Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Fyrir svefninn.

                            Austurstrætis Róninn

                      Við Ráðhúsið reikull í spori,
                      róninn tæmir veigar sinnar eymdar.
                      Að nóttu vaðandi í skít og slori,
                      Syngur hann, því minningar eru gleymdar.

                      Svo dagar og döpur sál vaknar,
                      döggin ein veit af því,
                      hvað hann svo sárlega saknað
                      syndinni, að drekka á ný.

                      Svo kemur að leiðarlokum,
                      lífið hverfur flöskuna í.
                      Svo moldinni við yfir hann mokum
                      og munum varla eftir því.

                      En á gröfinni sem geymir hann,
                      gróðursældin er engu minni,
                      en bankastjórans er inni brann,
                      og býr í minning þinni.

                                            Góða nótt.Sleeping


Húsaleigubætur. Segir ekki alla söguna.

Mikið fjandi er maður vitgrannur, trúir bara öllu, eða þannig.
Ég bý í Búseta raðhúsi og á því rétt á húsaleigubótum, sem
ég reyndar vissi ekkert um fyrsta árið mitt hér,
fór síðan á Húsaleigubætur.
Þær hækkuðu eins og allir vita, brosandi komu þau fram í
blöðum og fréttum til að tilkynna hversu mikið þetta væri.
Grunnurinn átti að hækka upp í 13.500. og svo fleira og fleira,
en ég vitgranna konan hélt að grunnurinn væri það sem maður fengi,
sem sagt aldrei minna en það, Nei ekki aldeilis, allt tekjutengt,
og þar sem ég er aðeins fyrir ofan viðmiðið þá fæ ég skertar bætur.
Mig vantar 120.000. á mánuði til að hafa þessi svokölluðu
vísitölulaun, sem útreiknuð eru að eiga að vera 260.000 pr. mán.
Og þessi grunnhyggna spyr ráðamenn þessa lands hvort þeir
vilji lifa af laununum mínum og sjá hvað langt þau duga þeim?.
É er grútfúl, það stendur ekkert sem þetta fólk segir.
Og ég veit að margur hefur það ver en ég.


Kasko mest, er ekki hissa.

Auðvitað hækkaði mest í lágvörugeiranum, því álögur hafa
verið svo háar í lúxusbúðunum að þeir hafa passað sig á því
að hækka minna, "í bili", en það kemur.
Kaskó hækkaði mest, er ekki hissa, þeir þurfa að nota sér
tækifærið og laga aðeins til hjá sér verðið.
Mikið vildi ég að maður þyrfti aldrei að koma inn í þessar búðir
því ekki er vörugæðunum fyrir að fara, en starfsfólkið bætir það
upp með sinni framkomu.


mbl.is Hækkaði mest í lágvöruverðsverslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokksnins samstaða.

Frábært að hjúkrunarfræðingar skulu standa saman,
það segir nokkuð mikið um hvað fólk er búið að fá nóg.

Ekkert hefur komið fram sem bendir til samningsvilja
yfirmanna um að hvika verði frá fyrirhuguðu vaktarfyrirkomulagi.

Það er nú bara verið að fresta lausn mála, sem er nú alveg nauðsynlegt,
til að það skapist vinnuöryggi og góður vinnuandi, öðruvísi er ekki hægt
að vinna vel að sínu starfi.

Mér þætti gaman að heyra hversu margar óformlegar viðræður hafi átt sér stað
síðan 2004, á milli ráðamanna og hjúkrunarfræðinga, sem lúta að breytingum
þessum sem verða víst að fara fram, vegna krafna frá ESS,
þá spyr ég einnig: ,, eru stjórnvöld búin að búa svo í haginn s.b. laun og annað
að hægt sé við að una".
Eru þeir ekki bara að þessu til að spara ríkinu peninga?.
Bullar sú sem kannski ekkert veit, og þó.


mbl.is Uppsagnirnar standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Þeim stöllum sem samantóku þetta þema þótti undarlegt
að sama sagan væri til á Íslandi og í Japan þar sem höf, 
lönd og menning aðskilja löndin tvö.
Samt deilum við sömu sögunni saman. bara í aðeins breyttri
útgáfu af selshamnum, sem ég ritaði um í gær.

                                Haguromo
                                        Frá Shizuoka

Fiskimaður, Hakuyo, fer að fiska, þar sér hann himneska slæðu,
hagoromo (en það er klæði engils) hanga á furutré á ströndinni,
hann tekur slæðuna og felur hana. Ung stúlka kemur og grátbiður
hann um að fá hana aftur. þegar hann neitar, verður stúlkan veikari,
þar sem slæðan var líf hennar.
Hakuyo vorkennir henni og lætur hana hafa slæðuna aftur,
stúlkan dansar fallegan dans til að biðja fyrir velferð landsins,
og fer aftur til himna.

                                 Frá kyoto

Gömul hjón, án barna, hitta átta engla. þau fela eina af slæðum þeirra,
og ættleiða hana. Stúlkan sem býr til afbragðs sake og færir fjölskyldunni
ríkidæmi, en eldri hjónin skipta um skoðun og reka hana burt úr húsinu.
Hún er útskúfuð eftir að hafa lifað mörg ár á jörðinni, og er ófær um að
komast aftur til himna. Eftir að hafa flakkað frá stað til stað
sest hún að í bænum Nagu.
                                               Góða Nótt.Sleeping


Saga konu, ein af mörgum.

Það voru að koma jól, konan var búin að baka allt
til jólanna eins og hennar var vani, fyrir 1/12.
Fyrstu helgina í des. var ætíð farið í laufabrauð til
foreldra konunnar í Reykjavík, þangað komu allir
til að hafa gaman, stóð þetta yfir í tvo daga.

Á laugardagsmorgni er leggja átti af stað fór eitthvað í
taugarnar á húsbóndanum, engin vissi út af hverju hann
var í vondu skapi, en er börnin sáu ekki til fékk konan
gimbilshögg í bakið og í öxlina, þetta var alvanalegt.
Konan flýtti sér út í bíl, en ekki þorði hún að opna munninn
alla leiðina.

Desember leið að vanda með ýmsum uppákomum, Konan
reyndi eins og hún gat að hafa allt í sómanum, en það
dugði ekki til.

Aðfangadagur rann upp, húsbóndinn að vanda eitthvað
órólegur, gekk að konunni við matartilbúninginn og gaf
henni jólagjöfina, sem voru nokkur miður skemmtileg högg
hist og her, fór síðan inn í rúm.
konan varð að segja börnunum að hann væri veikur.

konan og börnin borðuðu án hans, tóku upp pakkana,
en konunni leið afar illa, börnin skynjuðu að eitthvað var að,
sem betur fer voru þau ekki há í loftinu þannig að auðvelt var
að koma þeim í rúmið þessum englum sem ekkert illt áttu skilið
frekar en konan.

Þegar börnin voru sofnuð kom hann fram fór bak við sófa og náði í pakka
og rétti konunni og kyssti hana og kjassaði, og hún þorði ekki að sega
eða gera neitt,
tók upp kassann sem í var mokkastell gullhúðað að innan, "fallegt",
en ekki hennar smekkur, kannski að því að ofbeldismaðurinn gaf henni það.
Hann bað um mat, kaffi og kökur, fékk það.

Er upp í rúm var komið endaði kvöldið eins og svo mörg önnur,
með því sem hann vildi, en konan kallaði gjörninginn nauðgun, og ekki var það
í fyrsta eða síðasta sinn sem henni fannst henni vera nauðgað.
Með þessum viðbjóðslega gjörningi, fannst honum örugglega að
hann fengi fyrirgefningu.
þessi maður baðst aldrei fyrirgefningar á einu eða neinu.
                     Góðar stundir.


Hugsa þessir vesalings menn ekki neitt.?

Ég held ekki, það að kveikja í getur orsakað brunasár
sem getur tekið áraraðir að græða og svo dauða, eru
menn að bíða eftir því að einhver deyi af þeirra völdum?,
langar þá til að dúsa í fangelsi nærri allt sitt líf og hafa
þetta á samviskunni?.

Er ekki bara komið bóg núna, það er eiginlega búið að
vera endalaust síðan um áramót.


mbl.is Þrír teknir vegna sinubruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollvinir, já það er gott mál.

Hollvinasamtökin voru þau bara stofnuð í kringum
þetta eina hús, eða verða þeir hollvinir þess sem þeir
ákveða hverju sinni að þörf sé á.?

Þar sem ég er algjörlega með því að vernda gömlu húsin
og gamla bæinn okkar, hugnast mér afar vel samtök sem
vilja vinna vel að verndum húsa og svæða í landinu.

þess vegna spyr ég; hvað er að því að Novator kaupi
þessa eign?, þeir ætla að gera húsið upp í upprunalegri mynd
og að sjálfsögðu á að setja í kaupsamning skilyrði þar að lútandi.
Novator hefur efni á að gera þetta og munu gera þetta með sóma.
                                                    Góðar stundir.


mbl.is Hollvinir funda um Hallargarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

                       Þjóðsögur

Alstaðar í heiminum eru til margar gerðir af
einni sögu sem margir Íslendingar þekkja mjög vel,
Selshamurinn. En hérna koma tvær þeirra sú fyrri
sem allir þekkja Selshamurinn og sú seinni frá Japan,
Himneska slæðan, eða Haguromo.

                       Selshamurinn

Einu sinni var maður nokkur austur í Mýrdal, sem gakk
hjá klettum við sjó fram að morgni dags fyrir fótaferð;
Heyrði hann glaum og danslæti inn í hellinn,
en sá mjög marga selshami fyrir utan. Hann tók einn
selshaminn með sér, bar hann heim og læsti hann niður
í kistu. Um daginn nokkru seinna kom hann aftur að
hellisdyrunum; sat þar þá ungleg kona og lagleg;
var hún alsber og grét mjög.
þetta var selurinn sem átti haminn, er maðurinn tók.
maðurinn lét konuna fá föt, huggaði hana og tók hana 
heim með sér. var hún honum fylgisöm, en felldi skap
sitt miður við aðra. Oft sat hún og horfði út á sjóinn.
Eftir nokkurn tíma fékk maðurinn hennar, og fór vel á
með þeim og varð barna auðið. Haminn geymdi bóndi
alltaf læstan niður í kistu og hafði lykilinn á sér,
hvert sem hann fór. Eftir mörg ár reri hann eitt sinn
og gleymdi lyklinum heima undir koddabrún sinni.

Aðrir segja að bóndi hafi farið með heimamönnum sínum
til jólatíða, en kona hans hafi verið lasin og ekki getað farið
með honum; hafi honum gleymst að taka lykilinn úr vasanum
á hversdagsfötunum sínum þegar hann hafði fataskipti;
en þegar hann kom heim aftur, var kistan opin og konan horfin.
hafði hún tekið lykilinn og forvitnast í kistuna og fundið haminn;
gat hún þá ekki staðist freistinguna, kvaddi börn sín, fór í
haminn og steyptist í sjóinn. Áður en konan steypti sér í sjóinn,
er sagt hún hafi þetta fyrir munni sér.
  " mér er um og ó,
    ég á sjö börn í sjó
    og sjö börn í landi."
Sagt er að manninum fjéllist mjög um þetta.

þegar maðurinn réri til fiskjar,
var selur oft að sveima í kringum skip hans,
og var eins og tár rynnu af augum hans.
Mjög var hann aflasæll upp frá þessu, og ýmis höpp
báru upp á fjörur hans. Oft sáu menn það, að þegar
börn þeirra hjóna gengu með sjávarströndinni synti
þar selur fyrir framan í sjónum, jafnframt sem þau 
gengu á landi aða í fjörunni, og kastaði upp til þeirra
marglitum fiskum og fallegum skeljum.
En aldrei kom móðir þeirra á land aftur.

Seinni sagan kemur á morgun.         Góða nóttSleeping


Saga galdra.

Upptök galdra má rekja til átaka á milli kaþólskra og mótmælenda,
sem náðu hámarki í 30 ára stríðinu.
mikil samfélagsólga ýtti undir galdratrú sem endaði í trúarofstæki.
Galdur var til vitnis um villutrú og við henni lá dauðadómur.
Nornir voru sagðar handbendi djöfulsins,
og var talið að þær væru stöðugt í ástarleikjum með kölska.
Fólk trúði því að nornir gætu flogið um á kústum, og rætt var um
það í fullri alvöru. því var haldið fram að nornir myrtu nýfædd börn,
vegna þess að konur voru oft ljósmæður og var þeim kennt um ef
börn létust. það voru líka galdrar ef lækning heppnaðist ekki
og skilin milli lækninga og galdurs voru oft óljós

                       Galdrar á Íslandi.

Galdrafárið á Íslandi leiddi af : ,,hinum hörðuvítiskenningum"
sem komu frá Evrópu.
Varnagaldur (hvítigaldur) var tíður og trúðu menn almennt á hann.
Fól sá galdur í sér vísi til lækninga, og átti að bægja illu frá mönnum
og lækna menn af meinsemdum.
Trúin á svartagaldur reis hæst á 17.öld, en þótti hann samt hinn
versti glæpur bæði í kaþólskri og lútheskri trú.
Svarti galdur var notaður til að gera fólki mein með hjálp frá djöflinum.
margir leituðu liðsinnis töframanna í veikindum
eða notuðu töfra til að komast yfir kvenfólk.
Einnig stunduðu menn kukl, særingar og rúnaristur. þungar refsingar
voru í lögum landsins og ofsóknir á galdramenn hófust á 17. öld.
helstu menn Íslands Þ.á. m. lögmennirnir Magnús Björnsson og
Þorleifur kortsson stóðu fyrir ofsóknunum og hófust þá galdrabrennur.
Fyrsta galdrabrennan var í Vaðlaþingi í Svarfaðardal árið 1625.
maðurinn sem var borin á bál hét Jón Rögnvaldsson og átti hann að
hafa vakið upp draug til þess að vinna öðrum manni
( Sigurði á Urðum) mein.
Tíðkuðust galdrabrennur hér á landi allt til ársins 1685.
Á því tímabili (1625-1685) voru 25 menn teknir fyrir fjölkyngi
og þar af aðeins tvær konur.

Höfundar þessarar samantektar eru nemendur á Laugum í Reykjadal,
þær Sigrún Lea og Guðrún Emilía og Kristín og Unnur.
Fleira frá þeirra ranni mun fylgja síðar.

                                             Góðar stundir.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband