að Hvanneyri í Siglufirði.
Á leiðinni spurði Jakob:
,, keyrið þér síld?"
,,Já --- og þorska," svaraði Björn.
Þeir þögðu.
Bænarorð prests.
Andskotans hef ég axlaverk,
enginn það læknað getur
nema þín höndin harla sterk.
Heyrðu það djöfulstetur!
Sr. Páll skáldi.
Prestur sunginn úr hlaði.
Einar prestur er nú seztur
upp á hestinn stór.
Þessi gestur þótti verstur.
Það var bezt hann fór.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Guði sé lof fyrir að ekki fór ver.
4.2.2008 | 16:33
Snjóflóð fellur í Mjósundum við Stöfðarfjörð,
ökumann sakaði ekki, en bíllinn snérist og endaði þversum á veginum.
það á bara ekkert að ryðja í svona veðri og færð.
Og ekki er öll vitleysan eins, var ekki 12 bíla lest á Fagradal
sem björgunarsveitarmenn þurftu að beita fortölum til að snúa við,
er ekki í lagi með fólk.
Það er vita brjálað veður og búið að auglýsa "ÓFÆRT" skilur fólk
það ekki, nei nei við hljótum að komast, segir það.eða hvað.
Svo þarf að kalla út björgunarsveitir til að bjarga þessu fólki
Næ ekki upp í svona lagað, hélt þær hefðu nóg að gera
björgunarsveitirnar okkar.
Góðar stundir.
![]() |
Snjóflóð á snjóruðningsbíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nú getur hann bara haldið áfram.
4.2.2008 | 13:50
Engin vitni af því að maðurinn hafi þvingað stúlkuna,
hann tekin trúanlegur.
Hvað með stúlkuna, þarf hún að hafa vitni af því
að hún hafi ekki viljað áreitið, það hlýtur að vera
finnst hún er ekki tekin trúanleg.
Og nú getur maðurinn haldið áfram uppteknum
hætti við aðrar stúlkur.
Svona menn hætta aldrei.
![]() |
Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Frábær könnun.
4.2.2008 | 10:46
Þetta sýnir okkur og gefur okkur víðsýni í hvað þarf að gera.
Það eru ekki bara bresk börn sem ekki kunna söguna,
þau eru í öllum löndum.
Oft hef ég vitnað í og sag, ef þið lesið söguna,
þá komist þið að ýmsu.
Hversu oft hafið þið ekki heyrt setningar, eins og,
hvenær, hvar og hvernig.
hver var það, nú var það til, nei það getur ekki verið.
Þessu þurfum við að breyt.
T.d. það kom fyrirspurn frá ungri dömu í Bandaríkjunum,
hún spurði hvort Ísland væri í Bandaríkjunum.
Þetta er bara smá dæmi.
Tökum á þessu.
Góðar stundir.
![]() |
Breskir unglingar halda að Churchill sé sögupersóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ó MY ! Er hann, gengin út.
4.2.2008 | 07:10
Hjartaknúsarinn er gengin út, en stelpur hann er ekki giftur enn.
Hún er ljúf í lund og ástúðleg og hann þarf á því að halda,
aumingja sætastur er hann eitthvað veikur?
Hún veldur honum engu hugarangri, er bara sæt og góð,
ég er nú ekki hissa,
fær að nota kortin hans að vild
fulla skápa af fötum bæði í New York og Hollywood.
Góðar stundir.
![]() |
Clooney genginn út? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)