Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Strákarnir okkar.

Það er nú hreint út sagt eina svarið sem sem
ríkisstjórnin á við þessum frábæru aðgerðum strákana okkar,
það er að sekta þá bara, þeir halda að ef þeim mæti
valdstýring í formi sektar gefist þeir hreinlega upp.
Nei nei, þeir eflast bara við það.

kröfur atvinnubílstjóra séu geggjaðar, hægan, hægan
hvað með kröfur sem gerðar eru á flutningabílstjóra?
Ég mundi nú leggja til að þeir mundu bara stoppa þar
sem þeir væru staddir, er þeir eiga að hvílast, hvar svo
sem það væri.
Eru það ekki kröfur sem ríkið gerir á þá?.

Og ég er svo hjartanlega sammála strákunum að ríkið
er ekki að bjóða hvorki þeim eða öðrum landsmönnum
ökufæra vegi, vegakerfið er til skammar, enda ætíð,
að mínu mati verið unnið fyrir aftan afturendann á sér.
Því það getur ekki verið að það sé gert gott skipulag
yfir framkvæmdir, þegar stöðugar breytingar eru gerðar
á skipulaginu.
Það væri löngu komið gott vegakerfi á Íslandi hefðu
ekki farið peningar út og suður og í eitthvað sem engin veit hvað
er nema felunefndin, aldrei fáum við að vita neitt.

Og endilega þið sem stjórnið þessu svokallaða velferðarríki
okkar, komið nú út úr glerhúsinu, opnið augun fyrir vandanum.
Og fjandinn hafi það gerið eitthvað.
                                 Góðar stundir.


mbl.is „Við erum bara sektaðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Áttræð kerling kom til læknis á Akureyri.
Hún sagðist ekki vera komin vegna sjálfra sín,
heldur vegna þess, að eitthvað hlyti að vera að
bónda sínum.
Hvernig lýsir það sér?" spyr læknirinn.
,, það er nú ekki svo auðvelt að tala um það,"
segir kella hikandi. ,, En það er bara engu líkara
en hann sé orðin náttúrulaus."
,, Og hvað er hann orðin gamall?" spyr læknir.
,, Áttatíu og þriggja ára, eins og ég," svarar sú gamla.
,, Og hvenær fór fyrst að bera á þessu?"spyr læknirinn enn.
,, ja það var nú í gærkveldi,"segir hún, ,, og guð má vita,
að það var líka í morgun."

Þessa bragaþraut ( oddhendu) gerði Tómas Guðmundsson
um frænda sinn, Gunnar frá Selalæk:

                   Gunnar selur gerir svo vel
                   að ganga með deliríum
                   Í svarta éli suður á mel
                   hann situr í keliríum.

Andrés Björnson var á gangi á löngulínu í Kaupmannahöfn
og sá þar aldraða vændiskonu.
Kvað hann þá vísu þessa:

                  Fingralöng og fituþung
                  fær nú öngvan Kella.
                  Hringaspöng var áður ung
                  útigöngumella.

                                Góða nótt. Sleeping


Heilinn tengir áhættu í fjármálum við kynlíf.

Spennandi þessa nýa heilaskimunarvél, hægt að rannsaka margt með henni.
Eins og til dæmis rannsóknin á karlmönnum þar sem kom í ljós hvað menn
eru í raun að hugsa þegar þeir taka áhættu í fjármálum: ,, Kynlíf".
Æsandi myndir örvuðu virkni á sömu svæðum í heila karlmanna og verða
virk þegar áhætta er tekin í fjármálum.

Stórundarlegt! það er nú ætíð sagt að þeir hafi stærri heila en við konur,
hélt ég þá að það væru ekki margföld virkni á eitt svæði, en kannski er
þessu öfugt, já það eru sem sagt við konur sem eru með stærri heila.

Áhugavert þetta með að það sé tenging á milli kynlífs og græðgi,
og megi rekja það þúsundir ára aftur í tímann,
það sannar nú bara regluna að karlmenn hafi ekkert breyst í aldanna rás.

Það er talað um að á Íslandi sé það reglan að fyrst þurfi karlmaðurinn
að afla peninga og ná völdum, síðan væri hægt að snúa sér að
því að ná sér í konu.
En að mínu mati er það mun algengara að fólk fari að vera saman,
jafnvel að konan vinni og eignist jafnvel börn,
meðan maðurinn er að mennta sig, síðan þegar allt er farið að ganga vel,
þá fær karlinn sér aðra konu.

En eitt enn, nú má rannsaka heila kvenna svo við getum gert samlíkingar.
                                             Góðar stundir.
mbl.is Heilinn tengir áhættu í fjármálum við kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við vitum að fiskur er bestur.

Ja hérna, eins og maður hafi nú ekki alltaf vitað það, en það er samt gott að vita það að konur geta stjórnað vitsmunum barna sinna með fiskáti. sem sagt ef maður vill eiga miðlungsgáfað barn þá borðar maður fisk tvisvar í viku, en ef maður vill fæða af sér ofurgáfað barn þá borðar maður bara fisk í öll mál.
Þetta er virkilega umhugsunarefni fyrir verðandi foreldra, hjálpi mér allir heilagir eins og maður hafi verið að hugsa um það á meðgöngum sínum, NEI ekki aldeilis. maður hafði nú helst ekki list á neinu,
og alls ekki fiski.
Omega 3. er tiltölulega nýtilkomið efni, sem ég til dæmis tek vegna þess að maður hefur alltaf vitað að allt úr fiski er holt, það þarf enga rannsókn til að sanna okkur það, og hvað segir okkur rannsókn á 341, mæðgum eða mæðginum, það er nú frekar lítill hópur.
En þeir mega leika sér að vild þarna úti þeir eiga örugglega nóga peninga í þetta sem við eru alin upp við að vita.
                          Góðar stundir.


mbl.is Fiskur gerir börnin greindari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Á ungmennafjelagsskemtun, er haldi var á Akureyri
um veturinn 1907. gerðu menn það meðal annars sjer
til gamans að strengja heit að fornum sið.
Lárus Rist strengdi þess heit, að synda yfir Eyjafjörð þverann.
Jóhannes Jósepsson strengdi þess heit, að halda velli sem
glímukóngur á Þingvöllum á þjóðhátíð þeirri, sem haldin var
sumarið1907 í tilefni af heimsókn Friðriks konungs Vlll.
Magnús Mattíasson strengdi þess heit,að fara upp á kerlingu við Eyjafjörð.
Þá stóð upp Þórhallur Gunnlögsson og segir:
>> Þess strengi ég heit, að lifa í 100 ár, en liggja dauður ella.<<

Jón Pálmason alþingismaður mætti manni á götu hér í Reykjavík.
Maðurinn sagðist þurfa að flýta sér,
því hann væri að fara á "Konur annara manna",
en verið var að sýna leikrit með því nafni í Iðnó.
Þá kvað Jón:
                       Flýti ég mér og fer af stað
                       fylltur glæstum vonum.
                       Ég hef keypt mér aðgang að
                       annara manna konum.
                                                     
                                Góða nótt.Sleeping


Til vinu minnar Ásdísar.

Elsku Ásdís mín mig langar til að segja þér að hér var 
setið í hádegissnarli,
tengdasonur minn  Ingimar Eydal Óskarsson og við gamla settið.
Fór ég þá að segja honum frá skrifum þínum um það er Óskar þinn
lenti í slysinu, þegar ég var búin að ljúka máli mínu gráti nær,
sá ég að honum var líka brugðið, hann sagðist vel muna þennan
sorgaratburð, og að það hefðu allir verið harmi slegnir er
þetta gerðist.
Og hann sagði mér líka annað sem mér fannst afar merkilegt,
Íbúðin sem Íris mín var að kaupa er í húsinu Laugarholti 12.
niðri, en þið bjugguð uppi.
Um leið og við mæðgur komum inn í þetta hús fundum við
fyrir kærleikanum sem er í þessu húsi, Íris mín vissi strax að þessi
hýbýli mundi hún kaupa, það tók á móti henni opnum örmum.
Hún er flutt inn og elskar þetta nýa heimili sitt,
og hjónin uppi eru afar vingjarnleg.
Mig langaði bara til að segja þér þetta og einnig að allir muna
eftir foreldrum þínum sem voru falleg mektarhjón.
Berðu honum pabba þínum kveðju mína þó við þekkjumst ekki neitt
þá eigum við það sameiginlegt að vilja líf í Húsavíkina okkar.
                      Kærleikskveðjur til þín elsku vinkona
                                     Þín Milla.Heart


Álver og annar ljótur og mengandi atvinnuvegur.

Það er svolítið undarleg umræða sem skapast,
er reisa á Álver eða annan stóriðjuatvinnuveg.

þegar er byrjað á að hafa allt á hornum sér, allir vita betur
en þeir sem vilja skapa atvinnuveginn.
Álver t.d. hafa margþætt neikvæð áhrif á byggðirnar,
þau eru, sjón og umhverfis mengandi, þau skapa allskonar glundroða í
svokallaðri menningu bæjanna, það flytur inn allskonar óæskilegt fólk.
Og ég spyr hvað er óæskilegt fólk? Erum við fullkominn Íslendingar?
Nei við erum það ekki, frekar en aðrar þjóðir.
Við verðum bara að leysa það eins og allt annað.

Þetta með mengun og ljótleika sem stafar frá stóriðju.
Ég man nú þá tíð þegar bræðslurnar voru reistar,
liggur við inn í bæjum og þorpum landsins, þvílíkur sóðaskapur,
ólikt og mengun og ekki var fegurðinni fyrir að fara.
Kvartaði einhver? Nei fólk talaði um peningalykt.
Yfirleitt var það þannig að ekki var komandi nálægt þessum stöðum
fyrir slori og öðrum sóðaskap, og maður var að kafna úr súrefnisskorti
þvílík var mengunin.
þó í tímana rás hafi verið gerðar kröfur um mengunarvarnir og þrifalegra
aðgengi.
Ekki er ég að setja út á þessa tíma stóriðju, því hún skapaði okkur
þá vinnu sem við þurftum til að lifa.
Og það var líka gaman að lifa þessa tíma, þess vegna hlakka ég til að sjá
líf á ný í okkar kæra Norðurþingi, og skora ég á þá sem út á setja í stórum
stíl að hætta þessari neikvæðni.
                                                       Góðar stundir.


Álver á bakka við Húsavík.

Jæja þá sjá þeir sem mest hafa tuðað um að
ekkert sé að gerast í Álversframkvæmdum á Bakka
að hér er allt að gerast.
Ég hef nú ekki mikið talað um þessi mál vegna þess að ég
hef ætíð sagt: ,, Það kemur álver".
Neikvæðniraddirnar sem ávallt lætur hæðst í leiðast mér afar, 
mér finnst tómahljóð úr tunnu afar þunnt og leiðigjarnt,
eða finnst ykkur það ekki líka?
en neikvæðni skapast af vankunnáttu á málunum
hver svo sem þau eru.
Fólk á endilega að kinna sér málið áður en það fer að fjasa um það.
Svo finnst mér það ljótur löstur að tala niður til þess sem kemur
til með að bjarga þessu svæði atvinnulega séð.
                        Góðar stundir.
mbl.is Undirbúningur álvers á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin fyllir skarð Jórunnar.

Ég held að engin fylli skarð þessara frábæru konu
Ætíð var hlýlegt og gott að koma til hennar,
aldrei fór maður tómenntur út.
Sjáið bara myndina af þessari Lady, því það er hún svo sannarlega.
Takk fyrir mig Jórunn mín, börnin þín mega vera afar stolt af þér.

Ég ætla að vona að afgreiðslumenning fari að breytast, í flestum
tilfellum er óþolandi að koma inn í sér verslanir í dag,
maður fær það á tilfinninguna að maður eigi bera að flýta sér út aftur.
                                            Góðar stundir.
mbl.is Hættir verslunarrekstri 97 ára að aldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Púlli sat með stúlku og var að reyna að koma henni til við sig,
en hún var alveg treg og viljalaus.
Að síðustu missir Púlli þolinmæðina og segir:>> Ef þú ferð
nú ekki að gefa þig, þá fer jeg.<<

Púlli var einu sinni þar staddur, sem verið var að tala
um skólapilt, sem var á lausu kili, og þótti stunda námið illa.
hann var kunningi Púlla.
Kona ein sagði, að hann væri mesti letingi og alveg
>> energilaus<<.
>>Þetta eru bölvuð ósannindi um hann halla, hann væri
bráð-energiskur maður , bara ef hann hefði herbergi.
Þeir voru báðir í herbergishraki.

Dýrt kveðin vísa.

                   Stelur, felur, smellin smýgur,
                   smjaðrar, þvaðrar ár og síð.
                   Klagar, jagar, kjaftar, lýgur
                   kelling brellin alla tíð.

                                             Góða nótt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.