Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Fyrir svefninn.
16.9.2008 | 20:45
Í Setbergsannál er þess getið, að vetur hafi verið í meðallagi
þetta ár, en grasspretta mikil um sumarið og hafi hey nýst
vel. Þá hafi fiskafli verið góður og hlutir miklir syðra, undir
jökli og víðar. Þá var greint frá því að maður nokkur hafi
drukknað í Blöndu, og að hval hafi rekið á Austfjörðum.
Hvergi annars staðar er þessara atburða getið, né heldur
að hálft þingvallavatn hafi horfið um hríð, en um það
segir Setbergsannáll: ,, Hvarf um sumarið Þingvallavatn
nær til helftra nokkra daga. Vissu eigi menn af hverri orsök
var, Því að regn og úrkomur gengu. Vóx svo vatnið aftur
á einu dægri eins og áður var."
þetta gerðist 1402, hugsa sér það er hægt að lesa sér til
um þetta í annálum.
Hvernig skildi þetta verða eftir 6 aldir, skildu nokkrir hafa
áhuga á að lesa um það sem er að gerast í dag, hvernig
verður allt þá ef það verður þá eitthvað til.
kannski verðum við búin að tortíma heiminum, hver veit?
Þess vegna segi ég: ,, Verið meðvituð, hlúið að þeim sem
minna mega sín."
Kveldljóð.
Ó, þú sólsetursljóð,
þú ert ljúfasta ljóð
og þitt lag er þinn blíðfara andi.
Þegar kvöldsólin skín
finnst mér koma til mín
líkt og kveðja frá ókunnu landi
Mér finnst hugsjónarbál
kasta bjarma á sál
gegnum bylgjur þíns dýrðlega roða.
Ég geng draumum á hönd
inn á leiðslunnar lönd
þar sem ljóðdísir gleði mér boða.
Jón Trausti.
Það er undir okkur fólkinu í þessu landi komið hvort
Gísli Sverrisson og hans fjölskylda fær að njóta þess
er ljóðdísirnar gleði boða.
Góða nótt
Lesið færsluna hér á undan.
Takk fyrir að lesa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hjálpum Gísla Sverrissyni og fjölskyldu hans.
16.9.2008 | 10:01
Þórir er kennari á Laugum, og er öllum þar sem annarsstaðar umhugað
um að Gísli fái allan þann stuðning sem fólk getur veitt.
15.9.2008 | 13:36
Styðjum Gísla Sverrisson og fjölskyldu hans
Eftirfarandi tilkynning barst mér í tölvupósti og birti ég hana hér orðrétt.
Gísli Sverrisson er formaður Þríþrautarfélags Norðurlands, sem hefur staðið fyrir þríþraut á Laugum og víðar um Norðurland undanfarin ár.
"Gísli Sverrisson féll af hjóli sínu 2. september síðastliðinn þar sem hann var við æfingar ásamt félögum í hjólahóp frá líkamsræktar- stöðinni Bjargi á Akureyri. Við fallið hlaut Gísli hryggbrot og alvarlegan mænuskaða. Afleiðingar slyssins eru þær að hann er lamaður fyrir neðan brjóstkassa.
Gísla bíður löng sjúkrahúslega og endurhæfing. Þetta er mikil áfall fyrir hann, konu hans og fjögur börn og mikilvægt að fjárhagslegar áhyggjur bætist ekki ofan á það sem fyrir er. Fyrir liggja ferðalög fyrir fjölskyldu hans til að styðja við hann í Reykjavík þar sem hann liggur á sjúkrahúsi, auk kostnaðar sem fylgir því að laga sig að breyttum aðstæðum.
Vinir og kunningjar Gísla hafa ákveðið að leggja honum og fjölskyldu hans lið með fjársöfnun. Í kringum söfnunina verður skíðastaðasprettur þann 20. september n.k. Nánari upplýsingar um sprettinn eru á www.bjarg.is
Það er einlæg ósk og trú aðstandenda að sem flestir geti lagt Gísla lið með fjárframlagi. Þú ræður upphæðinni. Það eina sem þú þarft að gera er að millifæra á söfnunarreikning fyrir Gísla. Reikningurinn er skráður á nafn og kennitölu Gísla.
Reikningsnúmerið er: 0565-14-400216
Gísli Sverrisson: kt. 180561-7069
Aðstandendur og fjölskylda Gísla þakka þér kærlega fyrir veittan stuðning og biðja þig að koma upplýsingunum á framfæri".
Undir þetta skrifar Hjólahópurinn Bjargi, Akureyri.
Ég biðla til allra minna bloggvina að setja þessa færslu inn hjá sér,
og sér í lagi alla sem eru á Akureyri.
Þar býr Gísli og hans fólk.
Kærleik í loftið.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Eins og í gamla daga.
16.9.2008 | 07:51
með þeim afleiðingum að ungur maður var slegin hnefahögg
í andlitið og tvær tennur brotnuðu, tveir menn voru á móti honum,
en að sögn þeirra byrjaði sá sem sleginn var.
En skondið er að gömlu regluna þeir viðhöfðu, sem var:
,,Er maðurinn er kominn í gólfið eða jörðina þá var hætt."
Á stundum brutust út hópslagsmál en er þeim lauk var
staðið saman og stúturinn gekk á milli, allir vinir á eftir.
Vona að þessir menn verði bara vinir eftir sem áður.
Svona er lífið í réttunum.
Góðan daginn landsmenn góðir.
Slagsmál á réttarballi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir svefninn.
15.9.2008 | 20:20
og er hugur hans oft við veiðiskapinn.
Eitt sinn var hann á veitingahúsi með nafna sínum,
hauki Óskarssyni, rakara.
Þeir hitta þarna fallega stúlku og fer Haukur Jacobsen
að spjalla við hana og segir meðal annars:
" Þú hefur þær fegurstu og fínlegustu hendur, sem ég hef séð,
og ekki spilla fingurnir.
Þeir eru eins og spriklandi ánamaðkar."
Forstjóri nokkur frá Akureyri fór til Reykjavíkur í viðskiptaerindum.
Þegar hann hafði lokið erindinu, hugsaði hann með sér að gaman
væri að vera fáeina daga í viðbót og njóta skemmtanalífsins í
höfuðborginni, með konu sinni og jafnvel aðstoðarforstjóranum
sem var ókvæntur.
Hann hringir því í aðstoðarforstjórann og sagði:
,, Komdu suður með konu mína og frillu þína,"
" hve lengi hefur þú vitað um okkur?" Spurði aðstoðarforstjórinn?
Þeir sem ekki þola svona gróft á mánudagskvöldi, lesa eigi.
Þrælslega hefur þjakað mér
þessi næturleikur.
Litla greyið á mér er
eins og fífukveikur.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
þetta er miðjan á hruninu.
15.9.2008 | 10:19
Stórtíðindi urðu á Wall Street um helgina, þegar tvö sögufræg
fyrirtæki þar hurfu af sjónarsviðinu, til viðbótar
Bear Stearns-bankanum, sem fór á hausinn fyrir hálfu ári.
Lehman Brothers var fjórði stærsti fjárfestingabankinn í
Bandaríkjunum, stofnaður fyrir 158 árum. Merril Lynch var
stofnaður 1914.
Hefur ekki verið búist við þessu alllengi? það tel ég.
Undirbúningur hruns er búin að hanga við borðröndina all
lengi og nú er það komið upp á borðið.
Svo er sagt af ráðamönnum hér á landi að okkar bankar séu
svo vel settir að þeir muni standa allt af sér. Ja hérna, halda
menn að við séum hálfvitar, sem kunna ekki að leggja saman
2+2 og fá út 4.
Það er verið að tala um að verðbólgan fari niður á næsta ári.
Já trúir fólk því?
Til viðbótar þessum fregnum hafa fréttist borist af því, að stærsta
tryggingafélag í heimi, American International Group (AIG), eigi í
miklum erfiðleikum og hafi leitað á náðir bandaríska seðlabankans
um neyðarlán.
Og alþjóðlegur hópur banka hefur tilkynnt, eftir fund með
bandarískum embættismönnum í New York, að lagt verði í sjötíu
milljarða dollara sjóð til að aðstoða fjármálafyrirtæki sem eigi í
vandræðum.
Fréttaritari BBC segir, að samanlagt séu þetta mestu tíðindi sem
orðið hafi á einum sólarhring á Wall Street síðan á þriðja áratug
síðustu aldar.
það er ekki hægt að telja mér trú um að þetta hafi ekki áhrif.
Og það verður gaman að sjá hvernig okkar bankar, ríkið, og
tryggingarfélögin ætla að bregðast við er það fer að eignast
allar íbúði, bíla og fyrirtæki í landinu.
Eða á kannski að fara að lána manni núna fyrir öllum skuldum
með okurvöxtu, það væri svo sem eftir öllu.
Sögufræg fyrirtæki á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Einn að mótmæla, Hverju?
15.9.2008 | 06:06
Hælisleitandinn Farzad Rahmanian, frá Íran,
sem sat fyrir utan lögreglustöðina í Reykjanesbæ í mótmælaskyni
í rúman sólarhring í gær er hættur sinni mótmælasetu.
Hverju var hann að mótmæla? Var hann að mótmæla aðgerðum
lögreglunnar á aðsetur þeirra í Njarðvík eða var hann að mótmæla
hvað það tekur langan tíma að afgreiða þeirra mál.
Ekki ætla ég að setjast í dómarasæti og dæma hvort þessir
menn eru glæpamenn eður ei, það er auðvitað blandað fé í öllum
réttum, en er ekki hægt að finna lausn á þessum málum
hælisleitenda?
Finnst að Þessu fólki er hleypt inn í landið og plantað í þessi
líka glæsihýsin, þá á að vinna hratt og vel að lausn fyrir hvern
og einn. Ef við höfum eigi efni á
(sem ég tel að þar standi hnífurinn í kúnni) að sinna þessu með
sóma þá á bara að senda þetta fólk beint tilbaka.
Það er að mínu mati mannúðlegra heldur en að hafa þá eins og
fé í rétt og gefa á garðann á vissum tímum, eins og gert er við
svo kallaða þurfalinga þessa lands.
Hælisleitandanum ekið heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
14.9.2008 | 20:59
Vitið hvað er mest um vert er maður hefur sig í að
byrja nýjan lífsstíl?
Fyrst og fremst að maður sé tilbúin til þess, síðan að
vera meðvitaður um það sem maður er að gera, fylgist
með hvað maður lætur ofan í sig og hvað er í því sem maður
borðar.
Það sem mér fannst skemmtilegast var hvað þetta reyndist
vera gaman stúdera fræðibækur um mat og gildi hans, huga
að kryddum og hver voru best fyrir mann, baka sjálfur sín eigin
brauð og vinna hellst allt frá grunni sjálfur, með því að gera það
veistu hvað er í matnum og hvað hann er gamall í raun og veru.
Skipulagning er að sjálfsögðu nauðsynleg í öllu sem við gerum,
já sumir eru nú ekki hrifnir af, er maður byrjar á tali um það.
En að skrifa niður það sem þið borðið, bara gaman.
halda öllu þema sem þið setjið ykkur, bráðnauðsynlegt.
Ef maður heldur sér ekki við sett mark, þá hrinur allt.
Þá verður maður svo svekktur og jafnvel gefur skít í allt.
Nei nei bara að nota góða skapið og fólk breytist smá saman
yfir í það þema sem er nauðsynlegt til að ná árangri sem varir
um alla framtíð, því lífstílsbreyting er eilíf.
Þetta skal ég segja þér
sama á hverju gengur
allt sem lífið í þér sér
kallast góður fengur.
Vini marga á ég hér
sem hef ei augum litið.
Við stöndum ekki ein og sér
saman gjöldum, greiðvikið.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýtt þema hjá mér. Og smá um lífstílinn
14.9.2008 | 14:57
er ekki fullbúin á eftir að velja mér toppmynd.
Þessi litur er sá litur í litakortinu sem gefur hvað mesta hlýu
frá sér út í heimilið.
Eftir að ég málaði einn vegg í þessum lit reyndar aðeins brúnni,
þá er stofan allt önnur og ég fæ ekki leið, síður en svo.
Hér í tölvuherberginu er ég með antik grænan lit, yndislegan.
Var að undirbúa kvöldmatinn sem verður Gullach súpa, með engu kjöti
bara fullt af grænmeti, það tekur svolítinn tíma að skera niður allt
grænmetið svo gott er að vera búin að þessu, síð hana svo seinna í dag.
Gerði í stóran pott svo frysti ég í mátulegum boxum fyrir okkur, gott að
hafa til að grípa í.
En í dag eru bráðum 5 vikur síðan ég byrjaði mína lífstílsbreytingu og það
eru farin 5 kg og er ég afar ánægð með það, ég missti 2 kg í síðustu viku
mér finnst það of mikið en það bara fór, ég er ánægð ef ég missi 1/2 kg á
viku.
En mest um vert er þegar um svona breytingar er að ræða, er það sem
þú hefur hent út úr skápunum, ef þú ferð að skoða allan þann dulda
sykur sem ofan í þig lætur í öllum daglegum vörum sem þú ert að borða
og heldur að sé allt í lagi með, en það er það bara ekki.
Allar unnar kjötvörur, mjólkurvörur, pakkasúpur og sósur, niðursoðið allt
mögulegt, súrsæta sósan sem þú kaupir út í búð, já ég gæti talið endalaust
upp, en ef þið hafið áhuga á bættri heilsu þá kynnið ykkur málið.
Ég er ekki að segja að maður megi aldrei eitthvað, maður á að leifa sér
en ég segi fyrir mitt leiti ég vill frekar holt en óholt.
Knús kveðjur
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Heilasellu-hristingur.
13.9.2008 | 21:17
Sellu hristingur veit nokkur hvað það er eiginlega fyrir hristing?
Ég held að það sé svona hristingur sem kemur heilasellunum
á sinn stað, það er að segja ef þær hafa farið af leið.
Stundum gerist eitthvað, sem maður veit hreinlega eigi af hverju,
hvernig eða bara hvort hafi gerst svo ringlaður verður maður.
Fyrst er eitthvað gerist, eins og að maður fái á sig ljót og ósmekkleg
orð, ja til dæmis frá einhverjum sem aldrei hefur augum mann litið
þá verður maður svolítið hvumsa, svarar, og ferlið tekur völdin.
Maður reynir að réttlæta sinn hlut, en maður fær bara meiri dónaskap
yfir sig, lokar á það og verður svo bara meir og meir hissa á öllu sem
er að gerast í kringum mann.
Hverjir eru einlægir gagnvart sjálfum sér?
það er ekki nóg að fólk viti að aðgát skal höfð í nærveru sálar,
því ber að fara eftir því líka.
Því að svo er hægt að særa fólk að eigi verður úr því bætt,
enda þeir sem eru í þeim geira að særa aðra, kunna bara ekki betur.
Gamla Kisa. Jakob Thorarensen.
Hún kisa var komin að bana
og kallaði mýsnar til sín
að sænginni og klökk hún sagði:
,, Æ svona er nú heilsan mín"
Nú sættumst við elskurnar allar,
áður en bugar mig hel.
þó margt hafi borið á milli
þá meinti ég hlutina vel.
Ég nartaði ólukkan illa
en æri er mín lífsskoðun breytt.
Nú kveðjumst við, kropparnir litlu,
og kyssumst að skilnaði heitt.
Þá guggnaði músin sú minnsta
og munninn hún rétti fram.
En kastaðist svikin og kvalinna
í kattarins rándýrshramm.
Og kisa var aftur á kreiki
það kvöld og ei iðraðist þess.
Lá matráð í meyjanna keltum
og malaði södd og hress:
,, Ég veit ég er gölluð og gömul
og gerist til veiðanna stirð.
Mín einasta hjálp er hvað hræsnin
er hentug og mikilsvirt."
Þetta ljóð er alveg magnað og á vel við
endilega lesið það vel.
Góðan dag til ykkar allra sem hingað inn koma.
Bloggar | Breytt 14.9.2008 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Brauðuppskriftin góða.
13.9.2008 | 17:17
þegar Silla og Gunni voru hjá okkur um daginn gaf ég þeim
heimabakað brauð, hrökkbrauð, og með þessu var smurostur,
smjör, heimatilbúið marmilaði og bláberjasultan sem Gísli bjó
til um daginn.
Þau voru svo hrifin af brauðinu svo Silla mín hér færðu uppskriftina.
400 gr spelt
400 gr heilhveiti
1 dl sólblómafræ
1/2 - hörfræ
1/2 - sesamfræ
4 tesk lyftiduft helst vínsteinslyftiduft,(hollara)
1 -- natron
1 -- sjávarsalt
5 dl súrmjólk
41/2 dl vatn
Öllum þurefnum blandað saman í skál, vætt í og elt saman
ég elti deigið bara saman með hendinni í hnoðskálinni.
Bakað við 180 gr í ca 1 klst og 15 mín.
takið úr ofninum og látið kólna undir röku stykki
best er ef maður á brauðhníf að sneiða brauðið er kalt er og frysta,
svo tek ég bara út og rista, þetta er æðislegt brauð fullt af orku.
Þessi uppskrift er úr bókinni hennar Yesmine Olssen og er þessi
uppskrift frá tengdamömmu hennar sem heitir Klara og heitir því
brauðið, Klörubrauð.
Bendi ykkur á þessa bók hennar Yesmine fróðleikurinn í henni er
bara áhugaverður, til dæmis allt sem hún segir okkur um kriddin
er hverjum gott að vita.
Gangi ykkur vel.
Kveðja
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)