Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Var ekki einhver að biðja um uppskriftir?
13.9.2008 | 14:07
Maturinn sem ég hafði í gærkvöldi.
Svínalundir sneiddar og snyrtar
steiktar á sjóðandi heitri pönnu og í
eldfast mót salt og pipar yfir.
Ferskjusósa.
3 dl svínasoð eða vatn +2 svínakjöts-teninga.
1/2 dós ferskjur
1/2 -- sýrður rjómi ég notaði létt yogurt
1 dl rjómi ég notaði kaffirjóma
1 tsk Karrý madras
1 matsk Teryaki soja
1 --- Mangó Chutney
helminginn af safanum úr dósinni
Hitið kryddið í olíunni allt sett út í soðið í 2 mín,
síðan hellið yfir kjötið inn í ofn í 15- 20 mín.
Borið fram með brúnum grjónum og fersku salati að
smekk hvers og eins.
Æðislegur matur og sósan örugglega góð með kjúkling,
lúðu og skötusel.
Einn svona prufurétt gerði ég. það var Indverskur pottréttur.
2-3 matsk olía helst kaldpressuð kókosolía.
1 --- Curry-paste
1/2 tsk engiferduft
1/2 - Cummen duft
1/4 - Cilli eða cayenne pipar
dass af sjávarsalti
2 st tómatar smátt skornir
1 Dós lífrænt ræktaðar bakaðar baunir
1 búnt ferskur kóríander ég notaði basil.
Olían sett í pott og allt kryddið út í hitað vel saman
síðan allt út í og látið malla í um 5 mín.
bara þessi réttur með grjónum og salati er topp máltíð
Það má auðvitað nota kjúklingabaunir í þennan rétt
ef fólk vill.
Gangi ykkur vel og BONE APETIT.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ræðusnillingar ná ætíð eyrum manns.
13.9.2008 | 08:58
Haustþingi lauk í gær, og þar með 135. Löggjafaþingi
þjóðarinnar.
Þingfundir voru 123 og stóðu í 606 klukkustundir.
Ókrýndur ræðukóngur löggjafaþingsins var að sjálfsögðu hinn
frábæri vinur minn Steingrímur J Sigfússon, hann er fyrir utan að
vera ræðusnillingur, afar vel gefinn og skemmtilega vel máli farinn.
Það var eins og með Jón Baldvin Hannibalsson er hann ver á þingi
og eða kom fram einhversstaðar, ætíð hlustaði maður og gerir en.
þessi skoðun mín kemur eigi neitt við skoðun minni á pólitík.
Það eru til snillingar í öllum flokkum, sumir ná eyrum manns
vegna ræðusnilldar sinnar, en aðrir hafa bara eigi þá gáfu að
getað talað svo vel fari.
Annað í þessu er, að eigi er sama hvernig ræðan er samin,
sumar eru afar langdregnar og hundleiðinlegar, en aðrar
svo vel orðaðar að maður hefur unun af að hlusta á, þó að
maður sé eigi sammála þá er í góðum ræðum ætíð einhver boðskapur.
Steingrímur talaði lengst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
12.9.2008 | 22:02
Kæru bloggvinir, nú er dagur að kvöldi kominn, og er hann búin
að vera yndislegur.
Í morgun kom litla ljósið í pössun, við fórum saman í búðina að
versla smá, mamma hennar gaf henni 100 kr til að kaupa ís,
Mín fór að velja ís, hún vildi fá snjókallaís og eins og allir vita þá
er hann 10 st í kassa svo við sögðum henni að láta kassann í
innkaupakörfuna, já og svo borga ég konunni peninginn, já
allt í lagi segi ég, er að kassanum kom sást hún hvergi, fór að vita
um hana þá var hún inni í blómabúð hjá mömmu sinni.
Síðan kom afi að sækja okkur er hann var búin að setja vörurnar í bílinn.
Ég segi er við komum út í bíl, Aþena Marey hvaða pening ertu með?
Sem mamma gaf mér, nú áttir þú nú ekki að láta konuna við kassann
hafa peninginn? Jú ég bara gleymdi því, útrætt mál.
Pabbi hennar kom svo í hádeginu var búin að vinna, við fengum okkur
snarl saman, þau fóru svo heim og afi fór að sækja englana mína fram
í Lauga þær voru að sækja um nýja passa og fara í myndatöku fyrir kortin.
Síðan var aðeins farið í búðir, heim og við borðuðum saman í kvöld.
Í matinn voru svínalundir með ferskjukarrý -sósu, brún grjón,salat.
Ég bjó líka til Karrý rétt með sauja og kjúklinga baunum sem er gott að
hafa bara sem sér rétt eða sem meðlæti hrikalega góður.
Kvótabragur.
Þegar kvóti var settur á ástarlífið.
( Elliheimili Húsvíkinga heitir Hvammur.)
Það kom um daginn kvótablað
um hvað ég mætti gera það
oft á þessu ári.
Eflaust var ég svekkt og sár
að sjá á blaði þetta pár
en ei svo tæki tári.
Bjartsýni mér borin er
í blóði skal ég segja þér
ég sagði, allt í lagi.
Vorið færir líf og ljós
og líka karlinn út til sjós,
þá fækkar þessu fagi.
Sumarið er sigið á
svona fór um ætlan þá
kvótinn bráðum búinn.
Sumarfríið eftir er
eitthvað má nú gamma sér
ég er öllum ráðum rúin.
Er haustið fer að halla að
ég hugsa fer um kvótablað.
Hvað á ég að gera?
Er kaldur vetur kominn er
hvernig á að ylja sér?
Ekkert við að vera.
Nú er ástin orðin heit
ég ötul er í kvótaleit,
hef mig alla í frammi.
Þá fæddist hjá mér lítið ljós,
það líka alltaf vel til sjós.
Ég kaupi kvóta í Hvammi.
Þessar eru eftir hana Ósk, frábærar að vanda.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Stórkostlegur!
12.9.2008 | 09:57
Hann er svo yndislegur hann Hörður Torfason að það
er leitun að öðrum eins listamanni.
varð bara að segja þetta.
takk fyrir að vera til.
Tvennir tónleikar sama kvöldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Góðar fréttir, enda gott veður í dag.
12.9.2008 | 07:40
bara það besta, þá verður þetta gert eins og vera ber.
Hlakka til að sjá aftur þessa gömlu kæru mynd í miðbænum
mínum.
Eigið góðan dag.
Lækjargata 2 tekin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fyrir svefninn.
11.9.2008 | 21:41
Ég ætla að byrja á því að óska þeim til hamingju sem stóðu
fyrir stofnun, samtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna
þolenda.
Þar eru í fararbroddi Ingibjörg Helga Baldursdóttir og
Þráinn Lárusson. Sonur þeirra gafst upp á þessu lífi sem honum
bauðst á jörðu hér 21 júní 2008. vegna eineltis.
Ég dáist af þessum foreldrum fyrir dugnaðinn í þessu máli
og eiga þessi samtök eftir að eflast og verða mörgum til hjálpar.
Endilega farið inn á síðuna hjá henni Ingibjörgu og kynnið ykkur
málið. Slóðin hennar er ingabaldurs.blog.is
Þekkið þið ekki einhvern sem er undirleitur, dulur, brosir sjaldan,
fer helst sínar eigin leiðir. verið viss um að þarna er eitthvað að.
Látið ykkur varða, við verðum öll að taka þátt.
Guð gefi að okkur öllum gangi vel í baráttunni gegn einelti.
Segðu mér, er fólkið frjálst,
finnur það ástina björtu?
Eða er það dæmt til að þjást,
þangað til bresta hjörtu?
Segðu mér, hvert er þitt svar
er sannast reynist?
Segðu mér, hversvegna, hvar
og hvað á bak við leynist!
Þegar kuldinn fer að kyrja,
kannski jafnvel notar stuð!
Þá hef ég heimtingu á að spyrja:
,, HVAR ER GUÐ?!?"
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hvenær urðu þær til?
11.9.2008 | 17:05
Horfur varðandi fjárhag ríkissjóðs eru jafnvel heldur betri við áttum von á,
og útlitið með hagvöxt á árinu í heild er líka betra heldur en spáð hafði verið. Og það eru jákvæð tíðindi," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra varðandi nýjar tölur Hagstofu Íslands varðandi hagvöxt Útflutningurinn er að stórvaxa, og hann er mikilvægur liður í þessu. Aftur á móti eru þjóðarútgjöldin, þar með talin einkaneyslan, að minnka mikið. Og samtals eru þetta hvorttveggja góð tíðindi, því að þetta þýðir það að þenslan er að minnka, en útflutningurinn að sækja mjög í sig veðrið - m.a. vegna aukinnar álframleiðslu.
Kom þetta þá bara upp í hendurnar á þeim, eða hvað?
Auðvitað er einkaneyslan að minnka við höfum engu að eyða.
Vandinn er að mínu mati margþættur og er búin að
Viðgangast allt of lengi.
Og núna er þeir sjá að allur almenningur er að fara
í kol og brand þá koma þeir með eitthvað svona sem
átti að koma fyrir löngu síðan.
Það er búið að pína okkur allt of lengi.
Þætti mér svo vænt um ef Hagstofan mundi reikna út
hvað mörg á við yrðum að ná okkur á réttan kjöl aftur?
Það hlýtur að taka mörg ár fyrir okkur að borga upp
vaxtahækkanir + allar aðrar hækkanir sem orðið hafa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrsti Hjallastefnuskólinn í Reykjavík.
11.9.2008 | 07:47
Til hamingju Reykjavík með hjallastefnuskólann þann
fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík.
Eins og flestir vita var fyrsti leikskóni þessarar tegundar
stofnaður í Hafnarfirði urðu þeir svo fleiri og fleiri og eru
nú afar víða sem betur fer.
Mig minnir að fyrsti grunnskólinn hafi farið af stað í Garðabæ.
Að mínu mati er það afar nauðsynlegt fyrir börn sem byrja á
hjallastefnuleikskóla að geta haldið áfram í hjallastefnuskóla,
en því miður gengur það eigi ætíð upp.
Ég veit um dæmi þess að til dæmis börn með ADHD hefur gengið
betur og verið glaðari á Hjallastefnuleikskóla enn venjulegum
með fullri virðingu fyrir þeim.
Margrét Pála gangi þér vel í að efla þessa frábæru skóla þína.
Það sem mér finnst svo frábær, að þú skulir fá allt þetta fólk til liðs
við þig, það sýnir að til eru kennarar og leikskólakennarar sem eru
tilbúnir að brjótast út úr rammanum og gera eitthvað nýtt sem er samt
bara gamalt og hagnýtt með góðu breytingarinnleggi.
Góðar stundir.
Nýr Hjallastefnuskóli í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fyrir svefninn.
10.9.2008 | 20:33
Jæja gott fólk hér hefur gengið á ýmsu í dag,Og á ég
eiginlega ekki til orð yfir bæði klámfengið-orðalag og
vanvirðingu við fólk í háska.
kallaðar erum væluskjóður
og öðrum sposkum nöfnum,
en eigi lyndum, við það fóður
sem gefið er af huldum körlum.
Fáum eina góða úr Íslenskri fyndni.
Fyrir allmörgum árum fóru Þingeyskir bændur í ferðalag
vestur í Húnavatnssýslur. Að sjálfsögðu fóru þeir ríðandi
og auðvitað á skagfirskum gæðingum.
Meðan á ferðinni stóð gerði slæmt veður á norðurlandi vestra
og var þá þessi vísa kveðin:
Ekki er kyn þó veður vont
verði í húnaþingum,
þegar um landið þingeyskt mont
þeysir á Skagfirðingum.
Góða nótt og takk fyrir í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þetta er hræðilegt, hundruðir manna deyja.
10.9.2008 | 17:31
Hundruðin og þúsundir manna deyja, hvar endar þetta allt saman?
Það endar nefnilega aldrei, því náttúruhamfarirnar endurtaka sig
árlega.
Megi góður guð vernda allt þetta fólk.
Lýst yfir hættuástandi í Texas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)