Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Láta nú ekki smákulda aftra sér.

það hefur löngum þótt sport að synda í sjó,
og allar götur verið stundað á Ísafirði.
Hér áður og fyrr, er eigi var búið að landfylla allt það svæði,
sem nú er búið að byggja á, var auðvelt að fara niður í fjöru
og leika sér á góðvirðisdögum, og var það óspart gert.

Veðrið verður vonandi gott hjá okkur öllum í sumar, vegna þess
að veturinn er búin að vera svolítið harður, sér í lagi fyrir vestan
og sunnan.
                            Góðar stundir.


mbl.is Fögnuðu sumri með sjósundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með eldvarnirnar.?

þetta er afar ljót að heyra, gamla og veika fólkið
okkar má ekki við svona áföllum.
Hvernig er eldvörnum háttað á þessum stað?,
Það væri fróðlegt að fá svar við því.

Er ekki starfsfólk og vaktir á þessum heimilum, sem
gætu fengið viðvörun í gegnum kerfi, bara eins og
er svo víða, meira að segja í heimahúsum.

Fólkið okkar þarf að getað lifað í öryggi.
                 Guð blessi þetta fólk.


mbl.is 8 fluttir á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Einu sinni var lík grafið á prestsetri nokkru, og tóku vinnumenn
prests gröfina. Hjá prestinum var vinnukona ein ung og órög.
Hún kom út í kirkjugarð, þegar langt var komið að taka gröfina.
En í því að hún kemur til grafarmanna, tóku þeir mannsbein eitt:
það var lærleggur ákaflega stór.
Stúlkan kemur auga á legginn og handleikur hann og segir síðan:
,, Gaman hefði verið að kyssa þennan í lífinu."
Að því búnu leggur hún niður legginn og gengur burt.
Nú líður dagur að kvöldi, til þess er almyrkt er orðið og ljós voru
kveikt. þá saknar prestur bókar nokkurrar,
er hann hafði gleymt úti á altari um daginn.
Hann biður nú stúlku þessa hina sömu að sækja fyrir sig bókina,
því að hún var kunnug af því, að vera með öllu ómyrkfælin.
Stúlkan tekur vel undir það, gengur út í kirkjuna, tekur bókina
á altarinu og gengur fram  að kirkjudyrunum, sér hún hvar situr
ógurlega stór karlmaður með mikið skegg í krókbekknum að
norðanverðu. Sá yrðir á hana og kveður vísu þessa:

                     Horfin er fagur farfi,
                     forvitin, sjáðu litinn,
                     drengur í dauða genginn,
                     drós, skoða hvarminn ljósa.
                     Hildarplögg voru höggvin,
                     þá háða og valþing áður;
                     kám er á kampi vorum,
                     kysstu, mær, ef þig lystir.

Stúlkan lét sér ekki bilt við verða, gengur að honum
og kyssir hann.
Hún fór svo inn með bókina og bar ekki á neinu. Önnur sögn er það
að stúlkan hafi ekki átt að þora að kyssa manninn, er hann skoraði á hana,
heldur hafi komið á hana dauðans ofboð og hlaupið út úr kirkjunni,
orðið æðisgengin og aldrei komið til sjálfra sín, meðan hún lifði.
En öllum ber saman um það, að þetta hafi átt að vera lærleggur
einhvers stórvaxins fornmanns, er kom úr gröfinni,
er hún sá í krókbekknum og kvað vísuna.

Úr draugasögum jóns Árnasonar.
                                                            Góða nótt.Sleeping


Hann berst fyrir okkur.

Það er svo einkennilegt að fólk sem er búið að lepja
dauðan úr skel í áraraðir, sem lætur bjóða sér hvað sem er,
og þakkar bara fyrir sig, síðan er það alveg hissa á því að
það ná ekki endar saman er upp er staðið.
Af hverju er það?, jú að því að það sagði já takk, en ekki nei takk.

Í dag hefðu allir átt að fylkjast um Sturla, og ganga með honum
til að mótmæla öllum þeim mannréttindabrotum,
sem menn á hinu háa Alþingi Íslendinga hafa framið gagnvart
þegnum landsins, því brotin eru mörg og ólýðandi.

kannski var ekki nægilegur tími til að ná fólki saman,
en 1949 tók það bara 3 tíma að boða til fundar, með fregnmiðum,
sem þá voru notaðir til margskonar boða.

Mundi ég svo gjarnan vilja að fólk tæki sig saman og léti í ljós óánægju
sína á ástandi þjóðarinnar.
                                              Góðar stundir.
mbl.is Sturla: Ég berst fyrir ykkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær myndir á vegg.

       Hann stendur og starir á mynd af ungum dreng.
       Úr augum drengsins má lesa sorg,
       falda á bak við vonir og glæsta drauma.
       Augu er horfa til stjarnanna,
       augu sem endurspegla sál,
       sál er flýgur hraðar og bjartar en sólin.
       Andlit augna hans gneistar af hugrekki, orku og sakleysi.
       Lífið er hann og hann er lífið.

       Þar er einnig önnur mynd,
       mynd af manni hörkunnar og grimmdarinnar.
       Augun eru köld, dimm og tortryggin,
       þau endurvarpa ótta í hjörtu þeirra sem í þau líta.
       Hann ljómar af dulúð, krafti og deyjandi draumum.
       Hann er dauðinn og dauðinn er hann.

       Maðurinn starir á þessar tvær myndir og hugsar:
       ,, Svo ólíkar og samt svo líkar.
       Ég er þeir báðir og samt er ég hvorugur.
       Þeir voru ég og ég var þeir, en nú er ég annar.
       Ég er þriðja myndin, ég er ný kynslóð af mér."
       Hann glottir hæðinn á svip, gengur út á svalirnar,
       lætur myrkrið umvefja sig, - og horfir til stjarnanna.

                              Arnoddur Magnús Valdimarsson.


Má ég vera öðruvísi kona.?

Þessi spurning segir svo margt, bara orðin, MÁ ÉG.? Segja allt.

Mundu töfrana heitir leikritið og er útskriftarverkefni
Elísabetar í fræðum og framkvæmd.
Stykkið fjallar um innilokun, og ég held að allir geti fundið sína
innilokun með því að horfa á þetta verk hennar Elísabetar,
auðvitað hef ég ekki séð verkið, það er ekki búið að setja það upp,
en ég veit að það er gott og á erindi til allra, allavega til þeirra
sem opna hugann fyrir sjálfum sér og hætta að vera í afneitun.

Ég hef aldrei hitt þessa kjörkuðu og duguðu konu, en allt sem
ég hef heyrt frá henni í viðtölum,  hefur mér hugnast vel.
Ég hlakka til að augum líta og heyra; "Mundu töfrana".
                              Góðar stundir.
mbl.is Má ég vera öðruvísi kona?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beagle hundar eru flottir.

Til hamingju með Tubbu Ásgeir, það er yndislegt að eiga hund.
Þessi tík er örugglega tilvalin til að eignast góða hvolp, þar
sem hún kemur óskyld öðrum Beagle hundum hér á landi.
Mér hefur skilist að beagle hundar séu afar skemmtilegir,
fara lítið úr hárum, borða sjálfsagt heilmikið, enda stórir.
Hún er afar falleg að sjá.
                 Gangi þér vel með hana.
mbl.is Tubba er heimsvön beagle-tík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

                  ,, Helltu út úr einum kút."
Einhvertímann voru tveir kunningjar, annar ungur,
en hinn aldurhniginn; er svo sagt, að hann væri ölkær,
og hafði hinn yngri lofað honum í veislu sína.
En áður en hún yrði haldin, dó hinn gamli maður.
Var hann grafinn á hinum sama kirkjustað og hinn
kvæntist, og var veislan haldin á kirkjustaðnum.
Um nóttina dreymdi brúðgumann, að vinur sinn kæmi
til sín. hann kvað:

                    ,, Helltu út úr einum kút
                    ofan í gröf mér búna;
                    beinin mín í brennivín
                    bráðlega langar núna."

 Hann fór á fætur og hellti úr fjögra potta kút yfir leiði
vinar síns og dreymdi hann ekki framar.

                        Ástarjátning.

                   Þú ert lífs míns ljós,
                   ljóðið er hjarta mitt geymir.
                   Þú ert sólroðans saklausa rós,
                   er í svefni mig dreymir.

Úr kverinu Rómantík.                     Góða nótt.Sleeping
Arnoddur Magnús Valdimarsson.


Þjófur mjólkar kýr biskupsins.

Í nótt var framið innbrot í biskupsfjósið í Landakoti.
Fjósið var læst með hengilás, og hafði innbrotsþjófurinn
snúið í sundur lásinn og farið inn.
Fann hann þar allstóran mjólkurbrúsa, gerði sér litið fyrir,
settist undir fjórar beljur og þurrmjólkaði þær!
Stal hann síðan mjólkurbrúsanum og nytinni úr kúnum.

Þetta gerðist, og sagt er frá í öldinni okkar, 2/6 1938.

Manninum hefur náttúrlega vantað mjólk fyrir börnin sín,
ekki hefur verið til hvorki peningur eða matur handa þeim,
eða kannski hefur hann bara ætlað að selja mjólkina fyrir landa.
Við munum aldrei vita það.

Fyrir bara nokkrum árum varð ég vitni af því að kona nokkur
var að versla í verslun í Reykjavík,
er að kassanum kom var þetta eitthvað lítilæti sem hún var að kaupa,
en áður en hún fengi að borga það sem hún var með kom maður og
bað hana að fylgja sér á bakvið.
konan grét og sagði að hún ætti ekki fyrir mat handa börnunum sínum,
Hún var með undir jakkanum brauð og eitthvað viðbit.
Ekki veit ég hvernig þessu máli lyktaði, því ég flýtti mér bara út.

Þetta gerist 70 árum seinna en hin sagan, og ennþá er sama
vandamálið í gangi, FÁTÆKT!  FÁTÆKT! FÁTÆKT.


Sjúkir egóistar.

 Þessir menn sem viðhafa þennan viðbjóð og hafa þessar hvatir í sér,
eru kynferðislega fársjúkir egóistar, þeir hugsa bara um sínar
viðurstyggilegu langanir til barna og ungra stúlkna.
Þeir eyðileggja líf þessara einstaklinga og eru svo bara alveg hissa
á að þeir skuli vera dæmdir fyrir glæp sinn.

Hvað halda þessi krippyldi eiginlega að þeir séu, veit ég vel að þeir eru
afar veikir, en sumir hafa fulla nú hugsun, vinna flotta vinnu,  
og eru mektarmenn í þjóðfélaginu,
geta þeir ekki fengið sér fullgildar konur til að riðlast á.
Nei þetta eru lítilmenni, barnaníðingar, perrar og aumingjar í alla staði.
Látum vita af þeim ef við vitum af þeim, og við vitum yfirleitt meira en við höldum.
                                        Góðar stundir.


mbl.is Beitti stúlku kynferðislegu ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband