Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Moka nú bara yfir svona yfirlýsingar.

Lækka skatta, á kjörtímabilinu, það gefur þeim ráðrúm til að
finna eitthvað sem þeir geta tekið af okkur á móti. 
Vinna að endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum,
hvað hefur maður ekki heyrt þetta í mörg kjörtímabil,
einnig að það þurfi að bæta hag lálaunahópsins í
landinu, þeir segast hafa gert það svo og svo mikið,
maður hefur bara aldrei orðið var við það,
Þeir hafa alltaf verið búnir að hækka, eða að ráðgera hækkanir
sem éta upp þessa miklu hækkun sem við höfum fengið.

Svo finnst mér það hlálegt, að heyra,
þá segja að það þurfi að vera rétt tímasetning
fyrir skattalækkun.
Tímasetning fyrir hvern? það liggur nú við að maður tapi upp úr sér
morgunmatnum, og eigi má maður við því.


Maður er nú búin að lifa og man margar ríkisstjórnarmyndanir,
launasamninga og loforð um þetta og hitt.
Svo ég tali nú ekki um stefnuyfirlýsingarnar, sem aldrei er staðið við til fulls.

Fyrir mörgum árum síðan var maður svo bjartsýnn og trúgjarn
að hálfa var nóg, en það er löngu liðin tíð.
Núna trúir maður engu fyrr en maður sér það svart á hvítu.

Til skammar er það að fólk sem er búið að vinna allt sitt líf
skuli ekki hafa mannsæmandi laun,
hvort sem það eru ellilífeyrisþegar eða öryrkjar.
Ráðamenn þjóðarinnar ættu að reyna að lifa af tekjunum okkar.
                                 Góðar stundir.


mbl.is Lækkun skatta tengd samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Einu sinni komu þeir Benidikt Gröndal eldri og
sr. Magnús prófastur á Hrafnagili að Grund.
Sigríður húsfreyja, móðir Stefáns amtmanns Thorarensens,
var þar þá og reiddi þeim borð. Voru þeim borin egg á diski,
en helmingi eggjana voru tómar skurnar og þó heilir, svo
að það sýndust egg vera. Þá kvað sr. Magnús:

                         Konu hef ég ei kænni séð
                         til krása framreiðingar.

Gröndal:

                         Hún Sigríður hefur sett það með
                         svo sem til uppfyllingar.

                                             Góða nótt.Sleeping


Af hverju er þá ekki gert betur?

Af hverju er þá ekki gert betur, hvar er hugsunin á bak við þetta allt?,
jú að reyna að spara, fá kennara til að vinna fyrir skítalaun.
kennarar landsins eru aðrir foreldrar barnanna okkar,
við treystum þeim til að vinna vel að hag barnanna og sýna þeim
ásamt okkur foreldrunum, hvað er rétt og rangt.

Held að ráðamenn haldi jafnvel, að enn sé hægt eins og á öldum áður,
þá fengust kennarar bara upp á fæði, húsnæði og smá skotsilfur,
en það er fyrir öldum liðin tíð.

Það þýðir ekki endalaust að tala um úrbætur það þarf að framkvæma þær
og svo viðhalda þeim.
                                           Góðar stundir.


mbl.is Sérfræðiþekking ekki í mínútum og sekúndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að hugsa um að loka augum og eyrum í dag.

Sjáið til, er maður vaknar klukkan 04.00. á nóttunni,
og fyrsta sem manni dettur í hug,      "Leikrit"
Já það er það sem er búið að vera að gerast undanfarið,
hlaut að vera, gat ekki verið raunveruleiki, eða hvað?
                      GLAÐVÖKNUÐ.

Hafið þið einhveratímann verið á leiksýningu þar sem maður
hlær eiginlega aldrei, bara svona he, he, he,hehehe,
en andlitið á manni togast og teygist í takt við setningarnar sem
sagðar eru?" NEI" Ekki ég heldur, nema núna undanfarið.

Ætla nú ekki að fara að lýsa leikritinu í heild sinni, en smá.

Maður sagði: ,,Þetta var klaufalegt af minni hálfu að segja
að ég hafi haft samráð við borgarlögmann, áður en".
Halló! halló!.

Maður segir: ,,Afsögn kom aldrei til greina hjá honum fyrir
lok kjörtímabilsins,
segir sína eigin persónu eigi ganga fyrir æðri hagsmunum".
Æðri hagsmunum, er hann að meina kjósenda???

Aðrir leikendur segja: Við munum kjósa um, okkar á milli,
hver verður næsti borgarstjóri.

Yfirmaður allra, segist taka afstöðu til málsins þegar þar að komi,
af hverju ekki strax???

Þess vegna held ég að gott væri að loka fyrir allt í dag
svo ég vakni nú ekki og verði andvaka næstu nótt,
annars er mér tjáð að missa hökuna, glenna upp augun,
toga á andlitinu út og suður sé bara flottasta andlitsupplyfting,
svo ég mun aðeins athuga þetta.
Ég tala nú ekki um ef ég breyti þessum leik í gamanleik.

                                     Góðar stundir.



 


Fyrir svefninn.

Haraldur stúdent var á leið til frænku sinnar,
giftrar konu, en hann var fullur.
Svo stóð á að frænka hans hafði kaffiboð,
og sátu þar nokkrar konur við kaffidrikkju.
Haraldur bar nú að dyrum hjá frænku sinni
og lýkur upp hurðinni, en er svo dauðadrukkinn,
að hann dettur um leið á gólfið á fjórar fætur.
Konunum bregður við og þegja allar.
Haraldur bröltir á fætur og segir: ,, Það er helvíti
hart að dumpa hér inn í kjaftakerlingahóp,
og svo þegja þær allar".


Um vegaverkstjóra.

                    Lagt hefur vegi víða og mælt,
                    veit ég þó ei sannara,
                    en honum reyndist rétt eins sælt
                    að ríða á vegum annarra.

Magnús Ásgeirsson þýddi vísu eftir Heine þannig:

                   Freistinganna fári í heim
                   fékk ég oft og tíðum hnekkt.
                   En þegar féll ég fyrir þeim,
                   fannst mér það líka skemmtilegt.

                                           Góða nótt.Whistling


Hugleiðingar um titla.

Ég kommentaði áðan á, er Hallgerður Pétursdóttir,
kallaði mig Frú Milla, ég sagði: ,, Æ. hvað mér finnst ég vera gömul
er ég er titluð Frú, en Hallgerður kom með það hvort maður kallaði
konu fröken eftir að hún væri eini sinni Frú.
Hún hafði aldrei hugsað út í þetta, ekki ég heldur, en áhugavert
að tala um þetta.
Þegar konur eru ungar eru þær kallaðar stelpur, svo ungfrú
og síðan Frú er þær höfðu gift sig.
Hér áður og fyrr, ef ekki konur giftu sig ungar voru þær kallaðar jónfrú
og alla tíð kallaðar það ef þær aldrei giftust.

Karlmenn aftur á móti voru sem ungir, nefndir drengir
síðan bara Herra er þeir voru orðnir eldri.

Það var alveg sama hvort þeir voru giftir, fráskildir eða giftir aftur
alltaf kallaðir Herra.

Mér finnst eins og karlmaðurinn sé þarna skrefi hærri en konur,
eða er það öfugt???

Ef einhver hefur eitthvað til málana að leggja,
þá væri það gaman.

Snéri af hættulegri braut. Frh.

Þetta er fréttin sem ég bloggaði um áðan
Þá hét hún Snéri af hættulegri braut, ekki veit
ég ástæðuna fyrir því að sú frétt virðist horfin,
en þetta er sama fréttin, bara aðeins öðruvísi orðuð.
mbl.is Fangelsi fyrir fíkniefnasmygl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snéri af hættulegri braut.

þessi unga stúlka snéri af hættulegri braut,
svo sannarlega gerði hún það.
Í tvö ár er hún búin að sýna það að hún er hætt
þessari vitleysu.
Hefði mér þá fundist í þessu tilfelli að hún hefði átt að fá
skilorð alla mánuðina, en að henni hefði verið ætlað að vinna í tvo mánuði
td. á sjúkradeildum þar sem hún sæi staðreyndir lífsins.

Tek það fram að ég þekki ekki þessa stúlku ekki neitt,
en tek upp hanskann fyrir henni,
hún sá ljósið í lífinu og sendi ég henni ljós og orkukveðjur.
                                       Góðar stundir.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á eigin forsendum.

Hvernig getur maður sem er kosin til borgarstjórnar
af íbúum Reykjavíkurborgar sagt.
Ef ég hætti þá verður það á mínum forsendum,
eftir að vera búinn að bregðast trausti þeirra.
þetta á bara ekki að vera hægt að sýna kjósendum
þvílíka fyrirlitningu og yfirlæti.
Maðurinn á að hætta strax.
Menn sem fremja svona gjörninga eða láta teyma sig
til þess, eru leiðitamar undirlægjur.
Undirlægjur eru aldrei af hinu góða

                       Góðar stundir.
mbl.is Vilja endurvinna traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Æfisaga.

       Við söguna af Þorláki hugur mér hrýs:
       Hann var af guðsvegum snúinn.
       Hann eignaðist börn, eins og mýs eiga mýs,
       um meðlag var hreppurinn knúinn.
       Svo drakk hann sig fullan og datt o'n um ís
       og drukknaði.--- Sagan er búin.

Kári Sólmundarson ljóðaði þannig á Gísla Ólafsson
frá Eiríksstöðum:

      Gísli af öllum ættum hló,
      hrósið svanna fær 'ann.
      Út á lífsins unaðssjó
      alla daga rær 'ann.

Gísli svaraði:

      Hefur Kári á honum lag,
      --kærleiksþráin brennir,--
      bæði nótt og nýtan dag
      Nautnafæri rennir.

                          Góða nótt.Sleeping


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband