Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Samvinnan mikilvæg.
2.6.2008 | 07:12
Auðvitað eru allir tilbúnir og einhuga um að hjálpa til
þegar eitthvað gerist í okkar kæra landi.
það að verða fyrir svona áfalli er ekki gott fyrir sálarlíf
og tilvist fólks.
þannig að vonandi gengur allt vel fyrir sig og að engin þurfi
að standa í stappi við hvorki einn eða neinn til að koma sínu
lífi aftur á réttan kjöl.
Eitt er á hreinu að margir hlutir hafa glatast og orðið ónýtir í
þessum hamförum og örugglega margt sem fólk á erfitt með
að sætta sig við að missa, en takið eftir gott fólk að eftir
nokkur ár munið þið varla eftir þeim.
Ykkur finnst það kannski ótrúlegt í dag,
en munuð sjá kæru vinir að ég hef rétt fyrir mér.
Því að lifa í núinu og njóta þess í gleði sem maður á,
gefur manni allt sem maður þarf.
Allt sem maður þarfnast kemur til okkar.
Lifum í kærleikanum og trúum á hið góða.
Eigið góðan dag.
![]() |
Gríðarlegt verkefni framundan við að lagfæra hús og mannvirki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir svefninn.
1.6.2008 | 20:54
Maður nokkur sem átti vakt um borð í skipinu Straumey,
sem var á síldveiðum á Grímseyjarsundi,
þetta var um nótt, gerðist lýrískur.
Ljúflega líður um hafið
lognaldan vöggumjúk,
og svolítill sólrauður hnoðri
sefuð á Illviðrahnjúk.
Áfjöllunum Köldukinnar
kvikandi leikur glóð,
og sunnan við þau er sýsla,
sem sumum finnst výsna góð.
Þar búa þingeyingar,
sem þæfðu best forðum tíð,
yfirleitt góðrar ættar,
einkum frá Reykjahlíð.
Grímsey í ljómanum liftist
líktog hún ætli á flakk.
Hann sér þar um sálnanna velferð,
hann séra Róbert Jack.
Svo langt sem augað eygir
er allt jafn spegiltært.
Í lúkarnum saklausra svefni
sofa strákarnir vært.
Hér afa djúpann dísir
djásn sín á borðið lagt.
Það er ekki amalegt núna
að eiga næturvakt.
Úr bókinni Sjór og menn eftir Jónas Árnason.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Gamli góði keppnisandinn.
1.6.2008 | 18:08
Maður situr nú bara hérna og trúir því varla að þeir hafi
unnið Svíana.
Strákar þið voruð æðislegir, ég fór reyndar ekki að horfa fyrr
en klukkan fimm, en þá sá ég að þið munduð ekki gefast svo glatt upp.
Kátínan og það sem ég kalla gormasvipinn skein út úr andlitum ykkar.
Þið voruð frábærir, til hamingju strákar og takk fyrir mig.
![]() |
Handboltaliðið fer á ÓL í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrirgefið strákar!
1.6.2008 | 12:23
Ég kann ekkert að minka myndir, verð að læra það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þær gáfu þeim leikinn, eða er það ekki annars?
1.6.2008 | 12:20

Eru þeir virkilega að halda að þeir hafi unnið á því hvað þeir eru
fljótir? Mikill misskilningur strákar mínir,

Stelpurnar hafa bara gefið ykkur leikin

Enn annars til hamingju og auðvitað vakti þetta lukku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
D listinn að hrynja í borginni.
1.6.2008 | 08:42
Nei það gerist ekki það vitum við, þeir detta niður,
en eru eins og svampurinn,
koma ætíð upp aftur fer bara eftir stífleika svampsins
hvað þeir koma fljótt upp aftur, en þið sem notið svampa
kannist kannski við að sumir svampar koma bara ekki upp aftur
vegna misnotkunar og þá hendir maður þeim í ruslið,
ónýtir, PUNKTUR BASTA.
Enn það er útilokað, við getum ekki hent X-D, það er ekkert fútt
í því, enda yrðu næstu kosningar afar litlausar án þeirra.
Hvernig væri að prófa svona einu sinni að kjósa bara gott fólk
saman, óháð pólitík.
![]() |
Fylgi D-lista aldrei minna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Til hamingju Hafnarfjörður.
1.6.2008 | 07:45
Verð nú að minnast á þennan viðburð sem ég hefði gjarnan
viljað vera með í.
Þegar ég var lítil átti ég nefnilega langafa og stjúplangömmu
að Strandgötu 45 í Hafnarfirði, það er löngu búið að rífa það hús
skömm var að því verklagi, þetta hús átti að standa sem eitt af
gömlu húsunum í gamla bænum, en það er önnur saga.
Í þá daga var Hafnafjörður yndislegur, ekki að hann sé það ekki í dag,
en hann var bara yndislegri þá og það var ætíð svo gott að koma í fjörðinn
og hitta sitt fólk þar.
Því fyrir utan langafa bjuggu þarna systkini Þorgils afa með sínar fjölskyldur.
Takk fyrir mig Hafnafjörður.
![]() |
Tónleikar á Víðistaðatúni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)