Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Fyrir svefninn

Fór í þjálfun í morgun og var Jóhann hinn sænski
nokkuð ánægður með mig, mér fannst ég ekki hafa náð
miklum árangri, en viti menn hann taldi það bara gott
sem komið var, á að halda áfram næstu viku í þessu
prógrammi svo elsku Gísli minn þarf að vera til taks ef ég
skildi nú detta er ég er að reisa mig uppTounge þetta er eigi
auðvelt skal ég segja ykkur.

Nú Gísli fór svo að ná í Dóru fram í Lauga, hún var í fríi í dag
og þá er verslað inn fyrir heimilið.
Neró fékk að fara með, eins er hann ók henni heim aftur, þá
hitti hann englana mína og fóru þær og leifðu honum að
hlaupa um, er þeir komu heim aftur steinlá hann úr þreytu.

Milla mín kom svo í kvöldmat með ljósin mín og Hafdísi bestu
vinkonu Viktoríu Ósk, síðan fóru þær í sund.

Það er nú eiginlega ekkert hægt að lýsa deginum í dag

maður er búin að vera hálf dofin, veit í raun ekkert hvað
gerist. Sjáum til á morgun.

                **************************

Án Titils

Á meðan birtan,
bláköld birtan,
sefur í lófa þínum
stígur einmana nótt
sín fyrstu spor.

            Ásdís Óladóttir

Ástin.

Ástin er lífið - hvað annað?
Unaðarvaki sálum tveim.
Hún ein fær hrifningu vakið,
svo hjörtun slá fagnandi, örar
hjá konu og manni í köldum heimi.

            Auðunn Bragi Sveinsson.

100_7690.jpg
Litla ljósið mitt vildi endilega lána Neró Build a Bear meðan hann svaf
Þessi heitir Hana Montana.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Stöðugt detta kjálkarnir niður, sko á mér.

Það var nú komin tími á að seðlabankinn væri tekinn
fyrir. Óhætt að tendra elda þar og vel við hæfi.
Voru ekki ávallt tendraðir eldar hér á öldum áður
fyrir utan virki og seðlabankinn, sem er nú það ljótasta
hús sem reist hefur verið, er bara eitt stórt virki.
Haldið ykkur við seðlabankann þar til sigur vinnst.
Þeir eiga nefnilega ekki neitt, ekki einu sinni sláturkepp
að henda út til ykkar,
eins og norðanmenn í Borgarvirki gerðu fyrir margt löngu,
við sunnanmenn, sunnanmenn hörfuðu töldu norðanmenn
eiga nægan mat til að þrauka, en þetta var síðasti keppurinn.

Björgvin sagði af sér í gær eins og landsmenn vita.
Tel hann bara vera að vinna að eigin hagsmunum,
enda bráðgreindur maður á ferð.

Við fáum víst niðurstöðu í dag. Mér er spurn í hverju?
Jú eigi er ég svo vitlaus að ég skilji það ekki að samfylkingin vill
fá allt eins og ég áður hef álitið, en hægan er það það sem fólkið
er að biðja um, verðum við sátt við þá niðurstöðu að hún muni
alfarið ráða fram að kosningum?

Trúlega hlæja nú einhverjir úti í hinum stóra heimi er þeir sjá
myndir að mótmælum frá höfuðstöðum Baugsveldisins,
og trúlega segja að þetta sé ekki rétt mynd, því hverjum dettur í
hug að höfuðstöðvarnar séu svona litlar, hlýlegar og húsin svona
en ekki einhverjar glerhallir, hef ætíð dáðst að þessum húsum,

Svo er það rúsínan í pulsuendanum kynlíf í þrívídd, hlakkar til að sjá
það, OMG hlýtur að vera magnað.

Eigið Góðan dag í dag.
Milla



Fyrir svefninn

Eins og ég tjáði mig um í morgunn þá voru hér fjórar
prinsessur. Allar eru þær sjálfbjarga nema kannski
litla ljósið sem þarf svo litla athygli á stundum, má sjá það
á þessum myndum sem hér koma.

100_7715.jpg
Afi dottaði aðeins og hún setti þessa frægu Build a Bear
við hliðina á honum, síðan kom þetta.

100_7716.jpg
Hún var búin að fá sínu framgengtWhistlingað vekja afa.
enda fær hún það ætíð/oftast.

100_7701.jpg
Ljósálfurinn minn sem ætlar að verða kokkur, gaf okkur
á diska í gær og fórst henni það vel úr hendi.
Hún er bara yndisleg.

100_7706.jpg
afi að fíflast er þær voru að taka mynd af honum að borða.

100_7704.jpg

Þarna var ég að fíflast í þeim, þær elska þessa mynd
og ég mátti alsekki eyða henni.Pinchhlýði ég

000_0020_780483.jpg
Nú að því að ég veit hvað þær elska þessa mynd af sér
þá set ég hana að sjálfsögðu innWizardToungeKissing
Bara að segja að ég átti afar skemmtilega helgi,
Takk fyrir mig englarnir mínir.
Amma.

Góða nótt
og sofið rótt
í alla nótt
og dreymi ykkur vel.
HeartSleepingHeart


Morgunstund gefur gull í mund.

Farið var frekar seint inn með litla ljósið í gærkveldi.
Ég vaknaði er Gísli kom inn og átti erfitt með að sofna
aftur, nú gerði það nú samt einhvern tímann.
Vaknaði við einhvern ljósbjarma, stóð þá ekki þessi engill
og sagði er ég leit á hana: ,,Amma ég er bara að gá hvað
klukkan er, sjáðu hún er tíu mínútur í 9, það var nokkuð rétt
henni vantaði 15 mínútur í."
Hún kom síða upp í og við kúrðum smá, Yndislegt, nú hún
þurfti að fara til að horfa á skrípó og er búin að sitja þar síðan,
reyndar fram í stofu því þær eru náttúrlega heilagar skvísurnar
inn í gestaherbergi, en vitið þið, það kemur sér vel fyrir Gísla sem
elskar að horfa á skrípó og bíða í ofnæmi eftir Walt Dysney
þættinum, þá heyrir maður, Yes! og svo gefa þau hvort öðru five.

Núna eru þau að fá sér morgunmat saman, afi fær sér hafragraut
og hún er ætíð nokkra stund að ákveða sig hún hefur svo gaman
að því að láta hann stjana við sig og hann gerir það óspart.

Nú heyri ég að hann er búin að láta rúlluborðið fyrir framan hana
svo hún geti borðað í stofunni.
Það er nú ekki í lagi með suma afa.

Jú annars lesið nú, á mínu bernskuheimili var allt svo settlegt
og fínt að maður mátti helst hvergi vera svo ég tali nú ekki
um er maður kom með barnabörnin er sá tími kom, Ó GUÐ!

Þá ákvað ég að það yrði ekki svoleiðis á mínu heimili hér er
allt mjög skemmtilegt og ef þau brjóta eitthvað þá bara gera
þau það og það er ekkert mál, í mínum huga, þetta eru dauðir
hlutir og ef þeir brotna þá á ég ekki að eiga þá lengur.
Í ruslið með það.
Nú er ég hætt þessari morgunræpu.
Eigið góðan dag í dag.
Milla
Heart


Fyrir svefninn.

Fyrir rest vöknuðu englarnir mínir, eða er ég opnaði inn
til þeirra um hálf þrjú, rétt á eftir hringdi Milla og sagði
að Ingimar kæmi kl 4 til að fara niður í búð með þær  allar
til að kaupa
, er bara ekki að skilja þetta
því þær eru kannski alla vikuna eða tvær að klára þetta
ógeðSick
Nú við borðuðum pestó kryddaðar kjúklingabringur, ostasósu
og pasta, hrikalega sterkt og gott.
InLove
Síðan fóru þær allar inn og lokuðu hurðinni á eftir sér því það
voru fréttir og þá er þögn í stofunni.
Angry

Það er nú svo sem í lagi því þær hafa tvö herbergi til að drolla í
annað með tölvunni og hitt með öllu því sem þeim dettur í hug að
horfa á, en allar fóru inn í tölvuherbergi, ein fór í tölvuna tvær að
hanna og sauma föt á build a Bear sem litla ljósið á, vitið þið
hvað build a Bear er ? ekki ég, hann er bara voða mjúkur.
Litla ljósið var aðallega að pirra hinar þar til ég fékk hana til
að horfa á spólu og eru þær að því núna.
Ég fer nú bráðum að fara með hana inn, ég les fyrir hana og
hún sofnar eins og engill.
Halo
Hinar drollast fram eftir allri nóttu ef ég þekki þær rétt.

Jæja það er við hæfi að koma með smá eftir hana Ósk,
það vita nú allir sem lesa hjá mér hver hún er.

Hvernig ég er inn við beinið.

Ýmsum er ég sökum seld
svikul, grimm og löt,
en inn við beinið að ég held
aðallega kjöt.

Mínir rúmsiðir.

Ég opna bók eða yrki bögu
þá Óli lokbrá knýr að ranni.
Hvað gerist milli svefns og sögu
segi ég ekki nokkrum manni.

Góða nótt kæru vinir HeartSleepingHeart

 


Guð hjálpi þessu fólki.

Ég held að þessir rótækustu ættu að setjast niður og
róa sig, tala saman og snúa við blaðinu.
Það er komið nóg af fjandans ógeði frá vissum hópi fólks
bæði í viðtölum og kommentum á bloggi fólks.



„Ég er ekki farin að finna til með honum ennþá.
Ég tel hann heppinn að hafa veikst því nú mun fólk ekki
þjarma að honum," hefur AP fréttastofan eftir einum
mótmælanda í Reykjavík dag, sem þannig kemst að orði
um Geir H. Haarde forsætisráðherra
.

Eru þetta eðlileg ummæli? þessi maður er með afskaplega
veikan hugsunarhátt, hvaða heift er þetta eiginlega?
Ég er alveg reið og sár yfir því ástandi sem hér er komið
upp, en ég er ekki með hefndarhnútinn fast reyrðan allan
sólarhringinn.
Og það er langt frá því að ég sé að leita eftir sökudólg,
Því hvað í fjandann vitum við, hvernig og eða hverjir urðu
þess valdandi að þetta gerðist.?
Það er á tæru að við þurfum breytingar, og þær verða,
búið að koma því til skila og nú er bara að vera á
eftirfylgni-vaktinni, kann fólk það?

„Hann hefði átt að biðjast afsökunar og segja af sér,"
er haft eftir Guðrúnu Tryggvadóttir, sem titluð er ritstjóri vefsíðu.
„Ég er ekki farin að finna til með honum ennþá. Ég tel hann heppinn að hafa veikst því nú mun fólk ekki þjarma að honum. Ég vil nýja stjórnarskrá, og síðan samkeppni um það hvernig nýja Ísland ætti að vera."

Aktívistinn Gunnar Hinriksson segir við AP að Íslendingar muni sitja uppi með sama tóbakið þar til eftir kosningar. „Leiðtogar okkar eru sjúkir og þjóðin líka," segir hann í samtali við fréttaritara AP. 

Óttar Norðfjörð, rithöfundur, var einn mótmælendanna sem AP ræddi við í dag. Hann telur útilokað að ríkisstjórnin geti starfað almennilega á næstu mánuðum meðan kosninga er beðið.

„Hvernig getur ríkisstjórnin starfað eðlilega þegar báðir formennirnir eru veikir?" er haft eftir honum. „Þetta er að verða eins og kvikmynd eftir Woody Allen."

Þetta eru nú bara þau ógeðslegustu orð sem ég hef numið
fyrr eða síðar. Af hverju flytur þetta fjandans pakk ekki úr
landi finnst leiðtogar og landar eru svona sjúkir
.

Langar að spyrja hvað er, þetta pakk sem talar svona,
er það í stakk búið til að setjast í þjóðstjórn?
hefur það lausnir á silfurfati, nei líklegast yrðu þær á
tréfati, en ég get svo sem gefið ykkur eitt af mínum
það er ef þið hafið lausnir.

Fyrirgefið kæru landsmenn þessi dónalegu skrif, en nú
er ég reið og skrifin gætu verið verri, en læt það bíða.

Svo er eitt enn, mér finnist að sá sem fyrir þessum
mótmælum stendur ætti að koma fram og tilkynna að
það sé ekki stefna þeirra að níða niður land og þjóð
þar af sýður veikt fólk.

Guð gefi okkur öllum ljós og kærleik.
Milla.

 


mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta virkilega til.

Já þetta er bara yndislegt, fá svona frétt í öllu amstrinu
sem hvílir á okkur í dag.
Nei ég er ekki að tala um kreppu eða annan vanda, bara
um svo margt sem gerist hjá fólki svo sem gleði, veikindi
og kærleikinn sem umvefur þetta allt ef við viljum hleypa
honum að.

Geiturnar eru þjófóttar það vitum við sem höfum skoðað þær
eða umgengist, þær stela af okkur slæðum treflum og öðru
því sem lauslegt er á okkur, en það er nú bara saklaust
þess vegna getur hún ekki hafa stolið heilum bíl, en ef
galdratrúin er svona ríkjandi þá sleppur þjófurinn eða sá
sem ætlaði að stela bara vel.
Er það ekki eftir öðru?

               *************************

Annars er ég bara góð, vaknandi klukkan 10.30 maður er
bara að breytast í ungling, sko dömurnar mínar vakna um
tvö leitið ætli ég endi í þeim tíma.
Gísli minn búin í sjæningu og þá fer é, svona eftir smá.

Eigið góðan dag í dag.
Milla
Heart


mbl.is Þjófur breytist í geit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Eina ferðina enn er maður búin að eta yfir sig af heimsins
bestu pitsum, sem Milla mín gerði. Það er ekki til það sem
ekki er sett á þær og eru þær vel sterkar, síðan kaffi á eftir
og spjall.
Tvíburarnir komu í dag og urðu þær eftir voru að horfa á
eitthvað með ljósunum, koma seinna heim.
Ég sagði þeim að sjálfsögðu að þær ættu að passa sig á því
að detta ekki á heimleiðinni, sko að því að það er svo mikil
hálka og það væri alveg bannað að labba niður í bæGrin
Þær eru að verða 18 ára. það var nú bara hlegið að mér,
mér finnst það nú ekkert fyndið.Tounge

Nú ég var að tala um að setja inn myndir af fleiri barnabörnum,
og hér koma þær.


Kamilla Sól og Viktor Máni

Þetta eru þau Kamilla Sól og Viktor Máni þau eru Fúsa og Sollu
börn. Fúsi er sonur minn.

pollari_778848.jpg

Svo kemur sko aðal gæinn, hann heitir Sölvi Steinn og það er ekki
seinna vænna að gera hann að púllara, er hann ekki flottur.
Hann er einnig Fúsa og sollu barn.


IMG 1152
Þetta er Bára Dís, hún á bróðir sem heitir Hróbjartur en ég á
enga mynd af honum nema svo gamla.


Þessi fimm eiga heima fyrir sunnan svo ég sé þau ekki svo oft.

                         Perludjásn.

                Börnin eru perludjásn,
                þegar þau hjala
                tala þau við Guð
                og hann svarar þeim
                með blessun.

                                Eggert E. Laxdal.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


Gangi þér allt í haginn Geir.

Þetta er að sjálfsögðu hið sorglegasta mál, fyrst Ingibjörg
og núna Geir.
Sendi Geir konu  hans og fjölskyldu stuðnings og
baráttukveðjur.

Vill um leið minna fólk á alla þá sem berjast við þennan
sjúkdóm með von um að allt fari á þann veg sem bestur
er fyrir hvern og einn
.Halo


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöknum og hugum að börnunum.

Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir

Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir 

Geðheilsa barna versnar í efnahagskreppu

„Efnahagslegar þrengingar eru áhættuþáttur fyrir geðheilsu barna, vegna þess að erfið efnahagsstaða foreldra og áhyggjur þeirra af henni getur haft bein áhrif á geðheilsu foreldra. Meiri líkur eru á því að þeir finni fyrir kvíða, depurð og reiði sem hefur áhrif á samskipti þeirra við börnin. Þessar tilfinningar geta t.d. birst sem fjandskapur í samskiptum og skapofsi, þannig að gæði uppeldisins minnka, sem svo aftur hefur bein áhrif á geðheilsu barnanna sem verður mælanlega verri og hegðunarvandamál þeirra fleiri," segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Áhættan er meiri hjá foreldrum sem standa höllum fæti fyrir.

Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

                **********************

Kannski vaknar fólk upp nú er fjallað er um málið eina
ferðina enn. Það er eins og ég hef oft sagt, fólk vaknar
ekki fyrr heldur enn börnin eru komin í alvarlegan vanda.

Ég bý úti á landi þar sem ég heyri eigi mikið talað um þessa
kreppu frekar en aðrar, það hefur nefnilega verið allt á
niðurleið hér eins og annarsstaðar í atvinnumálum, en við
einhvernvegin erum ekki að velta okkur upp úr því sem við
getum ekki breytt, þar af leiðandi verða börnin ekki svo vör
við breytingarnar.
Það er til dæmis aldrei talað um kreppu á mínu heimili eða í
kringum mig, við tölum um pólitík og orsakir og afleyðingar,
Náttúrlega verður maður að útskýra fyrir þeim sem eldri eru
hvað er að gerast, en þau skilja það betur.

Litla ljósið mitt að verða 5 ára kom fram og sá mótmælin í
sjónvarpinu og spurði: ,,hvað er þetta?" Þetta er fólk að
leika sér sögðum við og hún inn aftur og ekki orð um það meir.

Margir bloggarar eru búnir að tjá sig um þessa hluti og þar
á meðal ég, en eigi er von að fólk hlusti á eitthvert væl í
bloggkerlingum út um allt land, en vita skal fólk að ég
allavega hef reynslu af bæði börnum og kreppu því ég er
komin á þann aldur.

Núna hlustar fólk kannski og vonandi er það fær þetta
beint í æð frá Ólafi Ó. Guðmundssyni yfirlækni.

Eigið góðan dag í dag.
Milla
Heart


mbl.is Geðheilsa barna versnar í efnahagskreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband